Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                JOSCHKA Fischer, utanrík- isráðherra Þýskalands, þurfti í gær að sitja fyrir svörum hjá utanríkismálanefnd þýska þingsins vegna leka trúnaðar- upplýsinga. Málið snýst um minnisblað sem komst til fjölmiðla og vísaði í opinská samtöl Ger- hards Schröders, kanslara Þýskalands, og George W. Bush Bandaríkjaforseta. Samkvæmt minnisblaðinu ræddu þeir meðal annars um fjármálaspillingu í Rússlandi og meinta játningu Moamm- ars Gaddafís Líbýuleiðtoga á sprengjutilræði í Berlín árið 1986. Ráðgjafi Schröders í utan- ríkismálum og sendiherra Þýskalands í Washington voru einnig kallaðir fyrir þingnefndina. Yfirheyrslurn- ar fóru fram fyrir luktum dyrum, en þingmenn sögðu fátt nýtt hafa komið fram. SÞ hóta að hætta hjálp- arstarfi í Afganistan SAMEINUÐU þjóðirnar vör- uðu við því í gær að þær kynnu að neyðast til að leggja niður hjálparstarf í Afganist- an vegna ofsókna Talibana- stjórnarinnar. Æðsti fulltrúi SÞ í Afgan- istan, Eric de Mul, kvaðst í gær vera svartsýnn á að hjálparstarfið í landinu gæti haldið áfram, þar sem starfs- mönnum SÞ væru settar sí- fellt þrengri skorður og yrðu fyrir æ meira áreiti af hálfu Talibana og erlendra málaliða sem gengið hefðu til liðs við hersveitir þeirra. 62 ára kona ól barn ÓNAFNGREIND 62 ára kona ól sveinbarn á sjúkra- húsi í bænum Frejus í suður- hluta Frakklands í gær, eftir að hafa gengist undir frjó- semismeðferð í Bandaríkjun- um. Mæðginunum heilsast vel að sögn lækna. Konan er elst kvenna í Frakklandi til að ala barn og er aðeins einu ári yngri en „heimsmethafarnir“; tvær konur frá Ítalíu og Banda- ríkjunum sem eignuðust börn 63 ára gamlar árin 1994 og 1996. Hætt við Wagner FORSVARSMENN menn- ingarhátíðar sem fram fer í Jerúsalem í sumar tilkynntu í gær að hætt hefði verið við flutning á óperunni Valkyrj- unum eftir Richard Wagner, í kjölfar háværra mótmæla gegn því að verk eftir uppá- haldstónskáld Adolfs Hitlers yrði flutt á ísraelskri grundu. Til stóð að hinn heimsþekkti píanóleikari Daniel Baren- boim, sem er argentínskur gyðingur, stjórnaði verkinu. STUTT Fischer yfirheyrð- ur vegna leka ÁTÖK urðu enn á ný milli stjórnar- hermanna og albanskra skæruliða í norðurhéruðum Makedóníu í gær, en þúsundir manna hafa undanfarna daga flúið átakasvæðin, aðallega alb- önskumælandi fólk. Að sögn tals- manns Flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna, Kris Janowskis, eru þó þúsundir manna enn í úlfakreppu í þorpum sem skæruliðar hafa á valdi sínu og vitað er að stundum reyna þeir að hindra óbreytta borgara í að yfirgefa heimili sín. Naumlega tókst á þriðjudag að koma í veg fyrir að samsteypustjórn landsins héldi velli, en tveir helstu flokkar albanska minnihlutans eiga aðild að henni. Javier Solana, aðal- talsmaður Evrópusambandsins í ut- anríkis- og varnarmálum, fór tvisvar til höfuðborgarinnar Skopje á mánu- dag og þriðjudag til að miðla málum í innbyrðis deilum stjórnarflokkanna en leynilegar viðræður leiðtoga alb- önsku flokkanna við skæruliða hafa gert samstarfið mjög stirt. Solana sagði að ef stjórnin tæki þá ákvörðun að gefa skæruliðum upp sakir gegn því að þeir hættu árásum á herinn myndi ESB áfram vinna með