Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „FAGURT er í Fjörðum...“ syngur básúnan við undirleik horns þegar blaðamaður stingur sér inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tón- skáldið Áskell Másson, sem á heið- urinn af einu verkanna á efnisskrá tónleikanna í kvöld, er einnig mættur og ræðir blæbrigði og útfærslur við stjórnandann, Bernharð Wilkinson, og einleikarann, Christian Lindberg, básúnuleikara sem stundum hefur verið nefndur „heimsmeistarinn í básúnuleik“. Óhætt er að segja að tónlistarferill hins sænska einleikara sé afar óvenjulegur og ótrúlegur, en að sama skapi glæsilegur. Sautján ára að aldri hóf hann nám í básúnuleik og ein- ungis tveimur árum síðar var hann ráðinn í stöðu fyrsta básúnuleikara hjá Konunglegu óperunni í Stokk- hólmi. Frekara nám og áframhald- andi velgengni fylgdi í kjölfarið, og Lindberg tók þá ákvörðun um að verða einleikari á básúnu. Síðan eru liðin 15 ár og hróður hans hefur auk- ist jafnt og þétt. Nýlega var hann kosinn fremsti málmblásari nýliðinn- ar aldar af 4.000 kollegum sínum og skaut meðal annarra tónlistarmönn- um á borð við Louis Armstrong og Miles Davis ref fyrir rass. Í kvöld gefst Íslendingum tækifæri til að heyra og sjá þennan undramann, þegar hann leikur einleik með Sin- fóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Melódískt verk Á tónleikunum mun Lindberg frumflytja ásamt sinfóníuhljómsveit- inni einleikskonsert Áskels Másson- ar fyrir básúnu og hljómsveit sem ber heitið Canto Nordico. Konsert- inn er saminn sérstaklega fyrir Lind- berg og er þetta í annað sinn sem samstarf þeirra Áskels fer fram með þessum hætti, en Áskell hefur áður samið einleikskonsert fyrir Lind- berg. „Verkið er eiginlega samið á mjög löngu tímabili,“ segir Áskell. „Ég kynntist Christian fyrir um fimmtán árum og þá kom upp þessi hugmynd um að ég semdi fyrir hann konsert. Nokkrum árum seinna samdi ég hann og Christian kom hingað og frumflutti hann. Síðan þá hef ég verið að breyta þessu verki heilmikið, en í fyrra og hittifyrra tók ég það alveg í gegn frá byrjun og nú er eiginlega ekkert eftir af upphaf- lega verkinu. Þannig að konsertinn sem fluttur verður í kvöld er alveg nýtt verk.“ Að sögn Áskels eru verk- in tvö þó byggð á sömu melódíunum, en hann notar í verkinu stef sem hann hefur sjálfur samið auk eins ís- lensk þjóðlags, Fagurt er í Fjörðum. „Það er eitt þjóðlag úr Þingeyjasýsl- unni í verkinu, en annars reyni ég að tefla saman skyldum stefjum. Þetta er mjög melódískt verk og byggist mikið á laglínunum. Þó að verkið sé ákaflega ljóðrænt, reyni ég líka að sýna fram á dekkri hliðar, bæði í ein- leikshljóðfærinu og í verkinu sjálfu.“ Fyrra verkið sem Áskell samdi fyrir Christian bar ekkert heiti, en heiti nýja konsertsins er Canto Nordico, og hefur það nýlega verið útgefið hjá Editions Bim í Sviss, sem þekkt er fyrir nótnaútgáfu fyrir málmblásturshljóðfæri. „Verkið var samið með Christian í huga og hans tónmyndun. Hann hefur einstakan tón með mjög fallegum syngjanda, og þess vegna fannst mér viðeigandi að titill verksins höfðaði aðeins til þess, söngur Norðursins,“ segir Áskell og heldur áfram: „Eins og þú heyrir er básúnan ótrúlega kraftmikið hljóð- færi, það getur nánast hvað sem er í þeim efnum. Leikni Christians er engu lík, hann getur spilað nánast hvað sem er. Ég veit til dæmis að hann hefur leikið verk sem skrifuð eru fyrir fiðlu.