Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 49
Hefur þú kynnt þér
nýju
HYDRADERMIE
meðferðina?
Leitaðu svara hjá
Guinot rágjöfum.
bjóða í krafti smæðarinnar.
Skipulag á Garðaholti, sem liggur
að Bessastaðahreppi, hefur líka
gjörbreyst að undanförnu. Þar er nú
gert ráð fyrir 7–8000 íbúa byggð með
skólum, leikskólum, heilsugæslu og
annarri þjónustu sem íbúðarkjarna
af þeirri stærð fylgir.
Það er mitt mat, að m.a. vegna
þessara staðreynda sé rétt að leita
álits hreppsbúa núna á því hvort fara
eigi í formlegar sameiningarviðræð-
ur við Garðabæ, þ.e. hvort kjósendur
sjálfir vilji að búinn verði til kostur
fyrir þá til að kjósa um. Við þá vinnu
yrði framtíðin kortlögð í stærra
sveitarfélagi og yrði þá horft til allra
helstu þátta sem skipta íbúa Bessa-
staðahrepps máli og felast í form-
legri sameiningartillögu.
Á þessum tímapunkti er því með
formlegri könnun eingöngu verið að
leita álits íbúa Bessastaðahrepps á
því, hvort þeir vilji að hreppsnefnd
eigi að fara í þetta formlega ferli með
Garðabæ eða ekki. Með því að svara
þeirri spurningu játandi eða neitandi
er fólk ekki að segja já eða nei við
sameiningu sveitarfélaganna
tveggja, ef um hana yrði kosið síðar.
Könnunin 6.–12. júní –
viðhorfsrannsókn
Af þessu tilefni hefur hreppsnefnd
Bessastaðahrepps látið útbúa kynn-
ingarbækling með helstu lykiltölum
úr sveitarfélögunum tveimur, Bessa-
staðahreppi og Garðabæ, auk þess
sem ferill sameiningarmálsins síð-
astliðið ár er rakinn og skýrt frá því
hvað felst í því að fara í formlegt
sameiningarferli og búa til tillögu að
sameiningu sveitarfélaga.
Bæklingur þessi, sem er mjög
vandaður og hlutlaus á allan hátt,
var unninn af sveitarstjóra Bessa-
staðahrepps og síðan sendur hverj-
um kosningabærum íbúa sveitar-
félagsins til kynningar.
Gallup hefur tekið að sér um-
rædda viðhorfsrannsókn fyrir
hreppsnefndina og mun spyrja sér-
hvern kosningabæran íbúa símleiðis
í vikunni 6.–12. júní að því hvort
hann vilji láta vinna að formlegri at-
hugun málsins eða hvort hann vilji
það ekki.
Með þessu er á eins heiðarlegan
og hlutlausan hátt og unnt er verið
að leita eftir áliti íbúa Bessastaða-
hrepps til framtíðarinnar, þar sem
hverjum og einum er í sjálfsvald sett
hvað hann sér fyrir sér.
Skoðanir okkar sjálfstæðismanna
í meirihluta hreppsnefndar Bessa-
staðahrepps liggja ef til vill ekki
saman um hversu víðtæk sameining
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
á að vera eða hvort hún á yfir höfuð
að verða. Það er þó kristalklárt með-
al okkar, að við viljum fá fram af-
stöðu íbúanna um málið, án þess að
leggja þeim skoðanir til. Því er efnt
til þessarar könnunar nú og ég bið
fólk að forðast að lesa eitthvað annað
út úr áformum hreppsnefndar
Bessastaðahrepps.
Samstarf Bessastaðahrepps við
Garðabæ, þennan næsta nágranna
okkar, hefur alltaf verið með þeim
hætti að hvergi ber skugga á, þótt
menn kunni að hafa á því mismun-
andi skoðanir sem þar er gert og hef-
ur verið gert.
Þín skoðun skiptir máli!
Í kvöld klukkan 20:30 verður efnt
til borgarafundar í hátíðarsal
íþróttahúss Bessastaðahrepps. Þar
mun Sigfús Jónsson, formaður fyrr-
um sveitarfélaganefndar, kynna
sameiningarmál sveitarfélaga al-
mennt, sveitarstjóri Bessastaða-
hrepps mun kynna fyrirhugaða
skoðanakönnun og um hvað formleg
athugun á sameiningu sveitarfélaga
snýst og hreppsnefndarmenn munu
tjá sig um málið og sitja fyrir svör-
um.
Ágæti íbúi Bessastaðahrepps.
Ég hvet þig til að mæta og kynna
þér málið sjálfur sem gaumgæfileg-
ast og taka síðan afstöðu í skoðana-
könnuninni, sem Gallup mun fram-
kvæma fyrir hreppsnefndina á
tímabilinu 6.–12. júní nk.
Sameining
Með þessu er á eins
heiðarlegan og hlut-
lausan hátt og unnt er,
segir Soffía Sæmunds-
dóttir, verið að leita eft-
ir áliti íbúa Bessa-
staðahrepps til
framtíðarinnar.
Höfundur er myndlistarmaður og
fulltrúi sjálfstæðisfélagsins í hrepps-
nefnd Bessastaðahrepps.
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is
mbl.isFRÉTTIR