Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 69
ÞUNGAROKKIÐ er eitt vinsælasta
og um leið lífseigasta afbrigði sem
rokkið hefur getið af sér. Einn helsti
boðberum hins sígilda þungarokks á
áttunda áratugnum var Alice Coop-
er og sveit hans en á meðal klass-
ískra laga eru „I’m Eighteen“,
„School’s Out“, „No More Mr. Nice
Guy“ og „Under My Wheels“.
Michael Bruce var gítarleikari
Alice um langt skeið, fylgdi honum í
upphafi í nær óþekktum bílskúrs-
sveitum eins og The Spiders og
Nazz og síðan í Alice Cooper, en í
upphafi var þetta nafn á hljómsveit
en ekki manni. Söngvarinn, Vincent
Furnier, tók sér síðan nafnið sjálfur
upp úr ’73.
Michael hyggst leika sígilda
smelli úr smiðju sinni á Gauknum í
kvöld, en hann samdi mikið af
þekktustu lögum sveitarinnar á sín-
um tíma. Með honum hér verða þeir
bræður Ingólfur og Sigurður Geir-
dal, sem munu leika á gítar og
bassa, en þeir eru þekktir fyrir störf
sín í ofurþungarokkssveitinni
Stripshow. Egill Rafnsson úr Butt-
ercup mun sjá um trommuleik.
The Spiders
Það er ekki á hverjum degi sem
maður fær að spjalla við alvöru
„metal“-gaur eins og Bruce.
„Mig langaði nú bara til að kynna
fyrir Íslendingum hvernig tónlist
Alice Coopers hljómaði í byrjun fer-
ilsins,“ svarar Bruce, aðspurður um
ástæðuna fyrir heimsókninni.
„Ég kynntist Ingó og Silla, topp-
náungum, og þeir svona unnu að
komu minni hingað.“
Bruce gerir sér svo lítið fyrir og
þylur allan lagalista kvöldsins yfir
mér. Hann virðist nokkuð spenntur
fyrir komu sinni hingað.
„Við byrjuðum sem The Spiders,
en þá áttum við heima í Arizona,“
segir Bruce er hann er inntur eftir
rokksögunni. „Svo fórum við til
Kaliforníu og urðum The Nazz.
Seinna fórum við svo til Detroit sem
Alice Cooper.“ Hann segir að eftir
að bandið hætti endanlega, um 1975,
hafi hann kvænst og eignast börn.
„Við vorum gift í tíu ár en hjóna-
bandið entist því miður ekki. Þannig
að ég sneri
mér aftur að
tónlistinni.“
Eftir hann
liggja m.a. ein-
yrkjaskífurnar
In My Own
Way (hljóð-
rituð 1975, gef-
in út 1997) og
Rock Rolls On
(1983). „Síðan
kom út safn-
plata á netinu
sem heitir I’ll
Never Forget Old What’s His
Name! (2000). Titillinn er létt sjálfs-
háð (hlær). Þar er einnig hægt að
finna nokkur ný lög. Síðan vonast ég
til að gefa út nýju plötuna mína,
Dark Side Of Love, í október. Þá
kem ég aftur til Íslands!“
Frank Zappa
En hvernig var að vera í rokk-
hljómsveit í San Francisco árið
1969?
„Ó, vá!,“ segir Bruce. „Við vorum
sveltandi unglingar, nýbúnir að
skrifa undir samning hjá Frank
Zappa [sem rak þá útgáfuna
Straight Records]. Samstarfið við
Zappa gekk þó ekki til lengdar. Það
var bara þannig að annað hvort
varðst þú að samlagast hans furðu-
veröld eða hverfa. Okkur leist ekk-
ert á þetta, gerðum samning við
Warner Brothers og gáfum út Love
It To Death (1971). Það er mikið til
upptökustjóra þeirrar plötu, Bob
Ezrin, að þakka að Alice Cooper
varð það sem hún varð. Þarna urðu
þáttaskil.“ Nú vendir Bruce kvæði
sínu í kross og segir. „Ég er með
spurningu handa þér. Hvar eigum
við eiginlega að spila?“
Svar: Á Gauki á Stöng. Tónleik-
arnir byrja kl. 22.
Gítarhetja
í heimsókn
Hér á landi er staddur
Michael Bruce, fyrr-
verandi gítarleikari
Alice Cooper, og ætl-
ar að spila nokkra vel
valda slagara á Gauki
á Stöng í kvöld. Arnar
Eggert Thoroddsen
spjallaði við manninn.
Michael Bruce með tónleika á Gauknum
Mike Bruce (annar frá vinstri) með Alice Cooper ca. ’69.