Morgunblaðið - 16.05.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 16.05.2001, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 57 Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Forsalan er hafin á Mummy Returns Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. B.i.16 ára. Vit nr. 223 Frábær tónlist í flutningi DMX! Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal Vit nr. 231 Keanu Reeves (Matrix) og Charlize Theron (Cider House Rules, Men of Honor) í rómantískri gamanmynd um mann sem hélt hann hefði allt. Hún þurfti bara mánuð til að breyta lífi hans að eilífu 102 DALMATÍUHUNDAR Sýnd kl. 3.50. ÍSL TAL. VIT NR.213 NÝI STÍLLINN Sýnd kl. 3.50. ÍSL TAL. VIT NR.194 SAVE THE LAST DANCE Sýnd kl. 8 og 10.15. VIT NR.216 Nýjasta myndin um Pokemon er komin til Íslands! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 233 Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Forsalan er hafin á Mummy Returns Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 173. PAY IT FORWARD Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.14. Vit nr 220. Kvikm yndir.c om HL Mb l Strik.is Tvíhöfði SG DV Sýnd kl. 10. Sýnd kl, 8 og 10.30. Ísl. texti. Sýnd kl. 6 og 8. Miði í Regnbogann gildir sem happadrættismiði fyrir PS2  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i.12. Kraftmikil ævintýramynd fyrir alla fjölskyld- una sem gerist í sannkölluðum undraheimi byggðum á hinum víðfræga hlutverkaleik Drekar og dýflissur. Yfir 20.000 áhorfendur! 2 fyrir 1 MALENA Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 HIN árlega útskriftarsýning Listaháskóla Íslands var opnuð síðastliðinn laugardag. Þar er margt að sjá, af þessum og öðrum heimum. Þetta er annað árið sem Listaháskóli Íslands útskrifar nema með BA-gráðu, bæði af hönnunar- og myndlistarsviði. „Það eru 64 sem sýna í ár,“ seg- ir Hekla Dögg Jónsdóttir sýning- arstjóri. „Þetta er í fyrsta skiptið sem það eru svona margir. Þetta eru u.þ.b. 20 fleiri en vanalega.“ Opnunin var afskaplega vel sótt og mynduðust í mörgum tilvikum biðraðir inn að sýningasvæðum nemendanna. „Það eru mjög mörg verkanna sem krefjast þess af listamönn- unum að þeir séu á svæðinu allan daginn. Annaðhvort er það stans- laus framkoma listamannana eða að þeir eru að kynna verkin sín. Þeir eru mjög mikið hér á svæðinu sem mér finnst rosalega jákvætt, það gefur sýningunum fagmann- legra útlit. Það sem mér finnst einkenna þessa sýningu í ár er gleði og hamingja.“ Eitt listaverk, sem krefst stans- lausrar nærveru skapara síns, er verk Ragnars Kjartanssonar. Hann hefur smíðað sér leikmynd, sem gæti alveg eins verið eftir- mynd herbergis úr Versölum, og þar inni er pilturinn uppstrílaður á milli klukkan 14 og 18, eða á sýningartímanum, alla sýning- ardaga og syngur og leikur óperu sem hann samdi sjálfur. Gula húsið lifir Á efri hæð húsnæðisins er m.a. að finna lítinn kofa á gólfinu. Þessi kofi er útibú hins svokallaða „Gula húss“ sem nokkrir lista- menn brutust inn í fyrir u.þ.b. 2 árum. En húsið hefur síðan þá verið notað sem vettvangur listasýninga ungra listamanna. „Ég skrifaði BA-ritgerðina mína um Gula húsið og starfsemi þess,“ segir Dóróthea Kirch, sýn- ingastjóri „útibúsins“. „Ég ákvað í framhaldi af því að búa til sýningu um húsið. Líka út af því að það verður rifið á þessu ári. Það er svo mikill kraftur í því sem má ekki gleymast. Þessi sýning er tákn fyrir það að þrátt fyrir að húsið verði ekki til þá heldur þetta áfram. Ég byggði þetta litla hús, málaði það og sagði listamönnum Gula hússins að þau mættu gera það sem þau vildu. Það sem ég vildi fá var ekki endilega eitt verk eftir hvern heldur að stemmn- ingin sem lifir þarna yrði sýnileg. Mér fannst það takast mjög vel.“ „Við erum öll svo einstök“ Eitt verk sem hefur vakið mikla lukku á sýningunni er tískusýning Kristínu Bermann með yfirskrift- inni „við erum öll svo einstök“. „Ég ætlaði að gefa fólki vís- bendingu um hvað væri að gerast inni án þess að segja því neitt,“ segir Kristína til þess að útskýra yfirskrift- ina. „Á opnuninni framkvæmdi ég verk- ið. Ég var með 18 sýn- ingastúlkur sem sátu sitthvorum megin við pallinn í stórfurðu- legum fötum, með há- hælaða skó á hausn- um sem á voru fjaðrir og gerviblóm. Svo vís- aði ég einum í einu inn á sýninguna og fólk áttaði sig svo á því þegar það var komið hálfa leið inn að það var í fyrir- sætuhlutverkinu á tískusýningunni. Og að allt væri öfug- snúið.“ Strax á sunnudag- inn tók verkið svo á sig nýja mynd. „Ég tók þetta upp án þess að fólk vissi af. Það sem eftir er sýningarinnar sýni ég það sem gerðist á opn- uninni. Það er mjög skemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum fólks. Sumir taka sig alveg rosalega vel út og fíla sig í botn, aðrir verða mjög feimnir og hlaupa út.“ En hver var eiginlega kveikjan að þessari skemmtilegu hugmynd? „Mig langaði svolítið út í tísku- heiminn fyrir 2 árum, þá stefndi ég á það að verða tískuhönnuður. Fékk svo tækifæri til þess að vinna með tískuhönnuði úti í heimi og fékk eiginlega áfall. Ég bjóst ekki við því að heimurinn væri svona mikið um markaðssetningu og fjöldaframleiðslu. Mig langaði til þess að koma þessu áfalli á framfæri, þrátt fyrir að fólk upp- lifi ekki nákvæmlega það sama og ég þá verður það fyrir pínuáfalli þegar það „kemur inn í tískuheim- inn“,“ bendir Kristína á að lokum. Sýningin verður opin fram yfir næstu helgi alla daga frá kl. 14– 18. Hún er í húsnæði Listaháskól- ans við Laugarnesveg og aðgang- ur er ókeypis. Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands Morgunblaðið/Jón Svavarsson Útibú Gula hússins á sýningunni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tískusýning með augum fyrirsætu. Kristína hannaði einnig kjólana sjálf. Ragnar Kjartansson í hlutverki sínu. Gleði og hamingja Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.