Morgunblaðið - 16.05.2001, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
SÚ hækkun sem varð á smásölu-
verði ýmissa grænmetistegunda
seinnipart marsmánaðar stafaði að
langmestu leyti af hækkun inn-
flutningsverðs og álagningu tolla,
samkvæmt rannsókn Samkeppnis-
stofnunar.
Fram kemur meðal annars að
dagleg álagning á grænmeti í smá-
sölu sveiflaðist frá því að vera nei-
kvæð um 65% á rauðri papriku til
þess að vera 167% á tómötum.
Dæmi eru um að tollurinn hafi
hækkað smásöluverð um allt að 180
kr.
Landbúnaðarráðherra óskaði eft-
ir því 30. mars sl. að Samkeppnis-
stofnun kannaði verðmyndun á inn-
fluttri papriku, tómötum, agúrkum,
jöklasalati og öðru salati, en tollar
lögðust á margar grænmetisteg-
undir um miðjan mánuðinn. Var
leitað eftir upplýsingum um verð-
myndun frá þremur innflytjendum
á þessu sviði, þ.e. Ávaxtahúsinu,
Banönum/Ágæti og Mötu, og frá
smásöluverslunum innan eftirtal-
inna verslanakeðja: Bónus, Hag-
kaup, Nýkaup, 10–11, Nóatún, 11–
11, Kaupfélag Árnesinga, Krónan,
Nettó og Fjarðarkaup.
Leitað var eftir upplýsingum um
verðmyndun í hverri sendingu til
heildsala á viðkomandi tegundum
og daglegri verðmyndun hjá smá-
söluverslunum.
100% munur á rauðri papriku
Af öðrum helstu niðurstöðum
rannsóknarinnar má nefna að inn-
kaupsverð tók miklum breytingum í
mánuðinum. Sem dæmi var með-
alinnkaupsverð á rauðri papriku í
seinni helmingi marsmánaðar hjá
tilteknum innflytjanda rúmlega
100% hærra en meðalverðið fyrri
hluta mánaðarins. Jöklasalat hjá
sama aðila var hins vegar 40%
ódýrara í innkaupum í seinni hlut-
anum en þeim fyrri.
Samkeppnisstofnun segir það
misjafnt eftir fyrirtækjum hvernig
erlendar verðsveiflur endurspeglist
í söluverðinu. Sumir innflytjendur
virðist leitast við að jafna út sveifl-
ur í innkaupsverði þannig að álagn-
ing sé mikil eða jafnvel neikvæð
þegar innkaupsverð er óhagstætt
en minni þegar erlenda verðið er
hagstæðara. Aðrir innflytjendur
haldi álagningu fastri sem hlutfalli
af kostnaðarverði. Skýrsluhöfundar
benda þá á að innkaupsverð smá-
sala geti verið mjög sveiflukennt og
sé álagningin þá stundum látin
þróast í öfugu hlutfalli við inn-
kaupsverðið.
Grænmetisverð í mars
Hækkun inn-
flutnings-
verðs og toll-
ar réðu mestu
Álagning í smásölu/6
„VEGNA aðhalds og skynsamlegrar
stjórnunar ríkisfjármála er nú að
myndast svigrúm til myndarlegra
skattalækkana, bæði á fyrirtæki og
einstaklinga,“ sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra á aðalfundi Sam-
taka atvinnulífsins í gær.
Hann sagði einnig að forystu-
menn stjórnarflokkanna hafi að
undanförnu farið yfir mögulega
skattkerfisbreytingu frá og með
næstu áramótum. Einkum sé þá litið
til skattprósentu fyrirtækja, stimp-
ilgjalda, eignarskatta einstaklinga
og fyrirtækja og viðmiðunarmarka
svokallaðs hátekjuskatts. Þetta
væru allt þörf atriði og jákvæðar
breytingar, til þess fallnar að ýta
undir athafnagleði fólks og fyrir-
tækja. Við það sé miðað að svo hafi
dregið úr þenslu þegar líða taki á
þetta ár að slíkar skattkerfisbreyt-
ingar geti komið til. Lokaákvarðanir
hafi ekki verið teknar, enda að
mörgu að hyggja, en ljóst sé að góð-
ur vilji standi til þess hjá báðum
stjórnarflokkunum að vinna að
breytingum á skattheimtu, sem séu
til þess fallnar að auka hér umsvif
og tryggja að forsendur fyrirtækja-
reksturs séu upp á það allra besta
hér á landi. Dæmin sanni að heildar-
tekjur ríkissjóðs þurfi ekki að lækka
þótt skattareglurnar séu gerðar
sanngjarnari.
