Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 35 www.teflon.is TENÓRSÖNGVARINN Kristján Jóhannsson og danska sópransöng- konan Ann Petersen hljóta lof fyrir tónlistarflutning sinn á Verdi-hátíð sem haldin var fyrr í vikunni í Tívolí þótt gagnrýnanda Berlingske Tidende þyki þau reyndar hafa skipt tveimur þáttum óperunnar upp; söngnum og framkomunni. Borið er mikið lof á rödd Kristjáns en flutningurinn á ólíkum aríum er sagður einsleitur. Þessu er hins vegar sagt þveröfugt farið með Pet- ersen. Undir fyrirsögninni Fríða og ten- órinn, segir tónlistargagnrýnandi blaðsins að Kristján sé óvenjulán- samur með rödd sína, hún sé stór, hljómfögur og afslöppuð, sem fylli algerlega út í salinn, svo að jafnvel þeir sem sitji á aftasta bekk njóti flutningsins. „Hins vegar hljóma hlutverkin sem hann syngur, í heild eins og eitt og sama hlutverkið. Hvort sem hann leggur á ráðin um eiturmorð í Luisa Miller, leiðir her Egypta í Aidu er hrjáður af afbrýðissemi og syngi um hina einu sönnu ást í Otello eða láti kampavínstappana fljúga í aukalagi úr La Traviata. Jafnvel í hlutverki Otellos, sem er stærsta tenórhlutverk í óperum Verdis, bæði raddlega og listrænt, söng hann á jöfnum styrk. Ekki af meiri innlifun eða persónusköpun en svo að hinn mikli ástardúett „Un bacio... ancora un bacio“ þar sem hvíslað er um heita kossa hefði allt eins getað verið beiðni um tvo kalda bjóra.“ Gagnrýnandanum þykir rödd Ann Petersen hins vegar ekki eins stór en persónusköpunin taki Krist- jáns fram, persónulega og tónlist- arlega, með því að „ýja að ósætti sem kraumar undir niðri, nokkuð sem er svo áberandi í verkum Verdis, jafnvel þeim sem eru mest út á við“. Einsleitur en góður söngur Kristjáns Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Ljósmynd/Geir Ármann Gíslason Kristján Jóhannsson tenórsöngvari fyrir utan Tívolí í Kaupmannahöfn. Eins og sjá má er annar hver fáni íslenskur í tilefni tónleikanna. KRISTJÁN Jóhannsson sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði ekki verið vel gert af skipu- leggjendum tónleika Verdi-hátíðar- innar í Tívolíinu í Kaupmannahöfn að tefla þeim saman, honum og Ann Petersen. „Hún hefur pínu- pínu litla rödd og er mjög ung rödd, og það er eiginlega ekkert sem hún getur sungið eftir Verdi, – ef eitt- hvað, væri það helst Gilda í Rigo- letto. Það sem hún komst best frá á tónleikunum, var I vespri Siciliani, sem er ungur Verdi og lýrískari. Hún söng svo með mér Otello og Ernani sem er samið fyrir lýrískar, dramatískar raddir, og hún átti bara mjög erfitt þar. Hún er talent og með fallega rödd, en hefur lítið sungið og ítalski framburðurinn var ekki góður. Henni var bara alls enginn greiði gerður með þessu.“ Kristján kveðst hafa komið nokkrum dögum fyrir tónleikana til Kaupmannahafnar. Þá blöktu allir norrænu fánarnir við hún við Tívolí- salinn, en íslenska fánanum var svo auðvitað flaggað þegar Kristján kom á svæðið. „Mér þótti nú vænt um það, að sjá íslenska fánanum flaggað þarna til heiðurs íslensku þjóðinni og mér.“ Kristján segir að viðtökurnar í salnum eftir tón- leikana hafi verið með ólíkindum. Tónleikagestir stóðu upp og klöpp- uðu og stöppuðu, og sjálfur var hann kallaður fram fjórum sinnum. „Þetta kom mér mjög á óvart – þetta var bara eins og í Íþróttahöll- inni á Akureyri í vetur. Mér fannst bara helst vanta meiri tilfinningu í hljómsveitina; mér fannst ansi lítill hiti í þeim. Annars var þetta bara mjög gaman; salurinn frábær og hljómburðurinn mjög góður. Að- staðan þarna var til fyrirmyndar og þarna er meira að segja hægt að sýna óperur, því í salnum er hljóm- sveitargryfja sem hægt er að lyfta upp og niður eftir þörfum. Ég vildi bara að við ættum svona hús heima. Mér finnst ráðamenn heima sýna algjört kunnáttuleysi og skilnings- leysi í þessum málum; það er engin spurning að það ætti að gera ráð fyrir óperuflutningi í nýju tónlistar- húsi heima, og svo væri auðvitað hægt að halda þar Eurovision- keppnina!“ Kristján segist ekki sammála gagnrýnanda Berlingske tidende að hann hafi sungið allt á tónleikunum eins og eitt og sama hlutverkið. Mest af þessu hafi verið stórar dramatískar aríur, og þeim henti ákveðinn söngstíll. Hins vegar hafi hann auðvitað dregið fram ólíka karaktera í hverju verki fyrir sig. En þrátt fyrir allt kveðst Kristján hæstánægður með tónleikana, og að viðtökur tónleikagesta staðfesti að vel hafi til tekist. „Ég er í mínu besta formi þessa dagana,“ segir Kristján Jóhannsson að lokum, þar sem hann er staddur í Baltimore í Bandaríkjunum að undirbúa sýn- ingar á Tourandot. „Er í mínu besta formi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.