Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Velkomin í Laugardalinn
í sumar! 5. júní-24. ágúst
Verð kr. 12.500
Fyrir hverja er Sóknarskóli Ians Rush?
Hann er fyrir stúlkur og drengi á öllum aldri. Leikmenn
sem hafa gaman af því að skora mörk. Alla þá sem
ekki leika í fremstu víglínu en vilja bæta leik sinn og
ná valdi á sóknarknattspyrnu.
Allir fá þjálfun við sitt hæfi, sama hvaða stöðu þeir
leika.
Af hverju ættu foreldrar að setja börn sín
í Sóknarskóla Ians Rush og Þróttar?
Umhverfi skólans er gott og öruggt og skólinn er
skemmtilegur. Skólinn krefst aga af nemendum sínum
en blæs þeim heilbrigði og íþróttamennsku í brjóst.
Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Hvað býður Sóknarskóli Ians Rush og
Þróttar nemendum?
Kennslu og þjálfun í hæsta gæðaflokki.
Nike bol og Nike bolta.
Hápunktur sumarstarfs Sóknarskóla Ians Rush og Þróttar er úrvalsdeildin.
Einnar viku námskeið sem Ian Rush stýrir sjálfur. Námskeiðið er ætlað
ungum knattspyrnumönnum, stelpum og strákum, sem vilja læra enn meira
í fótbolta. Lærið af æfingum sem Ian Rush hefur notað á ferli sínum með
Liverpool, Juventus, Leeds, Newcastle, Wrexham, Chester og velska
landsliðinu. Verð kr.12.5 0
Hádegismatur innifalinn.
SKRÁNING
og upplýsingar frá
kl. 10-16 alla virka daga
í síma 580 5900.
Ath. takmarkaður fjöldi á hvert
námskeið.
ÞAÐ er löngu sannað hve skað-
legar reykingar eru heilsu. Mun
styttra er síðan farið var að ræða
um skaðsemi óbeinna reykinga, en
ýmislegt er þegar sannað í þeim
efnum. Börn sem búa við óbeinar
reykingar fá frekar efri loftvega-
sýkingar, eyrnabólgur og astma og
vísbendingar eru um aukna tíðni
illkynja sjúkdóma hjá þeim. Sann-
að er að óbeinar reykingar auka
líkur á bæði lungnakrabbameini og
kransæðasjúkdómum.
Þrátt fyrir þetta vantar mikið á
að tryggður sé réttur fólks til að
anda að sér reyklausu lofti. Oft er
talað um að verið sé að brjóta
mannréttindi á reykingafólki sem
ekki fær að reykja hvar sem er.
Þetta er öfugsnúið í ljósi þess að
einungis 25% fullorðinna Íslend-
inga reykja en 75% gera það ekki.
Gagnvart börnum er óréttlætið
jafnvel enn augljósara og mörg
þeirra búa enn við óbeinar reyk-
ingar á heimili og í fjölskyldubíl.
Ef skoðaðar eru reykingar allra
landsmanna óháð aldri er hlutfall
reykinga án efa talsvert undir
20%. Fæst veitingahús bjóða raun-
verulega reyklaust svæði og oftar
en ekki er einungis um sýndar-
mennsku að ræða þegar boðið er
reyklaust borð. Þannig eru borð
hlið við hlið, annað merkt reyk-
laust en við hitt má reykja. Að
sjálfsögðu mengar reykurinn allt
loft í viðkomandi rými. Þetta er
því rétt eins og að merkja í einu
horni sundlaugar „Hér og bara hér
má pissa og kúka í laugina“. Lítill
hluti hótelherbergja er reyklaus
og á flestum ef ekki öllum börum,
kaffihúsum og skemmtistöðum er
reykt um allt. Starfsfólk á þessum
síðastnefndu stöðum býr við mikla
reykmengun í vinnutíma sínum og
þar eru fótum troðin ýmis ákvæði
vinnuverndarlaga, sem annars
gilda á vinnustöðum. Sá sem vinn-
ur stóran hluta starfsævi sinnar á
slíkum stað er í aukinni hættu á að
fá tóbakstengdan sjúkdóm, sem
alltaf er alvarlegur og oft ban-
vænn. Þarna vinna m.a. þungaðar
konur og þær þeirra sem ekki
reykja þurfa nauðugar að útsetja
börn sín fyrir tóbaksreyk. Hann er
fóstri svo skaðlegur að ekkert eitt
gæti minnkað fóstur- og nýbura-
dauða á Íslandi jafnmikið og ef
það tækist að koma í veg fyrir að
þungaðar konur útsetji sig eða
verði útsettar fyrir honum. Nokkr-
ir þekktir íslenskir skemmtikraft-
ar sem ekki reyktu hafa dáið úr
sjúkdómum sem trúlega voru af
völdum langvinnra óbeinna reyk-
inga í vinnutíma þeirra.
