Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓÁNÆGJA Þjóðverja með Versala- samninginn og niðurlæging ósigurs- ins í fyrri heimsstyrjöldinni, voru að- alhvatar uppgangs Nasistaflokksins og leiðtoga hans, Adolfs Hitler. Gegnsýrður af kommúnista- og gyð- ingahatri og sjúklegri oftrú á yf- irburðum Þjóðverja og annarra af arískum stofni, fékk hann byr undir báða vængi þegar um miðjan þriðja áratuginn. Hitler var fangelsaður 1923, fyrir misheppnaða uppreisnar- tilraun, og notaði tímann til að skrifa Mein Kampf, þar sem hann mótaði óhugnanlegar stjórnmálaskoðanir sínar. Fylltust þá margir gyðingar í þýskumælandi Evrópulöndum ugg um framtíðna. Í þeim hópi var m.a. fjöldi snjallra kvikmyndagerð- armanna og leikara. Alvarlegar af- leiðingar heimskreppunnar á al- mennan efnahag fólks voru bensín á eld nasismans, áróðursmeistarinn Hitler og meðreiðarsveinar hans urðu æ valdameiri. Notuðu öll meðöl til að tryggja sig í sessi í upplausn- inni, ekki síst hjá millistéttinni, sem verst fór útúr kreppunni. Hræðsla við heimsyfirráð kommúnismans var einnig öflugt hjálparmeðal. Gyðingar og frjálslyndir lista- menn voru þegar farnir að halda yfir landamærin, einkum til Bandaríkj- anna, en 1932 urðu þáttaskil, er Nas- istaflokkurinn varð stærsta stjórn- málaafl landsins. Ári síðar varð Hitler ríkiskanslari, 1934 nefndist hann Foringinn (Der Führer), og einræðið fullkomnað. Unheimurinn flaut sofandi að feigðarósi á meðan nasistar urðu gráir fyrir járnum. Ótrúlega margir gyðingar sátu sem fastast í lengstu lög í von um að mar- tröðinni linnti, fyrir þá flesta þýddi það kvöl, dauða og tortímingu. Aðrir skynjuðu hættuna sem lá í loftinu og björguðu sér með ráðum og dáð á óhultari staði, einkum vestur um haf. Enda gyðingar jafnan verið áberandi sterkir og fjölmennir í öll- um greinum kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood. Þeir voru ekki einir um að forða sér á meðan tækifæri gafst, almennir borgarar, jafnt sem lista- menn í öllum geirum, ekki síst kvik- myndunum, flúðu unnvörpum land feðra sinna. Þjóðverjar og Ítalir bjuggu við stranga ritskoðun fasista, ekki síst þar sem stjórnvöld landanna gerðu sér frá upphafi grein fyrir ómet- anlegu áróðursgildi kvikmyndarinn- ar og nýttu sér í miklum mæli. Í Sov- étríkjunum þaggaði Stalín og nótar hans, snarlega niður í umbótamönn- um og frjálslyndum kvikmyndagerð- armönnum, sem fengið höfðu örlítið svigrúm á öndverðum þriðja ára- tugnum. Á hverfanda hveli Síðari heimsstyrjöldin hafði staðið í nokkra mánuði þegar eitt mesta stríðsdrama allra tíma, Gone With the Wind, var frumsýnt í desember ’39. Að vissu leyti markaði myndin endalok Gullaldarinnar í Hollywood og upphaf hræðilegustu stríðstíma í mannkynssögunni. Upphaflega tóku Bandaríkin ekki þátt í stríðsátök- unum en stríðsrekstur Hitlers varð þess valdandi um mitt sumar 1940, að 11 Evrópuríki undir hakakross- inum höfðu þegar lokað á bandarísk- ar myndir. Í lok ársins sýndu aðeins þrjú lönd á meginlandinu Holly- wood-framleiðslu; Svíþjóð, Sviss og Portúgal. Allt í einu var brasilíska kynbomban Carmen Miranda og myndir frá Rómönsku Ameríku, það eftirsóknarverðasta sem Evr- ópubúar höfðu úr að moða. Enn ríkti hlutleysisstefna vestan hafs, kvikmyndaiðnaðurinn var ekki reiðubúinn að taka opinbera ákvörð- un, háður hagsmunum og vilja áhrifamanna í peningaheiminum og stjórnmálum. Eina heiðarlega und- antekningin var Confessions of a Nazi Spy (’39), frá Warner. Rík- isstjórn Bandaríkjanna lagði að fyr- irtækinu að leika ekki slíkt aftur. Hægt en ákveðið óx stuðningur við málstað Bandammanna. MGM reið á vaðið með The Mortal Storm (’40), sem gerist í Þýskalandi á önd- verðum fjórða áratugnum og segir frá sannsögulegri aftöku Franks Morgan, menntamanns af gyð- ingaættum. Skömmu síðar var frum- sýnd So Ends Our Night, byggð á ádeilu Erics Maria Remarque á nas- ismann. Chaplin fór ekki í grafgötur með á hverja hann deildi í Einræð- isherranum – The Great Dictator (’40), sem var jafnframt fyrsta tal- mynd snillingsins. Hitchcock varaði menn við hættunni í Foreign Correspondence (’40), þannig varð afstaða Hollywood sífellt ljósari og í Óskarsverðlaunamyndinni Serga- eant York (’41), er deilt á hlutleysi og einangrunarstefnu. Illvirki skapa þáttaskil Níðingsleg árás Japana á Pearl Harbor, 7. desember ’41, markaði þáttaskil í styrjöldinni. Hollywood steypti sér af fullum krafti útí stríðs- myndagerð og fékk fljótlega full- vissu um að föðurlandsástin var af- bragðssöluvara á hvíta tjaldinu. Líkt og þeir Göbbels og Hitler, uppgötv- aði ríkisstjórn Bandaríkjanna sam- stundis jákvæð áhrif og áróðursgildi kvikmyndarinnar á stríðstímum. Því var iðnaðurinn aldrei í fjársvelti á þessum erfiðu tímum og kvikmynda- verin sýndu aukinn hagnað. Fjölmargar stjörnur skráðu sig í herinn, ásamt öðrum listamönnum í kvikmyndageiranum. Aðrar ferð- uðust á milli vígsstöðvanna og stöpp- uðu stáli í hermennina. Risaverin lögðu sitt af mörkunum. Myndir um djöfulskap Möndulveldanna, einkum nasista, og hugprýði Bandamanna, komu á færibandi á markaðinn. Nas- istarnir voru fyrst og fremst í þrem- ur útgáfum: Í höggormslíki, líkt og Major Strasser (Conradt Veidt), í Casablanca; Otto Preminger var persónugervingur þverhausanna í The Pied Piper, eða þá vonlausir bjálfar, einsog Gestapoforinginn Sig Ruman í mynd Lubitsch, To Be or Not To Be (allar ’42). Japanir fengu svipaða útreið. 1943 var metár í gerð seinnastr- íðsmynda. Líkt og aðrar kvikmynda- greinar, voru þær af öllum hugs- anlegum stærðum og gerðum. Upphaflega var undantekningarlítið um áróðursmyndir að ræða, en smám saman varð mannlegi þátt- urinn sterkari. Þegar árið 1944 var myndunum tekið að fækka, ástæðan fyrst og fremst að Bandamenn voru komnir í öruggt hlutverk sig- urvegaranna í stríðsbrjálæðinu. Þjóðverjar, kvikmyndir og stríð Einsog áður hefur komið fram, hófst atgervisflótti þýskumælandi, evrópskra kvikmyndagerðarmanna, á ofanverðum þriðja áratugnum. Til að byrja með voru helstu ástæð- urnar hinn rífandi uppgangur í Hollywood. Síðan bættist við stríðs- ótti og gyðingaofsóknir nasista. Í kjölfar manna einsog Erics Von Stroheim og Josef Von Sternberg, komu flóðbylgjur hæfileikafólks í öllum greinum iðnaðarins. Eitt fyrsta táknið um ógeðfelldar breyt- ingar í Þýskalandi, var skipan Alf- reds Hugenbergs í æðstu stöðu hins volduga kvikmyndavers UFA, í árs- byrjun ’28. Hugenberg var að sjálf- sögðu flokksbundinn nasisti. 