Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Bogga mín. Með trega í hjarta kveð ég þig og þakka þína vináttu síðastliðin fjöru- tíu og þrjú ár. Það virðist ekki svo langt síðan við kynnt- umst í landsprófi Gaggó Vest. Þú sagðist hafa séð mig árið áður að sýna vinkonum mínum hálsmen, sem ég hafði eignast, með mynd af James Dean og hefðir þá hugsað að þessa stelpu vildirðu að vinkonu. Ég var auðvitað mjög upp með mér að heyra þetta. Mörgum árum seinna var Írans- keisari farþegi hjá þér og gaf þér þá gullhálsmen með mynd af sér, miklu flottara en James Dean. Við fórum saman í Hagaskóla, þar bættust Dída, Elísabet, Steina, Stella og Stína í hópinn. Þrátt fyrir að þrjár okkar búi er- lendis er vináttan mjög sterk. Það var alltaf gott að koma til ykk- ar á Birkimelinn. Guðlaug móðir þín tók svo vel á móti okkur, á hvaða tíma sólarhringsins sem var. Hún var svo létt og skemmtileg og auðvelt að sjá hvaðan þú fékkst þína kímnigáfu. Pan American sá hvað þú hafðir til brunns að bera og réð þig sem flugfreyju 1964. Eitt sinn er ér heimsótti þig í New York vildir þú endilega að ég sækti um flugfreyjustarf hjá PanAm. Sagð- ir að þú værir í því starfi sem ég hefði alltaf haft áhuga á og að ég ætti eftir að sjá eftir því ef ég sækti ekki um. Ég var í öðru starfi hjá PanAm og ánægð þar, en ákvað samt að hlusta á þig. Ég var ráðin og stend í þakkar- skuldvið þig að hafa haft tækifæri til að ferðast út um allan heim. Ég kynntist þínum góðu sambýlis- konum, Gerðu, Kaju, Tótu og svo seinna Vaddý og hef haldið hópinn með ykkur alla tíð síðan. Þú vildir ekki ílengjast í útlandinu og fluttir aftur heim þar sem leiðir ykkar Arnar lágu saman, það var SVANBORG DAG- MAR DAHLMANN ✝ Svanborg Dag-mar Dahlmann fæddist á Ísafirði 19. nóvember 1943. Hún lést á heimili sínu 18. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 28. maí. yndislegt að sjá hve samrýnd þið Örn og dætur ykkar, Auður og Dagmar, voruð. Þú sagðist vera svo heppin að maðurinn þinn væri líka besti vinur þinn. Þau voru ófá matar- boðin sem þið Örn héld- uð og oft var mikið hleg- ið. Þú hafðir óborgan- lega kímnigáfu og sagðir svo vel frá. Það var grátið af hlátri þeg- ar þú sagðir skíðasög- una frægu. Þú varst alla tíð traust og góð vinkona. Ég get seint þakkað þér fyrir hjálp þína í mínum veikindum og erfiðleikum. Þú hlust- aðir á mig, fékkst mig út að borða, í sund eða göngutúr og á eftir leið mér alltaf miklu betur. Það er erfitt til þess að hugsa að ég gat lítið hjálpað til í þínum veikindum, en það var yndislegt að koma heim og heimsækja þig síðastliðinn janúar. Hvíl í friði, elsku Bogga mín. Elsku Örn, Auður og Dagmar, megi guð og góðar minningar gefa ykkur styrk. Eins og þú endaðir alltaf bréfin þín; Knús og kossar. Þín Arnfríður (Affa). Hve skelfilega fljótt getur nið- dimmt ský dregið fyrir sólu og breytt allri tilveru okkar. Svanborg vinkona okkar, sem við kölluðum Boggu, er látin langt um aldur fram og skyndi- lega hefur lífið tekið ótrúlega og óvæga stefnu. Við fyrstu fréttir, rétt fyrir áramótin, að Bogga væri komin með krabbamein, var okkur brugðið. Við héldum í þá von og staðföstu trú að okkar kjarkmikla og duglega vin- kona kæmist heil úr þeirri baráttu og gæti náð fyrri reisn að fullu. En eftir aðgerð í janúar kom reiðarslagið, að hér var um