Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 37
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 37
EINA ferðina enn er færð á
hvíta tjaldið unglingamynd gerð
eftir Shakespeare-leikriti og nú er
það Draumur á Jónsmessu. En
þannig er nefnilega mál með vexti
að hann Berke hefur allt frá æsku
verið ástfanginn af henni Allison
sinni. Hún segir honum hins vegar
upp fyrir aðaltöffarann í skólanum
en þau tvö fara með aðalhlutverkin
í söngleikjauppfærslu leikfélags
skólans á þessu mæta verki. Í ör-
væntingu sinni leitast Berke eftir
að fá eitt hlutverkanna og hin
elskulega Kelly hjálpar honum við
undirbúninginn. Henni líst bara
vel á Berke sem sér ekkert nema
Allison.
Í þessari mynd er reyndar
breytt út af venju hinnar algerlega
formúlubundnu unglingamyndar
með ýmsum frumlegum atvikum
og jafnvel öðruvísi persónusköpun,
en það hittir því miður ekki í mark
vegna almennrar smekkleysu sem
ríkir í myndinni.
Myndin er hins vegar algerlega
einföld þar sem allt snýst um
Berke og ástsýki hans og við vit-
um hvernig það fer. Verst er
hversu erfitt er að fá samúð með
honum því hann er í mesta lagi
húmorslaus og laus við allan
sjarma. Þegar líða tekur á mynd-
ina verður maður heldur óþolin-
móður að hann sjái ekki yndis-
þokka Kellyar, sérstaklega þar
sem Allison og allar hinar persón-
ur myndarinnar eru öll hálfgerð
fífl. Leikstjóri leiksýningarinnar
er einn af þeim, en hinn ágæti
Martin Short leikur hann og er
vægast sagt leiðinlegur og yfir-
máta ýktur, í stíl við aulahúmor
myndarinnar. Maður hefði nú
haldið að hann og Kirsten Dunst
hefðu getað valið sér aðeins betri
verkefni, en...
KVIKMYNDIR
R e g n b o g i n n
Leiktjórn: Tommy O’Haver.
Handrit: R. Lee Fleming Jr.
Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Ben
Foster, Melissa Sagemiller, Sisqo
og Martin Short. 87 mín.
Miramax 2001.
GET OVER IT
Smekklaus
ástsýki
Hildur Loftsdótt ir
Listasetrið Kirkjuhvoli,
Akranesi
Sýningu Elíasar B. Halldórsson-
ar í Listasetrinu Kirkjuhvoli lýkur
á mánudag. Þar sýnir Elías yfir
fimmtíu olíumálverk.
Listasetrið er opið frá kl. 15–18.
Sýningu lýkur
♦ ♦ ♦