Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 65
DAGBÓK
Ný sending
af
kvartbuxum
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680
iðunn
tískuverslun
iðunn
tískuverslun
2. hæð, Kringlunni
(á móti Habitat),
sími 588 1680
Gull
er gjöfin
Gullsmiðir
Góð
verð
Ferðatöskur - ferðatöskur
Mikið úrval
Skólavörðustíg 7
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert uppátektarsamur og
hefur gaman af því að leggja
þrautir fyrir sjálfan þig og
vini þína.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú átt í einhverjum útistöð-
um við vini þína. Þessu þarf
að kippa í liðinn umsvifalaust
og þú yrðir maður að meiri, ef
þú hefðir frumkvæði þar að.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu ekki ljós þitt skína um
of, því það þreytir bara þá
sem þig umgangast. Farðu
þér bara eilítið hægar og
leyfðu öðrum að njóta sín
líka.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft að finna athafnaþrá
þinni jákvæðan farveg. Farðu
í gegnum þær hugmyndir,
sem þú hefur, og veldu þær
nýtilegustu til framkvæmda.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það gengur ekki hvað þú ert
stjórnsamur. Þótt gott sé að
þiggja ráð öðru hverju er
ekki þar með sagt að fólk sé
að biðja þig að stjórna lífi
sínu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Leikaraskapurinn dregur þig
skammt og í raun getur það
skemmt fyrir þér ef fólk veit
aldrei hvort þú ert sannur í
raun eða ert að leika.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þótt ýmsar áhyggjur sæki að
þér, skaltu ekki láta þær
draga úr þér kjarkinn.
Ræddu málin við þína nán-
ustu og sameiginlega getið
þið fundið lausnina.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þótt þér finnist best að starfa
einn, eru nú þær blikur á lofti
að þú ættir að leita samstarfs
við félaga þína. Margar hend-
ur vinna létt verk.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Farðu vandlega í gegnum
málin áður en þú tekur
ákvarðanir. Það virðist svo
auðvelt að misstíga sig og
þegar vel gengur er öfundin
skammt undan.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Fátt jafnast á við skemmti-
legar umræðustundir í hópi
góðra vina. Leggðu þitt af
mörkum, en hlustaðu líka vel;
þú lærir alltaf eitthvað.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það kemur þér á óvart þegar
ákveðin manneskja leitar eft-
ir vinfengi við þig. Ef þú sam-
þykkir það skaltu muna að
sígandi lukka er best.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þótt þú sért sannfærður um
að þú hafir fundið upp hjólið,
skaltu fara þér hægt í að um-
breyta lífi þinna nánustu.
Þeir vita nefnilega vel af hjól-
inu!
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það gæti hjálpað þér til að
finna þína réttu leið að ræða
málin við vin og velta fyrir
þér hvað þið getið gert; hvor í
sínu lagi og saman.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Ámorgun föstudaginn
1. júní verður sjötugur Jón
Tryggvason, húsgagna-
bólstrari. Hann og eigin-
kona hans Hrefna Magnús-
dóttir, taka á móti gestum í
félagsheimili Orkuveitu
Reykjavíkur við Rafstöðvar-
veg á milli kl. 18 og 20 á af-
mælisdaginn.
80 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 31.
maí er áttræður Jósef
Björgvin Einvarðsson,Vest-
urgötu 64 Akranesi. hann
og kona Christel Einvarðs-
son verða að heiman á af-
mælisdaginn.
LJÓÐABROT
Kristín segir tíðindi
Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga;
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.
Sveinbjörn Egilsson
VESTUR hittir á veikleika
sagnhafa strax í útspilinu
– spilar út hjartakóngi
gegn þremur gröndum:
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ KD9
♥ 863
♦ D10765
♣ DG
Suður
♠ ÁG2
♥ Á54
♦ Á83
♣ K964
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Pass Pass Dobl
Pass 3 tíglar Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Suður dúkkar tvisvar og
veitir því athygli að austur
kallar í hjarta. Það gæti
bent til að útspil vesturs
sé frá KDx sem eru góð
tíðindi því vestur á vafalít-
ið bæði laufás og tígul-
kóng. En hvernig á að
spila?
Bersýnilega þarf að fría
tígulinn og það virðist rök-
rétt að leggja niður tígulás
og spila litnum áfram:
Norður
♠ KD9
♥ 863
♦ D10765
♣ DG
Vestur Austur
♠ 10873 ♠ 654
♥ KD9 ♥ G1072
♦ K4 ♦ G92
♣ Á1073 ♣ 852
Suður
♠ ÁG2
♥ Á54
♦ Á83
♣ K964
Legan er góð – vestur
lendir inni á tígulkóngi og
vörnin fær aðeins einn slag
í viðbót á laufás.
Vissulega gæti þetta
gerst, en hitt er alveg eins
víst að vestur finni þá
snjöllu vörn að fórna tíg-
ulkóngi undir ásinn! Með
því móti skapar hann
félaga sínum innkomu á
tígulgosa. Og þá fer spilið
niður.
Sagnhafi á hins vegar
svar við þessari hættu: Í
stað þess að taka tígulás
spilar hann litlum tígli að
drottningunni. Ef vestur
dúkkar fær drottningin
slaginn og síðan er óhætt
að spila smáum tígli frá
báðum höndum. Austur
kemst þá aldrei inn.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
STAÐAN kom upp á Astana
ofurmótinu sem stendur nú
yfir í Kasakstan. Heims-
meistarinn Vladimir Kram-
nik (2802) hafði hvítt gegn
Boris Gelfand (2712). Arf-
taki Kasparovs í stóli heims-
meistara beitir öðrum að-
ferðum við að innbyrða
vinninga en fyrirrennari
hans. Ósjaldan sýnir hann
óaðfinnanlegan stöðuskiln-
ing í drottningarlausum
miðtöflum. Það
gerði hann í
þessari skák og
reiddi nú til
höggs:
29.Rxb6!
Hxc1 30.Rbd7
Rxd7 31.Rxd7
Ke8 32.Rxb8
Hvítur hefur
tæknilega unn-
ið endatafl en
svartur barðist
hetjulega í
framhaldinu:
32...Hc8
33.Ra6 Hc2
34.e3 Ha2
35.Rc5 Bc7 36.Hb7 Kd8
37.Hb4 Ke7 38.Re4 f5
39.Hb7 Hc2 40.Rg5 h6
41.Rf3 Kf6 42.Rd4 Hc4
43.Rb5 Be5 44.f4 Bc3
45.Hf7! Kxf7 46.Rd6 Ke7
47.Rxc4 Kd7 48.Kf3 Kc6
49.e4 Kc5 50.Re5 fxe4
51.Kxe4 Kb4 52.Rc6 Kxa4
53.Rd4 Kb4 54.Rxe6 Kc4
55.g4 Bf6 56.h3 Bb2 57.h4
Bc3 58.f5 Bb2
59.Rxg7! Bxg7 60.g5 og
svartur gafst upp enda
munu frípeð hvíts renna upp
án þess að hann geti rönd
við reist.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson
Hvítur á leik.
Með morgunkaffinu
Velkominn til starfa, Jónas. Þú sérð að við erum
eins og ein stór fjölskylda hérna.