Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GREIÐSLUR úr lífeyrissjóðum til ellilífeyrisþega koma til með að hækka verulega á næstu árum. Greiðslur Sameinaða lífeyrissjóðsins verða t.d. þrefalt hærri eftir 10 ár en þær eru að meðaltali í dag. Ekki eru hins vegar horfur á að greiðslur til öryrkja úr lífeyrissjóðum hækki að sama skapi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um velferðarmál. Á síðasta ári greiddu lífeyrissjóðir að meðaltali 21.505 kr. á mánuði í ellilífeyri. Inni í þessari tölu eru líf- eyrissjóðir á almennum vinnumark- aði ef frá eru taldir Lífeyrissjóður verslunarmanna og Samvinnulífeyr- issjóðurinn. Meðaltalsgreiðsla Líf- eyrissjóðs verslunarmanna var 29.400 kr. á mánuði og 32.953 kr. hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Í úrtaki Reiknistofu lífeyrissjóð- anna, sem sagt er frá í skýrslu ASÍ, eru 12.092 ellilífeyrisþegar. Þar af eru eingöngu 1.634 sem fá hærri greiðslur en 40.000 kr. á mánuði eða 13,5%. Þeir sem fá hærri greiðslur en 70.000 kr. eru 240 eða um 2% af heildinni. Sjóðsfélagar í Sameinaða lífeyris- sjóðnum eru iðnaðarmenn og voru greiðslur sjóðsins á síðasta ári held- ur hærri en meðaltalsgreiðslur hinna sjóðanna. Þannig fengu 36% sjóðs- félaga Sameinaða lífeyrissjóðsins meira en 40.000 kr. í ellilífeyri og 5% fengu meira en 70.000 kr. Velferðarnefnd ASÍ óskaði eftir því við Sameinaða lífeyrissjóðinn að hann spáði fyrir um greiðslur sjóðs- ins til ellilífeyrisþega í náinni fram- tíð. Niðurstaðan er sú að sjóðsfélag- ar sem voru 66 ára í árslok 2000 fái að meðaltali 48.020 kr. á mánuði í ellilífeyri sem er 45,7% hærri upp- hæð en þeir fengu sem komnir voru á lífeyri í fyrra. Framreiknuð rétt- indi þeirra sem eru 55 ára, miðað við óbreyttar iðgjaldagreiðslur, leiðir í ljós að þeir geta vænst þess að fá 110.619 kr. á mánuði í ellilífeyri, sem er þrisvar sinnum hærri upphæð en sjóðurinn greiðir að meðaltali í dag. Nefndin bendir á að tvennt ráði mestu um afkomu lífeyrissjóðanna; ávöxtun og lækkun dánartíðni. Dán- artíðni hafi farið lækkandi síðustu áratugina og haldi sú þróun áfram þurfi að endurskoða forsendur fyrir tryggingafræðilegri athugun lífeyr- issjóðanna. Ávöxtun sjóðanna hefur verið mjög góð á síðustu 5 árum og nefndin telur óraunhæft að gera ráð fyrir jafngóðri ávöxtun á næstu ár- um. Raunar spái margir að ávöxtun muni lækka á næstu árum. Greiðslur til öryrkja hækka ekki að sama skapi Ekki eru horfur á að greiðslur til öryrkja úr lífeyrissjóðum hækki nærri eins mikið og greiðslur til elli- lífeyrisþega. Skýringin er sú að ein- ungis þeir sem hafa orðið öryrkjar á meðan þeir voru á vinnumarkaði eiga rétt á örorkulífeyri úr lífeyris- sjóðum. Þeir sem fæðast fatlaðir og þeir sem verða öryrkjar áður en þeir komast á vinnumarkað greiða ekki iðgjöld til lífeyrissjóðanna og fá þess vegna ekkert greitt úr þeim. Þeir sem verða öryrkjar eftir að hafa greitt iðgjald í lífeyrisjóðina í tiltek- inn tíma fá greiddan örorkulífeyri eins og þeir væru komnir á ellilífeyri, þ.e.a.s. réttindi þeirra eru uppreikn- uð miðað við 67 ára aldur. Mun færri örorkulífeyrisþegar en ellilífeyrisþegar fá greiðslur úr líf- eyrissjóðum, en 40% öryrkja fá eng- ar greiðslur úr lífeyrissjóðum. Um helmingur einhleypra