Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 37 EINA ferðina enn er færð á hvíta tjaldið unglingamynd gerð eftir Shakespeare-leikriti og nú er það Draumur á Jónsmessu. En þannig er nefnilega mál með vexti að hann Berke hefur allt frá æsku verið ástfanginn af henni Allison sinni. Hún segir honum hins vegar upp fyrir aðaltöffarann í skólanum en þau tvö fara með aðalhlutverkin í söngleikjauppfærslu leikfélags skólans á þessu mæta verki. Í ör- væntingu sinni leitast Berke eftir að fá eitt hlutverkanna og hin elskulega Kelly hjálpar honum við undirbúninginn. Henni líst bara vel á Berke sem sér ekkert nema Allison. Í þessari mynd er reyndar breytt út af venju hinnar algerlega formúlubundnu unglingamyndar með ýmsum frumlegum atvikum og jafnvel öðruvísi persónusköpun, en það hittir því miður ekki í mark vegna almennrar smekkleysu sem ríkir í myndinni. Myndin er hins vegar algerlega einföld þar sem allt snýst um Berke og ástsýki hans og við vit- um hvernig það fer. Verst er hversu erfitt er að fá samúð með honum því hann er í mesta lagi húmorslaus og laus við allan sjarma. Þegar líða tekur á mynd- ina verður maður heldur óþolin- móður að hann sjái ekki yndis- þokka Kellyar, sérstaklega þar sem Allison og allar hinar persón- ur myndarinnar eru öll hálfgerð fífl. Leikstjóri leiksýningarinnar er einn af þeim, en hinn ágæti Martin Short leikur hann og er vægast sagt leiðinlegur og yfir- máta ýktur, í stíl við aulahúmor myndarinnar. Maður hefði nú haldið að hann og Kirsten Dunst hefðu getað valið sér aðeins betri verkefni, en... KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n Leiktjórn: Tommy O’Haver. Handrit: R. Lee Fleming Jr. Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Ben Foster, Melissa Sagemiller, Sisqo og Martin Short. 87 mín. Miramax 2001. GET OVER IT  Smekklaus ástsýki Hildur Loftsdótt ir Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Elíasar B. Halldórsson- ar í Listasetrinu Kirkjuhvoli lýkur á mánudag. Þar sýnir Elías yfir fimmtíu olíumálverk. Listasetrið er opið frá kl. 15–18. Sýningu lýkur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.