Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÍslendingar lögðu Belga í handknattleik / B1 Blikakonur unnu stórleik- inn gegn KR / B3 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt Hitaveitu Suðurnesja til að greiða vélvirkja nærri 21 milljón króna í bætur vegna vinnuslyss sem maðurinn varð fyrir í október 1998 þegar hann starfaði hjá fyrirtækinu. Taka varð vinstri fót hans af neðan við hné vegna slyssins. Dómurinn taldi að Hitaveita Suð- urnesja bæri fulla skaðabótaábyrgð á slysinu en vélvirkinn hlaut 50% var- anlega örorku og 40% varanlegan miska að mati lækna. Maðurinn, sem var 26 ára þegar slysið varð, slasaðist með þeim hætti að hann fór með vinstri fót sinn fyrir viftuspaða í kæliviftu á þaki orkuvers en hann var að vinna að viðhaldi á viftunum. Fram kom fyrir dómi að hann hafi vitað að allar vifturnar væru ræstar handvirkt og því hafi hann talið öruggt að umrædd vifta færi ekki í gang. Maðurinn segist hafa tekið í brúnina á hringnum um viftuna og síðan stigið með vinstri fót inn fyrir hringinn niður í viftuna. Um leið hafi viftan farið af stað. Síðar kom í ljós að þessi eina vifta hafi verið stillt á sjálfvirka endurgangsetningu. Allar aðrar viftur ræstar handvirkt Í niðurstöðu dómsins kemur fram að starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja töldu helst að viftan hefði verið þann- ig stillt frá því að skipt var um svo- kallaðan yfirálagsvarnarrofa, u.þ.b. einu ári áður en slysið varð en enginn vissi um að þessi eina vifta, sem stefnandi slasaði sig á, var stillt á sjálfvirka gangsetningu. Fram kem- ur að dómurinn telji það höfuðorsök slyssins að þessi eina kælivifta var stillt á sjálfvirka endurgangsetningu án þess að starfsmönnum væri um það kunnugt. Allar aðrar viftur voru stilltar á handstillingu og hafi starfs- maðurinn mátt treysta því að svo væri einnig um þessa viftu. Þessi stilling hafi skapað augljósa hættu fyrir viðhaldsmann og verið í beinni andstöðu við reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, en þar segir að vél megi aðeins vera hægt að setja í gang viljandi og með þar til gerðum stjórn- búnaði. Þá segir í dóminum að einnig sé til þess að líta að loftkælivirkið hafi verið hættulegur vinnustaður á þess- um tíma því viðhaldsmaður þurfti að fara ofan í viftugryfjuna til alls við- halds. Skaðabætur mannsins voru miðað- ar við meðallaun vélstjóra í landi samkvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla. Hitaveitan var einnig dæmd til að greiða manninum 1,2 milljónir í málskostnað. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn en meðdóms- menn hans voru véltæknifræðingarn- ir Paul Jóhannsson og Þorsteinn Jónsson. Dæmd 21 milljón í bæt- ur vegna vinnuslyss FYRSTI farmurinn af fiskafóðri frá fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri var sendur út til Fær- eyja í gærmorgun. Um var að ræða alls 300 tonn og var fóðrinu skipað út í færeyskt skip í Krossanesi. Valgerður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Laxár, sagði að samningur hefði náðst um sölu á 1.500 tonnum af fiskafóðri til Fæeyja. Það er fiskeldisstöð í Klakksvík sem kaupir fóðrið. Hún er að sögn Valgerðar í eigu tveggja manna sem byrjuðu með tvær hendur tómar fyrir um 15 árum en eldið hefur vaxið og dafnað og er nú orðið umsvifa- mikið og sívaxandi. Taldi Valgerður ekki útilokað að stöðin myndi er fram líða stundir kaupa meira fiskafóður frá Laxá og eins væri stefnt að því að selja fóður til fleiri stöðva. „Við byrjum á þessum 1.500 tonn- um og sjáum svo til hvert fram- haldið verður en vissulega stefnum við að því að selja meira fóður út til Færeyja,“ sagði Val- gerður. Hún sagði að Fær- eyingum líkaði íslenska fóðrið vel og það væri samkeppnishæft í verði þannig að útlitið væri ágætt. Laxá seldi um 3.100 tonn af fóðri á síðasta ári og er útlit fyr- ir