Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á besta árstíma í nóvember FEGURSTU BORGIR HEIMS: RIO de Janeiro-Buenos Aires og Iguazu-fossar, við bestu aðstæður fyrir minna en hálfvirði, 11-12 dagar, hægt að framlengja. Nú eru 100 fyrstu sætin farin, en við bjóðum 50 viðbótarsæti á afsláttarkjörunum aðeins til 7. júní. Munið lækkað verð! Pöntunarsími: 56 20 400 Ferð aldamótaársins SUÐUR-AMERÍKA SAMÞYKKT bæjarráðs Árborgar um að flytja starfsemi leikskólans Árbæjar í fyrirhugaðan nýjan leik- skóla í Fosslandi hefur valdið deil- um innan bæjarfélagsins. Meðal annars hefur bæjarstjórn borist undirskriftalisti frá 300 íbúum á Selfossi og áskorun frá foreldra- ráði leikskólans þar sem fyrirhug- aðri staðsetningu leikskólans er mótmælt og skorað á bæjarstjórn- ina að endurskoða hana. Þessir aðilar vilja að nýr leik- skóli rísi á horni Erlurima og Langholts frekar en í Fosslandi. Þeir telja mun meiri þörf fyrir leikskóla í Erlurima, þar sem að þar og í hverfunum í kring búi fleiri barnafjölskyldur en í ná- grenni Fosslands. Leikskólinn Ár- bær sem er nú í notkun verður rif- inn niður vegna stækkunnar á Hótel Selfossi en hann stendur skammt frá staðnum þar sem fyr- irhugaður nýr leikskóli í Fosslandi á að rísa. Mikil bílaumferð á milli hverfa á morgnanna „Við viljum fá leikskóla þangað sem flest börnin búa. Til stóð að byggja nýja leikskólann á horni Erlurima og Langholts en nú hef- ur annað verið ákveðið og foreldr- ar ekkert verið spurðir álits á staðsetningu,“ segir Inga Úlfsdótt- ir, formaður foreldraráðs Árbæjar. Halldór Gunnarsson, einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnun meðal bæjarbúa, segir brýnt að leikskóli rísi í Erlurima sem fyrst þar sem mikið af barnafólki bæj- arins búi þar og í hverfunum í kring. „Eins og staðan er í dag eru tengingarnar á milli hverfanna ekki nógu góðar t.d. er oft mjög þung umferð á milli hverfa á morgnana og sjáum við fram á að hún muni aukast með tilkomu leik- skóla í Fosslandi.“ Hann segir að ef leikskóli myndi rísa í Erlurima væri auk þess stutt í útivistarsvæði sem nýst gætu í starfi leikskóla. „Einu hugsanlegu rökin sem við sjáum fyrir því að leikskólinn rísi í Fosshverfi, eru ef hann muni rísa fyrr en leikskóli í Erlurima því það vantar tilfinn- anlega leikskólapláss og mörg börn eru á biðlista.“ Verður tekið fyrir í bæjarstjórn Karl Björnsson, bæjarstjóri Sel- foss, segir að undirskriftarlistinn sem borist hefur frá bæjarbúum og áskorun foreldrafélagsins verði tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi 1. júní. „Valið stóð á milli þessara tveggja lóða og að athuguðu máli í samráði við skipulagssérfræðing samþykkti bæjarráð Árborgar að byggja leikskóla í Fosshverfi, með- al annars á grundvelli þess að búið er að samþykkja byggingu leik- skóla og grunnskóla í Suðurbyggð sem er mjög skammt frá lóðinni í Erlurima. Ekki er búið að tíma- setja þær framkvæmdir en gert er ráð fyrir að starfsemi leikskólans í Fosslandi hefjist í júlí á næsta ári.“                    * +  , - * *                 ! Staðsetning nýs leikskóla umdeild REYKJAVÍK gerðist nýlega aðili að samstarfsneti borga um hinn vestræna heim, sem kallast Borgir morgundagsins, eða Cities of To- morrow. Upphaf þessa samstarfs má rekja til ársins 1993, þegar Bertelsmann- stofnunin í Þýska- landi veitti tveimur borgum verð- laun fyrir að skara fram úr hvað stjórnsýslu og starfsemi varðar og urðu Christchurch og Phoenix í Bandaríkjunum fyrir valinu. Upp frá því hefur stofnunin rekið sam- tökin Borgir morgundagsins og kemur Richardson hingað til lands til að miðla af reynslu sinni, en hann hefur verið framkvæmda- stjóri Christchurch síðustu ár. Richardson hefur haldið fyrir- lestra og stjórnað vinnuhópum með starfsmönnum borgarinnar síðustu daga, þar sem hann hefur hvatt þá til að spyrja sig hver þeirra sýn sé á borgina og hver þróun hennar ætti að vera næsta áratuginn. „Allar borgarstjórnir þurfa að sinna ákveðnu þjónustuhlutverki, en til viðbótar við það geta þær unnið markvisst að því að auka lífsgæði íbúanna,“ segir Richardson. Hann segir að þetta vilji starfsmenn Reykjavíkurborgar greinilega gera. Hann segir mikilvægt að borgarstjórnir reyni að gera sér grein fyrir því, hvernig það sé að búa í borginni þeirra og