örorkulífeyr- isþega fær greitt um lífeyrissjóði. Ekki virðist hafa átt sér stað nein af- gerandi breyting á þessu á þeim tæpa áratug sem velferðarnefndin skoðaði og á nefndin ekki von á að svo verði á næstu árum og áratug- um. „Það er því ljóst að kjör örorkulíf- eyrisþega munu ekki batna að sama skapi vegna hækkunar lífeyristekna. Ekki er heldur hægt að gefa sér að atvinnutekjur örorkulífeyrisþega hækki svo um muni á næstu árum og áratugum, miðað við það sem nú er. Af þessu er ljóst að afkoma örorku- lífeyrisþega er í meira mæli háð þró- un bóta almannatrygginga en af- koma ellilífeyrisþega,“ segir í skýrslu velferðarnefndar ASÍ. Um 4.000 aldraðir fá engar greiðslur úr lífeyrissjóðum Í skýrslunni kemur fram að þeim fari fækkandi sem engar eða lágar tekjur hafi aðrar en tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins. Sérstak- lega eigi þetta við um einhleypar konur. 11% einhleypra kvenna fengu einungis greiðslur frá Trygginga- stofnun árið 1991, en þetta hlutfall var komið niður í 3,3% árið 1999. Vel- ferðarnefndin leggur áherslu á að þó að hátt hlutfall ellilífeyrisþega fái greiðslur úr lífeyrissjóði megi ekki gleyma því að um 4.000 aldraðir fái engar greiðslur úr lífeyrissjóðum. Nefndin minnir einnig á að tekjur ellilífeyrisþega úr lífeyrissjóðum séu enn lágar þó að þær fari vissulega hækkandi hjá árgöngum sem eru að komast á ellilaun. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir: „Greiðslur ellilífeyrisþega úr lífeyrissjóði hafa verið að hækka undanfarið og mun sú þróun halda áfram. Vert er að hafa í huga að ein skýring sem sett hefur verið fram á fækkun ellilífeyrisþega með tekjur undir fátæktarmörkum er einmitt hærri lífeyristekjur yngri ellilífeyr- isþega. Þetta bætir þó ekki stöðu þeirra sem eldri eru. Staða þeirra verður einungis bætt með hækkun bóta. Sama á við um örorkulífeyrisþega. Tekjur þeirra úr lífeyrissjóðum munu að öllum líkindum ekki breyt- ast á sama hátt og hjá ellilífeyrisþeg- um. Þess vegna er nauðsynlegt að huga sérstaklega að upphæð bóta ör- orkulífeyrisþega.“ Í skýrslu velferðarnefndar ASÍ er reynt að spá fyrir um greiðslur lífeyrissjóða Greiðslur til ellilífeyris- þega hækka verulega Greiðslur lífeyrissjóða til ellilífeyrisþega eru að meðaltali um 30 þúsund krónur á mánuði og hækka á næstu árum. Ekki er að vænta hækkun á greiðslum til öryrkja.     !   "     #$ % #     &'# % #     #( %  !  ! "#$  !!% $          )         ÞAÐ er nóg um að vera hjá krökk- unum á gæsluvellinum í Rofabæ sem finnst svo sannarlega gaman að vera úti. Vissara er að vera klæddur í pollagalla þegar verið er að leika sér í sandinum eins og þær Halldóra Jónasdóttir, Snædís Birna Kristinsdóttir og María Lilja Foss- dal, sem brostu breitt þegar ljós- myndara bar að garði.Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Líf og fjör á gæsluvelli ÞRÍR íslenskir bifhjólamenn hafa verið á ferðalagi um Bandaríkin síð- an 15. maí sl. en ætlun þeirra er að aka á bifjólum þvert yfir Bandaríki N-Ameríku. Leiðangursmenn eru Guðmundur Bjarnason tæknifræð- ingur, Guðmundur Björnsson læknir og Ólafur Gylfason flugstjóri. Á fjórtánda degi ferðalagsins, síð- astlinn mánudag, voru þeir félagar staddir í Fort Smith í Arkansas eftir um 5.500 km akstur frá