Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
L
íklega má fullyrða
að af þeim römmum
sem hvað tíðast eru
til umræðu manna á
meðal hafi refsi-
ramminn átt vinninginn í apríl.
Ástæða þessarar miklu umræðu
er sú að þá fóru fram málfund-
aræfingar á Alþingi um refsi-
ramma fíkniefnamála og síðasta
dag mánaðarins var samþykkt
frumvarp til laga sem fól í sér
víkkun hans úr tíu árum í tólf.
Fyrir áhugamenn um refsi-
ramma og pólitískt þjark var
þessi umræða kærkomin, en
þeir sem hafa fengið nóg af
þeirri „lausn“ sem yfirleitt er
boðið upp á í fíkniefnamálum,
nefnilega þeirri að taka enn
fastar á dópsölunum, hafa lík-
lega haft minni ánægju af öllu
saman.
Í at-
hugasemdum
með frum-
varpinu kem-
ur fram að
refsingar við
fíkniefnabrot-
um hafa þyngst á undanförnum
árum og var svo komið fyrir
samþykkt frumvarpsins að
refsiramminn var næstum að
fullu nýttur, því í fyrra var mað-
ur dæmdur í níu ára fangelsi. Í
framsögu sinni fyrir frumvarp-
inu sagði dómsmálaráðherra að
þar sem dómstólar hefðu sífellt
verið að fella þyngri dóma og
væru við það að sprengja refsi-
rammann yrði að víkka ramm-
ann svo fella megi þyngri dóma.
Ástæða er að gera at-
hugasemd við þá hugsun að
refsimörk hljóti að færast til
vegna þess eins að dómar hafi
nálgast þessi mörk. Rökin fyrir
þessu eru af svipuðum toga og
þau rök sem hundar hafa heyrst
færa fram fyrir því að elta
skottið á sér hring eftir hring.
Hvar á að nema staðar í refs-
ingum? Í fjórtán árum? Tuttugu
árum? Eða á ævilangt fangelsi
ef til vill að bíða þeirra sem
hafa undir höndum fíkniefni á
meðan þeir sem fremja morð fá
almennt fjórtán til sextán ára
fangelsi? Bent hefur verið á að
ein af hættunum sem fylgir því
að þyngja refsingar í fíkniefna-
brotum sé að brotamennirnir
verði hættulegri umhverfinu.
Þeir verða ekki síst hættulegri
lögreglumönnum og hugs-
anlegum vitnum, því ef menn
eiga að velja á milli þess að fara
örugglega í tólf ára fangelsi eða
að fara í sextán ára fangelsi ef
upp um þá kemst, þá er hætt
við að þeir menn sem láta sam-
viskuna almennt ekki segja sér
fyrir verkum velji síðari kost-
inn. Fréttir benda til að fíkni-
efnaheimurinn hér á landi fari
harðnandi og verði hættulegri.
Þyngri refsingar munu ekki
snúa þeirri þróun við.
Ekki hefur heldur verið sýnt
fram á að þyngri refsingar muni
leiða til þess að glæpum fækki,
en í athugasemdum með frum-
varpinu kemur fram að á sama
tíma og refsingar hafa þyngst
hér á landi hafa brotin orðið al-
varlegri. Þetta eru að vísu tvær
hliðar sama penings, en benda
þó ekki til að væntanlegum
fíkniefnasölum snúist hugur við
það eitt að kveðinn hafi verið
upp þungur dómur vegna sam-
bærilegs eða minna brots. Af
þessu má frekar draga þá álykt-
un að það sé annað en hugs-
anleg fangelsisvist sem ræður
mestu þegar menn taka um það
ákvörðun hvort þeir skuli flytja
inn fíkniefni eða ekki. Menn láta
það ekki ráða ákvörðun hvort
árin sem bíða ef illa fer eru
fimm, sjö eða níu. Og menn
munu tæplega láta það hafa
áhrif á sig hvort árin bak við lás
og slá kunna að verða tíu eða
tólf.
Rétt er að hafa í huga að
refsingar í fíkniefnamálum eru
ekki vægar hér á landi sé miðað
við stöðuna á Norðurlöndum.
Dönsk, sænsk og finnsk lög hafa
öll sama refsiramma og var í ís-
lenskum lögum fyrir útvíkkun
hans, en Noregur sker sig úr og
heimilar allt að tuttugu og eins
árs fangelsi við sérlega grófum
brotum. Þessi víði refsirammi
hefur ekki útrýmt fíkniefnabrot-
um í Noregi, og raunar er það
svo að þó dauðarefsingar liggi
við fíkniefnabrotum í sumum
löndum kemur það ekki í veg
fyrir að brotin séu framin.
