Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 43
irtæki – Sápugerðin Frigg og Prentsmiðjan Hjá Guðjón Ó – hafa fengið norræna umhverfismerkið samþykkt fyrir framleiðsluvörur og -ferli. Ýmsar ástæður eru fyrir þessu, s.s. að íslensk fyrirtæki eru smá á evrópska vísu og því hlut- fallslega dýrt að fá alþjóðlega við- urkennda vottun og hér er tiltölu- lega lítið um mengandi iðnað. Til þess að koma til móts við smærri fyrirtæki, skrifuðu um- hverfisráðuneytið og Samtök iðn- aðarins undir samning við Land- mat ehf. og Iðntæknistofnun um að setja upp umhverfisstjórnkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem yrði aðgengilegt á Netinu. Vonast er til að það verði tilbúið á næsta ári og að framsækin fyr- irtæki nýti sér þá möguleika sem kerfið mun bjóða upp á. Athygli manna beinist víðar í samfélaginu að umhverfismálum fyrirtækja, því á dögunum var kynnt leiðbeining- arritið Umhverfis- og öryggis- stjórnunarkerfi fyrir lítil og með- alstór fyrirtæki. Það var þróað í samstarfi Hönnunar hf. og IMPRU, þjónustustöð frumkvöðla og fyrirtækja, með stuðningi Ný- sköpunarsjóðs. Það eru mörg merki um að við- horf íslenskra fyrirtækja til um- hverfismála sé að breytast og Guð- jón Jónsson spáir því í úttekt sinni, að í lok þessa áratugar muni fjöldi íslenskra fyrirtækja sem vottuð eru skv. viðurkenndum um- hverfisstöðlum margfaldast. Það er von mín að lögfesting ákvæða um grænt bókhald og að- gengilegt umhverfisstjórnkerfi lít- illa og meðalstórra fyrirtækja á Netinu, verði til að hraða enn frek- ar þeirri jákvæðu þróun sem nú á sér stað í íslensku atvinnulífi í þá átt, að aðlaga framleiðslu og auð- sköpunkröfum um vernd umhverf- isins. Höfundur er umhverfisráðherra. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 43 UPPLÝSINGAR um skaðleg áhrif tób- aksreykinga hafa hlaðist upp á síðustu árum. Þannig er ljóst m.a. frá Hóprannsókn Hjartaverndar:  Árlega deyja nær 400 Íslendingar af sjúkdómum sem rekja má til reyk- inga, hjarta- og æðasjúkdómum, lungnasjúkdómum og krabbameini.  Þriðja hvert dauðs- fall á Íslandi í ald- urshópi 35-69 ára má tengja reyking- um.  Að reykja einn pakka af sígar- ettum á dag tvö- til þrefaldar áhættu karla á að fá kransæða- sjúkdóm og áhætta reykinga- kvenna eykst jafnvel enn meira.  Fertugur einstaklingur sem heldur áfram að reykja á það á hættu að lifa allt að 10 árum skemur en fertugur einstakling- ur sem hættir að reykja. Góðu fréttirnar eru því þær að með því að hætta að reykja má snúa þessari þróun við. Þannig er aldrei of seint að hætta að reykja. Það borgar sig alltaf! Rannsóknir hafa nú leitt í ljós hvar og hvernig nikótínið í tóbaksreyknum verk- ar sem fíkniefni á ákveðnar heilastöðv- ar. Í tóbaksreyknum eru auk þess fjölmörg efnasambönd sem valda þeim sjúkdóm- um sem reykingum tengjast. Það er því öllum ljóst að það að losa sig undan tóbaksfíkn- inni er alls ekki auðvelt. Hins veg- ar er heilbrigðisstarfsfólk nú mun betur að sér en áður í því að leið- beina reykingafólki að hætta reyk- ingum. Jafnframt eru nú á boð- stólum lyf sem unnt er að nota í baráttunni við tóbaksfíknina. Þann lyfjakostnað verður viðkomandi