að aukning verði þar á nú í ár með auknu fiskeldi hér á landi. Hún sagði reyndar að stór við- skiptavinur, Rifós, myndi kaupa mun minna af fóðri í ár en í fyrra í kjölfar þess að félagið varð fyr- ir tjóni fyrr á árinu. Fyrsti farmurinn af fiskafóðri til Færeyja Samningur um sölu á 1.500 tonnum til Klakksvíkur Morgunblaðið/Kristján Skipverjar á færeyska flutningaskipinu Vón frá Fuglafirði, Íslending- urinn Jóhann Andrésson t.v. og Kajilí Blobjörg vinna við lestun fiskafóð- urs frá Laxá í höfninni í Krossanesi. TRYGGINGASTOFNUN hefur ákveðið að rýmka reglur um aðgang sérfræðinga að samningum við stofn- unina. Sérfræðilæknar sem óskað hafa eftir aðild að samningum við TR mega hefja störf á tímabilinu 1. júní til 1. júlí en að óbreyttum reglum hefðu þeir orðið að bíða fram að áramótum. Samkvæmt samningi sem Trygg- ingastofnun gerði við Læknafélag Reykjavíkur árið 1998 hefur TR heimild til að taka ákvörðun um hve- nær læknum er heimilt að hefja störf samkvæmt samningnum. Í fyrra ákvað TR að nýta sér þetta ákvæði og miða við að einungis sérfræðilæknar sem sótt hefðu um fyrir 1. desember mættu hefja störf á þessu ári. Krist- ján Guðjónsson, framkvæmdastjóri sjúkratryggingasviðs TR, sagði að þetta hefði verið gert vegna þess að þetta auðveldaði stofnuninni að haga útgjöldum í takt við ákvæði fjárlaga. Þetta hefði hins vegar verið gagnrýnt og ýmsum þætti þessi regla of stíf. Tryggingastofnun vildi leitast við að í boði væri fullnægjandi læknisþjón- usta á öllum sviðum og þess vegna hefði þessu verið breytt. Þessi ákvörðun væri einnig fallin til þess að draga úr læknaskorti. Hann sagði að þetta kynni hins vegar að verða til þess að erfiðara yrði fyrir TR að halda sig innan fjárheimilda í ár. Kristján sagðist telja nauðsynlegt að það yrði reynt að meta þörf fyrir lækna í hverri sérgrein. Slíkt mat hefði ekki verið gert og sérfræðilækn- ar ættu rétt á að fá samning við TR óháð því hver þörfin væri. Á sama tíma væri fjöldi heilsugæslulækna hins vegar niðurnegldur. Ákvörðun TR felur í sér að sér- fræðilæknum sem sækja um á tíma- bilinu 1. desember til 30. apríl verður heimilt að hefja störf 1. júní. Þeim sem sækja um 1. maí til 30. nóvember verður heimilt að hefja störf 1. janúar. Læknar geta komist á samn- ing tvisvar á ári OPNUÐ hafa verið verðtilboð í verkfræðiþjónustu, gerð útboðsgagna og hönnun vegna Kárahnjúka- virkjunar að undangengnu forvali. Lægsta verðtil- boð, hljóðaði upp á 1.153 milljónir króna, en það kom frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Al- mennu verkfræðistofunni, Electrowatt Engineer- ing, Sviss, Harza Engineering, Bandaríkjunum og Rafteikningu. Tilboð bárust frá fimm aðilum og hljóðaði næstlægsta verðtilboðið upp á rúma 2 millj- arða og það hæsta nam 2.432 milljónum kr. Að sögn Agnars Olsen, framkvæmdastjóra verk- fræði- og framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, hefur ekki áður farið fram stærra útboð á verkfræðiþjón- ustu hér á landi en um er að ræða gerð útboðsgagna og endanlega hönnun allrar virkjunarinnar skv. fyrri áfanga áætlana um raforkusölu til 240 þús. tonna álvers. Áskilið var í útboðinu að við samanburð tilboð- anna yrði tekið bæði tillit til tæknilegs hæfis og verðs og það vegið saman í hlutföllunum 80/20 þar sem vægi verðsins er 20. Fór mat á tæknilegu hæfi fram fyrir opnun verðtilboðanna og reyndist tækni- legt hæfi lægstbjóðanda jafnframt hæst. Hinir fjórir bjóðendurnir voru Norconsult, Nor- egi, Sweco, Svíþjóð og Hnit sameiginlega, Mott MacDonald, Bretlandi, Acers, Kanada, og SMEC, Ástralíu sameiginlega, Colenco, Sviss, Braspower, Brasilíu, og EDF, Frakklandi sameiginlega og Hönnun, Lahmeyer, Þýskalandi, og Rafhönnun sameiginlegt boð. Sérstök matsnefnd á vegum Landsvirkjunar mun nú yfirfara tilboðin og þegar niðurstaða henn- ar liggur fyrir mun