Refsingarnar eru ekki heldur
vægar ef menn líta bara á tím-
ann og velta því fyrir sér hvern-
ig það muni vera að dvelja um
árabil á bak við lás og slá. Þó
fæstir hafi af þessu reynslu geta
þeir þó reynt að gera sér það í
hugalund. Einn maður, Oscar
Wilde, sem þekkti prísundina af
eigin reynslu orti um hana
ágætt ljóð, sem Magnús Ás-
geirsson sneri á íslensku undir
heitinu Kvæðið um fangann. Í
einu erindinu segir svo:
Ég dæmi ei lög vor rétt né röng
og rýni ei þeirra skrár.
Í prísund vitum vér það eitt,
að veggurinn er hár,
að þar er ár hver dægurdvöl,
og dægrin löng það ár.
Fyrir utan áður nefnd hunda-
skottsrök notuðu bæði dóms-
málaráðherra og formaður alls-
herjarnefndar það sem röksemd
í umræðunum um frumvarpið –
og það var hin aðalröksemdin –
að með því væri löggjafinn að
senda „skýr skilaboð“ til þeirra
sem hefðu í hyggju að brjóta af
sér. Þó eru þetta sömu menn og
hafa hingað til ekki skilið sam-
bærileg boð. Reyndar er líklegt
að þau skilaboð sem helst ná
eyrum slíkra manna séu þau
sem felast í miklum mun á
kaup- og söluverði fíkniefna.
Þessi munur getur skilað þeim
sem brjóta lögin verulegum
gróða og viðbúið er að gróðinn
aukist við þyngri refsingar. Á
meðan gróðavonin er fyrir hendi
munu lögbrjótarnir einnig verða
það og útvíkkun refsirammans
margumrædda mun engu breyta
þar um.
Skilaboðin sem dómsmálaráð-
herra og formaður allsherjar-
nefndar segjast vera að senda
hugsanlegum brotamönnum
munu því varla verða móttekin.
Kjósendur hafa hins vegar að
öllum líkindum móttekið þau
skilaboð sem þeim voru ætluð
og það telur sjálfsagt einhver
nægan ávinning.
...og dægrin
löng það ár
Ástæða er að gera athugasemd
við þá hugsun að refsimörk hljóti
að færast til vegna þess eins að dómar
hafi nálgast þessi mörk.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj-
@mbl.is
ÞAÐ er oft býsna erf-
itt að eiga orðastað við
þá sem allt vilja gefa
„frjálst“ í áfengismál-
um, engar hömlur hafa
og gott ef ekki engin lög
heldur. Svo undarlegt
sem það nú er þá má
alls ekki nefna neinar
hættur, neina vá sam-
fara áfengisneyzlunni
við þetta fólk „frelsis-
ins“, þótt dæmin, döpur
og raunsönn, blasi
hvarvetna við sjónum.
Svo samgróið virðist
strútseðlið þessu fólki,
að öll umræða verður
erfið fyrir þá sem alls-
gáðum augum horfa á þann skelfilega
vígvöll, þann geigvænlega val sem
líta má sem afleiðingu áfengisneyzl-
unnar. Hversu oft höfum við bindind-
ismenn ekki mátt heyra köpuryrði
um ofstæki okkar og afturhaldssemi,
þegar við höfum freistað þess að
kynna blákaldar og óvéfengjanlegar
sannanir fyrir þeirri vá sem áfeng-
isneyzlunni er samfara.
Mér flugu þessi köpuryrði í hug
þegar ég var að lesa í BFÖ-blaðinu
nokkra punkta úr ágætri greinargerð
Árna Einarssonar, framkvæmd-
stjóra Fræðslumiðstöðvar í fíkni-
efnavörnum, um ástæður ölvunar-
aksturs og leiðir til þess að draga þar
úr sem mest og mögulegast.
Árni ber, eins og hans er vandi,
staðreyndir einar á borð og skal hér
aðeins stuttlega tæpt á nokkrum
þeirra. Ölvun skerðir hæfni til akst-
urs, segir Árni og í því sambandi
bendir hann á, að alkóhólmagn það
sem leyft er í blóði hérlendis sé slíkt
samkvæmt rannsóknum, að ökumað-
ur með svo mikið áfengismagn í blóði
sé engan veginn fær um að stjórna
ökutæki með öruggum hætti. Næst
bendir Árni á slysahættuna og vísar í
tölur undanfarinna ára
sem sýna að 7–25 %
dauðaslysa í umferðinni
hafi verið vegna ölvun-
araksturs, hrikalegur
tollur það. Síðastliðin
tuttugu ár hafa árlega
um 2.300 ökumenn ver-
ið staðnir að ölvunar-
akstri, svo algengið er
mikið, því miður.
