Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Sorpu bs. hefur ákveðið að lækka gjaldskrá vegna móttöku á sorpi frá og með 1. júlí n.k. og lengja afgreiðslutíma móttökustöðvarinnar í Gufunesi. Gjaldskráin verður jafn- framt einfölduð og greind í tvo flokka, ann- ars vegar fyrir móttöku í Gufunesi og hins vegar fyrir móttöku á urðunar- staðnum í Álfsnesi. Þá er hafin vinna við könnun á því hvort hagkvæmt sé að framleiða lífrænan áburð og metangas úr bylgjupappa og svína- skít, en sú tilraun hefur vakið nokkra athygli er- lendis. Frá 1. maí var af- greiðslutíma móttöku- stöðvar Sorpu í Gufunesi breytt á þann hátt að af- greiðslutíminn á tíma- bilinu 1. maí til 1. sept- ember hefur verið lengdur um 22 klukkustundir á viku en á öðrum árstímum lengist hann um 18 klukkustundir á viku. Einnig hefur afsláttur sem tengist tímastýringu verið felldur niður, þ.m.t. morgunaf- slættir og síðdegisálag, og þess í stað verður tekið upp afsláttarkerfi sem tengist mánaðarlegum viðskiptum. Gjald fyrir móttöku á blönduðum, óflokkuðum úrgangi lækkar um 2% og gjald fyrir úrgang sem þarfnast meðhöndlunar fyrir böggun lækkar um 14% en gjaldskráin fyrir flokkuð endurvinnsluefni breytist mismikið, t.d. lækka gjöld fyrir móttöku bylgjupappa og dagblaða um 13%. Samkvæmt nýju gjaldskránni verður tekið upp urðunargjald vegna urðunar sorps í Álfsnesi. Við- skiptavinir geta þannig valið um hvernig þeir skila sorpi af sér og greitt samkvæmt því. Þann- ig mun flutningsaðili sem sjálfur annast losun flutningstækis og skilar böggum í baggastæðu greiða 2,22 krónur fyrir kíló- ið en sá sem skilar óbagganlegum úr- gangi mun greiða 3,84 krónur á kílóið. Inga Jóna Þórðar- dóttir, stjórnarfor- maður Sorpu bs., seg- ir að breytingar á gjaldskrá Sorpu megi ma. rekja til þess að vélakostur fyrirtæk- isins hafi verið endurnýjaður og nýj- ar baggavélar afkasti allt að þrisvar sinnum meira en eldri vélakostur, eða 110 tonnum á klukkustund. Þá hefur fjármögnun fyrirtækisins ver- ið breytt frá árinu 1998 á þann hátt að erlendum lánum hefur verið breytt í innlend lán. Í dag eru 88% af skuldum fyrirtækisins í innlendum lánum en heildarskuldir Sorpu eru um 690 milljónir. Tvö vandamál leyst í einu Magnið sem berst til Sorpu hefur aukist mjög undanfarin ár og á síð- asta ári var alls tekið á móti 106.000 tonnum af sorpi. Þar af berast um 15-20.000 tonn af bylgjupappa ár- lega og nú er í gangi verkefni hjá Sorpu sem miðar að því að rannsaka frekar hagkvæmni þess að hefja framleiðslu á lífrænum áburði og metangasi úr bylgjupappa og svína- skít. Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir könnun á því hvort slíkt væri tæknilega fram- kvæmanlegt hafa leitt í ljós að svo sé og því hafi verið ákveðið að leggja í vinnu, í samstarfi við erlenda aðila, við útreikninga á kostnaði við slíka framleiðslu og hvort hún borgi sig. Að sögn Ögmundar hefur þessi aðferð, sem hlotið hefur nafnið PAPPÍL (pappi, íslenska lausnin), vakið talsverða athygli erlendis og margir fylgist með framvindu verk- efnisins, en reiknað er með að hag- kvæmnisathugun ljúki í haust. Ögmundur segir að með slíkri framleiðslu sé verið að leysa tvö vandamál í einu, bæði vegna bylgju- pappa sem lítið fæst fyrir í endur- vinnslu vegna flutningskostnaðar og svínaskíts sem erfitt getur verið að losna við vegna mikils óþefs sem honum fylgir. Lausnin felur í sér nið- urbrot á pappanum og skítnum í lok- uðu kerfi, þar sem úrganginum er blandað saman í réttum hlutföllum og hann hitaður í rotnunartönkum og látinn brotna niður, en ferlið tek- ur um 20 daga. Að niðurbrotinu loknu verður annars vegar til líf- rænn áburður, molta, og hins vegar metangas sem nota má til að knýja bíla eða framleiða rafmagn. Athuga kosti jarðgerðar úr pappa og svínaskít Ögmundur Einarsson Sorpa bs. lækkar gjaldskrá vegna móttöku á sorpi HAFFLÖTURINN í Húsavíkurhöfn skapaði þessa fallegu spegilmynd í mikilli vorblíðu á dögunum. Kirkju- turn Húsavíkurkirkju og stafnar veitingastaðarins Gamla-Bauks spegluðust á himinbláum hafflet- inum á svo listrænan hátt að list- málari hefði vart gert betur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Spegill