Landsvirkjun taka ákvörðun um við hvern þessara aðila verður samið. Aðspurður sagðist Agnar Olsen vonast til að niðurstaða gæti legið fyrir fljótlega. Lægsta boð í gerð útboðsgagna og hönnun Kárahnjúkavirkjunar 1.153 milljónir Stærsta útboð á verkfræðiþjónustu FÉLAG fréttamanna hjá Ríkis- útvarpinu hefur samþykkt verkfallsboðun í tvígang í lok júní, bæði á fréttastofu Útvarps og Sjónvarps. Atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll lauk í fyrra- dag og talið var í gærmorgun. Á kjörskrá voru 58 fréttamenn og 57 þeirra greiddu atkvæði sem þýðir 98,3% kjörsókn. Spurt var annars vegar um verkfall 20. til 21. júní og hins vegar verkfall 27. og 28. júní. Fyrra verkfallið var samþykkt með 82,5% atkvæða og seinna verkfallið með 84,2% atkvæða. Að sögn Jóns Gunnars Grjet- arssonar, formanns Félags fréttamanna, er enginn á und- anþágu frá verkfalli ef til þess kemur en ef upp koma atburðir sem flokkast sem neyðartilvik geta forráðamenn RÚV sótt um undanþágu fyrir einhverja fréttamenn. Skýr skilaboð Samningafundir hafa verið daglega í vikunni og sagði Jón Gunnar hreyfingu loksins vera komna á viðræðurnar eftir ár- angurslaust þjark um sömu hlutina í fjóra mánuði. Hann sagði verkfallsboðun, sem félagið hefði ekki áður staðið fyrir, vera sterkan bakhjarl inn í samningaviðræðurnar og nið- urstaða atkvæðagreiðslunnar sýndi skýr skilaboð um að fréttamenn vildu betri kjör og sambærileg þeim sem boðin væru á öðrum fjölmiðlum. Í þeim tilgangi væru fréttamenn tilbúnir að grípa til þess neyð- arúrræðis sem verkfall væri. Jón Gunnar sagði vilja beggja vera fyrir því að gera samning sem fyrst. Fréttamenn RÚV boða verkföll Á FIMMTUDÖGUM Landsbanki undrast hækkun húsbréfalána Í RITINU Markaðsyfirlit, sem Landsbanki Íslands gefur út, segir í gær að tímasetning ákvörðunar um hækkun hámarkslána Íbúða- lánasjóðs, sem tilkynnt var um í fyrradag, komi á óvart. Það eigi sérstaklega við þegar haft sé í huga að Seðlabankinn hafi lýst verulegum áhyggjum af aukningu útlána undanfarin ár. Útlánaaukn- ingin hafi verið gagnrýnd sem ein ástæða þenslu í hagkerfinu með tilheyrandi viðskiptahalla og verð- bólguaukningu, sem þrýst hafi á gengi krónunnar. Landsbankinn segir erfitt að sjá að eðlismunur sé á útlánum fjármálafyrirtækja ann- ars vegar og útlánum Íbúðalána- sjóðs hins vegar, þegar litið sé á hvaða áhrif þau hafi á hagkerfið. Í markaðsyfirlitinu segir að þensla hafi verið á fasteignamark- aði síðustu ár og hækkun á fast- eignaliðum í neysluverðsvísitöl- unni átt stóran þátt í verðbólgu á þeim tíma. Síðustu mánuði hafi þó virst sem dregið hefði úr hækkun- um á þessum lið, en líklega megi telja að þessi breyting snúi þeirri þróun við og stuðli að hækkunum á fasteignamarkaðinum með til- heyrandi áhrifum á vísitölu neysluverðs. Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Búnaðarbanka Íslands, segist efast um að aukning í útgáfu hús- bréfa, sem af hækkun á hámarks- lánum Íbúðalánasjóðs muni hljót- ast, muni hafa mikil áhrif á heildarlánsfjáreftirspurnina. Væntanlega muni til að mynda draga úr sjóðfélagalánum lífeyris- sjóða, sem þá hafi meira fé til kaupa á húsbréfum. „Hins vegar hefur lengi verið talað um að draga úr þátttöku hins opinbera í hús- næðisfjármögnuninni. Þetta er ekki í takt við það,“ segir Yngvi Örn. Almar Guðmundsson, forstöðu- maður greiningardeildar Íslands- banka-FBA, segir að þrátt fyrir aukna húsbréfaútgáfu á þessu ári, í kjölfar hækkunar á hámarkslán- um Íbúðalánasjóðs, verði sam- dráttur milli ára samanborið við útgáfuna á síðasta ári. Hann segir að miðað við stöðuna í dag sé ekki rétt að tala um að það sé útlána- þensla í þjóðfélaginu. Því sé ekki hægt að tala um að hækkun hús- bréfalána sé slæm ráðstöfun vegna þenslunnar. Þetta muni þó væntanlega minnka svigrúm til lækkunar á húsnæðisverði. Það sé neikvæði þátturinn