Umræða um kosti og
galla ESB-aðildar
Finnur Geirsson, formaður Sam-
taka atvinnulífsins, sagði á á fundi
samtakanna í gær að þau telji það
mikilvægt forgangsatriði nú um
stundir að ráðist verði í umfangs-
miklar skattabreytingar, sem hafi
það að markmiði að bæta sam-
keppnishæfni íslensks atvinnulífs og
efla þar með trú manna á framtíðar-
möguleikum þess. Til að leggja
áherslu á þetta hafi samtökin látið
vinna ítarlega úttekt og tillögur í
skattamálum. Þar er lögð áhersla á
að lækka tekjuskattshlutfall niður í
15%. Jafnframt er þung áhersla lögð
á afnám eignarskatta og stimpil-
gjalda.
Þá kom fram í máli Finns að sam-
tökin legðu áherslu á að efla þyrfti
samskiptin við einstök núverandi og
verðandi aðildarríki ESB, í því
skyni að stuðla að áframhaldandi
virkni samningsins. Samtök at-
vinnulífsins telji mikilvægt að stuðla
að upplýstri umræðu um kosti og
galla ESB-aðildar og að stjórnvöld
og hagsmunasamtök hefjist handa
við skilgreiningu samningsmark-
miða Íslands vegna hugsanlegrar
aðildarumsóknar að ESB.
Davíð Oddsson forsætisráðherra á fundi Samtaka atvinnulífsins
Boðar lækkun skatta bæði
á fyrirtæki og einstaklinga
Svigrúm að myndast/30
Eignarskattar/22
FRUMVARP um kjaramál fiski-
manna og fleira sem ætlað er að binda
enda á sex vikna verkfall sjómanna
verður að öllum líkindum að lögum á
Alþingi fyrir hádegi í dag. Sjávarút-
vegsnefnd fundaði um málið í gær-
kvöldi og fram á nótt og svo aftur í bít-
ið, en samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun meirihluti nefndarinnar
leggja til breytingar á 1. gr. frum-
varpsins þar sem kveðið er á um þau
félög sjómanna sem frumvarpið nær
til fyrir 3. umræðu um málið sem
hefst upp úr kl. 10.
Þetta er nauðsynlegt eftir að Sjó-
mannasamband Íslands ákvað á fundi
samninganefndar sambandsins í gær-
morgun að aflýsa verkfalli. Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar ákvað hins
vegar að standa ekki að þessari
ákvörðun. Ekki lá fyrir þegar fundi
var slitið hvort og þá með hvaða hætti
frumvarpið hefði áhrif á þá sjómenn
sem aflýstu verkfalli í gær.
„Ég met stöðu okkar sterkari
vegna þess að við viljum frekar aflýsa
en að fá á okkur lög sem banna okkur
að semja. Við ætlum okkur að semja
og þetta lýsir bara samningsvilja Sjó-
mannasambandsins,“ sagði Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands.
Jónas Garðarson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, segir að
með afstöðu sinni hafi Sjómannafélag
Eyjafjarðar eyðilagt þá fyrirætlan
Sjómannasambandsins að ná samn-
ingum í kjölfar þeirrar ákvörðunar að
aflýsa verkfallinu. Konráð Alfreðs-
son, formaður Sjómannafélags Eyja-
fjarðar, segir hins vegar að þeir telji
sig betur komna með gerðardóminn.
Þá ákvað samninganefnd Far-
manna- og fiskimannasambandsins
einróma eftir hádegi í gær að aflýsa
ekki yfirstandandi verkfalli fyrr en
samningar við útvegsmenn hefðu
náðst. Er jafnframt skorað á ríkis-
stjórnina að draga lagafrumvarpið
um kjaramál fiskimanna o.fl til baka
og veita samningsaðilum svigrúm til
að ljúka deilunni með samningi.
Sjómenn söfnuðust saman til fund-
ar við Alþingishúsið í gær og mót-
mæltu afskiptum stjórnvalda af
kjarabaráttu sjómanna og lagasetn-
ingu á verkfall.
Atkvæði verða greidd um frumvarp um verkfall sjómanna í dag
Breytingar áformað-
ar fyrir lokaumræðu
Við mótmælum/4
Frumvarpið/10
Sjómenn efndu til mótmæla fyrir
utan Alþingishúsið í gær
Morgunblaðið/Jim Smart
Sjómenn fjölmenntu í Alþingishúsið í gær og fylgdust með umræðum af þingpöllum um lög á verkfall sjómanna.