Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Enga óþekkt, Keikó, réttu mér dekkið, tími hjálpartækja ástarlífsins er liðinn, góði. Málþing um verðbólgureikningsskil Hver á að standa að breytingum? MÁLÞING um verð-bólgureiknings-skil verður haldið í Hvammi í Grand Hóteli við Sigtún klukkan 16 til 19 í dag. Að þinginu stendur Deloitte&Touche í sam- starfi við Félag löggiltra endurskoðenda og Félag viðskipta- og hagfræðinga. Þorvarður Gunnarsson endurskoðandi er fundar- stjóri og átti sæti í undir- búningsnefnd þingsins. Hann var spurður hvað þar yrði efst á baugi? „Við ætlum að fjalla um verðbólgureikningsskil og varpa fram þeirri spurn- ingu hvort það sé orðið tímabært að leggja af verð- bólgureikningsskil á Ís- landi. Síðustu tvo áratugi hafa reikningsskil íslenskra fyrir- tækja verið leiðrétt fyrir áhrifum verðbólgu. Reikningsskil þeirra erlendra fyrirtækja sem við berum okkur saman við í viðskiptalöndum okkar eru hins vegar eftir hefð- bundnum kostnaðarverðsáhrifum. Þar af leiðandi verður samanburð- ur á arðsemi íslenskra fyrirtækja og erlendra ekki eðlilegur.“ – Hverju breytir þetta? „Tekjur fyrirtækja eru leiðrétt- ar með verðbreytingafærslu sem háð er verðbólgustigi og kemur annað hvort til tekna eða gjalda hjá viðkomandi fyrirtæki eftir pen- ingalegri skuldastöðu þess. Í hefð- bundnum reikningsskilum er þetta hins vegar ekki gert og þetta leiðir af sér að erfitt er að bera saman rekstrarafkomu sambærilegra fyrirtækja. Síðan er efnahags- reikningurinn líka leiðréttur með endurmati sem færist yfir eigið fé og til hækkunar á eigin fé, það er heldur ekki gert í hefbundnum kostnaðarverðsaðferðum.“ – Af hverju viljið þið breyta þessu núna þegar verðbólgan hef- ur verið á uppleið? „Verðbólgureikningsskil eiga rétt á sér þar sem verðbólga er yfir 10% á ári. Hún hefur verið að með- altali um 3% á ári hér sl. áratug. Og þó að hún sé á uppleið núna sjáum við það ekki sem varanlega hækkun. Íslensk fyrirtæki eru sí- fellt að verða alþjóðlegri og meiri þörf á að veita erlendum aðilum upplýsingar um rekstur þeirra og þá verður krafan háværari um að við notum sömu aðferðir og aðrir við afkomumælingu þeirra. Er- lendir bankar og fyrirtæki þekkja ekki þessar aðferðir sem nú not- aðar hér og það gerir erfiðara fyrir íslensk fyrirtæki að koma sér á framfæri á erlendum fjármagns- markaði.“ – Hvenær var lögbundið að hafa þessi verðbólgureikn- ingsskil? „Það er ekki lögbund- ið í raun. Menn hætta þessu hins vegar ekki vegna þess að íslensk skattalög eru miðuð verðbólgureikningsskil og því erfitt fyrir fyrir- tæki að breyta reikningsskilum sínum án þess að skattalögum sé breytt jafnframt. Skattalögin og reikningsskilin eru tvennt ólíkt. Eins og gefur að skilja eru kröf- urnar um breytingu í þessum efn- um háværari hjá þeim fyrirtækj- um sem eru á verðbréfaþingi. Á málþinginu munum við velta þeirri spurningu fyrir okkur hvort okkur sé stætt á að standa fyrir utan þær reglur sem viðurkenndar eru ann- ars staðar sem góð reikningsskila- venja. Ef við breytum þá vaknar sú spurning hver á að standa að breytingunni? Eiga stjórnendur fyrirtækjanna að gera það, Alþingi eða endurskoðendur – eða jafnvel einhverjir aðrir? – Myndi þetta breytast ef við gengjum í Evrópusambandið? „Þeirra tilskipanir byggjast á kostnaðarverðsreglunni og þar með byggist það á óverðleiðréttum reikningsskilum. Þar með þyrftum við að breyta okkar aðferðum. Evrópusambandið hefur líka sam- þykkt að laga reikningsskil skráðra félaga á svæði samb- andsins að reglum Alþjóðareikn- ingskilanefndarinnar sem byggj- ast á kostnaðarverðsreglum. Þetta segir okkur það að jafnvel það að vera á evrópska efnahagssvæðinu þýðir að við þurfum að breyta um aðferðir, a.m.k. þau fyrirtæki sem eru skráð á verðbréfaþingi.