Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 19 UMHVERFISDAGUR var hjá nemendum Lundarskóla á Ak- ureyri í gær og er þetta í þriðja sinn sem efnt er til slíks dags í skólalok. Nemendur, sem eru um 500 talsins á aldrinum frá 6 til 16 ára gengu um hverfið sitt og tíndu upp rusl. Hverfinu var skipt upp í 10 svæði sem úthlutað var til nemendanna. Þegar þeir höfðu lokið við að tína upp ruslið fóru þeir með það heim í skóla þar sem það var vigtað. Alls vó ruslið sem krakkarnir tíndu 750 kíló. Það er heldur minna en tínt var upp í hverfinu í fyrra, þannig að ef til vill má draga þá ályktun að íbúar séu farnir að ganga betur um. Að loknu vel unnu dagsverki sem unnið var í samvinnu við um- hverfisdeild bæjarins var hinum dugmiklu nemum umbunað með grillveislu. Umhverfisdagur hjá nemendum Lundarskóla Morgunblaðið/Kristján Stelpurnar í Lundarskóla fylgjast grannt með vigtun á öllu ruslinu. Tíndu 750 kíló af rusli í hverfinu Morgunblaðið/Kristján Yngstu nemendur Lundarskóla sáu um hreinsun á skólalóðinni og þessir ungu menn voru bara nokk- uð ánægðir með dagsverkið. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Gallup gerði um störf bæjarstjórnar Akureyrar eru 42% bæjarbúa ánægð með störf hennar en rúmlega fjórð- ungur bæjarbúa óánægður með störf hennar. Í könnuninni sem fram fór í gegn- um síma í mars og apríl sl. var fólk spurt hversu ánægt eða óánægt það væri með störf bæjarstjórnar. Í end- anlegu úrtaki voru 828 manns á Ak- ureyri á aldrinum 16–75 ára, fjöldi svarenda var 610 og svarhlutfall 73,7%. Af þeim sem tóku afstöðu voru 7,8% mjög ánægð með störf bæjar- stjórnar, 34,2% frekar ánægð, eða samtals 42%. Bæði og eða í meðallagi voru 32,3%, frekar óánægð voru 18,1% og mjög óánægð 7,6%, eða samtals 25,7%. Þeir sem neituðu að svara voru 141 og ekki náðist í 77 manns. Tæplega 60% ánægð með bæjarstjórann Einnig var í könnun Gallup kann- að viðhorf fólks til starfa bæjarstjór- ans á Akureyri og var svarhlutall það sama og fram kemur hér að ofan. Af þeim sem tóku afstöðu voru 57% að- spurðra ánægð með störf bæjar- stjóra, 21,5% mjög ánægð og 35,6% frekar ánægð. Bæði og eða í meðal- lagi voru 21,7 %. Frekar óánægð með störf bæjarstjóra voru 12,4% og 8,9% mjög óánægð eða samtals 21,3%. Viðhorf til starfa bæjarstjórnar Akureyrar kannað 42% bæjarbúa ánægð með störf bæjarstjórnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.