sjaldgæft og alvarlegt af- brigði af þessum vágesti að ræða. Við fylgdumst með hversu yfirveguð Bogga tók þessu reiðarslagi og ræddi um veikindi sín og fyrirhugaða með- ferð af einstöku æðruleysi og kjarki, studd af sínum elskulega eiginmanni og dætrum. Í tæp 30 ár hafa leiðir okkar legið saman því mennirnir voru makkerar í bridgemótum bæði hér heima og víða erlendis og oft voru konurnar með. Þetta voru ógleyman- legar ævintýraferðir, víða um lönd og gaman að fylgjast með hve Bogga var áhugasöm við spilaborðið, bæði sem áhorfandi og spilari í vinahópi og hvatti hún okkar menn óspart og fylgdist með af miklum áhuga. Eftir bridgemótin var stundum haldið í smá frí og við minnumst sér- staklega ferðarinnar eftir Evrópumót á Írlandi 1991 er við tókum okkur viku frí og keyrðum um Írland. Þar fórum við í okkar fyrstu golfkennslu, þó ekki yrði framhald á golfinu fyrr en mörgum árum seinna. Margt ann- að var brallað saman, má þar nefna árlega sumarbústaðaferð á vorin, með bridgehópnum okkar, þar sem spilað var fram á nætur og borðin svignuðu undan alls kyns kræsingum. Bogga var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, skarpgreind, fróð, orðheppin og sagði lifandi og skemmtilega frá. Hún var mikil kapp- skona í hverju sem hún tók sér fyrir hendur, en stundum var kveikjuþráð- urinn nokkuð stuttur. Hún var fals- laus, hrein og bein og maður vissi hvar maður hafði hana. Bogga og Örn voru einstaklega samrýnd og farsæl hjón og frábær- lega gestrisin og góð heim að sækja. Þau voru ólík að mörgu leyti, en sam- an náðu þau að blómstra fegursta blómi. Yndislegar dætur þeirra bera foreldrum sínum fagurt vitni. Við drúpum höfði í virðingu, biðj- um okkar kæru vinkonu allrar bless- unar og þökkum áratuga vináttu og samfylgd. Vini okkar Erni og dætr- unum Auði og Dagmar vottum við okkar dýpstu samúð. Berglind Oddgeirsdóttir Guðlaugur R. Jóhannsson. Með söknuð í hjarta kveðjum við Boggu sem allt okkar líf hefur verið ómissandi hluti af okkar litlu fjöl- skyldu. Baráttan var stutt og erfið og þó að ljóst væri hvert stefndi hættum við samt aldrei að vonast eftir krafta- verki. Hún hefði átt það skilið. Bogga var heimskona fram í fing- urgóma. Hún ferðaðist til fjarlægra landa á tímum þegar ferðalög voru munaður á Íslandi. Sem litlar stelpur dáðumst við að öllum sérstöku hlut- unum sem hún hafði keypt vítt og breitt um heiminn. Að fá að leika sér í kínverskum tréskóm og japönskum kimono var spennandi ævintýri og hvergi hægt nema hjá Boggu. Bogga var mjög glæsileg kona og var um- hugað um heilsu sína og útlit. Hún var ljúf, glaðlynd, brosmild og hress. Hún var fagurkeri og hafði áhuga á listum og menningu. Hún hafði sér- stakt yndi af bíómyndum, söngleikj- um, tónlist og myndlist. Hún kenndi okkur að meta jazz og klassíska tón- list, sem hún hlustaði á við flest tæki- færi. Svo söng hún með, meira að segja þegar hún spilaði brids, við litla hrifningu meistaranna í fjölskyld- unni. Við eigum ljúfar minningar um all- ar góðu samverustundirnar með fólk- inu á Vesturberginu, þessari sam- heldnu og yndislegu fjölskyldu. Bogga var hrókur alls fagnaðar þegar fjölskyldur okkar hittust og litlu börnin, Gréta og Viktor, fengu líka að njóta þess hversu barngóð, hjartahlý og gjafmild hún var. Bogga hefur ver- ið partur af öllum stóru stundunum