Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 12
SAMGÖNGURÁÐHERRA telur ekki forsendur til að efna til frekari rannsóknar á flugslysinu í Skerja- firði meðan rannsókn alþjóðaflug- málastofnunarinnar, ICAO, á starfs- aðferðum rannsóknanefndar flug- slysa, RNF, stendur yfir. Aðstand- endur fórnarlamba flugslyssins fóru fram á að ráðuneytið hlutaðist til um að óháðir sérfræðingar við Cran- field-stofnunina rannsökuðu slysið. Jón Ólafur Skarphéðinsson, einn aðstandendanna, segir að ýmislegt hafi verið athugavert við rannsókn RNF og það hafi komið berlega í ljós þegar skýrsla nefndarinnar kom út í mars sl. „Krafa okkar um erlenda sérfræð- inga hefur verið á borðum sam- gönguráðherra í allan vetur. Hann neitaði okkur um slíka rannsókn í byrjun apríl og í framhaldi af því kallaði hann til sérfræðinga frá al- þjóðaflugmálastofnuninni, ICAO, en þeir eiga eingöngu að skoða störf rannsóknanefndar flugslysa. Við teljum okkur ekki þurfa erlenda sér- fræðinga til að segja okkur sannleik- ann um störf hennar. Við förum fram á rannsókn á flugslysinu og teljum að rannsókn rannsóknarnefndarinn- ar sé ófullnægjandi og illa gerð,“ segir Jón Ólafur. Hann sendi samgönguráðherra ítrekað beiðni um þetta sl. mánudag og sömuleiðis var farið fram á að ráðuneytið stæði straum af kostnaði við þýðingu á gögnum sem aðstand- endurnir hyggjast að senda ICAO. Í gær hafnaði samgönguráðherra báð- um óskum aðstandendanna. „Þar fyrir utan sá ráðherrann ekki ástæðu til þess að leiðrétta ummæli sín í fréttum sl. föstudag þar sem hann sagði mig fara með rangt mál. Ég hafði beðið samgönguráðuneytið að hlutast til um að ICAO fengi skýrsludrögin sem send voru Flug- málastjórn og Ísleifi Ottesen til um- sagnar í lok desember í enskri þýð- ingu svo ICAO gæti betur kynnt sér starfsaðferðir rannsóknanefndar flugslysa. Ráðuneytið hafnaði þessari ósk en samgönguráðherra hélt því fram í fréttum að ekki hefði verið farið fram á þetta. Það minnsta sem ráðherrann getur gert er að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Jón Ólafur. Hann bendir á að ráðuneytið sé að láta þýða lokaskýrslu RNF en Jón Ólafur segir að sérfræðingar ICAO geti ekki sinnt hlutverki sínu, sem er að rannsaka starfsaðferðir RNF, nema þeir fái að sjá hvernig drögin, sem send voru málsaðilum til um- sagnar, breyttust frá desember til mars. Í svari samgönguráðherra til Jóns Ólafs segir að ráðuneytið líti svo á að það sé háð mati sérfræðinga ICAO hvaða gögn teljist nauðsynleg við rannsókn þeirra á starfsháttum og vinnubrögðum RNF og rannsókn RFN á flugslysinu í Skerjafirði. Jón Ólafur segir að aðstandendur fórnarlamba flugslyssins muni nú sjálfir fá sérfræðinga á vegum Cran- field-stofnunarinnar, sem er stofnun um flugöryggismál við háskólann í Cranfield, sem Jón Ólafur segir að njóti mikils traust um allan heim, til að rannsaka flugslysið. Rannsóknin hefst fljótlega. Vilja erlenda rann- sókn á flugslysinu FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STARFSMENNTARÁÐ hefur gengið frá styrkveitingum til hátt á þriðja tug samtaka og félaga á þessu ári fyrir alls 43 milljónir króna. Ákveðið var í upphafi árs að þrenns konar verkefni skyldu styrkt árið 2001; í fyrsta lagi þau er tengjast notkun Netsins í starfs- menntun, eða fyrir 20 milljónir, í öðru lagi verkefni sem stuðla að auknum gæðum starfsmenntunar, einnig upp á 20 milljónir, og í þriðja lagi þau er stuðla að starfs- menntun erlends vinnuafls sem reiknað var með fimm milljónum í. Hæstu styrkirnir námu þremur milljónum Auglýst var eftir umsóknum í hvern flokk í Morgunblaðinu í febrúar, mars