Þá segir Árni að sam-
kvæmt rannsóknum sé
það alveg ótvírætt að
aukið aðgengi að áfengi
auki hættu á ölvunar-
akstri með hinum alvar-
legustu afleiðingum að
sjálfsögðu, m.a. aukn-
um fjölda látinna í umferðinni.
Mætti þetta sannarlega verða til
umhugsunar fólki sem vill „bæta“
ástandið með enn auknu aðgengi að
áfengi.
Árni segir upplýsingar benda ein-
dregið til þess að aukin heildarneyzla
leiði af sér aukinn ölvunarakstur og
þarf engum óbrjáluðum á óvart að
koma.
Allt þetta styður Árni sterkum
rökum að vanda, rökum byggðum á
staðreyndum vandaðra rannsókna og
upplýsinga og var svo einhver að tala
um hleypidóma og ofstæki þeirra
sem vara við á forsendum raka og
ótvíræðra staðreynda?
En Árni Einarsson lætur ekki
nægja að benda á hætturnar, hann
bendir á færar leiðir til að draga úr
ölvunarakstri. Hér skal aðeins bent á
þær í knappri samantekt minni.
Lækkun marka um leyfilegt alkóhól-
magn í blóði niður í 0 prómill gefur
skýr skilaboð um, að enginn aki undir
áhrifum áfengis, hversu lítil sem þau
eru. Árni bendir einnig á fælingar-
áhrif virkrar löggæzlu og vill því
aukna löggæzlu og eftirlit sem áhrifa-
mikla leið til varnar. Fræðsla og
áróður skila sannanlega árangri og
að þeim þætti þarf grannt að gæta,
segir þar.
Árni bendir á hve ungum öku-
mönnum er hættara við að deyja í
umferðinni en öðrum, en ekki liggi
fyrir upplýsingar um, hvort ungum
aldri eða reynsluleysi er að kenna, en
veltir í framhaldi af því upp spurning-
unni um hækkun ökuleyfisaldurs. Að
lokum bendir Árni á að herða þurfi
reglur og veita sérstaka meðferð
þeim sem teknir eru ölvaðir við akst-
ur.
Þegar litið er til þessarar greinar-
gerðar ætti löggjafa sem og öðrum er
með málefni þessi fara að vera ljúft
að taka tillit til þess sem sett er fram í
algjöru öfgaleysi staðreyndanna
einna.
Vonandi verður þessi greinargerð
birt í heild sinni, svo að fólki gefizt
kostur á að bera saman upphrópanir
aðgengissjúkra og staðreyndir þeirra
sem vilja hafa það eitt er sannara
reynist. Á skal að ósi stemma, það
sama á við um elfi áfengisins, þar sem
ölvunarakstur fylgir m.a. í straumn-
um stríða.
Akstur og ölvun, ósætt-
anlegar andstæður
Helgi
Seljan
Áfengismál
Svo undarlegt sem það
nú er, segir Helgi
Seljan, þá má alls ekki
nefna neinar hættur,
neina vá samfara áfeng-
isneyzlunni við þetta
fólk „frelsisins“.
Höfundur er formaður
bindindissamtakanna IOGT.
ÞAÐ kætti hjarta
mitt þegar ég las
Reykjavíkurbréfið í
sunnudagsmogganum.
Höfundurinn byrjar
merkan pistil sinn á
umfjöllun um bæn
Jaebesar, en sú bæn
hefur farið sigurför um
heiminn undanfarna
mánuði og verið mörg-
um innblástur. Bænin
er stutt en hnitmiðuð og
dylst innan um langar
og leiðinlegar ættartöl-
ur í fyrri Króníkubók.
Þessi bæn, sem ekki
lætur mikið yfir sér, var
heyrð af Guði eins og
fram kemur í hinum knappa texta og
því drögum við þá ályktun að hér sé
bæn á ferðinni sem er samkvæmt
vilja þess Guðs sem er eilífur og óum-
breytanlegur. Bæn þessi er því í fullu
gildi í dag og á erindi við manninn
eins og sú staðreynd að hún er kom-
inn inn á miðopnu Morgunblaðsins
ber með sér. Bænin er svona: Og
Jaebes ákallaði Guð Ísraels og mælti:
Blessa þú mig og auk landi við mig, og
verði hönd þín með mér, og bæg þú
ógæfunni frá mér, svo að engin harm-
kvæli komi yfir mig. Og Guð veitti
honum það, sem hann bað um.
