Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÓSAÍK var á síðrómverska skeiðinu eitt algengasta myndgerð- arformið, og skákaði næstum vegg- málverkinu út af kortinu. Rómverj- ar höfðu lengi sýnt af sér ótrúlega takta á þessu sviði eins og vegg- myndin af Alexander mikla og Dar- íusi Persakonungi í „Orrustunni við Issos“ sannar, en sú mósaíkmynd var væntanlega rómversk-hellenísk útgáfa af grísku málverki frá fjórðu öld fyrir Krist. Í frumkristinni og frum-býs- anskri list fimmtu og sjöttu aldar náði mósaíkmyndgerð slíku flugi að veggmálverkið hvarf um tíma. Kirkjurnar í Ravenna á Norðaust- ur-Ítalíu bera enn vott um þetta mikla mósaíkflug sem flestir ætla að hafi komið til vegna þess að kristnum mönnum þótti mósaík óefniskenndari miðill – og þar með guðdómlegri – en freskó- og vegg- málunartækni Hellena og Róm- verja. Það er á þessum býsanska grunni sem Kjuregei Argunova byggir eig- in mósaíkmyndgerð og kennslu sína í notkun miðilsins. Kjuregei, sem upphaflega kemur frá Jakútíu í Sí- beríu en hefur búið á Íslandi í rúma þrjá áratugi, lærði mósaíkgerð í Barcelona á árunum 1993 til 1994. Á sýningunni hjá Ófeigi eru sex verk eftir Kjuregei og bera þau vott um ágætistök hennar á mósa- íkmiðlinum sem hún hefur ekki lagt stund á nema í sjö ár. Verk hennar bera með sér nálægðina við hinn býsanska uppruna íkonagerðarinn- ar, enda eru verk Kjuregei helgi- myndir þótt staðsetning efnisins sé heimfærð upp á íslenskt landslag með Esjuna sem miðju heimsins. Eitt besta verk hennar er þó „Stóllinn og borðið“ úti í garði bak- við listhúsið. Hvort tveggja er inn- lagt mósaíkbrotum og býður gesti velkomna til hvíldar og íhugunar að baki sýningunni. „Grískt-íslenskt borð“ Fannýjar Jónmundsdóttur er sömuleiðis eftirtektarverð tilraun til að nýta mósaíkmiðilinn í tengslum við húsgagnagerð. Af öðrum nem- endum Kjuregei er Elín Gísladóttir hvað atkvæðamest, með hátt í tíu verk, en mörg þeirra benda til grísk-rómverskra áhrifa þótt víða megi einnig sjá nútímalegan húmor í myndum hennar. En þá eru ótalin ógrynni annarra verka, enda eru sýnendur um tugur talsins og verkin ekki færri en fjörutíu. Öll eru þau til vitnis um ágæti þessara listkvenna og ágæta hæfileika þeirra í mósaíkgerð. Hvort sem um nytjahluti er að ræða, helgimyndir eða annars kon- ar verk má slá því föstu að mósaík sé miðill sem henti ágætlega þeim sem vilja endurnýja og endurnýta gömul húsgögn svo sem borð eða stóla. Það sanna Kjuregei og nem- endur hennar með sýningunni í Listhúsi Ófeigs. MÓSAÍK L i s t h ú s Ó f e i g s , S k ó l a v ö r ð u s t í g Til 6. júní. Opið virka daga frá kl. 10–18, en laugardaga frá kl. 11–16. MÓSAÍKMYNDIR & MUNIR KJUREGEI ARGUNOVA & NEMENDUR Halldór Björn Runólfsson Helgimyndir Stóll og borð í bakgarði Listhúss Ófeigs, eftir Kjuregei Argunovu. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson ÚT er komnar hjá hinu virta þýska forlagi Bastei-Lübbe bækur Jóns Kal- mans Stefánsson- ar Skurðir í Rign- ingu og Sumarið bak við brekkuna í þýðingu Lutz Wenzig. Þjóð- verjarnir velja þá leið að gefa bækurnar út saman í einni bók undir heitinu Der Sommer hinter dem Hügel. Báðar bækurnar hafa sama sögusvið, íslenska sveit í byrjun áttunda áratugarins. Ungur drengur kemur úr borginni og fylg- ist með athafnasemi og ævintýrum stórhuga bænda. Skurðir í rigningu kom út árið 1996 og fékk lofsamlegar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til Menn- ingarverðlauna DV sama ár. Bókin Sumarið bak við brekkuna kom út árið eftir og var hún á síðasta ári til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bækur Jóns Kalmans komnar út í Þýskalandi Jón Kalman Stefánsson BÍÓBLAÐIÐ er nýtt tímarit um kvikmyndir og kemur fyrsta tölublað- ið út í dag, fimmtudag. Upplag blaðsins er 65.000 eintök og verður því dreift mánaðarlega inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu, neytendum að kostnaðarlausu. Blaðið er unnið í samvinnu við Háskólabíó og Sam-bíóin og er þar m.a. fjallað um allar kvikmyndir sem frumsýndar eru í bíóhúsum þessara fyrirtækja. Bíóblaðið nýtur liðsinnis fjölda rit- færra kvenna og karla á öllum aldri og úr öllum starfsstéttum, segir Jó- hanna Vigdís Guðmundsdóttir rit- stjóri. „Helsta markmið ritstjórnar er að skapa fjölbreytt blað, sem höfðað getur til allra áhugamanna um kvik- myndir. Mikil aðsókn Íslendinga í bíó sannar að kvikmyndir eru stærsta áhugamál þjóðarinnar, þótt hlutfalls- lega sé tiltölulega lítið fjallað um fyr- irbærið í miðlafári nútímans. Vin- sældir kvikmyndarinnar spretta af þeirri einföldu staðreynd að flestir geta sótt sér skemmtun í heim henn- ar. Bíóblaðinu er ætlað að velta upp spurningum en þó fyrst og fremst að skemmta lesendum, því ánægja er lykillinn að leyndardómi kvik- myndanna.“ Meðal greinahöfunda í Bíóblaðinu eru bókmenntafræðingar, blaða- menn, kvikmyndafræðingar, verslun- armenn, hjúkrunarfræðingur, af- greiðslufólk og bíóstarfsmenn. Tímarit um kvikmyndir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.