Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EIN jákvæðasta þróunin í umhverfis- málum á síðustu ár- um, er aukin viðleitni fyrirtækja við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Stjórnendur fyrir- tækja gera sér í aukn- um mæli grein fyrir því, að það er ekki lögmál að aukin fram- leiðsla og atvinnu- starfsemi hafi í för með sér vaxandi mengun og eyðilegg- ingu náttúrugæða og að oft má ná sama eða betri árangri og af- komu með umhverfisvænni tækni og aðferðum. Stundum hafa fyr- irtækin sjálf haft frumkvæði að nýjungum á sviði umhverfisvænn- ar framleiðslu, en oftar en ekki hafa framfarir í þessum efnum orðið með samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins. Hvað er grænt bókhald? Í svokölluðu grænu bókhaldi fyrirtækja eru settar fram tölu- legar upplýsingar um notkun hrá- efna og orku, auk mengandi efna sem losuð eru í umhverfið, verða að úrgangi eða rata í framleiðslu- vörur. Grænt bókhald gerir mönn- um fært að fylgjast betur með helstu umhverfisþáttum viðkom- andi starfsemi. Það segir til um hvort þróunin sé jákvæð eða nei- kvæð og auðveldar fyrirtækjunum að koma auga á möguleika til að draga úr sóun og mengun. Í nýsamþykktum breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, eru starfsleyfisskyld fyr- irtæki – þ.e. stærri fyrirtæki, skyldug til að færa grænt bók- hald. Í því felst að þeim ber að vinna ár- lega efnisuppgjör fyr- ir starfsemi sína á lík- an hátt og í almennu fjárhagsbókhaldi. Hollustuvernd ríkis- ins annast gerð leið- beininga fyrir fyrir- tæki og birtingu skýrslna um grænt bókhald, en gert er ráð fyr- ir að þær verði aðgengilegar al- menningi. Með því er jafnframt viðurkennt að almenningur eigi rétt á upplýsingum af þessu tagi og opinber birting upplýsinga ætti einnig að vera fyrirtækjum enn meiri hvati en ella til að standa sig. Grænt bókhald eykur hagnað Grænt bókhald hefur í för með sér einhvern kostnað fyrir þau fyr- irtæki sem færa það. Ávinning- urinn fyrst í stað er einkum fólg- inn í betri ímynd og betri skilningi almennings á starfseminni. Reynslan sýnir hins vegar að raunverulegur kostnaður við grænt bókhald er oft minni en bú- ist var við. Ástæðan er sú, að með betra yfirliti yfir efnisbúskap fyr- irtækja sjá stjórnendur og starfs- menn þeirra oft nýjar leiðir til að draga úr sóun efnis og fjár. Mörg dæmi eru þess að grænt bókhald hafi því aukið hagnað fyrirtækja. Fyrst um sinn verða stærri fyr- irtæki, s.s. málmbræðslur, sorp- stöðvar og fiskimjölsverksmiðjur skyldug til að færa grænt bókhald. Mörg fyrirtæki á Íslandi flokkast hins vegar sem lítil eða meðalstór og þau ættu einnig að sjá sér hag í að færa grænt bókhald. Umhverfisstjórnkerfi smærri fyrirtækja Íslensk fyrirtæki eru að mörgu leyti eftirbátar fyrirtækja í Evr- ópu í umhverfismálum, samkvæmt úttekt Guðjóns Jónssonar efna- verkfræðings, sem kynnt var á Umhverfisþingi í janúar á þessu ári. Aðeins tvö íslensk fyrirtæki – ÍSAL og Borgarplast hf. – hafa vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14.001 staðli og tvö fyr- Grænt bókhald – ný- mæli í umhverfisvernd Siv Friðleifsdóttir Umhverfismál Í nýsamþykktum lögum eru starfsleyfisskyld fyrirtæki – þ.e. stærri fyrirtæki, segir Siv Friðleifsdóttir, skyldug til að færa grænt bókhald. A llt frá því að George Orwell skrifaði framtíðarhryllinn 1984 