Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ mun hafa verið Pétur Ein- arsson, þáverandi flugmálastjóri, sem hóf umræðu í fjölmiðlum um þá einu milljón ferðamanna sem brátt kæmi árlega til Íslands. Ekki þótti mikil ástæða til umfangsmikillar um- ræðu um efnið fyrir 8–9 árum enda ferðamenn líklega um 120.000 ein- staklingar á ári. Fáein undanfarin ár hefur vöxtur ferðaþjónustunnar hins vegar orðið annar og hraðari en nokkru sinni og nú koma hingað nokkru fleiri ferðamenn árlega en nemur íbúatölunni – og veri þeir vel- komnir. Þeim fjölgar hratt og nú tek- ur að hilla undir hina óræðu milljón. Sjálfbær stefna Fyrir fáeinum árum var unnin nokkur stefnumótun í ferðaþjónustu á vegum samgönguráðuneytisins. Mikið var þar um mótun verkefna og ýmiss konar úrlausnir, langir óska- listar og gagnlegar ábendingar. Mik- ilvægast af öllu er þó að þarna er tekin sú grundvall- arafstaða að ferða- þjónusta á Íslandi skuli höfð undir merkjum vistvæns reksturs og sjálfbærr- ar nýtingar. Þessi ný- lega stefna er um leið opinber stefna ríkis- valdsins og á að vera leiðarhnoði í þeirri vinnu sem lögð er fram til að skipuleggja og reka ferðaþjónustuna, a.m.k. af opinberri hálfu. Samtök ferða- þjónustunnar (SAF) hafa í raun tekið undir þessi stefnumið og hafa sjálf gefið út umhverfisstefnu sem lýtur að þessu sama marki. Það er svo undir stjórnendum, eigendum og starfsfólki einstakra fyrirtækja komið hve hratt og vel þessi sjálf- sagða stefna verður ráðandi í ís- lenskri ferðaþjónustu; segjum á næstu 10 árum eða svo. „Græn“ fyr- irtæki í greininni eru nú sárafá. Umræðan komin fram úr sjálfri sér Nú bregður svo við að umræða um hina einu og sönnu milljón ferða- manna (eða tvær til þrjár) vaknar á ný. Ástæðan er augljós. Ferðamönn- um fjölgar mjög hratt, staðir eru orðnir ásetnir og fjöldinn kallar á ýmsar breytingar. En umræðan snýst þá ekki um það sem fyrst skal koma heldur um praktísk viðfangs- efni. Hver framámaðurinn á fætur öðrum leggur áherlsu á allt sem þarf að gera til þess að fjöldinn rúmist í landinu. Okkur vantar fleiri gististaði, betri að- búnað, meiri afþreyingu o.s.frv. Menn spyrja: – Hvað þurfum við að gera til þess að geta tekið við öllum fjöldan- um? Þeir spyrja ekki fyrst: – Eigum við, vilj- um við og getum við tekið á móti einni, tveimur eða þremur milljónum ferðamanna árlega ef sjálfbær ferðamennska er stefna okkar? Auðvitað þarf fyrst að afmarka við- fangið í ljósi þess hvað auðlindin þolir áður en framkvæmdaatriðin er ákveðin. Um þetta ætti umræðan að snúast fyrst, svo fljótlega hin praktísku mál. Æskilegur fjöldi ferðamanna ræðst af þoli auðlindar og umhverfisstefnu- miðum okkar, ekki tilviljanakenndri aðsókn eða óskhyggju. Ég hef rætt þetta við nokkur tækifæri og fundið skilning á þessari nálgun. Gildir það sama á landi og í sjónum? Í blöðum hef ég þó aðeins séð eina grein þar sem svipuðum sjónarmið- um er haldið fram (eftir Guðrúnu Bergmann í Mbl.). Taka mætti dæmi af sjávarauðlind okkar. Þar erum við með reglur, kvóta, rannsóknir, svæðaskiptingar og hvaðeina sem nýta má til þess að nálgast markmiðið um sjálfbæra nýtingu sjávarins. Við segjum ekki: – Komi þeir sem koma vilja og