Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR vorið kallar og jörðin grænkar með degi hverjum er yndælt að búa og vera til á Álftanesi. Það gustar því heldur köldu þegar því er haldið fram blá- kalt í blaðaskrifum að í Bessastaðahreppi sé allt á vonarvol og öllu snúið á haus. Er því nema von að spurt sé hvað gangi eiginlega á? Nokkrar þreifingar hafa verið á höfuðborg- arsvæðinu um samein- ingu sveitarfélaga að undanförnu. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum, eðlilega. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps barst, fljótt eftir að þessi mál voru reifuð fyrir um ári, bréf frá bæjar- ráði Garðabæjar, þar sem lýst var áhuga á að skipa formlega sam- starfsnefnd til að vinna að samein- ingu Bessastaðahrepps og Garða- bæjar. Í þessu samhengi er rétt að það komi fram, að árið 1993 var efnt til kosninga á landsvísu að undirlagi félagsmálaráðuneytisins um samein- ingu sveitarfélaga, m.a. Bessastaða- hrepps og Garðabæjar. Sú kosning fór á þann veg að 60% íbúa Bessa- staðahrepps vildu ekki sameiningu en 40% vildu sameiningu. Á sama hátt vildu yfir 90 % Garðbæinga sameiningu við Bessastaðahrepp. Síðan þessi kosning fór fram hefur mikið vatn runnið til sjávar. Rekstur skóla er nú á hendi sveitarfélaga, ný skipulags- og byggingarlög hafa tek- ið gildi og unnið er að svæðisskipu- lagi höfuðborgarsvæðisins, sem leggur sveitarfélögum þess margvís- legar skyldur á herðar. Þjónusta sveitarfélaga við íbúa sína verður sí- fellt viðameiri og kröfur íbúa eru aðrar og meiri, því samanburður milli sveitarfélaga er alltaf fyrir hendi. Frá fyrstu tíð hefur samstarf Bessastaða- hrepps og Garðabæjar verið mikið og einstak- lega gott, sérstaklega í fræðslumálum, en eldri börn úr Bessa- staðahreppi sækja skóla í Garðabæ. Frá því sameining- arkosningin fór fram 1993 hefur íbúum hreppsins fjölgað um 400, þar af er stór hluti börn og unglingar. Álftanesskóli hefur síðan þá verið rúmlega tvöfaldaður að stærð, leik- skólinn Krakkakot hefur verið stækkaður úr tveggja deilda leik- skóla upp í fjórar deildir og lang- þráðar framkvæmdir við þjónustu- kjarna á miðsvæði Bessastaðahrepps eru á næsta leiti, ef svo fer sem horfir. Til þessa hafa framkvæmdir sveit- arfélagsins miðast við að öll aðstaða sé hér eins góð og kostur er og að sérhverjum íbúa sé sinnt eins vel og hægt er. Lítið sveitarfélag eða stórt? Það verður auðvitað ekkert framhjá því litið, að Bessastaða- hreppur er lítið sveitarfélag á höf- uðborgarsvæðinu, með tæplega 1.600 íbúa, auk þess sem áætlaður íbúafjöldi í fullbyggðu sveitarfélagi með tiltölulega dreifðri byggð er um 2.800 manns. Þjónusta við íbúa sveitarfélagsins hlýtur að ráðast af því fjármagni sem til umráða er hverju sinni og fram- kvæmdir taka til sín. Það er óhjá- kvæmilegt. Slagkraftur stærri sveit- arfélaga er meiri, þótt auðvitað hafi minni sveitarfélög upp á annað að Horft til fram- tíðar í Bessa- staðahreppi HINN 12. apríl 1999 var flugvél Atlants- hafsbandalagsins (NATO) send til að sprengja járnbrautar- brúna yfir Grdelica- ána í Suður-Serbíu. Um málsatvik er að öllu leyti byggt á framburði Wesley Clark, þáv. yfirhers- höfðingja NATO, sem hann flutti á blaða- mannafundi örfáum dögum síðar. Flugmaður vélarinn- ar skaut