Vancouver í Washingtonfylki, en ferðina ætla þeir að enda í Flórída. Hægt er að lesa ferðasögu leiðangursins á heimasíðu hans sem er: http:// www.fia.is/draumurinn Á bifhjólum yfir Banda- ríkin VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir milli heilbrigðisráðuneytisins og SÁÁ um þjónustusamning stofnunarinnar við ríkið, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra, en slíkur samn- ingur hefur ekki verið í gildi. Fram kom í Morgunblaðið nýlega að halli varð á rekstri SÁÁ á síðasta ári upp á 94 milljónir króna. Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ, sagði mun á milli framlaga samtakanna til rekstrarins og ríkisins stöðugt hafa aukist á síðustu árum. Sagði Þórarinn stjórnmálamenn engan áhuga hafa á starfsemi SÁÁ, reynt hefði verið að benda á vanda við aukinn kostnað, m.a. vegna rannsókna. „Ég hef lagt á það áherslu að vinna að þjónustusamningi við SÁÁ með því að greina kostnaðinn við þeirra starf- semi. Þá yrði ákveðið á báða bóga hvaða þjónustu SÁÁ byði fram og hvað ríkið keypti. Ég tel það ljóst að rannsóknir og rekstur Staðarfells verði að vera þáttur í þessari samn- ingagerð. Ég tel nauðsynlegt að festa starfsemina niður í ramma samnings en segi ekki þar með að þannig eigi það að vera um aldur og ævi. Þessar viðræður eru í gangi og ég hef lagt áherslu á að þeim verði hraðað. Ég bíð eftir niðurstöðum þeirra og lít á það sem fyrsta skref. Það er stutt síð- an ég átti fund með Þórarni [Tyrf- ingssyni] og hann veit hug minn í mál- inu,“ sagði Jón. Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjárlaganefndar, sagði fjárhagsvanda SÁÁ, eða annarra stofnana, ekki hafa komið til tals í nefndinni í tengslum við fjárlagavinnuna. Meðferð ungs fólks sögð í upp- námi vegna lokunar Staðarfells Félag áfengisráðgjafa sendi álykt- un frá sér um síðustgu helgi þar sem það telur sérstaka meðferð fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á aldrinum 18–25 ára komast í uppnám þegar meðferðarstöð SÁÁ á Staðar- felli verður lokað 1. júlí nk. Félagið segist hafa áhyggjur af afdrifum áfengis- og vímuefnaneytenda og lýs- ir eftir stefnu stjórnvalda í heilsu- gæslumálum fyrir þessa hópa. Í ályktun aðalfundar segir að ástæða þess að þjónusta SÁÁ hafi dregst saman nú sé sú að fjárframlag ríkisins til rekstrar meðferðarstarfsins á und- anförnum árum hafi dregist saman. Rætt um þjón- ustusamning Heilbrigðisráðherra um vanda SÁÁ TVEGGJA daga opinber heim- sókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og eiginkonu hans, Sigurjónu Sigurðardótt- ur, til Ungverjalands hefst í dag. Er heimsóknin í boði Ján- os Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands. Mun Halldór eiga fundi með János Martonyi um samskipti Íslands og Ungverjalands, stækkun Evrópusambandsins og áhrif þess á EES-samning- inn, evrópsk öryggis- og varn- armál og samstarf þjóðanna innan vébanda Atlantshafs- bandalagsins. Einnig verða ræddir viðskiptamöguleikar þjóðanna, m.a. með tilliti til nýtingu jarðhita. Þá mun utan- ríkisráðherra eiga fundi með utanríkismálanefnd ungverska þingsins, viðskiptaráðherra Ungverjalands og taka þátt í pallborðsumræðum um utan- ríkismál. Utanríkis- ráðherra í Ungverja- landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.