Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 45 Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstökum brautum eru á heimasíðu. Borgarholtsskóli v/Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 1701. Heimasíða: www.bhs.is Borgarholtsskóli framhaldsskóli í Grafarvogi Innritun nýnema vorið 2001 fer fram í skólanum 5.-8. júní kl. 11-18 Í boði eru eftirtaldar námsbrautir: Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut: Áhersla á félags- og hugvísindi. Góður grunnur að háskólanámi í félags-, uppeldis- og umönnunargreinum. Náttúrufræðibraut: Áhersla á stærð-, eðlis-, efna- og líffræði. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði, læknisfræði o.fl. greinum. Tungumálabraut: Fjögur erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Starfsnám Félagsliðabraut: Fagnám fyrir störf í félagsþjónustu- og uppeldisstofnunum með áherslu á sálfræði, uppeldi, umönnun og fatlanir. Upplýsinga- Fagnám fyrir störf á fjölmiðlum og við upplýsingamiðlun og fjölmiðlabraut: í stofnunum og fyrirtækjum með áherslu á fjölmiðlatækni og vefsmíði. Verslunarbraut: Fagnám fyrir störf í verslun- og viðskiptum með áherslu á rekstur, fjármál, tölvur og viðskipti. Iðnám Bíliðnir: Réttindi til starfa í bíliðngreinum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Málmiðnir Réttindi til starfa í málmiðnum og pípulögnum að loknu og pípulagnir: sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Listnám Margmiðlunarhönnun: Listir og menning, myndvinnsla og margmiðlunarverk- stæði. Góður grunnur að námi í listaháskólum. Almenn námsbraut Almenn námsb. I og II: Nám fyrir þá sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á ofan- greindar námsbrautir eða eru óákveðnir. UM ALLLANGT skeið hefur það þótt klókt áróðursbragð í markaðssetningu að hampa ímynd lands og þjóðar og um leið hef- ur þessi ímynd verið menningarlegt kapps- mál margra Íslend- inga. Hún tengist hreinleika, heilnæmi, fegurð og ósnortinni náttúru og er blanda af veruleika og ósk- hyggju – andlit út á við og draumaland okkar inn á við. Ímyndin út á við er all- sterk vegna þess að vistkerfi landsins, þegar frá er talin gróður- og jarðvegseyðing, er í sæmilegu ásigkomulagi. Íslensk náttúra er ennþá lítt menguð og það sem meira er um vert, hún varðveitir ótal gersemar í stærstu óbyggðum Evrópu. Þar má nefna Þjórsárver svo og Eyjabakka, sem ásamt elfum og gljúfrum, eld- og ís- fjöllum öræfanna eru kjörin í nytja- banka framtíðar sem óvenjulegasti þjóðgarður á jarðarhveli. Jafnvel þótt ímynd landsins sé meiri í orði en á borði hjá stjórn- völdum þá breytir það því ekki, að ríkidæmi íslenskrar náttúru er ein- stakt í hnignandi lífheimi. Allt sem lýtur að verndun þessara náttúru- gæða er inneign í arðvænlegasta banka framtíðar. Allt sem stuðlar að eyðileggingu þeirra er gáleysi. Alvarleg teikn eru á lofti. Efna- hagsskútan stefnir á grynningar. Því hafa verkstjórar og efna- hagsspámenn komist að þeirri nið- urstöðu, að bjargráðið eina sé að fórna dýrmætustu auðlindum þjóð- arinnar; vistkerfum og náttúruger- semum ásamt ímynd draumalands- ins fyrir orkuframleiðslu og stóriðju. Íslenskir stjórnmálamenn dansa nú á flughálum ís. Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, fullyrðir að dapurt verði í íslensku atvinnulífi komi ekki til stóriðju á Grundar- tanga og í Reyðarfirði. Álver og stórtækar náttúrufórnir eru einu úrræði þessa mikla foringja fram- sóknarmanna, sem um nærri 20 ára skeið hef- ur verið einn valda- mesti maður landsins. Með öðrum orðum er formúla Halldórs sú að fórna NÁTTÚRU- AUÐLIND í hvert sinn sem illa tekst til við stjórn efnahags- mála. Hér skortir ekki úrræðaleysið! „Hvað er þá orðið okkart starf í sex hundruð sumur?