flugskeyti, sem stýrt var með hjálp sjónvarpsmynda- vélar í skeytinu sjálfu, að brúnni úr mikilli fjarlægð. Ekki virðist hafa verið aðgætt hvort umferð væri um járnbrautarsporið, sem er fjölfarin leið milli Belgrad og Saloniki í Grikklandi. Engum togum skipti að flugskeytið hæfði járnbrautarlest sem var á leið yfir brúna. Af mynd- bandsupptöku má ráða að lestin hafi birst mjög skyndilega í mynd og ekki hafi unnist tími til að hætta við. Því var um óhapp að ræða að öðru leyti en því að draga má í efa að fullnægjandi að- gát hafi verið höfð eins og mælt er fyrir um í Genfarsáttmálanum (1949; 1977 (viðauki)) um vernd almennings á stríðstímum. Eins og skýrt kemur fram í framburði Clark hersh. gerði flugmað- urinn sér fulla grein fyrir því að flugskeytið hafði ekki hæft brúna heldur járnbrautarlest, e.t.v. fulla af fólki. Á myndbandi sést raun- ar að um farþegalest er að ræða. Engu að síður tekur hann ákvörðun um að gera aðra atlögu að brúnni, vitandi að á henni stendur járn- brautarlest. Sú ákvörðun var ekki tekin í skyndingu, heldur þurfti að hnita hring áður, eins og Clark seg- ir frá. Flugmaðurinn var því full- komlega meðvitaður um gjörðir sín- ar og skaut öðru flugskeyti að brúnni með þá vitneskju að fólks- flutningalest yrði mjög líklega fyrir því, sem varð raunin. Af skoðun myndbands má meira að segja sjá að skeytinu er miðað einmitt á reykinn þar sem fyrra skeytið hitti og sem fyrr segir var það lestin sem þar var að brenna. Samkvæmt ákvæðum Genfarsáttmálans, sem Ísland er fullgildur aðili að og hefur heitið að virða í hvívetna, voru réttu viðbrögðin í þessu tilfelli að hætta við árásina strax og ljóst var að mannslíf voru í hættu. Upphaflegi tilgangurinn, að tortíma brúnni, var sannarlega hernaðarlega réttmæt- ur. En eftir að flugskeyti hafði hæft lestina á brúnni komu upp gjör- breyttar aðstæður. Brúin var tíma- bundið ónothæf, a.m.k. svo lengi sem flak lestarinnar stóð á henni. Enginn hernaðarlegur ávinningur var af því að eyða henni strax, sam- anborið við síðar, þegar tími hafði unnist til að bjarga fólki úr henni. Um þetta segir Genfarsáttmálinn í Protokolli 1, grein 57,2,b: „Nú kem- ur í ljós.... að árás kunni að stefna lífi og limum óbreyttra borgara í svo mikla hættu, að yfirgnæfi hern- aðarlegan ávinning sem vænt er; skal þá fresta eða hætta við árás- ina“. Og í grein 57,3: „Þegar val stendur á milli hernaðarlegra markmiða, sem skila sambærilegum hernaðarlegum ávinningi, skal velja það markmið sem veldur minnstri hættu fyrir almenning að ráðast á“. Í þessu tilfelli er augljóst að rétta valið er að gera árás síðar frekar en strax. Í þessu tilfelli er ekki um mistök í skilningnum óhapp að ræða. Flugmaðurinn vissi fyrir hverjar líklegar afleiðingar gjörða hans yrðu, og þær urðu m.a. að eft- irfarandi létu lífið: Branimir Stanijanovic, sex ára; Ivan Markovic (26); Ana Markovic (26); Jasmina Veljkovic (28); Si- meon Todorov (31); Zoran Jovano- vic (35); Petar Mladenovic (37); Verka Mladenovic (37); Divna Sta- nijanovic (41); Vidosav Stanijanovic (45); Radomir Jovanovic (45); Sve- tomir Petkovic (65); einnig átta aðr- ir, fimm óþekktar líkamsleifar, þrír týndir, taldir af. Einnig slösuðust margir. Nú kann að virðast til mikils ætl- ast fyrir flugmanninn að