Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 31 FYRIR okkur Dani á miðjum aldri er varla til neitt danskara en verkamannamenningin sem var til þangað til um 1965. Þetta var mjög fjölmenn stétt iðnaðarmanna, þokka- lega vel stætt fólk sem var lítið skólagengið og mótaði sínar hefðir. „Kolonihaverne“, litlir sumarbústaðir, oft í mjög frumlegum stíl, eru hluti af þessu. Ann- að eru karlakórarnir sem er viðfangsefni þessarar greinar. Hvítasunnan er sam- kvæmt danskri hefð upphaf sumars- ins. Á hvítasunnu tóku menn fram sumarfötin eða fengu sér ný, og helst ætti maður að fara eldsnemma á fætur, fara út í náttúruna og sjá „hvítasunnusólina dansa“ á sjón- deildarhringnum eins og hún er sögð gera við sólarupprás. Náttúra er auðvitað afstætt hugtak, og fyrir borgarbúa Kaupmannahafnar var almenningsgarðurinn Søndermar- ken milli Carlsberg og Dýragarðsins á Friðriksberg náttúra. Það er sá kostur við staðinn að þar eru nokkr- ar alþýðuveitingastofur, De Små Haver, sem eru vel þess virði að heim- sækja enn þann dag í dag. Hér á eftir fer þýð- ing á ræðu formanns Karlakórsins Morgun- roðans í tilefni af væntanlegri hvíta- sunnuferð félaganna í Søndermarken. Ræð- an er samin af danska pistlahöfundinum StormP og reyndar 1915 en það rýrir ekki gildi hennar; hún er orðin sígild: Herrar mínir. Þegar ég tek til máls þá er það ekki af því að ég ætla að taka til máls – en þá er það af því að – eh – ég tek – eh – til máls, og það er til þess að víta smávegis hann tenór Hólm. Ég fyrir mitt leyti hef ekkert út á manninn að setja – í heild sinni – en þegar kórfélagi kem- ur ekki á æfingu hvað eftir annað í strikklotu, þá verð ég sem formaður að leggja orð í belg. – Nú hérna á þriðjudaginn var áttum við að æfa „Það byrjar svo létt yfir bylgjurnar bláar“, og svo kom tenór Hólm ekki – og allt lagið er einsöngur – ten- óreinsöngur – með hummandi bak- raddir – er það nú vit? Allir humm- ararnir komu. – Þetta kostaði félagið 150 bjóra – og að venju datt ég líka í það. Nei, segi ég: Við verð- um að finna annað félagsheimili – þar sem ekki eru tröppur. Það er ekkert vit í því að þegar félagarnir eru búnir að syngja heilt kvöld og eru vel þreyttir – að þeir eiga þá að rúlla niður tröppur þegar þeir fara heim til sín. Með hjólreiðahúfu og á felgunni En snúum okkur nú að efninu sem er á dagskrá og þar ætla ég að til- kynna herrunum mínum að á hvíta- sunnudag mætum við að venju á Hringtorg Friðriksbergs og syngj- um „Nú glóir morgunroðinn og fugl- ar kvaka í trjánum“ og þegar það er búið þá göngum við í skrúðgöngu niður Pileallé að Søndermarken. – Hér verð ég að skjóta inn orði: Þeir herra minna sem eiga ekki pípuhatt eiga að vera með hvítar derhúfur og ekki eins og Larsen litli sem kom síðast með hjólreiðahúfu og á felg- unni. – Ef einhver er kominn svo snemma á fætur að hann er þegar léttkenndur ætla ég að biðja hann um að halda aðeins aftur af sér. Það er nógur tími til að skemmta okkur seinna. – Og svo hef ég hugsað mér að Nikolaisen eigi bara að bera fán- ann og ekki syngja líka – hann á það til að missa taktinn. – Og svo viljum við ekki að kerlingarnar séu með í skrúðgöngunni – nei, þær líta allt of mismunandi út. – Þær eiga