“ Álbræðslur knýja dyra. Norðurál og Norsk Hydro bíða eftir því að Íslending- ar láti auðlindir sínar í té í formi niðurgreiddra kílóvattast- unda og án skaðabóta fyrir hrikaleg landspjöll. Fórnirnar eru ekki að- eins okkar megin. Námuvinnsla hráefnisins til álvinnslu hefur einn- ig valdið hatrömmum deilum við frumbyggja Ástralíu og Norsk Hydro situr í daunillri súpu í Orissa á Indlandi. (Sjá: www.Or- issa+bauxite). Slóð álframleiðslu er stráð náttúrufórnum, jafnvel mann- fórnum eins og í Orissa. Að auki er álframleiðslan afar mengandi. Hvernig getur það þá gerst í um- boði ríkisstjórnar, sem nýlega hefur hlotið lof í lófa fyrir umhverfisvit- und sína gagnvart Móður Jörð frá félaga Gorbatsjof (eða voru verð- launin kannski þakkir fyrir Keikó?), að stefnt sé að mestu óhæfuverkum á náttúru Íslands sem um getur? Því get ég ekki svarað en tvennt ber hæst: Stífla við Norðlingaöldu í jaðri Þjórsárvera og Kárahnjúka- virkjun. Hervirkin myndu eyði- leggja svipmót hálendisins og ímynd Íslands í einum rykk. Ein og sér dugar Kárahnjúkavirkjun til að valda mestu náttúrspjöllum í Vest- ur-Evrópu fyrr og síðar. Leita þarf til gömlu Sovétríkjanna og Kína til að finna áþekk dæmi. Vistfræðileg áhrif framkvæmdarinnar munu ná yfir 3000 ferkílómetra. Áhrifasvæð- ið nær frá jökli og út í sjó og lengd þess er álíka og endilangt Snæfells- nes inn í Hvammsfjarðarbotn og austur undir Tröllakirkju. Annar samanburður er til dæmis frá Reykjanestá að Reykjavík þaðan í austur að Þjórsárdal og Hlíðarenda í Fljótshlíð eða mest allt undirlendi Suðurlands. Fyrirhugað er að rugla lífæðar landsins, vatnafarið. Kára- hnjúkavirkjun er atlaga að íslensku þjóðinni. Engin rök duga sem af- sökun til að eyðileggja náttúruauð- lind þjóðar fremur en að menn rústi velferð fólks með fantaskap. Engar efnahagsforsendur réttlæta sið- blinduna, sem felst í því að spilla framtíð þjóðar. Og enginn Davíð, enginn Halldór, enginn Friðrik hef- ur minnsta rétt til að hvetja til slíkrar atlögu. Áform Landsvirkjunar um nýtt miðlunarlón í Þjórsárverum er líka til marks um hömlulausa innrás Landsvirkjunar inn á hálendið. Kvíslaveita Landsvirkjunar hefur nú þegar rænt miklu vatni frá Þjórsárverum og uppblástur hafinn í friðlýstu landi. Verin eru einnig á Ramsarskrá yfir votlendi - álitin náttúrugersemi jarðarbúa. Í húfi eru ekki aðeins Þjórsárver. Neðar í Þjórsá eru nokkrir fegurstu fossar landsins sem myndu þurrkast upp. Þeirra á meðal er Dynkur. Allt þetta vita vaskir Gnúpverjar sem með skýrum hætti hafna aftur áformum yfirvalda; fyrst árið 1972 og nú aftur í maí 2001. Forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophus- son, lagði áherslu á það í frétta- þættinum Speglinum á dögunum að ávallt hefði verið gert ráð fyrir lóni í Þjórsárverum. Þetta er ekki rétt. Aldrei hefur verið gert ráð fyrir uppistöðulóni sem skaða myndi verndargildi Þjórsárvera. Í sama viðtali lýsti hann því yfir að lón við Norðlingaöldu myndi VERJA Þjórsárver! Er Friðrik á grímu- dansleik eða veit hann ekkert um skaðsemi uppistöðulóna? Hefur hann ekki kynnt sér niðurstöður vísindamanna um áhrif miðlunar- framkvæmda á verin? Friðrik hefur einnig fullyrt að Norðlingaöldulón væri forsenda að stækkun Norður- áls. Allir vita að það er ósatt. Allir sem til þekkja vita líka að Lands- virkjun er ekki hægt að treysta – samanber