hugsa út í þetta allt á flugi sínu. Hins vegar er eitt af ákvæðum Genfarsáttmálans að yfirmenn skuli gera undirmönn- um sínum grein fyrir efni hans og kenna þeim að virða ákvæði hans. Enn fremur ætti undirmaður að ráðgast við yfirmann í tilviki eins og þessu, en það er óljóst hvort það hafi verið gert í þetta skipti. Hvort sem svo var gert hefur flugmað- urinn (og/eða yfirboðari hans ef slíkur gaf fyrirskipunina) gert sek- ur um vísvitandi ólögmætt mann- dráp eða morð á ofangreindum per- sónum og ætti að saksækja hann fyrir það. Utanríkisráðherra Íslands, Hall- dór Ásgrímsson, er sem utanrík- isráðherra aðildarlands NATO, yf- irboðari og ber ábyrgð á þessu sviði, ásamt með starfsbræðrum sínum. Hann hefur sannanlega þekkt öll atriði þessa máls í a.m.k ellefu mánuði til þessa dags að telja, en hefur þrátt fyrir það ekki gripið til neinna ráðstafana til að formleg glæparannsókn megi hefj- ast á þessu máli og hefur auk þess ítrekað komið sér undan því að svara spurningum um viðbrögð við ofangreindum upplýsingum. Allt er það gert eða vangert í fullri vitn- eskju um málsatvik, lög, aðstæður og skyldur vikomandi. Í umboði stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í málefnum Júgóslavíu segir: 7. gr, 3: „Þó svo athafnir sem lýst er í greinum 2–5 [þar á meðal morð og manndráp] hafi verið framdar af undirmanni leysir það yfirmann ekki undan sekt ef hann vissi eða mátti vita að undirmaðurinn ætlaði að fremja slík afbrot eða hefði gert það, og yf- irmaður hafi ekki gripið til ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir slíkt eða refsa viðkomandi sakamanni“. Þá kallast það yfirhylming að hafa undir höndum vitneskju um glæp- samlegt hátterni og aðhafast ekkert á þeim grundvelli og er sýnu alvar- legast ef um yfirhylmingu yfir- manns og háttsetts embættismanns er að ræða í þágu undirmanns. Morð og yfirhylming Ásgeir Ólafur Pétursson Hernaður Utanríkisráðherra Ís- lands, Halldór Ásgríms- son, er sem utanrík- isráðherra aðildarlands NATO, segir Ásgeir Ólafur Pétursson, yf- irboðari og ber ábyrgð á þessu sviði, ásamt með starfsbræðrum sínum. Höfundur er eðlisfræðingur og á sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins. MEÐ sameiningu Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands, Kennarahá- skóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Ís- lands í desember 1997 hefur þroskaþjálf- anám verið á háskóla- stigi. Þroskaþjálf- anám tekur þrjú ár í staðbundnu námi og lýkur með BA-gráðu í þroskaþjálfafræðum. Næstkomandi haust er í fyrsta skipti einn- ig hægt að stunda námið í fjarnámi sem tekur fjögur ár. Fjar- námið er kærkomin nýjung fyrir þá sem hafa áhuga á störfum með fötluðum og veitir auk þess fólki af landsbyggðinni tækifæri til að stunda námið að mestu leyti í sinni heimabyggð. Þroskaþjálfanám er starfsmenntun sem miðar að því að búa nemendur undir að starfa með fötluðu fólki á öllum aldri hvar sem er í samfélaginu. Í náminu er lögð áhersla á að tengja saman fræði- legt nám og hagnýta reynslu. Vett- vangsnám er því hluti námsins á öllum skólaárum. Eftir að námið fór á háskólastig hefur rannsókn- arþátturinn aukist og er því hluti námsins fólginn í að nemendur vinna hagnýtar rannsóknir og þró- unarverkefni á vettvangi. Þroskaþjálfanám