Í nýjum tóbaksvarnalögum sem
samþykkt voru á Alþingi fyrr í
þessum mánuði eru vissar fram-
farir í þá átt að tryggja réttinn til
reykleysis. Þar segir í annrri máls-
grein: „Virða skal rétt hvers
manns til að þurfa ekki að anda að
sér lofti sem er mengað af tóbaks-
reyk af völdum annarra.“ Í beinu
framhaldi er síðan sagt: „Þeir sem
bera ábyrgð á barni skulu stuðla
að því að það njóti réttar skv. 2.
mgr., einnig þar sem reykingar
eru ekki bannaðar.“ Einnig eru
hert ákvæði varðandi einmitt
veitngahús, þannig að nú skal
meirihluti rýmis vera reyklaus og
það einnig tryggt að aðgangur að
því rými liggi ekki um reykinga-
svæði. Miðað við það hvernig því
miður allt of mörg veitingahús, að
ekki sé talað um kaffihús, hafa
staðið sig fram að þessu er ástæða
til að fólk veiti þeim aðhald og
gangi eftir rétti sínum til reykleys-
is. Ég skora á landsmenn, bæði þá
sem reykja og hina sem ekki gera
það, að skera upp herör gegn
óbeinum reykingum. Sjónarmið
hvorra tveggja geta farið saman í
þessum efnum. Reykingamenn
ekkert síður en annað fólk eru til-
litssamir og kæra sig ekki um að
menga loft fyrir öðrum, allra síst
viðkvæmu lífi eins og börnum og
þunguðum konum. Fólk í dag,
hvort sem það reykir eða ekki, vill
að sú þjónusta sem það kaupir sé
góð. Því þarf að gera kröfur til
þeirra aðila sem selja okkur þjón-
ustu eins og á veitingahúsum,
kaffihúsum, börum og skemmti-
stöðum um að koma til móts við
mismunandi þarfir. Markaðurinn
krefst þess að þeim sem ekki
reykja, væntanlega >80% við-
skiptavina, bjóðist algjörlega reyk-
laus aðstaða og samtímis bjóðist
hinum 20% sem vilja reykja að-
staða til að gera það, án þess að
búa við augngotur eða aðfinnslur
eins og oft er í dag. Viljir þú raun-
verulega reyklaust svæði, biddu þá
um það og mundu að tryggja rétt
barnanna sem kannski eru með í
för. Ef slíkt svæði er ekki til má
reyna að fara á næsta veitinga-
eða kaffihús. Ástandið nú er víða
þannig að það er hliðstætt því að
það viðgengist að ákveðinn hópur
fólks gerði þarfir sínar í sameig-
inleg vatnsból okkar og að enginn
hefði neitt við það að athuga.
Hvort tveggja er óhollt og getur
valdið dauða, að borða saurgerla
og anda að sér tóbaksreyk.
Eigum við rétt á reyklausu lofti?
Pétur
Heimisson
Reykingar
Ég skora á landsmenn,
bæði þá sem reykja og
hina sem ekki gera það,
segir Pétur Heimisson,
að skera upp herör gegn
óbeinum reykingum.
Höfundur er læknir á Egilsstöðum
og meðlimur í félagi Lækna gegn
tóbaki.