og apríl og nú hefur öllum styrkjum verið úthlutað. Alls bárust umsóknir um styrki til 78 verkefna og hlutu þrjátíu og þrjú þeirra styrk. Hæstu styrkirnir, sem veittir voru, námu þremur milljónum króna og fóru til BSRB annars vegar og Fræðsluráðs málmiðnað- arins hins vegar. BSRB hlaut styrk til þess að fræða félagsmenn um upplýsingatæknina og Fræðsluráð málmiðnaðarins til að skoða og meta framtíðar þekkingarþörf í greininni. Aðrir styrkir voru að upphæð frá 300 þúsund krónum að 2,5 milljónum króna. Rétt til að sækja um styrki starfsmenntaráðs eiga samtök at- vinnurekenda og launafólks, ein- stök fyrirtæki, einkaaðilar eða op- inberir sem standa fyrir starfs- menntun í atvinnulífinu, starfs- menntaráð einstakra atvinnugreina og samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Félagsmálaráðherra skipar ráðið til tveggja ára í senn. Í því eiga sæti sjö fulltrúar, tveir frá Alþýðu- sambandi Íslands, einn frá BSRB, þrír frá Samtökum atvinnulífsins og einn fulltrúi félagsmálaráð- herra. Starfsmenntaráð styrkir verkefni fyrir 43 milljónir Morgunblaðið/Sigurður Jökull Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Davíð Stefánsson, formaður Starfsmenntasjóðs, kynntu styrki sjóðsins í ár. KIRKJURÁÐ ákvað á fundi sínum í gær að ráða sr. Bernharð Guðmundsson sem rektor Skálholtsskóla. Skólanefnd skólans hafði tvisvar sinnum mælt með Guðmundi Einarssyni kennara í stöðuna. Fyrr í þess- um mánuði frestaði kirkjuráð því að ráða í stöðu rektors og ósk- aði eftir rökstuddri til- lögu frá skólanefnd- inni þar sem kirkjuráð taldi að Guðmundur uppfyllti ekki það skil- yrði fyrir ráðningunni að vera með háskólapróf. Fimm af sjö fulltrúum í skólanefnd mæltu aftur með Guðmundi en tveir fulltrúanna mæltu með Bernharði. Biskup Íslands vék af fundi kirkjuráðs þegar ráðningin var þar til umfjöllunar í gær og tók sr. Bolli Gúst- avsson, vígslubiskup í Hólaumdæmi, við sæti forseta í stað hans en Bernharður er mágur biskups. Kirkjuráð samþykkti ráðningu Bernharðs einróma og var álykt- un gerð þar sem fram kom að það væri mat kirkjuráðs að sr. Bernharður væri hæfastur umsækj- enda til að gegna starfinu þar sem hann hafi víðtæka menntun á sviði guð- fræði og lengsta reynslu umsækj- enda í kirkjustarfi, stjórnun og rekstri, jafnt innanlands sem utan. Í fréttatilkynningu segir að kirkju- ráð muni ekki tjá sig frekar um málefnið opinberlega. Kirkjuráð velur rektor Skálholtsskóla Sr. Bernharður Guðmundsson Sr. Bernharður Guðmundsson ráðinn rektor BÍLALEIGAN Atlas í Hafnarfirði hefur tekið fyrsta umhverfisvæna bílaleigubílinn á Íslandi í notkun. Um er að ræða Volkswagen Car- avelle sem er með tvíbrennihreyfli og notar bæði bensín og metan. Siv Friðleifsdóttir, umhverfis- ráðherra afhenti forráðamönnum Atlas lyklana að þessum nýja um- hverfisvæna bílaleigubíl og lét þess getið að hér væri um mikilsvert framtak að ræða því vaxandi áhugi á umhverfisvernd og „grænnri ferðamennsku“ væri meðal ferða- manna sem kæmu til landsins. Metan er umhverfisvæn orka sem unnin er úr hauggasinu sem myndast á urðunarsvæði Sorpu í Álfsnesi. Metan hf. sér um hreins- un á hauggasinu og Olíufélagið hf. á og rekur metanáfyllingarstöð fyrir fjölorkubíla á Bíldshöfða. Hekla flutti inn fyrstu bílana frá Volkswagen með tvíbrennihreyfl- um og voru þeir teknir í notkun á miðju síðasta ári. Í dag eru á þriðja tug Volkswagen-bifreiða með tví- brennihreyfla í notkun á Íslandi. Fyrsti um- hverfisvæni bílaleigu- bíllinn Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra afhenti Sigurði Þor- valdssyni, framkvæmdastjóra Atlas, lyklana