einstaklingur að greiða eins og málum er nú háttað. Ef sá kostn- aður er hindrandi þáttur fyrir ein- staklinga sem vilja hætta reyking- um er vissulega vert fyrir heilbrigðis- og tryggingakerfið að íhuga á hvern hátt það geti komið til móts við þessa einstaklinga. Í dag reykja 25-30% fullorðinna Íslendinga og enda þótt sú pró- senta fari hægt og sígandi lækk- andi er þetta enn ógnvekjandi stór hópur. Færa má rök fyrir því að sjúk- dómar sem rekja má til reykinga að talsverðu leyti, svo sem hjarta- og æðasjúkdómar, lungnasjúkdóm- ar og ýmsar gerðir krabbameina, séu í heild sinni dýrasti sjúkdóm- urinn fyrir heilbrigðiskerfið í dag. Það hlýtur því að margborga sig fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfé- lagið að koma sem flestum undan þessari fíkn. Ef tóbakið væri að koma á markað nú í fyrsta sinn fengist það aldrei samþykkt til sölu vegna margsannaðra tilrauna, sem sýnt hafa fram á reykingar sem or- sök fyrir margháttuðum alvarleg- um sjúkdómum. Þetta eiturefni hefur villst inn í vísitölugrunn heimilanna á Vesturlöndum á með- an skaðsemi þess var ekki ljós og virðist stjórnmálamönnum ómögu- legt að taka það út úr þeim grunni aftur! Að sjálfsögðu skiptir mestu máli að halda æskunni frá þessum skað- valdi með öllum hugsanlegum ráð- um. Forvarnir gegn reykingum og meðferð tóbaksfíknar hlýtur því að vera eitt helsta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins. Ekkert minna en þjóðarátak virðist nauðsynlegt til að minnka þessa vá. Dýrasti sjúkdómurinn Gunnar Sigurðsson Tóbaksreykingar Forvarnir gegn reyk- ingum, segir Gunnar Sigurðsson, og meðferð tóbaksfíknar hlýtur að vera eitt helsta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins. Höfundur er læknir, formaður stjórnar Hjartaverndar og á sæti í Tóbaksvarnarnefnd. urinn af norrænni samvinnu er aft- ur á móti greiddur nokkurn veginn í hlutfalli við íbúafjölda. Ætli myndi ekki heyrast í okkur ef ákvarðanir um norræna samvinnu og hlut okkar þar væru að mestu teknar án samráðs við okkur af fulltrúum Dana og Svía? Mikið hefur verið rætt um at- kvæðavægi og stefnt að jöfnun þess. Samþykktar hafa verið breyt- ingar á kjördæmaskipan sem draga eiga úr misvægi atkvæða. Gott mál. En þá verður líka að skoða þætti eins og þá sem ég hef nefnt hér, vægi fólks eftir kynferði og búsetu. Um þetta fáum við ekki að kjósa. Þarna eru það aðrir sem úthluta okkur aðgangi að ákvarð- anatöku. Það hlýtur að vera jafn- sjálfsagt að þar höfum við öll sama vægi. Lögum samkvæmt skal ríkis- valdið ekki mismuna þegnunum eftir kyni og búsetu. Ég fer bara fram á að þeim lögum sé fylgt. Eftir því sem árin líða harðna ég í afstöðu minni til misréttis kynjanna og reyndar misréttis landshlutanna líka. Hæfileikar, frumkvæði, framtakssemi og metn- aður duga konum mun skemmra en körlum. Þegar við bætist búsetu- fasismi þá getur maður, þ.e. kona, ekki búist við að hafa réttlátan að- gang að ákvarðanatöku í samfélag- inu. Meðan ástandið er svona er tómt mál að tala um að hér ríki raun- verulegt lýðræði. Þau eru mörg glerþökin. Höfundur er iðjuþjálfi, búsettur á Akureyri. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.