fyrir rúmri hálfri öld hefur ugg sett að fólki í hvert sinn sem ýjað er að því að einhvers konar Stóri bróðir fylgist með. Tilvist Stóra bróður hefur hins vegar aldrei sannast á Vesturlöndum ólíkt því sem gerðist í mörgum ríkjum undir kommúnismanum. Nú hef- ur hann hins vegar fengið nafn og þótt enn hafi engar sannanir fengist fyrir tilvist hans lýsti fjöl- menn nefnd Evrópuþingsins því yfir fyrr í vikunni að allt benti til þess að Stóri bróðir væri til. Hann hefur reyndar fengið nýtt nafn, kallast nú Echelon og á rætur að rekja til bandarískra leyniþjónustna. Afar lítið er í raun vitað um tilkomu kerfisins og tilvist, þótt evrópskir frétta- menn þreytist ekki á að tína til sérfræðinga sem tjá sig um Echelon í fullvissu þess að það sé til og allnokkrar skýrslur hafi verið skrifaðar um það. Eftir því sem næst verður komist er Echelon að minnsta kosti tuttugu ára gamalt og að grunni til bandarískt, þótt Kan- adamenn, Bretar, Ástralar og Ný-Sjálendingar taki einnig þátt í því. Kerfið tengist einkum bandarísku þjóðaröryggisstofn- uninni NSA sem aðdáendur bandarískra spennumynda ættu að þekkja. Þrátt fyrir nafnið, sem vísar til skipunar í herfylki, tengist Echelon ekki hernaði, heldur óbreyttum borgurum og fyrirtækjum. Echelon snýst einkum og sér í lagi um hleranir á símtölum, tölvupósti og föxum. Er fullyrt í einni af Echelon-skýrslunum að leyniþjónustur aðildarlandanna hafi fyrir löngu byggt njósna- kerfið inn í fjarskiptakerfi með leyfi símfyrirtækja. Með aðgangi að gervihnöttum, sæstrengjum og svo auðvitað Netinu sé eins auðvelt að lesa eða hlusta á sam- skipti og fyrir póstinn að lesa póstkortin sem hann ber út. Sagt er að alls séu um 120 gervi- hnattakerfi til sem safni upplýs- ingum. Echelon er sagt notast við ým- iss konar orðabækur, raddgreina og orðalista og lengi hefur verið á sveimi sú fullyrðing fyrrver- andi njósnara að til sé kerfi sem sé svo þróað að það geti sjálf- krafa leitað að ákveðnum orðum. Því fer þó fjarri að sérfræðingar séu sammála um það þótt allir viðurkenni að tilraunir til að þróa slíkt kerfi hafi staðið í líklega þrjá áratugi. Kerfið hlerar samskipti ákveð- ins fólks, fyrirtækja og stofnana. Það fer í gegnum gríðarlegan fjölda upplýsinga og síar út fyr- irfram ákveðnar upplýsingar, sem ekki er að fullu ljóst hvernig eru nýttar þótt fullyrt sé að njósnirnar beinist einkum að fyr- irtækjum. Uppi eru ásakanir um að Echelon hafi verið nýtt til að koma evrópskum fyrirtækjum í samkeppni við bandarísk í koll með því að afhenda eða selja bandarísku keppinautunum iðn- aðarleyndarmál. M.a. er talið að Airbus hafi misst gríðarstóran samning í hendur Boeing- verksmiðjanna vegna þessa. Fyrir vikið eru æ fleiri fyr- irtæki farin að dulkóða upplýs- ingar sem sendar eru í tölvupósti og gæta að sér þegar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar eru annars vegar. Hefur orðið alger spreng- ing í dulkóðun upplýsinga allra síðustu ár, og nú í ár í Dan- mörku. Þingmenn um alla Evr- ópu hafa ítrekað krafið stjórn- völd í löndum sínum um upplýsingar en svörin hafa verið loðin og að jafnaði þau að stjórn- völd hafi enga vitneskju um Echelon aðra en þá sem sé að fá í fjölmiðlum. Almenningur hins vegar hryll- ir sig og veit ekki alveg hvernig á að bregðast við. Rétt eins og fólki finnist tilhugsunin um að vera kunni að