Það er ekki endilega hið andlega
samhengi sem er forsenda þessarar
skírskotunar í Reykjavíkurbréfinu,
en bréfið fjallar á afar skemmtilegan
máta um hinar flóknu kenningar og
tilgátur hagfræðinnar og stefnur og
strauma í þeim efnum. Höfundur
Reykjavíkurbréfsins telur bæn Jaeb-
esar vera fagnaðarefni út frá sjónar-
miðum hagfræðinnar. Væntanlega er
hann að vísa til þess að þeir sem til-
einki sér inntak bænar-
innar verði virkari í
neysluþjóðfélagi hins
vestræna heims. Þetta
viðhorf er gott og gilt í
sjálfu sér, en ég tel það
vera afar mikla einföld-
un á merkingu og inni-
haldi þessarar bænar.
Jaebes biður um bless-
un, í frumtextanum er
orðið tvítekið. Merking
hebreska orðsins ber
með sér að hinn bless-
aði krýpur fyrir Guði og
vísar til auðmýktar.
Jaebes biður einnig um
aukið land og það er
sjálfsögð bæn að menn
biðji djarfir um aukin áhrif og stærri
landhelgi í efnalegu tilliti sér og sín-
um til handa. Hann biður einnig um
að hönd Drottins sé með og hann hef-
ur væntanlega skilning á því hvað
þarf til. Í lok bænarinnar biður Jaeb-
es þess að ógæfunni verði bægt frá
honum þannig að engin harmkvæli
komi yfir hann.
Bæn Jaebesar er fyrst og fremst
bæn um blessun, bæn um innihalds-
og hamingjuríkt líf sem byggir á því
að vera í vilja Guðs. Efnaleg gæði
geta verið fylgifiskar blessunar Guðs,
en eru það ekki endilega, eins og
dæmin um þá sem verða af aurum ap-
ar sýna okkur. Það er staðreynd að
hjarta mannsins er þar sem fjársjóð-
ur hans er. Ef auður mannsins er ein-
göngu efnalegur er hann fátækur.
Mig langar til að benda á það sem
læknirinn Lúkas skráir í dæmisög-
unni um ríka bóndann: Og ég segi við
sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn
auð til margra ára, hvíl þig nú, et og
drekk og ver glöð. En Guð sagði við
hann: Heimskingi, á þessari nóttu
verður sál þín af þér heimtuð, og hver
fær þá það, sem þú hefur aflað? Svo
fer þeim er safnar sér fé, en er ekki
ríkur hjá Guði. Það er hættulegt að
safna sér jarðneskum auði með þeirri
áherslu að menn eigi meiri auð á
jörðu en á himni, að safna sér fé, en
vera ekki ríkur hjá Guði. Slíkt bindur
hjarta mannsins og setur hann í
hættu gagnvart sáluhjálp sinni. Menn
verða að eiga himneskan auð – þá eru
þeir sannarlega ríkir.
Bæn Jaebesar hefur verið mér og
okkur í Krossinum mikil hvatning og
innblástur undanfarnar vikur þegar
við höfum reynt að kryfja til mergjar
þann boðskap sem er að finna okkur
til handa í þessari bæn. Niðurstaða
okkar er ekki hagfræðilegs eðlis,
heldur teljum við að bænin sé beiðni
um blessun Guðs inn á öll svið hins
mannlega lífs, einnig hið efnalega, en
höfuðáherslan er á auðmýkt fyrir
þeim Guði sem einn getur blessað
með þeim hætti að erfiði mannsins
bætir þar engu við.
Ég vil þakka höfundi Reykjavíkur-
bréfsins fyrir snjöll skrif og ég tek
mér það bessaleyfi að nota millifyr-
irsögn úr pistli hans sem fyrirsögn á
þetta greinarkorn.
Einföld bæn –
breytt framtíð?
Gunnar
Þorsteinsson
Bæn
Bæn Jaebesar er fyrst
og fremst bæn um
blessun, segir Gunnar
Þorsteinsson, bæn
um innihalds- og
hamingjuríkt líf sem
byggir á því að vera
í vilja Guðs.
Höfundur er forstöðumaður
Krossins í Kópavogi.