í þessu. „Hins vegar er ástæða til að nefna að það skiptir mjög miklu máli fyrir útgefendur verðbréfa á Verðbréfaþingi Íslands, eins og Íbúðalánasjóð, að fyrirhugaðar breytingar, sem hafa áhrif á mark- aðinn, séu tilkynntar inn á þingið. Rétta leiðin í þeim efnum er ekki að segja fyrst frá hækkunum á há- markslánum í húsbréfakerfinu í fréttatímum, eins og gert var í þessu tilviki,“ segir Almar. Í markaðsyfirliti Landsbankans segir að ákvörðun um hækkun há- markslána Íbúðalánasjóðs veki á ný upp spurningar um hlutverk Íbúðalánasjóðs og verkaskiptingu á fjármálamarkaði. Nefna megi að í Noregi, þar sem einnig sé rekið ríkisstyrkt íbúðalánakerfi, hafi þróunin verið öndverð við þró- unina hér og almenn fasteignalán í auknum mæli verið að færast til al- mennra lánastofnana, m.a. í gegn- um verðbréfunarstarfsemi. Hækkun á hámarkslánum í húsbréfakerfinu kemur aðilum á fjármálamarkaði á óvart og stuðlar að þeirra mati væntanlega að hækkun íbúðarverðs                                    Morgunblaðið/Golli Landsbankinn segir tímasetningu á hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs koma á óvart þegar haft sé í huga að Seðla- bankinn hafi lýst yfir áhyggjum af útlánaaukningu undanfarin ár. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS THURSDAY 31. MAY 2001 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C  11,5% *Nafnávöxtun frá 30/03 '01 - 30/04 '01 á ársgrundvelli VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F KAUPRÉTTUR FISKIMJÖL Hagsmunir eigenda og stjórnenda eru oft tengdir saman með kaupréttarkerfi. Fiskimjölsverksmiðjur hérlendis eru of margar, of smáar og illa nýttar langtímum saman. Sjávarútvegsráðherra Chile segir þjóðina vera að þreifa sig áfram með kerfisbreytingar í fiskveiðistjórnun. VIÐSKIPTI 10 ATHAFNALÍF 14 ATHAFNALÍF 8 ÍSLENSKA hljómsveitin Sigur Rós hef- ur vakið athygli fyrir afurðir sínar í erlend- um miðlum að undanförnu og nú er hún til umfjöllunar á vefsíðu tónlist- armiðlarans Napsters. Þar segir að tónlist Sigur Rósar sé bæði tilfinn- ingarík og him- nesk í senn. Greint er frá jákvæðri um- fjöllun sem hljómsveitin hefur fengið í tímaritum eins og Rolling Stone, dag- blaðinu The New York Times og fleiri rit- um. Þá er sagt að notendur Napsters ættu að fylgjast með því sem Sigur Rós láti frá sér fara á þessu ári og þeim boðið að leita eftir laginu Svefn-G-Englar í safni netmiðl- arans. Aukinheldur er vísað á vefsíðu á veg- um hljómsveitarinnar. Meðlimir Sigur Rósar hafa mært net- miðlarann og segja Napster hafa átt mikinn þátt í velgengni þeirra í Bandaríkjunum þar sem áhugasamir hafi getað kynnt sér tón- list þeirra áður en hún kom út þar í landi. Þeir segjast hafa fengið fjöldann allan af tölvupósti frá fólki sem segist hafa nýtt sér þennan möguleika. Áætlað er að notendur Napsters séu allt að 60 milljónir manna. N E T I Ð Napster kynnir Sigur Rós Hljómsveitin Sigur Rós á tónleikum í London. ÁÆTLAÐ er að einn milljarður manna geti tengst Netinu árið 2005, að því er fram kemur í nýjum áætlunum um netnotkun á næstu árum. Greiningafyrirtækið IDC telur að Evrópubúar muni vera í fararbroddi hvað netnotkun varðar á næstu árum og muni stuðla að aukinni verslun á Vefnum. Segir að verslun á Vefnum hafi numið 35.400 millj- örðum ísl. króna árið 2000 en muni nema 550 þúsund milljörðum ísl. króna árið 2005, að því er fram kemur á netmiðlinum ZDNet. Milljarður á Netinu SJÁVARÚTVEGUR ◆ Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag má m.a. lesa viðtal Agnesar Bragadóttur við Daniel Albarrán sjávarútvegsráðherra Chile um stjórnun fiskveiða, ítarlega fréttaskýringu Haraldar Johannessen um kauprétt stjórnenda fyrirtækja og grein Helga Mars Árnasonar um vannýttar verksmiðjur ásamt fleiru. Sagan - iðnaðurinn - afurðin LYF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.