Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÉG var að lesa grein sem birtist í Velvakanda 25. maí sl. eftir Hrafnkel Tryggvason og heitir Hvað er í ísskápnum? Eftir að góðærið kom hafa ísskápar margra verið tómir og eins og Hrafnkell segir má þar kannski sjá mjólkurpott og brauð. Því miður er ástandið svona hjá mörg- um meirihluta mánaðar- ins. Fyrir stórhátíðir má þar kannski sjá kjötbita og kartöflur, kannski keypti fólkið þetta sjálft og ein- hverjir af heimilisreikn- ingunum urðu útundan. Svo voru aðrir sem fóru til Félagsþjónustunnar og fengu synjun um hjálp og var jafnvel bent á að leita til hjálparstofnana þótt Félagsþjónustan beri alla ábyrgð samkvæmt lögum. Margt eldra fólk segist á langri ævi ekki hafa upp- lifað annað eins ástand og sé núna og hefur það mikl- ar áhyggjur af lífsafkomu afkomenda sinna. Það er lítið skref sem ríkisstjórn- in sté núna til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og ná þeir þessu að mestu aftur með sköttun. Það mun því ríkja áfram ör- vænting og vonleysi meðal þessa fólks sem veit af reynslu að góðærið þýðir tómur ísskápur. Hrafnkell talar um undirmálsfólk en allir eiga þau mannréttindi að halda reisn sinni hér í landi velferðar, með góð- um ágangi í ríkiskassa geta allir lifað góðu lífi. Burt með fátækt og eymd. Samfélagið á að vera duglegra að styðja við bakið á þeim sem troðið er á og krefjast réttlætis fyr- ir alla. Sigrún Ármanns Reyn- isdóttir, form. Samtaka gegn fátækt. Frábær reynsla MIG langar til að koma á framfæri frábærri reynslu af náttúrulyfinu Lið-Aktín sem fæst í Heilsuhúsinu. Þannig er mál með vexti að faðir minn hefur verið illa haldinn af slitgigt í hnjám til margra ára. Hann hefur verið í meðferð hjá sér- fræðingi í gigtarlækning- um og hefur nú á annað ár verið á einu nýjasta og að því að talið er besta gigt- arlyfinu sem völ er á. Lyfjagjöfin hefur hins vegar engan teljandi ár- angur borið. Um áramótin síðustu ákvað hann að prófa að taka Lið-Aktín en bar það þó fyrst undir sinn lækni. Hann tjáði honum að þetta náttúrulyf inni- héldi efni sem væru brjóskmyndandi og því ekkert því til fyrirstöðu að reyna þetta með sínu gigt- arlyfi. Hann hefur hingað til ekki verið trúaður á mátt náttúrulyfja og eftir að hafa tekið Lið-Aktín í þrjá mánuði fann hann engan mun. Læknirinn ráðlagði honum samt að gefa þessu enn tíma og nú, eftir að hafa tekið Lið-Akt- ín í tæpa fimm mánuði, er hann farinn að finna tals- verðan mun. Verkirnir eru miklu minni og gönguþol hans hefur aukist veru- lega. Ég vil því hvetja fólk í hans sporum til að reyna þetta náttúrulyf og gefast ekki upp þótt það finni ekki mun á fyrstu 8–12 vikunum því ýmsir þættir, s.s. líkamsþyngd og stig sjúkdómsins, geta haft áhrif á verkunartíma lyfs- ins. Hulda. Þakkir til Hótel Geysis í Haukadal KLÚBBURINN Geysir hélt ráðstefnu á Hótel Geysi í Haukadal 21.–23. maí sl. Við viljum þakka starfsfólki Hótel Geysis fyrir frábærar móttökur og góðan aðbúnað. Starfs- fólkið var frábært og þjón- aði okkur með bros á vör allan tímann og mega aðrir taka það sér til fyrirmynd- ar. Þökkum innilega fyrir okkur. Kveðja, Klúbburinn Geysir. Fyrirspurnir ÁSTA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri nokkrum fyrirspurnum. Hvað er fjölvöðvagigt? Hefur Ingibjörg Sólrún komið í Bústaðabókasafn? Reykurinn úr Sements- verksmiðjunni á Akranesi, Álverksmiðjunni Norðurál og Kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga, hefur hann einhver áhrif? Með von um að einhver geti svarað þessum fyrirspurn- um. Tapað/fundið Úlpa í óskilum SVÖRT dúnúlpa er í óskil- um í afgreiðslu Listasafns Íslands. Upplýsingar í síma 515-9610. Unglingahjól í óskilum UNGLINGAHJÓL fannst Breiðholtsmegin í Elliða- árdalnum, sunnudaginn 27. maí sl. Upplýsingar í síma 557-3549. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Merkir tómur ísskápur góðæri? 