þær spyrji sig spurninga eins og hvernig ung- lingum líði þar og hvort þeim finn- ist þeir hafa næg tækifæri til að þroskast og dafna. Einnig að þær spyrji sig hvernig borgarbúum líði heima hjá sér, hvort margir séu einangraðir og einmana og t.d. hversu margir þekki nágranna sína. „Sum svörin veit borgar- stjórnin kannski, en aðalatriðið er að í Reykjvík hafið þið borgar- stjórn, sem vill vita þessi atriði og trúir að það sé hluti af starfi hennar að hafa þessi svör á reiðum hönd- um. Borgarstjóranum ykkar er greinilega áfram um að íbúar borg- arinnar eigi greiðan aðgang að stjórnkerfi borgarinnar. Samfélag- ið hér mun þróast á næstu árum og með markvissri stefnu er hægt að hafa áhrif á það hvernig hún þróast.“ Þétting byggðar nauðsynleg Richardson segir erfitt fyrir hann að dæma um hvernig sé að lifa í Reykjavík og hvaða mála- flokkum mætti gefa betri gaum. „Ég get bara sagt hvaða áhrif borgin hefur á mig. Ég er sleginn yfir því að sjá hvað það er mikið þróunarstarf hér í gangi, t.d. er verið að byggja um alla borgina. Það þarf að hugsa vel um úthverfin og passa að byggðin dreifist ekki á of stórt svæði. Það er mikilvægt að huga að þéttingu byggðar, t.d. til þess að kostnaður við samgöngur rjúki ekki upp úr öllu valdi. Hér er of langt milli húsa. Á Íslandi er mjög hátt hlutfall útivinnandi fólks, bæði hjá konum og körlum. Fólk á barneignaraldri vinnur mikið og myndi ég því halda, að krefjandi verkefni bíði borgarinnar í barna- gæslu og öðru sem tengist börnum og uppeldi þeirra. Richardson seg- ir að Reykjavíkurborg hafi sýnt áhuga á að kynna sér í gegnum samstarfsnetið, hvernig þessum málum er háttað í öðrum borgum, sem hafa þróast mjög hratt eins og Reykjavík og sem hafa náð góðum árangri í málaflokknum. Meðal þess sem borgirnar sem eru aðilar að samskiptanetinu gera, er að skoða lífsgæði í borg- unum. Richardson segir að tilgang- urinn sé ekki að bera lífsgæðin saman, heldur sjá hvaða starfsað- ferðir hafi reynst happadrjúgar. Hann segir að t.d. væri fróðlegt að vita hvað Reykvíkingar eru ánægð- astir með í borginni sinni, til að hægt sé að hlúa að því þannig að þau atriði haldist fyrir næstu kyn- slóðir. „Ég spurði þrjá Reykvík- inga þessarar spurningar og fékk þrjú mismunandi svör. Einn nefndi Elliðaár, annar Reykjavíkurhöfn og sá þriðji Hallgrímskirkju. Gam- an væri að sjá hver 10–12 algeng- ustu svörin við þessari spurningu yrðu.“ Getum forðast mistök annarra borga í málum innflytjenda Richardson segir, að á meðal þeirra verkefna sem nú er unnið að í samstarfi borganna sé, hvernig megi gera borgir barnvænlegri, hvernig hægt sé að fá eldri borgara til að taka í auknum mæli þátt í samfélaginu, eftir að þeir setjast í helgan stein og skoða hvernig Net- ið getur nýst í stjórnkerfum borg- anna, þannig að það nýtist sem flestum íbúum. Meðal þeirra verk- efna sem Reykjavík hefur sýnt áhuga á að taka þátt í, er hvernig hægt er að auka samfélagsvitund íbúanna og hvernig best sé að taka á móti innflytjendum. Richardson segir þetta verkefni geta skipt miklu máli hér á landi, þar sem Ís- lendingar hafi mjög litla reynslu í málaflokknum. „Reykjavík getur ekki borið sig saman við aðrar borgir á Íslandi og því er þetta samstarf mjög mikil- vægt. Á þennan hátt getið þið byggt á reynslu annarra borga og forðast mistök annarra.“ Reykjavík getur lært af öðrum borgum Michael Alan Richardson, borg- arframkvæmdastjóri Christchurch á Nýja- Sjálandi, sem er talin í fremstu röð vel rek- inna borga, hefur und- anfarna daga miðlað starfsmönnum Reykjavíkurborgar af reynslu sinni. Morgunblaðið/Arnaldur Mike Richardson telur að nauðsynlegt sé að þétta byggð í Reykjavík og huga að málefnum er snúa að börnum og barnauppeldi. ÞEIR óðu reykinn, þeir Hólmgeir og Guðmundur, sem vinna við breikkun vegarins við Laugaland í Hörgárdal, þegar ljósmynd- ari Morgunblaðsins átti þar leið hjá. Um er að ræða tæplega fjögurra kílómetra langan vegarkafla, frá Krossastöðum á Þelamörk að vegamótum Ólafsfjarð- arvegar. Framkvæmdir munu standa yfir í allt sum- ar og er víst betra að minna vegfarendur á að sýna aðgát þegar þeir fara þarna hjáen bæði þarf að bora og sprengja fyrir nýja veginum. Borað og sprengt við Laugaland í Hörgárdal Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.