hafsins um 561 milljón úr söfnunarkössum eða 74%, en það eru spilakassar sem SÁÁ, Rauði krossinn og Slysavarna- félagið Landsbjörg standa að í sam- einingu. Þá fengust 79 milljónir með söfnunum og gjöfum, 53 milljónir vegna samningsbundinna verka við stjórnvöld og 62 milljónir voru ann- ars konar tekjur. Daglega hringja 25 manns í Vinalínuna Alls voru gestakomur unglinga í Rauðakrosshúsið 128 á árinu. Á bak við þessar komur eru 75 einstakling- ar og voru 48 þeirra að koma í at- hvarfið í fyrsta sinn. Helstu ástæður fyrir komu voru húsnæðisleysi, sam- skiptaörðugleikar og eigin neysla. Fimmtungur þeirra sem kemur í at- hvarfið hefur verið rekinn að heiman en í skýrslunni segir að af þeim sem eru í yngri kantinum séu stúlkur í meirihluta en að piltar séu fleiri af þeim sem eru 16 ára og eldri. Flestir sem leita í Rauðakrosshúsið koma úr Reykjavík eða 86 en athygli vekur að af þeim eru 55 drengir og 31 stúlka. Á síðasta ári bárust 6.076 inn- hringingar í Trúnaðarsímann sem er ráðgjafaþjónusta fyrir börn í vanda en aðeins einu sinni hafa þær verið fleiri á þeim fjórtán árum sem Rauðakrosshúsið hefur boðið upp á slíka þjónustu. Hringingar í Vinalín- una sem ætluð er eldra fólki voru 8.829 yfir árið sem samsvarar 25 símtölum á dag.     . % /  0 1  % !                     !"  # $  % #!&# '( !&# )   !&# *(   +  !       Ársskýrsla Rauða krossins komin út 74% tekna úr spilakössum TEKJUR og framlög Rauða kross Íslands námu 755 milljónum króna árið 2000 og voru því lægri en árið áður þegar þær voru 809 milljónir að því er fram kemur í ársskýrslu Rauða kross Íslands sem lögð var fram á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Framlög til deilda og verkefna námu 769 milljónum og urðu því gjöld umfram tekjur 14,1 milljón á árinu. Stærstur hluti útgjalda á árinu fór í alþjóðlegt hjálparstarf, 22% eða tæpar 169 milljónir. Árið 1999 voru framlög til alþjóðlegra hjálparstarfa nokkuð hærri eða tæpar 182 millj- ónir og segir í skýrslunni að hærri framlög 1999 séu tilkomin vegna stríðsátakanna í Kosovo. 22% út- gjalda fóru í framlög til deilda eða um 165 milljónir, 20% fóru í innan- landsstarf, 18% fóru í aðra starfsemi, 10% í sjúkraflutninga, 5% í alþjóða- samstarf og 4% til flóttamanna og hælisleitanda. 79 milljónir með söfnunum og gjöfum Af útgjöldum til innanlandsstarfa fóru 24% í heilbrigðismál og al- mannavarnir, 21% í deildastarf, sam- tals 25% til Rauðakrosshússins og í Vin, athvarf fyrir geðfatlaða og 30% í önnur innanlandsverkefni. Af út- gjöldum til alþjóðlegra hjálparstarfa fóru 52% í neyðaraðstoð, 25% í þró- unaraðstoð og 23% til sendifulltrúa. Af 755 milljón króna tekjum kom ÁKÆRUVALDIÐ telur fulla ástæðu til að þrír Litháar, sem sitja í gæsluvarðhaldi, grunaðir um inn- brot í verslun Hans Petersen og bræðurna Ormsson, fái þunga dóma fyrir þau brot sem þeir eru ákærðir fyrir. Það er mat ákæruvaldsins að gera eigi þeim fulla refsingu fyrir brot sín, en refsiramminn fyrir þjófnað er 6 ára fangelsi og fjögurra ára fangelsi fyrir nytjastuld. Ákærðu eru sakaðir um að hafa stolið bifreið og stolið vörum í tveim- ur innbrotum fyrir á áttundu milljón króna. Þeir voru handteknir með þýfið hinn 19. mars sl. en hafa neitað sök um innbrotin sjálf. Varninginn hafi þeir verið að senda fyrir Pól- verja sem þeir hittu hér á landi rétt eftir komuna til landsins 16. mars. Við málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, sagði sak- sóknari hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík, að ákærðu hefðu komið hingað til lands í þeim tilgangi að brjótast inn og senda þýfið síðan úr landi. Brotavilji þeirra hefði verið einbeittur og hefðu mikil skemmd- arverk verið unnin við innbrotin. Frásögn ákærðu um að Pólverjar hefðu fært þeim þýfið á farfugla- heimilið í Laugardal, til að senda það úr landi fyrir sig, væri ótrúverðug og skýringar þeirra á málvöxtum út í hött. Verjendur ákærðu gagnrýna rannsókn lögreglunnar og krefjast sýknu fyrir hönd skjólstæðinga sinna en til vara vægustu refsingu sem lög leyfa. Þrír Litháar sakaðir um stórfelldan þjófnað Krafa gerð um þunga dóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.