að fara á undan með nestiskörfurnar og al- mennt láta lítið á sér bera. Og svo ætla ég biðja herrana mína eindregið um að vera ekki að opna bjórflöskur þegar sunginn er ein- söngur – eins og Bassi-Hansen sem eyðilagði alla Gralssöguna í fyrra. – Ég mun senda tenór Hólm sérstakt bréfkort þessa efnis. – Við gætum líka kosið tvo trúnaðarmenn til að gæta bjórkassanna – ef einhver treystir sér til þess. Það má aðeins afhenda tvo bjóra á mann – á kort- érs fresti. Ef hann man dónasöguna Þegar við erum búnir að syngja, þá verður dúkað á grasinu og að venju – étum við, sem sé. Frú Mikk- elsen og Bauli Møller ætla að dansa tangó og ég verð að biðja þá herra mína – í heild sinni – eindregið um að reyna ekki að taka þátt í því. Hver sem vill getur fengið að koma fram ef hann snýr sér fyrst til mín eða gjaldkerans – það er líka ég. Og Larsen litli getur fengið að segja dónasöguna sem hann er vanur að segja þegar við höldum veislu – ef Larsen – í heild sinni – man hana. Minnið er yfirleitt svolítið gloppótt hjá honum á því stigi veislunnar. – Never mind, það verður hans mál. Og að lokum ætla ég að minna herrana mína á að koma sér út úr garðinum áður en honum er lokað. Það lítur ekki vel út ef við skríðum yfir girðinguna – og það er alveg ferlegt að koma kerlingunum og barnavögnunum yfir á eftir. – En það bjargast – ég mun sjá til þess. Og ef einhverjir herra minna ætla að fara að slást þá er betra að þeir fari aðeins afsíðis. Það truflar nefni- lega alltaf skemmtunina þegar aðrir eru í blindingsleik. Herrar mínir, við sjáumst á Hringtorginu – í heild okkar – pípu- hattar eða hvítar derhúfur og ekkert kennderí í byrjun. – Og hvar er svo bjórinn minn? Karlakórinn Morgun- roðinn á hvítasunnu Í tilefni af alþjóðlegu tungumálaári birtir Morgunblaðið greinar tengdar hin- um ýmsu tungumálum. Hér rifjar Pétur Rasmussen upp ræðu sem flutt var í tilefni af hvítasunnuferð danska karlakórsins Morgunroðans árið 1915. Grein- ar þessar eru birtar í samvinnu við Stíl, samtök tungumálakennara. Pétur Rasmussen Höfundur er dönskukennari við Menntaskólann við Sund. NÚ SÍÐLA vetrar gaf Körfu- knattleikssamband Íslands út bókina Leikni framar líkamsburðum, saga körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld. Tilefni útgáfu bókarinnar er 40 ára afmæli Körfuknattleikssambandsins 29. janúar 2001 og rúmlega 50 ára saga körfuknattleiks á Íslandi. Í bók- inni er þessi saga rakin á rúmlega 400 blaðsíðum. Skapti Hallgrímsson blaðamaður skrásetti söguna. Á upphafssíðum bókarinnar grein- ir höfundur stuttlega frá því hvernig leikurinn varð til og þróaðist í litlum bæ, Springfield í Massachusetts, og frá föður leiksins, James Naismith. Eftir það flyst sjónarsviðið til Íslands og er saga körfuknattleiksins hér á landi rakin frá 1950 til dagsins í dag. Uppsetning bókarinnar ber keim af um 20 ára reynslu Skapta sem blaðamaður, þar sem sagan er sögð í stuttum greinum um ákveðna atburði keimlíkt því sem íþróttaunnendur eiga að venjast á íþróttasíðum dag- blaðanna. Textinn hrár, einfaldur og skýr. Þannig er bæði sagt frá ein- stökum uppákomum eða leikjum og birtar eru stuttar frásagnir eða viðtöl við þá sem hafa haft áhrif á söguna með einum