Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Enga óþekkt, Keikó, réttu mér dekkið, tími hjálpartækja ástarlífsins er liðinn, góði. Málþing um verðbólgureikningsskil Hver á að standa að breytingum? MÁLÞING um verð-bólgureiknings-skil verður haldið í Hvammi í Grand Hóteli við Sigtún klukkan 16 til 19 í dag. Að þinginu stendur Deloitte&Touche í sam- starfi við Félag löggiltra endurskoðenda og Félag viðskipta- og hagfræðinga. Þorvarður Gunnarsson endurskoðandi er fundar- stjóri og átti sæti í undir- búningsnefnd þingsins. Hann var spurður hvað þar yrði efst á baugi? „Við ætlum að fjalla um verðbólgureikningsskil og varpa fram þeirri spurn- ingu hvort það sé orðið tímabært að leggja af verð- bólgureikningsskil á Ís- landi. Síðustu tvo áratugi hafa reikningsskil íslenskra fyrir- tækja verið leiðrétt fyrir áhrifum verðbólgu. Reikningsskil þeirra erlendra fyrirtækja sem við berum okkur saman við í viðskiptalöndum okkar eru hins vegar eftir hefð- bundnum kostnaðarverðsáhrifum. Þar af leiðandi verður samanburð- ur á arðsemi íslenskra fyrirtækja og erlendra ekki eðlilegur.“ – Hverju breytir þetta? „Tekjur fyrirtækja eru leiðrétt- ar með verðbreytingafærslu sem háð er verðbólgustigi og kemur annað hvort til tekna eða gjalda hjá viðkomandi fyrirtæki eftir pen- ingalegri skuldastöðu þess. Í hefð- bundnum reikningsskilum er þetta hins vegar ekki gert og þetta leiðir af sér að erfitt er að bera saman rekstrarafkomu sambærilegra fyrirtækja. Síðan er efnahags- reikningurinn líka leiðréttur með endurmati sem færist yfir eigið fé og til hækkunar á eigin fé, það er heldur ekki gert í hefbundnum kostnaðarverðsaðferðum.“ – Af hverju viljið þið breyta þessu núna þegar verðbólgan hef- ur verið á uppleið? „Verðbólgureikningsskil eiga rétt á sér þar sem verðbólga er yfir 10% á ári. Hún hefur verið að með- altali um 3% á ári hér sl. áratug. Og þó að hún sé á uppleið núna sjáum við það ekki sem varanlega hækkun. Íslensk fyrirtæki eru sí- fellt að verða alþjóðlegri og meiri þörf á að veita erlendum aðilum upplýsingar um rekstur þeirra og þá verður krafan háværari um að við notum sömu aðferðir og aðrir við afkomumælingu þeirra. Er- lendir bankar og fyrirtæki þekkja ekki þessar aðferðir sem nú not- aðar hér og það gerir erfiðara fyrir íslensk fyrirtæki að koma sér á framfæri á erlendum fjármagns- markaði.“ – Hvenær var lögbundið að hafa þessi verðbólgureikn- ingsskil? „Það er ekki lögbund- ið í raun. Menn hætta þessu hins vegar ekki vegna þess að íslensk skattalög eru miðuð verðbólgureikningsskil og því erfitt fyrir fyrir- tæki að breyta reikningsskilum sínum án þess að skattalögum sé breytt jafnframt. Skattalögin og reikningsskilin eru tvennt ólíkt. Eins og gefur að skilja eru kröf- urnar um breytingu í þessum efn- um háværari hjá þeim fyrirtækj- um sem eru á verðbréfaþingi. Á málþinginu munum við velta þeirri spurningu fyrir okkur hvort okkur sé stætt á að standa fyrir utan þær reglur sem viðurkenndar eru ann- ars staðar sem góð reikningsskila- venja. Ef við breytum þá vaknar sú spurning hver á að standa að breytingunni? Eiga stjórnendur fyrirtækjanna að gera það, Alþingi eða endurskoðendur – eða jafnvel einhverjir aðrir? – Myndi þetta breytast ef við gengjum í Evrópusambandið? „Þeirra tilskipanir byggjast á kostnaðarverðsreglunni og þar með byggist það á óverðleiðréttum reikningsskilum. Þar með þyrftum við að breyta okkar aðferðum. Evrópusambandið hefur líka sam- þykkt að laga reikningsskil skráðra félaga á svæði samb- andsins að reglum Alþjóðareikn- ingskilanefndarinnar sem byggj- ast á kostnaðarverðsreglum. Þetta segir okkur það að jafnvel það að vera á evrópska efnahagssvæðinu þýðir að við þurfum að breyta um aðferðir, a.m.k. þau fyrirtæki sem eru skráð á verðbréfaþingi.