að fyrsta vist- væna bílaleigubílnum. TÍÐNI langvinnra lungnateppu- sjúkdóma hefur vaxið ört á undan- förnum árum og er nú talið að 16–18 þúsund Íslendingar þjáist af lang- vinnum lungnateppusjúkdómum. Reykingar eru taldar aðalorsaka- valdur langvinnrar lungnateppu en í dag er reyklaus dagur á Íslandi og í öðrum löndum, þar sem reykinga- fólk er hvatt til að nota tækifærið og hætta að reykja. Vaxandi vandamál vegna stórra árganga reykingafólks Gunnar Guðmundsson, sérfræð- ingur í lungnalækningum, bendir á að rekja megi aukna tíðni þessara sjúkdóma til hinna stóru árganga reykingafólks, þ.e.a.s. fólks sem fætt er á árunum 1950–1965. „Ef fólk á þessum aldri hættir ekki að reykja er viðbúið að hluti þessa hóps verði kominn með langvinna lungnasjúk- dóma eftir tíu til tuttugu ár. Þótt tekist hafi að draga mikið úr tíðni reykinga í prósentum talið er þarna um mjög stóran hóp reykingafólks að ræða vegna þess hversu stórir þessir árgangar eru. Prósentutalan segir því ekki alla söguna. Þrátt fyr- ir að hlutfall þeirra sem reykja hafi lækkað úr 40% fyrir um 15 árum í 26% í dag er engu að síður um mjög stóran hóp að ræða, vegna þess hve Íslendingum hefur fjölgað,“ segir hann. Gunnar bendir á að greina megi lungnateppusjúkdóma á frumstigi ef menn fara til heilsugæslulæknis og láta prófa lungnastarfsemina. Þriðja algengasta dánarorsökin árið 2020? Talið er að langvinnir lungna- teppusjúkdómar verði þriðja al- gengasta dánarorsök í heimi árið 2020. Langvinn lungnateppa er sjötta algengasta dánarorsökin hér á landi og fer vaxandi. Þá eru lang- vinnir lungnateppusjúkdómar tólfta algengasta orsök örorku hér á landi og er talið að þeir verði fimmta al- gengasta orsök örorku á þar næsta áratug að öllu óbreyttu. 16–18.000 Íslend- ingar þjást af lang- vinnri lungnateppu Reyklaus dagur á Íslandi í dag HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt karlmann til 60 daga skil- orðsbundinnar fangelsunar fyrir kyn- ferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að sýna stúlkunni kynfæri sín og ítrekað spurt hana hvort hún vildi sjá hann framkvæma kynferðislegar athafnir. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi. Hann hafði ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Auk refs- ingarinnar var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 200.000 krónur í miskabætur ásamt dráttarvöxtum. Haldi maðurinn skilorð í þrjú ár fellur refsingin niður. 60 daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot UM 60 sentimetra gat kom í þak vegskálans um Óshlíð í fyrrinótt. Talið er að steinn hafi fallið með miklu afli á þak vegskálans við Ytri- Hvanngjá og brotið stykki úr þakinu sem féll á veginn. Vegfarandi sem ók fram á steypustykkið tilkynnti atvik- ið til lögreglu á fimmta tímanum í fyrrinótt. Grjót gataði vegskála í Óshlíð KOMIÐ hefur í ljós að viðgerð sú sem fram fer á varðskipinu Ægi í Pól- landi er ívið umfangsmeiri en upp- haflega var áætlað og hefur heim- komu skipsins af þeim sökum verið frestað um tæpa viku. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að komið hefði í ljós gera þyrfti við aðeins meira í skipinu en upphaflega hefði verið áætlað. Komið hefði ljós að gera þyrfti við bönd í skrokk skipsins vegna endur- nýjunar á tönkum þess. Ekki væri víst að afhending skipsins tefðist af þessum sökum en til vonar og vara hefði heimkomu skipsins verið frest- að um 5–6 daga vegna þessa. Ráðgert er að skipið komi hingað til lands í lok júnímánaðar. Heimkomu frestað um tæpa viku Viðgerð á Ægi í Póllandi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.