“ – Er þetta þá ekki spurning um hvort, heldur hvenær? „Já. Vinnuhópur á vegum Félags löggiltra endurskoðenda hefur komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að breyta skattalögunum líka til að vera ekki með tvær tegundir af reikningskil- um á landinu, skattaleg verðbólgu- reikningsskil annars vegar og hefðbundin reikningsskil hins veg- ar fyrir fyrirtæki á verðbréfaþingi.“ – Er fleira sem þið takið fyrir á mál- þinginu í dag? „Já, við munum líka ræða um krónuna og varpa fram þeirri spurningu hvort það eigi að heimila íslenskum fyrirtækjum að gera ársreikninga sína í erlendri mynt eða hvort tími íslensku krón- unnar sé liðinn. Um þetta viljum við fá umræður á málþinginu. Frummælendur á þinginu eru endurskoðendur og lögmenn hjá Deloitte&Touche auk tveggja for- stjóra úr atvinnulífinu sem koma með rök með og móti breytingum.“ Þorvarður Gunnarsson  Þorvarður Gunnarsson fædd- ist í Reykjavík 14. maí 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1975 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1981. Hann fékk löggild- ingu sem endurskoðandi 1982. Hann hefur síðan verið meðeig- andi í Endurskoðun Sigurðar Stefánsson og síðar Deloitte&- Touche. Þorvarður var formaður Félags löggiltra endurskoðenda 1998 og 1999. Hann er kvæntur Þórlaugu Ragnarsdóttur kjóla- meistara og eiga þau fimm börn. Er tímabært að leggja af verðbólgu- reikningsskil á Íslandi? Í BÚDAPEST var haldinn fyrsti sameiginlegi fundur utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins 30. maí sl. Ráðherrarnir ræddu einkum nauðsyn náins samstarfs ESB og NATO á sviði öryggismála. Lögðu þeir sérstaka áherslu á þann ár- angur sem náðst hefði í samstarfi stofnananna á Balkanskaga, eink- um samvinnu þeirra í þágu friðar og stöðugleika í fyrrverandi júgó- slavneska lýðveldinu Makedóníu. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra tók undir þessi sjónar- mið og fagnaði þeim árangri sem samstarf NATO og ESB hefði þegar skilað á Balkanskaga. Ráð- herra undirstrikaði jafnframt nauðsyn þess að koma sem fyrst á varanlegum starfstengslum milli NATO og ESB til að tryggja grundvöll samstarfsins til fram- búðar. Fögnuðu árangri sam- starfs ESB og NATO VEGAGERÐIN hefur opnað tilboð í framkvæmdir við Skorradalsveg (508), Fossamelar – Borgafjarðar- braut. Alls bárust 13 tilboð í verkið. Lægsta tilboðið kom frá Vöruflutn- ingum LG, Borgarnesi, og hljóðaði upp á 25,3 milljónir en næstlægsta tilboðið kom frá Jörfi ehf., Hvann- eyri, upp á 26,8 milljónir. Hæsta til- boðið hljóðaði upp á rúmar 46 millj- ónir. Kostnaðaráætlun verkkaupa nam rúmum 34 milljónum króna. Tilboð opnuð vegna Skorradals- vegar ♦ ♦ ♦ ÞAÐ má ekki á milli sjá á þessari mynd hver hefur betur í hlaupa- keppni manna og hunda í fjörunni við Garðskagavita. Þórólfur Hersir Vilhjálmsson veitir hvolpinum Húna allharða keppni og Úlfar Júl- íusson gefst ekki upp þótt hann hafi dregist aðeins aftur úr. Húni var talinn sigurstranglegur fyrir hlaup- ið enda eiga tvífætlingar sjaldnast möguleika gagnvart seppum lands- ins þegar kemur að kapphlaupum. Morgunblaðið/Ingólfur Húna veitt hörð keppni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.