“ – Er þetta þá ekki spurning um hvort, heldur hvenær? „Já. Vinnuhópur á vegum Félags löggiltra endurskoðenda hefur komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að breyta skattalögunum líka til að vera ekki með tvær tegundir af reikningskil- um á landinu, skattaleg verðbólgu- reikningsskil annars vegar og hefðbundin reikningsskil hins veg- ar fyrir fyrirtæki á verðbréfaþingi.“ – Er fleira sem þið takið fyrir á mál- þinginu í dag? „Já, við munum líka ræða um krónuna og varpa fram þeirri spurningu hvort það eigi að heimila íslenskum fyrirtækjum að gera ársreikninga sína í erlendri mynt eða hvort tími íslensku krón- unnar sé liðinn. Um þetta viljum við fá umræður á málþinginu. Frummælendur á þinginu eru endurskoðendur og lögmenn hjá Deloitte&Touche auk tveggja for- stjóra úr atvinnulífinu sem koma með rök með og móti breytingum.“ Þorvarður Gunnarsson  Þorvarður Gunnarsson fædd- ist í Reykjavík 14. maí 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1975 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1981. Hann fékk löggild- ingu sem endurskoðandi 1982. Hann hefur síðan verið meðeig- andi í Endurskoðun Sigurðar Stefánsson og síðar Deloitte&- Touche. Þorvarður var formaður Félags löggiltra endurskoðenda 1998 og 1999. Hann er kvæntur Þórlaugu Ragnarsdóttur kjóla- meistara og eiga þau fimm börn. Er tímabært að leggja af verðbólgu- reikningsskil á Íslandi? Í BÚDAPEST var haldinn fyrsti sameiginlegi fundur utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins 30. maí sl. Ráðherrarnir ræddu einkum nauðsyn náins samstarfs ESB og NATO á sviði öryggismála. Lögðu þeir sérstaka áherslu á þann ár- angur sem náðst hefði í samstarfi stofnananna á Balkanskaga, eink- um samvinnu þeirra í þágu friðar og stöðugleika í fyrrverandi júgó- slavneska lýðveldinu Makedóníu. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra tók undir þessi sjónar- mið og fagnaði þeim árangri sem samstarf NATO og ESB hefði þegar skilað á Balkanskaga. Ráð- herra undirstrikaði jafnframt nauðsyn þess að koma sem fyrst á varanlegum starfstengslum milli NATO og ESB til að tryggja grundvöll samstarfsins til fram- búðar. Fögnuðu árangri sam- starfs ESB og NATO VEGAGERÐIN hefur opnað tilboð í framkvæmdir við Skorradalsveg (508), Fossamelar – Borgafjarðar- braut. Alls bárust 13 tilboð í verkið. Lægsta tilboðið kom frá Vöruflutn- ingum LG, Borgarnesi, og hljóðaði upp á 25,3 milljónir en næstlægsta tilboðið kom frá Jörfi ehf., Hvann- eyri, upp á 26,8 milljónir. Hæsta til- boðið hljóðaði upp á rúmar 46 millj- ónir. Kostnaðaráætlun verkkaupa nam rúmum 34 milljónum króna. Tilboð opnuð vegna Skorradals- vegar ♦ ♦ ♦ ÞAÐ má ekki á milli sjá á þessari mynd hver hefur betur í hlaupa- keppni manna og hunda í fjörunni við Garðskagavita. Þórólfur Hersir Vilhjálmsson veitir hvolpinum Húna allharða keppni og Úlfar Júl- íusson gefst ekki upp þótt hann hafi dregist aðeins aftur úr. Húni var talinn sigurstranglegur fyrir hlaup- ið enda eiga tvífætlingar sjaldnast möguleika gagnvart seppum lands- ins þegar kemur að kapphlaupum. Morgunblaðið/Ingólfur Húna veitt hörð keppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.