“ Áskell er að vinna einleiksverk upp úr konsertinum, sem einnig er skrif- að fyrir Christian og mun það bera heitið Canto Solo. „Ég veit því miður ekki hvenær það kemur fyrir eyru al- mennings. En Christian er með svo mikið af tónleikum á dagskránni að það líður áreiðanlega ekki á löngu. Þegar ég hef haft samband við hann undanfarna mánuði í tengslum við þetta verk, hefur hann aldrei verið á sama stað,“ segir Áskell og kímir. Heimsmeistari í básúnuleik Þegar Christian er spurður um ótrúlegan feril sinn svarar hann að það hafi verið djass en ekki klassík eða nútímatónlist sem kveikti áhuga hans á básúnuleik. „Mig langaði að geta leikið eins og margir djassbás- únuleikarar sem ég hlustaði á,“ segir Christian og brosir. „Áður hafði ég fiktað við önnur hljóðfæri, trommur og annað slíkt, en hafði í raun bara áhuga á básúnunni. Ég byrjaði að læra á hana þegar ég var sautján ára. Mér gekk vel og hlutirnir gerðust hratt. Aðeins tveimur árum eftir að ég byrjaði að læra var ég kominn með stöðu við sinfóníuna. Eftir nokk- urn tíma þar fann ég þó að það var ekki það sem ég vildi gera. Svo ég tók þá ákvörðun að verða annaðhvort lögfræðingur eða einleikari á básúnu og ég varð það síðarnefnda.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Christian leikur með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Árið 1987 frumflutti hann fyrrnefndan konsert eftir Áskel Másson, og hefur utan þess leikið einleik með hljómsveitinni við önnur tækifæri. „Mér þykir leitt að hafa alltaf flutt nútímatónlist þegar ég hef komið hingað til að leika,“ segir Christian, en að sögn er nútímatón- list ekki hans eina viðfangsefni. „Á efnisskrá minni eru nútímaverk jafnt sem klassísk verk. Ég hefði mikinn áhuga á að leika klassískt verk næst þegar ég kem til Íslands.“ Óhætt er þó að segja að Christian hafi fengist nokkuð við nútímatónlist og notið velvildar og aðdáunar tónskálda nú- tímans, en 79 konsertar hafa verið samdir fyrir hann. „Hann er mjög áhugaverður og óvenjulegur,“ segir Christian að- spurður um konsert Áskels. „Í hon- um notast Áskell við ólíka tónmynd- un og kallar fram mismunandi áhrif bæði í básúnunni og í hljómsveitinni. Til dæmis notar hann sex horn í verk- inu, sem gefur því nokkuð sérstakan blæ. Ég held að hann sé að vissu leyti að fást við mjög gamla íslenska tón- listarhefð í verkinu. Þetta er inn- hverft verk, byrjar á dulúðugan hátt, sem verður líflegra í miðjunni, en endar á sama mystíska veg og það byrjaði. Í raun myndi ég segja að verkið snerist um tóninn.“ Christian er fjögurra barna faðir og á því stóra fjölskyldu heima í Sví- þjóð. Aðspurður hvernig takist að sameina fjölskyldulíf og tónleikalíf heimsmeistara í básúnuleik svarar hann: „Ég reyni að taka mér frí mjög reglulega, en það eru tónleikar bók- aðir hjá mér fram á árið 2004. Maður verður að gefa sér tíma til að vera með fjölskyldunni, annars verður maður alveg sambandslaus.“ Tónleikarnir í kvöld eru haldnir í fyrsta sal Háskólabíós og hefjast þeir kl. 19.30. Auk konsertsins eru á efnis- skránni Útfarartónlist eftir Witold Lutoslawski og sinfónía nr. 5 í B-dúr eftir Sergei Prokofíeff. Hin syngjandi rödd básúnunnar Christian Lindberg, einleikari á básúnu. Morgunblaðið/Golli Áskell Másson, höfundur Canto Nordico. Christian Lindberg er nafn hins heimsþekkta básúnuleikara sem frumflytja mun einleikskonsert Áskels Mássonar fyrir básúnu og hljómsveit, Canto Nordico, með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Inga María Leifsdóttir átti samtöl við einleikarann og tónskáldið, sem verða í sviðsljósinu á tónleikunum í kvöld. ingamaria@mbl.is EINN af mestu organistum heims, Gillian Weir leikur á tónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgríms- kirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskrá tónleika hennar eru verk frá 16., 17. og 20. öld, eftir eftir Pierre Attaignant, Georg Muffat, Joseph Jongen, Max Reger, Maurice Duruflé og fleiri. Gillian Weir er einn af fremstu listamönnum nútímans og nýtur mikillar virðingar fyrir list sína. Fyrir fimm árum var hún slegin til