í lífi okkar og við munum sakna hennar sárt í jólaboðunum, laufabrauðinu, veiðiferðunum og öðrum samveru- stundum fjölskyldnanna. Bogga og Örn voru einstaklega samrýnd hjón, góðir vinir og félagar. Auður og Dag- mar nutu þess að eiga ástríka og um- hyggjusama mömmu. Hún fór alltof fljótt og það er sárt að henni skyldi ekki endast líf til að eignast barna- börn og gifta dæturnar sínar. Elsku Örn, Auður og Dagmar. Þið eruð gæfusöm að hafa átt hana Boggu. Megi minningarnar um einstaka konu styrkja ykkur í sorginni. Arna og Ólafía. Vorið er tími vonar, nýs lífs, upp- hafs lífs okkar og framtíðar. Þegar kaldur vetur kveður búum við okkur undir að skoða undur lífsins og leynd- ardóma. En klukka lífs okkar er ekki alltaf stillt eftir vorinu, það eru aðrir kraftar sem taka völdin, kraftar sem þekking og kunnátta okkar hefur ekki enn þá lært að beisla. Þegar við stöndum andspænis þessum kröftum er fátt um svör og skýringar og við verðum að beygja höfuð okkar og við- urkenna að við kunnum ekki svör við öllu. Eitt vitum við þó að ekkert líf er án dauða, enginn dauði án lífs. Þegar samferðamenn og vinir fara þangað sem við getum ekki séð þá eða nálgast, setur okkur hljóð því tíminn er aldrei réttur, við viljum hafa þá lengur í návist okkar og njóta nær- veru þeirra. Það sem við eigum eftir þegar þeir eru horfnir á braut eru minningar um gleði og sorgir er við höfum deilt með þeim. Þessar minn- ingar eru það dýrmætast sem við eig- um og mælistika á manneskjuna og manngildi hennar. Um Svanborgu vinkonu mína á ég ekkert nema góðar minningar til að ylja mér við. Það eru minningar um lífsglaða, skemmtilega og jákvæða konu sem ávallt sá það besta í sam- ferðamönnum sínum. Hún var hjálp- söm og ráðagóð, röggsöm og ákveðin þar sem það átti við. Hún var ekki dómhörð um aðra og var sannur vin- ur vina sinna. Ef ég hefði ekki kynnst henni væri ég fátækari manneskja. Ég vona að tíminn lækni þau sár sem missirinn hefur gert ástvinum hennar og ég veit að minningarnar um góða eigin- konu og móður og vin er það sem til þarf. Sif Jónsdóttir. Það virðist svo stutt síðan ég sá hana Svanborgu í fyrsta sinn, glæsi- lega unga konu með kímniglampa í augum sem lýsti langar leiðir. En síð- an er liðinn rúmur aldarfjórðungur Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi          !" # $                            !  "      # "    %  &#' (""  ) * #(  (""  ( +'  #  (""  ,'#  #  (""  ( -'$ ("" )#*'. )#   /  $, .         !    # !    #   !  01 2 !& (',  , #"  " "34 ,5* /&   $ %   &# #  '  ) #,  ) #, (""  0 # %&' )    %  ''( (""  ( &' (""  ( + '' 657( ) )#  .       # !    !   #   !   89:;62 2 ' "% <=>        (        ) *+,,   ,) # # / )    +'  # / (""  &' /, * )  '#,   # / (""   ''( $ -')    )#   .     -" #  !  # !  ! !  !  #  # !   .0  > 26 "( #, <? ,5* /&   . !  /   # ! * ) ! *.,, *  * #/ )    ,@)$ > '" # ) , >+ ')"",> '" # ) , - '> '" # ) , 9) > '" # ) , A" > '" # ) , $)"+5  ) ' ,/ ,B , ,,/ ,B   )#      % ($ (""  8 -) B. (       !" #   ) #  "    #  ) #      !   !  #   :.0C1  ," +)'" $ 5/ . 0       " #      / -   #$ C. )   #$  .) / '(""  # % ' (""  #   )  0 # D"' (""   . ' )   ' )  # &  '$ (""   *( ' (""   '  )  A $ ' )  * /,#9( (""  / +' ' (""   '' (""     )   ' C " & ' (""         )#   .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.