nýti auðlindina. Við ættum að horfa til náttúru og menningar sem auðlindar í ferða- þjónustu. Eða er sú auðlind undan- þegin hagrænni og vistvænni hugsun og skipulagi? Víða um heim eru land- svæði sem lúta umhverfisvænni skipulagningu, t.d. Galapagos-eyjar (þótt þar séu á gallar) og Svalbarði. Þótt um sé að ræða stærra land með flóknu samfélagi er unnt að finna leiðir til hins sama. Gerum því hlé á umræðunni um uppbyggingu fyrir milljónina og skoðum fyrst hvað er heppilegur fjöldi (og sú tala verður sífellt endurskoðuð). Miðlun ferða- manna inn í landið og um það verður ekki endilega gerð með lokun heldur með fjölþættu skipulagi þar sem kvótar, reglur og takmarkanir snú- ast um svæði eða ólíkar tegundir ferðamennsku, í fullri sátt við heima- menn og gesti. Hin óræða milljón – byrjum rétt! Ari Trausti Guðmundsson Ferðaþjónusta Æskilegur fjöldi ferða- manna ræðst af þoli auðlindar og umhverf- isstefnumiðum okkar, segir Ari Trausti Guð- mundsson, ekki tilvilj- anakenndri aðsókn eða óskhyggju. Höfundur er ráðgjafi hjá Línuhönnun. Í Morgunblaðinu 23. maí sl. var grein um að rífa ætti gamla skátaheimilið í Hafn- arfirði fengjust kaup- endur ekki á næstu dögum. Með greininni birtist reyndar mynd af gamla hjálparsveit- arhúsinu sem engin áform eru um að rífa. Í niðurlagi greinar- innar segir að skát- arnir hafi flutt starf- semi sína fyrir nokkrum árum í hús við Víðistaðatún, en skátafélagið Hraunbúar byggði nýja glæsilega skátamiðstöð við Víðistaðatún sem fékk nafn gamla skátaheimilisins, Hraunbyrgi. Það sem vekur þó meiri undrun við lestur greinarinnar er það áhugaleysi bæjaryfirvalda á gömlu húsi með mikla sögu. Gamla skáta- heimilið Hraunbyrgi var tekið í notkun á núverandi stað árið 1961 og stóð þá í útjaðri bæjarins á 2500 fermetra lóð. Húsið sem er 96 fermetrar að grunnfleti hafði stað- ið á tunnum um nokkurt skeið við Norðurbrautina, en þangað hafði það verið flutt af upprunalegum stað sínum við Vesturgötuna. Hús með merka sögu Ágúst Flygenring, mikill at- hafnamaður í Hafnarfirði og þing- maður 1905-12 og 1924-25, lét reisa húsið árið 1904 þegar aðeins um 1100 manns bjuggu í Firðinum og rak þar verslun og vörugeymslu. Var húsið bæði stórt og reisulegt þar sem það stóð og sást víða að. Árið 1908 keypti Copland & Berrie Ltd. í Edinborg verslunina og hús- ið og var húsð eftir það nefnt Ed- inborgarverzlun. Ágúst keypti svo húsið aftur árið 1917 og rak hann og síðar synir hans verslun þar til 1931. Að vísu segir í Sögu Hafn- arfjarðar eftir Ásgeir Guðmunds- son, að Ágúst hafi hafið verslun árið 1899 á Vesturgötu 12, þar sem Edinborgar- húsið stóð, en það mun vera ritvilla og eiga að vera Vestur- gata 2, en þar var íbúðarhús hans og verslunin mun hafa verið þar baka til. Árið 1931 var Bæj- arútgerð Hafnarfjarð- ar stofnuð og keypti bærinn fiskverkunar- stöðina Edinborg með tilheyrandi húsakosti. Varð húsið þá fyrsta skrifstofuhúsnæði Bæjarútgerðar- innar. Ekki er greinarhöfundi kunnugt um það hversu lengi skrifstofur Bæjarútgerðarinnar voru í húsinu eða hvaða önnur starfsemi var þar en, sennilega um 1959, var húsið talið fyrir og flutt af upphaflegum stað og komið fyr- ir við Norðurbrautina