samkomulagið um Þjórs- árver og friðun þeirra, samanber stífluna í Laxá í Laxárdal og friðun Laxár, samanber friðun Kringilsár- rana, samanber fullyrðingar for- stjórans; engir samningar halda, ekkert er heilagt. Við Íslendingar viljum betri framtíð og miklu betra samneyti við landið okkar en að það sé misnotað í valdatafli ráðamanna. Þjóðin á líka heimtingu á upplýstum stjórnmála- og embættismönnum sem bera sæmilegt skynbragð á lýðræðislega stjórnarhætti. Auðlindir Íslands mega aldrei framar vera skiptimynt þeirra við auðhringa og stóriðjur og þó svo að ímynd landsins sé að nokkru leyti draumur, þá má hann ekki umhverfast í martröð. Ég skora á alla, unga sem aldna, að taka höndum saman og koma í veg fyrir sóun náttúruauðlinda og glæfraspil með almannafé. Munið að stjórnmálamenn eiga hvorki landið né lífeyrissjóðina. Baráttu- hópar og náttúruverndarsamtök sem vernda vilja landið munu miðla upplýsingum á heimasíðum sínum. Sendið inn athugasemdir til Skipu- lagsstofnunar fyrir 15. júní. Stönd- um saman og vinnum þessa örlaga- ríku lotu. Að umturna ímynd Guðmundur Páll Ólafsson Náttúruvernd Ein og sér dugar Kára- hnjúkavirkjun, segir Guðmundur Páll Ólafs- son, til að valda mestu náttúruspjöllum í Vest- ur-Evrópu fyrr og síðar. Höfundur er náttúrufræðingur og rithöfundur. Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 22. maí mættu 25 pör og var að venju spilaður Michell tvímenningur. Lokastaða efstu para í N/S varð þessi: Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórss. 378 Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafsson 361 Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 344 Hæsta skor í A/V: Anna Lúðvíksd. - Kolbrún Ólafsd. 367 Einar Guðnason - Ragnar Björnss. 364 Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 363 Á föstudaginn var mættu 23 pör og þá urðu úrslit þessi: Þórarinn Árnason - Ólafur Ingvarss. 240 Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 239 Sigrún Pétursd. - Alfreð Kristjánss. 235 Hæsta skor í A/V: Páll Hannesson - Kári Sigurjónss. 255 Bragi Björnsson - Auðunn Guðmundss. 251 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 245 Meðalskor á þriðjudag var 312 en 216 á föstudag. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Frá landsliðsnefnd kvenna Breytingar hafa verið gerðar á spilakvöldum landsliðsnefndar kvenna. Spilakvöldi sem vera átti fimmtudagskvöldið 31.5. verður frestað til miðvikudags 27. júní. Sökum húsnæðisbreytinga hjá Bridssambandinu þarf að flytja a.m.k. næstu spilakvöld landsliðs- nefndar kvenna á miðvikudaga. Því verður næsta spilakvöld 27.6. og flytjast spilakvöldin á miðvikudaga og verða í Skeifunni 11 síðasta mið- vikudagskvöld mánuðina júní til ágúst. Á spilakvöldum sumarsins eru þekktir spilarar fengnir til að halda stutt erindi. Fyrirlesari næsta spila- kvöld, á miðvikudeginum 27.6., verð- ur Ragnar Hermannsson en hann er eins og kunnugt er, einn þeirra sem hampað hafa heimsmeistaratitli í brids. Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing í Gullsmára 13 mánudaginn 28. maí. Miðlungur 126. Efst vóru: NS Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 145 Leó Guðbrandss. – Aðalst. Guðbrandss. 138 Karl Gunnarss. – Ernst Backman 137 AV Halldór Kristinss. – Sig. Kristjánss. 137 Kristján Guðmundss. – Sig. Jóhannss. 133 Kristj. Halldórsd. – Eggert Kristinss. 131 Síðasti spiladagur fimmtudaginn 31. maí. Mæting kl. 12.45. Sumar- kaffi! strets- gallabuxur v/Nesveg Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.