riddara af Bretadrottningu og ber nú titilinn Dame Gillian. Dame Gillian kom til landsins seint í gær, en gaf sér tíma til að spjalla stutta stund við blaðamann. Gillian Weir ferðast heimshorna milli og hefur leikið á flest þekkt- ustu orgel sem til eru, sem mörg hver eru ævagömul. „Það eru til svo margar gerðir af orgelum, að ég verð að segja að ég eigi mér uppáhaldshljóðfæri af hverri gerð. Þó eru frönsku rómantísku orgelin í sérstöku uppáhaldi hjá mér fyrir sinfóníska orgeltónlist Widors, Cesars Francks og slíkra tón- skálda og eitt besta orgel þeirrar tegundar er í Saint Germain basil- ikunni í Toulouse í Frakklandi. Widor samdi verk sín fyrir þetta orgel, og ég hljóðritaði þar org- elverk Cesars Francks fyrir BBC, sem var sérstakt, því hljóðfærið er svo gott. Allir organistar elska svo hljóðfærið í Haarlem í Hollandi sem er stórkostlegt. Bæði Mozart og Haydn léku á það á sínum tíma og það hefur öðlast virðingu sem eins konar Mekka organista um allan heim. Af nýjum orgelum eiga Danir mörg góð hljóðfæri sem gaman er að spila á. Barrokorgelið í Portier í Frakklandi er líka í sér- stöku uppáhaldi hjá mér. En Klais orgelið hér í Hallgrímskirkju er líka mjög gott; það er uppáhalds orgelið mitt frá Klais.“ En hvernig skyldi það vera fyrir nútímakonu að vera í stöðugri snertingu við hljóðfæri sem meistarar á borð við Mozart og Bach fóru höndum um fyrir öldum. „Ég verð stundum skelfingu lostin, en í rauninni er það stórkostlegt, og maður skynj- ar vel nærveru þessara mikil- menna. Breska sjónvarpið, BBC gerði um mig sjónvarpsmynd fyrir nokkrum árum, þar sem ég lék verk Mozarts á orgelið í Haarlem, en Mozart er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var gagntekin af því að leika verk hans þar, vitandi það að hann hafði leikið nákvæmlega sömu verk á þetta sama hljóðfæri. Það var stórkostleg upplifun fyrir mig.“ Stundum skelfingu lostin Gillian Weir leikur á tónleikum á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Organistinn Dame Gillian Weir leikur á Kirkjulistahátíð HALLGRÍMUR Helgason leggur undir sig forsíðu bókablaðs Week- endavisen um síð- ustu helgi með grein um minni- máttarkennd Ís- lendinga, séð frá botnsætinu í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarps- stöðva og 14–2-tap- inu í fótbolta. Er greinin upptaktur að gagnrýni hins þekkta bókmennta- gagnrýnanda Hen- riks Wivel um bók Hallgríms, 101 Reykjavík. Greinilegt er af lestri gagnrýn- innar að Wivel er mikill aðdáandi Hallgríms en þó fer ekki hjá því að honum finnst bókin hafa elst illa. Hún var fyrst þýdd er hún var tilnefnd til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 1997 og las Wivel hana þá og hreifst af. „Þrátt fyrir að Hlynur eigi goð- fræðilega forfeður í Ödipusi og Hamlet og að móðir hans eyði honum og faðir hans svífi eins og afturganga yfir iðju- lausri tilveru hans á hinn ungæðislegi klofningur, efi og lífsleiði sér ekki nógu djúpar rætur af hendi höfundar- ins … Hið raunveru- lega aðdráttarafl bókarinnar liggur miklu fremur í því sem næst sjálfsfró- unarlegri umgengni við tungumálið, sem rekur inn í hugar- heim karlmannsins og er þurrmjólkað til síðasta sæðis- dropa.“ Segir Wivel þýðinguna góða en við annan lestur, fjórum árum síðar, virðist hún gamaldags og stirð. „Bókin hrópar á þróun í höfundarferli hins hæfileikaríka, viðkvæma, 41 árs myndlistar- manns, teiknimyndahöfundar og grínista. 101 Reykjavík hefur þegar slegið í gegn á heimsvísu og kvikmynd gerð eftir henni er þegar á leið yfir Atlantshafið en maður heillast ekki undir eins af henni lengur.“ Segir bókina 101 Reykjavík hafa elst fremur illa Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Hallgímur Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.