og stóð þar á tunnum þar til samkomulag komst á með bæjaryfirvöldum og Skátafélaginu Hraunbúum, að félagið fengi húsið gegn styrk bæj- arins við félagið það árið. En skátafélagið hafði þá hafið bygg- ingu nýs skátaheimilis við Ásbúð- artröð. Var félaginu úthlutuð lóð þar sem nú er Hraunbrún 57, en gamla lóðin og grunnurinn varð eign bæjarins. Margir hafa furðað sig á því af hverju eini kvistur hússins snúi ekki niður að höfn og á móti sól, en skýringin mun vera sú að þegar húsið var flutt þurfti tvo dráttarbíla og tvo stóra krana. Þegar komið var með húsið að nú- verandi stað þótti of erfitt að snúa húsinu og því stendur húsið sem það gerir. Upprunalegur staður Þetta hús á sér langa og merki- lega sögu og allt of fáum húsum frá þessum tíma hefur verið bjarg- að frá glötun og full ástæða til að koma þessu húsi fyrir á verðugum stað og gera það upp. Vel mætti hugsa sér að húsinu væri komið aftur fyrir nálægt sínum uppruna- lega stað við Vesturgötu og gæti nýst fyrir Byggðasafnið, sem býr við þröngan húsakost. Mætti jafn- vel hugsa sér að flytja Vesturgötu 6, sem nú hýsir upplýsingamiðstöð ferðamanna, en það hús var sér- staklega hannað þannig að auðvelt ætti að vera að flytja það. Þar mætti koma fyrir gamla Hraun- byrgi og gera upp fyrir Byggða- safnið. Leyfir greinarhöfundur sér að skora á bæjaryfirvöld að láta þeg- ar af áformum um að selja eða rífa húsið og koma því fyrir á sóma- samlegum stað. Sérstaklega er bent á skemmti- legt og sýnilegt þakvirki hússins, sem gerir efri hæð eða ris svo skemmtilegt sem það er. Ljóst er að mikið þarf að gera við húsið, en ljóst má vera að það á við um flest eldri hús og skiptir kannski ekki svo miklu máli hversu illa hús eru farin þegar hvort eð er þarf að skipta um klæðningar og glugga. Má í því sambandi benda á Strand- götu 1, sem Hafnarfjarðarbær er í annað sinn að leggja í gífurlegan kostnað við endurbætur og nú vegna flutnings Bókasafnsins í húsið. Á að kasta menningar- verðmætum á glæ? Guðni Gíslason Minjar Vel mætti hugsa sér, segir Guðni Gíslason, að húsinu væri komið fyrir aftur nálægt sínum upp- runalega stað við Vesturgötu. Höfundur er innanhússarkitekt. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. LÆKJARGATA 2A – TIL LEIGU 400 fm glæsilegt skrifstofu- /íbúðarhúsnæði á 3. og 4. hæð í þessu nýja húsi í hjarta borg- arinnar. Hæðirnar geta leigst saman eða hvor í sínu lagi. Stórar svalir fylgja. Sér-stigahús fyrir þessar tvær hæðir með að- komu frá Lækjargötu. Afhendist tilbúið til innréttinga eða fullfrágengið. Laust fljótlega. Nánari uppl. á skrifstofu. SKEIFAN 8 – TIL LEIGU 1.500 fm lager-/verslunarhús- næði með mikilli lofthæð í ný- uppgerðu húsi, vel staðsettu í Skeifunni. Góð aðkoma, m.a. innkeyrslurampur. Miklir nýting- armöguleikar. Húsnæðið, sem getur leigst í hlutum, er til af- hendingar fljótlega. Nánari uppl. á skrifstofu. Lloyd-dagar 10% afsláttur af öllum Lloyd-skóm fimmtudag, föstudag og laugardag. DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 KRINGLAN Kringlunni 8–12 - Reykjavík Sími 568 9212 30-40% afsláttur af eldri gerðum. Siena ir: 40-47 12.990 verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.