Morgunblaðið - 16.05.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 16.05.2001, Qupperneq 56
56 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ The Way Of The Gun Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára. Vit nr. 228 Traffic Sýnd kl. 10.30. B.i.16 ára. Vit nr. 201 Thirteen Days Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i.16 ára. Vit nr. 228 Memento Sýnd kl. 8.10 og 10.20. B.i.14 ára. Vit nr. 220 The Road To El Dorado Sýnd kl. 3.50. Íslenskt tal. Vit nr. 183 Litla Vampíran Sýnd kl. 3.50. Ísl. tal. Vit nr. 203 Nýi Stíllinn Keisarans Sýnd kl. 4. Vit nr. 213 Miss Congeniality Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 207 Joel Silver framleiðandi Matrix er hér á ferðinni með dúndur spennumynd með topp húmor. Stefnir í að verða stærsta Steven Seagal myndin frá upphafi í USA. Frábær tónlist í flutningi DMX! Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal Vit nr. 231 Hún þurfti bara mánuð til að breyta lífi hans að eilífu" Keanu Reeves (Matrix) og Charlize Theron (Cider House Rules, Men of Honor) í rómantískri gamanmynd um mann sem hélt hann hefði allt. Forsalan er hafin á Mummy Returns Sýnd kl. 3.40, 5.55, 8 og 10.20. . Vit nr. 233 Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. b.i. 16 ára. Vit nr. 223 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 8. GSE DV ÓFE Sýn Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. eftir Þorfinn Guðnason.  HK DV Yfir 5 vikur á topp 20 Strik.is Ó.H.T Rás 2 SV Mbl Lalli Johnslli Yfir 6000 áhorfendur Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.30.  HK DV strik.is  Ó.H.T RÚV Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 5.45. B.i.16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Hann var maðurinn sem hóf partýið. En öll partý taka enda. byggð á sannsögulegum heimildum Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Forsalan er hafin á Mummy Returns JULIA ROBERTS BRAD PITT THEMEXICAN Kvikmyndir.com „AÐ koma á kvikmyndahátíðirnar í Cannes og Berlín er eins og að mæta á skólamót. Maður hittir alltaf sama fólkið, fundar með því og og fer út að borða,“ segir Frið- rik Þór Friðriksson sem er á Can- nes kvikmyndahátíðinni í þrett- ánda sinn. Sem bæði leikstjóri og framleiðandi hefur hann í sífellt meiru að snúast, og segist óska þess að hann gæti notið sín betur sem kvikmyndaáhugamaður. Friðrik Þór segist þó sjá megnið af helstu myndunum á hátíðinni fyrr eða síðar í tengslum við inn- kaup sín fyrir Kvikmyndahátíðina í Reykjavík. „Það er fullt af góðum myndum hérna sem ég er að spá í, þótt jafnaðarmennskan sé kannski helst til of mikil í ár. Í fyrra var Myrkradansarinn mál málanna en nú virðist engin mynd ætla leika þann leik eftir, þótt Japanir virðist koma nokkuð sterkir til leiks.“ Mikill áhugi á íslenskri kvikmyndagerð Friðrik Þór þarf að vera lengur en vanalega á hátíðinni í ár vegna aukins áhuga á íslenskri kvik- myndagerð. „Það er að miklu leyti að þakka nýju skattalögunum sem tekið hafa gildi um skattaívilnanir í formi 12% endurgreiðslu á skatt- skyldum kostnaði til þeirra er- lendu framleiðenda sem framleiða myndir á Íslandi. Sú kærkomna umbreyting virðist þegar hafa vak- ið áhuga en það vantar nú samt 8% upp á að við séum samkeppn- ishæfir við Kanadamenn því þeir eru að bjóða 20% endurgreiðslu og geta í raun boðið upp á sömu að- stöðu og við.“ – Hvað með sérstöðu íslenska landslagsins? „Jú, hún er til staðar en menn eru ekki alltaf að falast eftir fal- legum tökustöðum, heldur sérstök- um, og þeir fyrirfinnast alveg í Kanada. En menn komast upp á lagið og þá á ásóknin eftir að aukast.“ – Hvað um veðráttuna á Íslandi? „Veðráttan er okkur hliðholl. Ljósaskipti eru svo tíð. Í dag er tæknin orðin svo mikil, að áhyggj- ur af veðrinu eru úreltur hugs- anaháttur. Þú getur alltaf drepið sól og búið til sól. Það þarf lítið rafmagn til þess.“ Friðrik Þór segir eitt helsta tromp Íslendinga vera að geta boðið upp á framúrskarandi fag- fólk í nær öll störf sem þarf til að gera góða kvikmynd. „Ísland er svo náttúrlega í tísku og áhuginn hefur aukist í samræmi við það. Menn eru loksins að gera alvöru úr hlutunum með að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd varðandi tökur á Íslandi. Björk hefur líka óneitanlega skapað ákveðið andrúmsloft fyrir Ísland. Sérstaða hennar hefur ósjálfrátt sveipað landið sérstökum blæ í hugum útlendinga.“ Gullpálminn snýst um pólitík – Er ekki kominn tími til að koma íslenskri mynd í keppni á Cannes? „Jú, við höfum aldrei komið mynd í keppni, hvorki í Berlín né hér á Cannes. En það skiptir samt miklu minna máli í dag að koma mynd í keppni en áður. Við hefð- um þurft að koma mynd í keppni fyrir sjö árum. Það hefði hraðað framþróuninni. En Ísland er hik- laust komið á blað. Djöflaeyjan fékk t.a.m. miklu betri dreifingu en margar myndanna sem voru að bítast um Gullpálmann árið sem hún var hér á markaði.