byggist á upp- eldisgreinum, heilbrigðisgreinum, þroskaþjálfun og vettvangsnámi. Sem dæmi um námsgreinar má nefna þróunarsálfræði, líffæra- og lífeðlisfræði, uppeldisfræði, sið- fræði, skapandi starf, samvinnu og samtals- tækni. Í greinum sem falla undir þroska- þjálfun er fjallað um hugmyndir og rann- sóknir á fötlun út frá ólíkum sjónarhornum. Nemendur fá innsýn í aðstæður fatlaðra og þau úrræði sem þeim bjóðast í samfélaginu. Margir þroskaþjálfar veljast í stjórnunar- störf að námi loknu og því er stjórnun og áætlanagerð mikil- vægur þáttur í nám- inu. Þá er lögð áhersla á að nemendur geti markvisst lagt grunn að undirbúningi og fram- kvæmd einstaklingsmiðaðrar þjón- ustu fyrir fatlaða hvar sem er í samfélaginu. Við skipulagningu á slíkri þjónustu er gengið út frá þörfum og óskum hvers og eins, t.d. um búsetu, atvinnu, tóm- stundaiðkun, nám og fjölskyldulíf. Í þroskaþjálfanáminu er lögð rík áhersla á að kynna fyrir nemend- um nýjustu stefnur, strauma og rannsóknir á ofangreindum svið- um, sem og í málaflokkum fatlaðra hverju sinni. Mikil og ör þróun hef- ur verið í málefnum fatlaðra á und- anförnum árum og hefur þroska- þjálfanámið því breyst mikið og þróast í takt við þær breytingar sem orðið hafa. Nefna má að fram að 1980 störfuðu þroskaþjálfar nær eingöngu inni á sólarhringsstofn- unum fyrir þroskaheft fólk. Á þeim tíma þótti sjálfsagt að vista fólk með fötlun á stórum stofnunum frá unga aldri. Síðustu áratugi hefur ný hugmyndafræði verið að ryðja sér til rúms víða um lönd og bygg- ist hún á því að fatlaðir njóti sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar og að þeir séu fullgildir þátttak- endur hvar sem er í samfélaginu. Stóru stofnanirnar eru nú smám saman að hverfa og þeir sem þar bjuggu njóta í æ ríkara mæli al- mennrar þjónustu úti í samfélag- inu. Námið tekur mið af þessari stefnu og er starfsvettvangur þroskaþjálfa því fjölbreyttur. Sem dæmi um starfsvettvang þroska- þjálfa má nefna atvinnumiðlanir fyrir fatlaða, leikskóla, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, heimili fatlaðra, grunn- og framhalds- skóla, hæfingarstöðvar, félagsþjón- ustu og sólahringsstofnanir fyrir fatlaða. Innan framhaldsdeildar Kenn- araháskóla Íslands er nú í boði sér- stakt framhaldsnám fyrir þroska- þjálfa en auk þess geta þeir stundað framhaldsnám á öðrum námsbrautum í framhaldsdeild, t.d. sérkennslu, stjórnun eða tölvu- og upplýsingatækni. Nú þegar hafa nokkrir þroskaþjálfar lokið meist- aragráðu við framhaldsdeild Kenn- araháskóla Íslands og þó nokkrir stunda þar nám. Þroskaþjálfanám er fjölbreytt, gjöfult og krefjandi nám og þess vegna áhugaverður kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa með börnum, unglingum og fullorðnu fólki með fötlun hvar sem er í sam- félaginu. Þroskaþjálfa- nám til BA- gráðu við Kenn- araháskólann Guðrún V. Stefánsdóttir Fjarnám Næstkomandi haust, segir Guðrún V. Stef- ánsdóttir, verður í fyrsta skipti einnig hægt að stunda námið í fjarnámi sem tekur fjögur ár. Höfundur er lektor við Kennaraháskóla Íslands. HEILSUDAGAR vikunámskeið hvíld - fræðsla - hreyfing - kraftur Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði, sími 483 0300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.