einhver sé að hlusta eða lesa það sem frá því fari svo óraunveruleg að það geti ekki hugsað hana til enda. En ef menn leiða hugann að öllum þeim möguleikum sem nú þegar eru fyrir hendi til að safna upp- lýsingum um hvern og einn fer ekki hjá því að hrollur fari um þá. Það er margsannað mál að hægt er að fylgjast af mikilli ná- kvæmni með ferðum farsímaeig- anda meðan kveikt er á síman- um, hvort sem verið er að tala eða ekki. Nýverið krafðist danska lögreglan þess að síma- fyrirtækin tækju saman og legðu fram upplýsingar um alla þá far- símanotendur sem verið hefðu innan við einn km frá þeim stað þar sem alvarlegur glæpur var framinn á klukkutíma tímabili. Þeir reyndust skipta þúsundum. Upplýsingarnar voru auðfengn- ar. Greiðslukortin gefa æ meiri upplýsingar um notendur sína og kortleggja kaupvenjur þeirra og ferðir. Það gerir Netið einnig, fyrirtæki sem einu sinni hefur verið skipt við á Netinu senda neytendum sjálfkrafa upplýs- ingar um nýjungar svipaðar þeim sem fest voru kaup á í upphafi. Neytandinn hefur enga stjórn á hvaða fyrirtæki komast yfir upp- lýsingar um viðskipti á Netinu, sem ganga kaupum og sölum. Smartkortin sem eiga að vera á næsta leiti geta innihaldið ótrú- legt magn upplýsinga, t.d. allar læknaskýrslur um viðkomandi. Ein ástæða þess að ekki er enn hægt að framkvæma banka- viðskipti í gegnum farsíma er sú að slíkir gagnaflutningar eru svo hriplekir að hver sem býr yfir þokkalegri tækniþekkingu og búnaði getur komist yfir þær. Lögreglan í New York er nú að taka í notkun fartölvur sem eru á stærð við friðþjófa en hægt er að nota þær til að fletta fólki upp og kanna afbrotaferil þess úti á götu. Hún hefur nú þegar handtekið mann grunaðan um þrjú morð en hann var tekinn við drykkju á almannafæri. Þetta er sjálfsagt allt gott og blessað og stuðlar vafalaust að betri heimi. En hvers vegna rennur þá svona mörgum kalt vatn milli skinns og hörunds? Það skyldi þó aldrei vera að verið hafi sannleikskorn í framtíð- artryllunum, að tæknin sé að fara fram úr okkur? Og það versta er að við því er líklega ekkert að gera. Er Stóri bróðir til? Echelon-njósnakerfið hlerar símtöl, les tölvupóst og föx og er notað gegn fyr- irtækjum og óbreyttum borgurum. VIÐHORF Eftir Urði Gunnarsdóttur urdur@mbl.is MANSTU hversu sársaukafullt það get- ur verið að reka höf- uðið í. Oft myndast kúlur á höfðinu sem minna okkur á árekst- urinn í nokkra daga. Við reynum svo að forðast sams konar árekstur í framtíðinni. En þegar við rekumst á ósýnilegar fyrirstöð- ur erum við í meiri vanda, það er nefni- lega svo erfitt að forð- ast þær. Stundum hef- ur verið talað um glerþak, gjarnan not- að um þær fyrirstöður og skorður sem konum eru settar í stjórnmálum og annars staðar í þjóðfélaginu. Allar konur sem eitt- hvað hafa látið reyna á mörk milli þess sem kynin mega og eiga að gera hafa rekið sig á þetta glerþak. Tvær athyglisverðar fyrir- spurnir til forsætisráðherra Á yfirstandandi þingi hefur for- sætisráðherra fengið og svarað tveimur fyrirspurnum um skipan í nefndir og ráð á vegum ríkisins. Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á Norðurlandi eystra, spurði um skiptingu nefndamanna eftir búsetu. Í svari forsætisráðherra (sjá: http:// www.althingi.is/altext/126/ s/0339.html) kemur í ljós að mis- vægi er umtalsvert á milli lands- hluta. Höfuðborgin sker sig úr en þaðan eru um 34% fleiri nefndar- menn en eðlilegt má teljast miðað við íbúafjölda. Fulltrúar Reykja- ness eru í sæmilegu samræmi við fjölda íbúa. Önnur kjördæmi búa svo við það að fá ekki að koma að stefnumótun og ákvarðanatöku til jafns við aðra. Og ennþá eru ein- hverjir hissa á því að fólk utan höf- uðborgarinnar sé orðið langþreytt á að fá að heyra og finna að það er álitið annars flokks borgarar. Hvernig væri að opna augun? Sjá þetta ekki allir sem vilja sjá? Hólmfríður Sveins- dóttir og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdótt- ir, þingkonur Sam- fylkingarinnar, spurðu forsætisráð- herra um hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum á vegum ríkisins. Í svari for- sætisráðherra (sjá: http://www.althingi.is/ altext/126/ s/0339.html) kemur fram að af þeim 4.087 einstaklingum sem sitja eða setið hafa í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum rík- isins á sl. ári eru 1.082 konur og 3.005 karlar. Hlutfall kvenna er því 26,5%. Hvernig getur fólk talið sér trú um að hér ríki jafnrétti þegar ein- ungis 26,5% nefndarmanna eru konur? Og hvaða rökleysa er það að segja að reynt sé að gæta jafn- ræðis varðandi búsetu við val á fólki í nefndir þegar t.d. einungis 5% nefndamanna koma af Norður- landi eystra þar sem 9,6% Íslend- inga búa? Þegar þessar tvær staðreyndir, og tölurnar sem þær byggjast á, eru skoðaðar samtímis kemur líka í ljós að konur á Norðurlandi eystra, sem eru um 4,6% landsmanna, eru einungis 0,98% nefndarmanna meðan karlar í Reykjavík, sem eru 19,2% landsmanna, eru 38,9% nefndarmanna. Þannig er eitt nefndarsæti á hverja 34,2 karla í Reykjavík á meðan 326,7 konur á Norðurlandi eystra standa á bak við hverja nefndarkonu. Í svari forsætisráðherra til Hólmfríðar og Ástu er bent á að í mörgum tilvikum er svo staðið að skipan í nefndir, ráð og stjórnir að flestir hljóta skipan samkvæmt til- nefningu þriðja aðila ellegar eru kosnir til slíkrar setu. Af þessu má skilja að ráðuneytin sitji bara uppi með nefndaskipan sem er eins og þessar tölur sýna. Þetta þykir mér frekar þunn afsökun. Ef raunveru- legur vilji er til þess að breyta þessu þá þarf auðvitað að finna leiðir til þess. Að sjálfsögðu breyt- ist ekkert ef fólk situr bara með hendur í skauti og bíður eftir að kraftaverkin gerist. Hér er að- gerða þörf. Hvað hefur verið gert til að breyta þessu? Vægi atkvæða – vægi fólks Auðvitað veit ég að mörgum mun þykja lítið til þessara staðreynda koma og jafnvel finnst einhverjum að þeim komi þetta hreint ekkert við. Þeim hinum sömu vil ég benda á að Ísland er útnári í samfélagi þjóðanna. Við erum fámenn og bú- um afskekkt. Þrátt fyrir það viljum við hafa sömu möguleika og aðrir til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Þá sættum við okkur ekki við að vera neinar hornkerl- ingar. Við Íslendingar tökum þátt í norrænu samstarfi. Þar ætlumst við til að fá fulltrúa í margvíslegum nefndum og ráðum. Þar höfum við oft einn fulltrúa af fimm, eða 20%, þrátt fyrir að vera einungis um 1,1% íbúa Norðurlanda. Kostnað- Með kúlur á höfðinu Kristín Sigursveinsdóttir Jafnrétti Lögum samkvæmt skal ríkisvaldið ekki mismuna þegnunum eftir kyni og búsetu, segir Kristín Sigursveinsdóttir. Ég fer bara fram á að þeim lögum sé fylgt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.