1929 varð UFA, með tilkomu risavaxinna og hátæknivæddra tökuvera í Neubabelsberg, öflugasta kvik- myndafyrirtæki Evrópu, með sí- aukna áherslu á áróðursmyndir. Þar sem yfirburðir og hetjulund hinna ljóshærðu og bláeygu var dýrkaður, í bland við ósvífnar og sóðalegar árásir á gyðinga og gyðingdóm. Föð- urlandið var hafið til skýjanna. Von Sternberg sneri aftur til að gera Bláa engilinn (’30). Myndin, Marlene Dietriech og Emil Jann- ings, urðu öll ódauðleg í einni svipan. Von Sternberg hélt í hraðkasti aftur yfir hafið, ásamt Dietrich, sem síðar snerist gegn nasistum. Örlög Jann- ings urðu hörmulegri því hann gekk til liðs við Þriðja ríkið og var bann- færður og atvinnulaus í stríðslok. Dó ærulaus maður 1950. Nasistar kasta grímunni Snemma árs trylltist Adolf Hitler yfir sýningum í Berlín á stríðsádeil- unni Tíðindalaust á vesturvígsstöðv- unum. En varð að láta í minni pok- ann. Hinsvegar fengu nasistar því framgengt að nafni Morðingja á meðal vor, meistarverks Fritz Lang, var breytt í M. Flokkurinn náði þó ekki að sinni að banna þessa duldu ádeilu á óhugnað nasismans. Myndin og Lang, hinn fyrrum dáði leikstjóri stórmynda byggðra á söguljóðum Þjóðverja, Niflungaljóðunum, Sieg- fried kóngssyni og Hefnd Kriem- hildar, hlutu ekki náð fyrir augum valdhafa Þriðja ríkisins. Hann rétt náði að komast úr landi eftir gerð Dr. Mabuse (’32). Hafði verið boð- aður á fund Josefs Göbbels, nýskip- aðs mennta- og áróðrsmálaráðherra Foringjans, sem skömmu áður hafði bannað Dr Mabuse, en samt hrifist svo af handbragði Langs, að hann bauð leikstjóranum æðsta embætti við UFA, og leikstjórn myndar um William Tell. Lang leist ekki á blik- una, þakkaði fyrir sig, en sagðist vera af gyðingum í móðurætt. „Við ákveðum hverjir eru gyðingar,“ svaraði ráðherrann, og Lang taldi sig heppinn að hafa sloppið lifandi frá þessum fundi. Lang áði um stund í Frakklandi, áður en hann hélt vestur. Í Banda- ríkjunum fór hann sér að engu óðs- lega, lærði málið af leigubílstjórum, gengilbeinum og öðru almúgafólki. Dvaldist í nokkra mánuði meðal Na- vajoindjána, áður en hann settist að í Hollywood. Til föðurlandsins sneri hann ekki aftur fyrr en um 1960. Í ársbyrjun ’33, við stofnun Þriðja ríkisins, felldu nasistar grímuna. Þýskaland varð einræðisríki og 14. júlí voru öll stjórnmálaöfl bönnuð, önnur en Þjóðernissósíalistaflokk- urinn. Þá höfðu útlendingar og gyð- ingar verið brottreknir með öllu úr kvikmyndageiranum. Til að fá starfsleyfi þurfti þýskt vegabréf og sannanir um arískan uppruna. Í aug- um hins nýskipaða, 36 ára gamla áróðurs- og menntamálaráðherra, var vandinn sem plagað hafði of- urþjóðina germönsku, ekki síður af andlegum en efnahagslegum toga. „Þessu linnir ekki fyrr en við þor- um að hreinsa þýska kvik- myndagerð niður í rótina,“ sagði áróðursmeistarinn. Árangurinn var kom- inn í ljós í árslok, með sýningum á myndum á borð við Hitler Junge Quex. Ennfrekar með Horst Wessel, og öðrum, hreinræktuðum áróðri um mik- illeik aría og gyðingasorann. Illræmdum ófögnuði einsog SA-Mann Brand og Jud Süss. Leikstjóri þessarar dæma- fáu áróð- ursmyndar, Harlan Veidt, varð skærasta stjarna Göbbels, ásamt Leni Riefen- stahl, sem heillaði flokkinn með Das Blaue Licht (’32). 1934 kvikmyndaði hún flokksþingið í Nürnberg, árang- urinn tveggja tíma áróðursmynd, Sigur viljans – Triumph des Willens, sú útsmognasta til þessa dags. Heimildarmyndin Olympiad, um Ól- ympíuleikana í Berlín ’36, er einnig meistaraverk í sínum flokki, svæs- nasti áróður Foringjanum og Þriðja ríkinu til heiðurs. Flestar urðu lang- ar myndir Þriðja ríkisins árið ’44, eða 75 talsins. Stórmynd Veidts, Kolberg (’45), sú síðasta sem eitt- hvað kvað að, var sýnd eftir tveggja ára framleiðsluferil, í rjúkandi rúst- um Þriðja ríkisins. Bannfæringar og bókabrennur Um áramótin 1933–4, var „hreins- unardeild“ flokksins búin að vinna hörðum