eða öðrum hætti. Þessi frásagnarstíll fer efninu vel, en gerir það hins vegar að verkum að umræða um afmörkuð atvik eða leiki verður hvergi djúp né ítarleg. Bókin gefur þó mjög góða yfirsýn yfir þróun leiksins á Íslandi og ítarleg atriðis- orðaskrá og ágætt skipulag gerir hana þægilega og skemmtilega sem uppflettirit. Sérstaklega er áhuga- vert að lesa umfjöllun og skoða myndir af frumherjum og upphafs- mönnum körfuknattleiksins á Íslandi og útbreiðslu íþróttar- innar um landið. Þar er greinilegt að höf- undur hefur lagt mikla vinnu í gagnasöfnun sem vel hefur tekist. Bókin er ríkulega skreytt myndum sem falla vel að efninu. Flestar myndir hafa þó eðlilega komið fram áður á síðum dagblað- anna en rifja upp skemmtilegar minn- ingar, t.d. ógleyman- leg mynd af því er „Trukkurinn“, Curtis Carter, heilsaði heldur hraustlega upp á Jimmy Rogers. Ólíkt því sem lesendur eiga að venjast á íþróttasíðum dagblaðanna er hlutur kvenna nokkuð mikill í bók- inni og í eðlilegu hlutfalli við fjölda þátttakenda, sem er vel. Sögunni er skipt í kafla eftir ára- tugum, en skil milli áratuga mættu vera skýrari og jafnvel mætti fylgja fyrirsögn eða inngangur sem væri lýsandi fyrir leikinn á þeim áratug. Þá er köfl- unum ekki skipt nánar niður eftir leiktímabil- um, þannig að ekki er í öllum tilvikum auðséð hvenær tiltekinn at- burður átti sér stað. Þannig mætti t.d. vera fljótlegra að finna um- fjöllun um meistara til- tekins tímabils. Í lok ritsins er góð samantekt yfir ýmis atriði, svo sem stjórnir KKÍ, Íslands- meistara og meistara allra móta í öllum ald- urshópum, úrslit lands- leikja og landsliðsmenn, líkt og fram kemur í mótabók Körfu- knattleikssambandsins ár hvert. Samantekt um tölfræði leiksins er hvergi að finna með aðgengilegum hætti, t.d. um hverjir skoruðu flest stig, tóku flest fráköst eða áttu flest- ar stoðsendingar á tilteknu tímabili eða samanlagt. Þessi tölfræði hefur þó verið skráð betur og lengur í körfuknattleik en í öðrum knattleikj- um hérlendis. Einnig hefði verið áhugavert að kafa dýpra í einstök at- vik, einvígi eða leiki með greiningu eða viðtölum við leikmenn, þjálfara eða aðra þá sem áttu hlut að máli. En oftast nær þó höfundur að gera at- hygliverðum atburðum ágætlega skil. Í heild er bókin hin glæsilegasta, mjög vandaður frágangur og umbrot, sem gerir hana sérlega eigulega. Bókin er bæði áhugaverð samantekt og skemmtilegt upprifjunarhefti fyr- ir þá sem hafa fylgst með íslenskum körfuknattleik um áraraðir. Ekki er ritið síður fróðlegt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu eða önnur skref á körfuboltavellinum. Í henni geta þeir með aðgengilegum hætti kynnst rót- um, uppruna og þroskastigum leiks- ins, forsprökkum, gömlum kempum og hetjum og litríkri sögu þeirra sem ruddu veginn að þeim útbreidda leik sem við þekkjum í dag. Í heild eiga höfundur og körfu- knattleikssambandið mikið hrós skil- ið fyrir sérstaklega glæsilegt rit. Saga körfuboltaleiksins BÆKUR Í þ r ó t t a s a g a – saga körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld. Skapti Hallgrímsson skráði. LEIKNI FRAMAR LÍKAMSBURÐUM Skapti Hallgrímsson Sval i H. Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.