stjórninni, hún væri lögmæt ríkis- stjórn og markaði sjálf stefnuna. Sambandið og Atlantshafsbandalagið hafa stutt þá stefnu að skæruliða beri að meðhöndla sem hryðjuverkamenn. En jafnframt leggja þau áherslu á að réttindi Albana verði aukin. Albanar eru taldir vera um þriðj- ungur landsmanna, hinir eru flestir slavneskumælandi, tala tungu sem líkist mjög serbnesku. Skæruliðar segjast styðja sömu kröfur og albönsku flokkarnir, að þjóðarbrot Albana fái aukin réttindi en þeim finnst að makedónskumæl- andi íbúar séu of einráðir. Opinber stefna stjórnarinnar hefur verið að ekki skuli rætt við skæruliða heldur skuli uppreisn þeirra kveðin niður með valdi. Milliganga Javiers Solana bjargaði ríkisstjórnarsamstarfinu í Makedóníu Rætt um sakaruppgjöf skæruliða Búdapest, Skopje, Pristina. AFP, AP. Reuters Bændur stunduðu vinnu á ökrum við þorpið Matejce í Makedóníu, þrátt fyrir að barist væri í hlíðunum fyrir ofan. TALSMAÐUR sjávarútvegsmála- skrifstofu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tjáði Morgun- blaðinu í gær, að skrif brezka blaða- mannsins Christophers Bookers, sem vitnað var til í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, um að til standi að gera breytingar á sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu ESB sem stefna muni brezkum sjávarútvegi í voða, væru tilhæfulausar fullyrðingar. Segir talsmaðurinn, Chiara Gar- iazzo, að fullyrðingar Bookers væru greinilega útleggingar hans á græn- bókinni um stjórn fiskveiða í ESB, sem gefin var út nýlega og inniheldur tillögur og umræðuinnlegg fram- kvæmdastjórnarinnar um endur- bætur á sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunni, en stefnt er að því að endurskoðun stefnunnar verði lokið fyrir lok næsta árs. „Í grænbókinni er einn undirkafli um „hlutfallslegan stöðugleika“ og einn um aðgang að 6–12 mílna strandveiðilögsögu. Það sem þar segir eru hugmyndir og valkostir sem framkvæmdastjórnin setur fram til skoðunar í því endurskoðun- arferli sem í gangi er,“ segir Gar- iazzo. „Fullyrðingar brezka blaðamanns- ins eru einfaldlega ekki réttar. Það liggur ekkert fyrir um hvernig hin endurskoðaða sjávarútvegsstefna mun líta út; grænbókin er aðeins framlag framkvæmdastjórnarinnar til umræðunnar um þessa endur- skoðun. Grænbókin hefur verið gefin út og hver sem vill getur séð þar hvað framkvæmdastjórnin leggur til sem valkosti í þessu ferli,“ segir Gariazzo. Ekki haggað við reglunni um hlutfallslegan stöðugleika Þá segir í fréttatilkynningu, sem barst í gær frá Gerhard Sabathil, sem fer fyrir fastanefnd fram- kvæmdastjórnar ESB gagnvart Ís- landi og Noregi, um sama efni: „Full- yrðingar sem komu fram í pallborðsgrein Cristopher Bookers í Sunday Telegraph 27. maí um að Franz Fischler, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, hafi sett fram „áætlun um að ryðja úr vegi núver- andi kerfi kvótaúthlutunar til aðild- arríkjanna“ og að „fiskimiðin allt upp í fjörur“ verði opin öllum eftir 10 ár eru ekki á rökum reistar. Engin slík áætlun hefur verið sett fram.