höndum við að hreinsa og þar með göfga listaheim föðurlands- ins. Í maí voru 20.00 bókatitlar, er- lendir og innlendir, brenndir á báli, að skipun Göbbels. Nú náði atgerv- isflóttinn hámarki. Leiðir Fritz Lang og konu hans skildu, hún var handritshöfundur og nasisti. Erich Pommer, einn virkasti kvikmynda- gerðarmaður UFA, þoldi ekki leng- ur við og flúði til Bretlands, líkt og Leontine Sagan, leikstjóri, sem vald- ið hafði óróa með frumraun sinni, Mädchen in Uniform (’31). Max Ophulus sá sína sæng upp reidda, þrátt fyrir sigurför Lebelei (’33) og forðaði sér til Parísar, þegar eftir þinghúsbrunann í Berlín. Enginn var öruggur um sig undir sigurvímu nasista, fáir kvíðnari en menn af gyðingaættum. Kvik- myndatökumenn á borð við Karl Freund, Carl Mayer, Eguene Schuftan og Billy Wilder; leikaranir Elizabeth Bergner, Peter Lorre, Conrad Veidt og leikstjórarnir Henry Koster, Robert Siodmak, Paul Czinner, Robert Viene og Ed- wald-André Dupont, eru nokkur nöfn til viðbótar fjöldanum sem flú- inn var fyrir árslok 1933 – stjórn- endum Þriðja ríkisins til mikillar ánægju því þá var Þýskaland laust við sína örgustu „niðurrifsmenn“. Ítalir fylgja Foringjanum Mussolini vildi ekki vera eft- irbátur meistara síns og fyr- irmyndar, Adolfs Hitler. Ástandið í listaheiminum varð æ drungalegra og menn reknir í pólitíska dilka, þó gyðingaofsókninar væru ekki eins skelfilegar. Umrótið endurspegl- aðist á Feneyjahátíðinni ’38, skuggi fasismans grúfði sig yfir atburðina. Leni Riefenstahl fékk æðstu medal- íuna, „Mussolini verðlaunin“, fyrir Olympiad. 1943 fékk Luchino Vis- conti mikið lof fyrir Ossessione, frumraun sína og fyrstu myndina sem kennd var við hina sögufrægu nýraunsæisstefnu Ítala. Fasistar gerðu hana umsvifalaust upptæka, sáu sér storkað í þessari frægu kvik- myndagerð The Postman Always Rings Twice, eftir James Cain. Sömu sögu var að segja frá Frakklandi, undir Vichystjórn- arleppunum. Gyðingum var gert æ erfiðara fyrir og snemma á tíð her- námsins bannað að vinna, jafnvel undir fölsku nafni. Franskir kvik- myndagerðarmenn komu mikið við sögu neðanjarðarhreyfingarinnar gegn þýska setuliðinu, og unnu margar dáðir á þeim vettvangi. Til allrar guðslukku rættust ekki fleyg orð Göbbels, í ræðu sem hann hélt með leifum ásróðursráðuneytis síns í neðanjarðarbyrginu í Berlín, 17. apríl ’45: „Herrar mínir, að öld liðinni verður sýnd dásamleg lit- mynd um þá hræðilegu tíma sem við erum að ganga í gegnum. Berum höfuðið hátt í dag, svo áhorfendur púi ekki á okkur er við birtumst á tjaldinu eftir 100 ár.“ Á hinn bóginn hafa verið gerðar hálft tólftahundrað myndir um at- burði seinna stríðs, frá 1939 til Pearl Harbor. Nánast allar fordæma þær Þriðja ríkið, Hitler og böðla hans. Hér er ekki pláss fyrir neina úttekt á þeim né upptalningu, aðeins getið tveggja, sitt á hvorum enda, til að undirstrika breidd þessarar mik- ilvægu kvikmyndagreinar; Meist- araverkanna Casablanca (’42), e. Michael Curtiz og Komdu og sjáðu – Idi i Smotri (’85), e. Elem Klimov. Kvikmyndirnar og síðari heims- styrjöldin Bíóöldin eftir Sæbjörn Valdimarsson Forboðnar ástir Bogarts og Bergman í skjóli heimsstyrjald- ar í Casablanca. Stríðshetjan Gary Cooper í Sergeant York. Sigur viljans eftir Leni Riefen- stahl þykir með áhrifaríkari áróðursmyndum sögunnar. Beittari ádeilu á Þriðja ríkið en Einræðisherra Chaplins er vart að finna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.