Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 19 UMHVERFISDAGUR var hjá nemendum Lundarskóla á Ak- ureyri í gær og er þetta í þriðja sinn sem efnt er til slíks dags í skólalok. Nemendur, sem eru um 500 talsins á aldrinum frá 6 til 16 ára gengu um hverfið sitt og tíndu upp rusl. Hverfinu var skipt upp í 10 svæði sem úthlutað var til nemendanna. Þegar þeir höfðu lokið við að tína upp ruslið fóru þeir með það heim í skóla þar sem það var vigtað. Alls vó ruslið sem krakkarnir tíndu 750 kíló. Það er heldur minna en tínt var upp í hverfinu í fyrra, þannig að ef til vill má draga þá ályktun að íbúar séu farnir að ganga betur um. Að loknu vel unnu dagsverki sem unnið var í samvinnu við um- hverfisdeild bæjarins var hinum dugmiklu nemum umbunað með grillveislu. Umhverfisdagur hjá nemendum Lundarskóla Morgunblaðið/Kristján Stelpurnar í Lundarskóla fylgjast grannt með vigtun á öllu ruslinu. Tíndu 750 kíló af rusli í hverfinu Morgunblaðið/Kristján Yngstu nemendur Lundarskóla sáu um hreinsun á skólalóðinni og þessir ungu menn voru bara nokk- uð ánægðir með dagsverkið. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Gallup gerði um störf bæjarstjórnar Akureyrar eru 42% bæjarbúa ánægð með störf hennar en rúmlega fjórð- ungur bæjarbúa óánægður með störf hennar. Í könnuninni sem fram fór í gegn- um síma í mars og apríl sl. var fólk spurt hversu ánægt eða óánægt það væri með störf bæjarstjórnar. Í end- anlegu úrtaki voru 828 manns á Ak- ureyri á aldrinum 16–75 ára, fjöldi svarenda var 610 og svarhlutfall 73,7%. Af þeim sem tóku afstöðu voru 7,8% mjög ánægð með störf bæjar- stjórnar, 34,2% frekar ánægð, eða samtals 42%. Bæði og eða í meðallagi voru 32,3%, frekar óánægð voru 18,1% og mjög óánægð 7,6%, eða samtals 25,7%. Þeir sem neituðu að svara voru 141 og ekki náðist í 77 manns. Tæplega 60% ánægð með bæjarstjórann Einnig var í könnun Gallup kann- að viðhorf fólks til starfa bæjarstjór- ans á Akureyri og var svarhlutall það sama og fram kemur hér að ofan. Af þeim sem tóku afstöðu voru 57% að- spurðra ánægð með störf bæjar- stjóra, 21,5% mjög ánægð og 35,6% frekar ánægð. Bæði og eða í meðal- lagi voru 21,7 %. Frekar óánægð með störf bæjarstjóra voru 12,4% og 8,9% mjög óánægð eða samtals 21,3%. Viðhorf til starfa bæjarstjórnar Akureyrar kannað 42% bæjarbúa ánægð með störf bæjarstjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.