“ Framkvæmdastjórn ESB hefur að sögn Sabathils notað tækifærið vegna lögboðinnar endurskoðunar ákveðinna þátta sjávarútvegsstefnu sambandsins til að ýta úr vör víð- tækri umræðu um framtíð stefnunn- ar. Í því skyni að skapa grunn fyrir þá umræðu hefur framkvæmda- stjórnin gefið út svokallaða grænbók um stjórn fiskveiða í ESB, þar sem fjallað er um áskoranir í sjávarútvegi sambandsins og mögulegar lausnir. Í grænbókinni segir eftirfarandi um kvótaúthlutanir til ríkja, sem byggja á svokölluðum hlutfallslegum stöðugleika þar sem ríkjum ESB er tryggður ákveðinn kvóti: „Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur síðan 1983 veitt aðildarríkjunum fast hlutfall kvóta og því hlíft okkur við árlegum samningaviðræðum um skiptingu kvóta, sem myndi gera ákvarðanatöku um veiðar enn erfið- ari. Svokallað Hauge-viðmið hefur veitt nokkuð svigrúm til að koma til móts við óskir frá ákveðnum svæð- um, en undanþágur hafa ekki notið hylli allra aðildarríkja og þeirra sem stunda fiskveiðar. Framkvæmdastjórnin sér ekki í náinni framtíð aðrar lausnir sem gætu náð sömu niðurstöðu og hlut- fallslegur stöðugleiki. Samráð við að- ildarríkin og hagsmunasamtök hefur leitt í ljós að um þetta atriði ríkir víð- tæk sátt í ESB. Þess vegna er engin þörf á afgerandi breytingum á nú- verandi kerfi. Þegar tekist hefur far- sællega að leysa undirliggjandi vanda sjávarútvegsins og efnahags- leg og félagsleg skilyrði eru hag- stæðari, er hugsanlegt að tækifæri gefist til að endurskoða þörfina á að viðhalda hlutfallslegum stöðugleika og gefa þess í stað markaðsöflunum færi á að verka í sjávarútvegi eins og á öðrum sviðum efnhagslífs í Evr- ópusambandinu.“ Segir Sabathil að af þessu megi ljóst vera að framkvæmdastjórnin leggi ekki til að núverandi kerfi kvótaúthlutunar til aðildarríkjanna verði rutt úr vegi. Strandveiðilögsaga heldur sér Um veiðar innan 6–12 mílna land- helgi er í grænbókinni eftirfarandi að finna: „Meginmarkmið þess að hafa sérstakar reglur um veiðar innan 6– 12 mílna, þar sem oft finnast hrygn- ingasvæði, er að vernda auðlindina með því að leyfa aðeins veiðar smá- báta, sem setja almennt ekki jafn- mikinn þrýsting á fiskistofna. Enn- fremur að styðja við bakið á hefðbundinni útgerð frá strand- byggðum og þannig stuðla að við- haldi efnahagslífs og félagsgerðar þeirra. Vegna sífellt versnandi ástands flestra fiskistofna og efnahagslegra erfiðleika á svæðum sem eiga mikið undir sjávarútvegi, þá eru þessi markmið jafngild í dag og áður og njóta almenns stuðnings innan ESB. Kröfur um stækkun svæðisins um- fram 12 mílur, sem komið hafa frá nokkrum aðildarríkjum, hafa ekki verið studdar með prófanlegum gögnum. Breytingar á reglunum um veiðar innan 6–12 mílna myndu raska stöðugleika sjávarútvegsstefn- unnar.“ Þá segir Sabathil, að eftir frekara samráð, á grunni grænbókarinnar, muni framkvæmdastjórnin setja fram tillögur um nauðsynlega löggjöf fyrir endurskoðun einstakra þátta sjávarútvegsstefnunnar. Hafa verði í huga að allar endanlegar ákvarðanir um breytingar séu teknar af aðild- arríkjunum í ráðherraráði Evrópu- sambandsins. Grænbókina má nálgast á vefslóð- inni www.europa.eu.int/comm/fish- eries/greenpaper/green1_en.htm. Skrif Bookers má finna á vefslóð- inni www.telegraph.co.uk. Tilhæfulausar fullyrðingar Talsmenn framkvæmdastjórnar ESB svara skrifum bresks blaðamanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.