“ – Er keppnin ekki ansi hreint umdeild? „Frakkar er ansi merkilegir þegar slíkt er annars vegar. Þeir líta á keppnina sem milliríkjasam- skiptatæki, hleypa glaðir myndum í keppnina frá löndum sem þeir eiga í miklum og góðum samskipt- um við – jafnt á viðskiptasviðinu sem hinu menningarlega, sem skýrir að einhverju leyti hversu Japanir ríða feitum hesti frá keppninni í ár. Þetta er ekki spurning um smekk hjá Frökk- unum heldur pólitík.“ – Það hlýtur að rýra gildi keppni sem þessarar? „Nei, nei. Það vita svo fáir af þessu. Það var birt skýrsla um málið sem fór fram hjá flestum.“ Friðrik Þór bendir á að annar galli á keppninni sé sá að þegar menn hafi einu sinni komist að, verði þeir áskrifendur, sömu menn eigi aftur og aftur mynd í að- alkeppninni: „Ef Billy August og Lars Von Trier gera mynd, þá er hún hérna, og Frakkar telja sig vera búna að afgreiða Norður- lönd.“ Fremstur í markaðssetningu – Hversu mikilvæg er Cannes fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Álíka mikilvæg og fiskmarkað- irnir eru fyrir sjávarútveginn.“ Friðrik Þór segir íslenska kvik- myndagerðarmenn hafa borið vöru sína á borð í Cannes frá því undir lok 8. áratugarins: „Ég man að Ágúst Guðmundsson gisti í tjaldi eitt skiptið.“ Friðrik Þór vill þó meina að hann hafi verið fyrstur til að beita almennilegri markaðs- setningu: „Þegar ég kom hingað í fyrsta skiptið, með White Whales (Skytturnar) í farteskinu, vissu all- ir hvaða mynd það var. Ég réð götustráka til að „betrekkja“ bæ- inn svo vel með auglýsingum að allir héldu að þetta væri stórmynd. Fólk sem kom hingað sem túristar þremur árum síðar kom m.a.s. auga á auglýsingarnar, límið sem guttarnir notuðu var svo sterkt að þær héngu ennþá uppi! Nú er slík auglýsingamennska bönnuð. Wim Wenders sagðist aldrei hafa séð aðra eins yfirgengilega auglýs- ingamennsku, hvert sem hann leit sagðist hann hafa séð standa „White Whales“, jafnt út um svefnherbergisgluggann sem og á almenningsklósettum.“ Framleiðandinn of plássfrekur – Hvert er erindi þitt á Cannes í ár? „Ég er að fjármagna myndirnar Kaldaljós og Æslending. Sama á við sjónvarpsseríu, Allir litir hafs- ins eru kaldir, eftir Önnu Rögn- valdsdóttur sem einnig stendur til að gera kvikmynd upp úr. Ég er með helling í gangi.“ – Hvað um Fálka? „Fálkar var alveg fjármögnuð í fyrra. Hún fer í tökur seinna í sumar og við stefnum á að ljúka henni fyrir næstu Berlínarhátíð.“ – Ertu sáttur í framleiðanda- hlutverkinu? „Mér finnst ég vera að eyða of mikilli orku, tíma og fjármagni í framleiðsluna – án þess að hafa náð nægilega föstum skotum,“ segir Friðrik Þór og hlær við. „Ég held að flestir séu betur fallnir í framleiðandastarfið en ég. En eftir að hafa starfað með Coppola við gerð No Such Thing (vinnuheitið var Monster) eftir Hal Hartley, getum við valið samstarfsfólk og það eru þrjár risamyndir fram- undan; tvær þýskar og mynd Sturlu Gunnarssonar Beowulf sem verður tekin á Íslandi.“ – Hvernig kom samstarfið til? „Við Hal höfum verið vinir lengi. Fyrir fjórum árum vorum við að spila billjarð í Toronto og þegar við vorum orðnir vel við skál sagði ég að hann ætti að hætta að gera myndir sem gerast í kjallara, og læddi að honum skrímslahug- myndinni sem er upphaflega mín. Ég kostaði alla undirbúningsvinn- una og pakkaði henni saman í söluumbúðir. Upphafleg kostnað- aráætlun okkar var 300 milljónir en eftir að Coppola tók við dæm- inu varð hún 720 milljónir. Það er mjög vænlegt að færa fjárhagslega ábyrgð yfir á herðar annarra, í þessu tilfelli Coppola.“ – Ertu að leggja drög að því að geta helgað þig leikstjórninni al- farið? „Ég er náttúrlega orðinn þreytt- ur á því að sjá á eftir ágóðanum af mínum myndum fara í að borga upp stórtap á myndum annarra. Það er hagstæðara fyrir mig og aðra að ég fari sjálfur að gera fleiri myndir því þær hafa gengið býsna vel og selst vel á erlendri grundu. Það gleður líka að sjá fleiri afreka að selja myndir sínar eins og Baltasar Kormákur hefur gert með 101 Reykjavík. Ég hef mikla trú á ungu kynslóð kvik- myndaleikstjóra á Íslandi, mönn- um á borð við Róbert Douglas.“ Örlítið raf- magn býr til sól Leikstjórinn og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson er í Cannes í þrettánda sinn. Hann ræddi við Skarphéðin Guðmundsson um Cannes fyrr og nú og þýðingu hátíð- arinnar fyrir íslenska kvikmyndagerð. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Friðrik Þór segir jafnaðarmennsku einkenna myndirnar í ár. Róbert Douglas og Júlíus Kemp kynna verk sín í Cannes. Friðrik Þór Friðriksson hefur í mörg horn að líta á kvikmyndahátíðinni í Cannes

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.