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hóp, 4 hlýða, 7 bætir við, 8 svipað, 9 ferskur, 11 báts, 13 hafði upp á, 14 hafna, 15 áll, 17 grip- deildar, 20 eldstæði, 22 kirkjuhöfðingjar, 23 ekki í heiminn komið, 24 stjórnar, 25 sjúga. LÓÐRÉTT: 1 svínakjöt, 2 fárviðri, 3 ögn, 4 jarðsprungur, 5 dauft ljós, 6 dýrið, 10 skreytinn, 12 sár, 13 spor, 15 smátotur, 16 lík- amshlutinn, 18 mjög gott, 19 sloka í sig, 20 hugar- burður, 21 dægur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 stórhýsið, 8 tommu, 9 undra, 10 son, 11 myrkt, 13 arður, 15 svart, 18 Óskar, 21 úlf, 22 ræðin, 23 élinu, 24 mannhafið. Lóðrétt: 2 tómir, 3 raust, 4 ýsuna, 5 ildið, 12 kýr, 14 rós, 15 skrá, 16 auðna, 17 túnin, 18 óféta, 19 kriki, 20 rauf. Víkverji skrifar... ÞAÐ kemur öðru hverju fyrir aðVíkverji skilur ekki orð eða hugtök sem notuð eru í umræðu eða fjölmiðlum. Ástæðan er oft sú að ver- ið er að fjalla um sérhæfð mál sem ekki er á allra færi að skilja. Það kemur þó fyrir að Víkverji rekst á orð sem hann skilur ekki til fulls en hefur á tilfinningunni að flestallir aðrir skilji. Viðbrögð Víkverja eru þá gjarnan sú að þykjast skilja orðin, a.m.k. treystir hann sér ekki til að spyrja hvað þau þýða af ótta við að hann verði uppvís að fávisku. Eitt þessara orða sem Víkverji hefur aldrei almennilega áttað sig á hvað þýðir er hugtakið póstmódern- ismi. Póstmódernismi er mikið tísku- orð og þeir sem vilja fylgjast með og taka þátt í umræðu um menningar- mál verða að skilja hvað það þýðir og allra helst að geta beitt því í orð- ræðu. Þar sem Víkverji hefur aldrei almennilega áttað sig á því hvað þetta orð þýðir hefur hann lagt sig fram um að lesa sem flestar greinar sem birst hafa í fjölmiðlum um póst- módernisma í von um að skilja við hvað er átt. Satt að segja er Víkverji litlu nær eftir allan þennan lestur. Greinarnar fjalla m.a. um póst- módernisma í bókmenntum, póst- módernisma í sagnfræði, póstmód- ernisma í listum og meira að segja um póstmódernisma í tungumála- kennslu. Síðan deila menn um ágæti póstmódernisma. Þannig hefur verið skrifuð grein um viðbrögð afstæðis- sinna við póstmódernisma. Af um- ræðunni má skilja að sumir skil- greini sig sem póstmódernista á meðan aðrir gagnrýna póstmódern- ismann. Í allri þessari umræðu virð- ist hins vegar hreint aukaatriði að skilgreina hvað póstmódernismi er. x x x NÝLEGA var Víkverji á fundi þarsem orðanotkun í umræðu um menningarmál barst í tal. Einn fund- armanna tók sem dæmi að hann hefði aldrei skilið hvað orðið póst- módernismi þýddi. Víkverji varð bæði undrandi og glaður að upp- götva að hann var ekki einn um að skilja ekki þetta einkennilega orð. Raunar lýstu fleiri hugrakkir fund- armenn því yfir að þeir vissu ekkert hvað þetta orð þýddi. Þessar upplýs- ingar hafa orðið til þess að Víkverji hefur breytt um afstöðu til póstmód- ernisma. Í stað þess að þykjast skilja hugtakið hefur Víkverji ákveðið að segja hverjum sem það vill heyra að hann skilji ekki orðið póstmódern- ismi. Þess má geta að í orðabók Menn- ingarsjóðs er ekkert að finna um póstmódernisma þrátt fyrir að hug- takið hafi verið skilgreint „ekki að- eins eitt af stærri hugtökum í vest- rænni hugmynda- og menningar- sögu, heldur varðar það nútímann og lifandi fólk“. x x x ÍÞRÓTTAFRÉTTIR á Ríkissjón-varpinu eru sagðar með nokkuð sérkennilegum hætti. Sú venja hefur skapast að þegar búið er að segja hefðbundnar fréttir kemur íþrótta- fréttamaðurinn í mynd og fréttaþul- urinn spyr hann glaðklakkalegur hvort eitthvað sé um að vera í íþrótt- unum. Í stað þess að snúa sér beint í myndavélina og segja áhorfendum hvað sé að frétta úr heimi íþróttanna fer íþróttamaðurinn að segja frétta- þulinum íþróttafréttir. Sjónvarps- áhorfendum líður eins og þeir séu að hlutsa á samtal tveggja manna sem komi þeim ekkert við. Samræðurnar eru þar að auki einstaklega stirðar. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss kemur og fer í dag. Bjarni Sæmunds- son, Ocean Castle og Stella Pollux koma í dag. Arnarfell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Jó- hanna Kristina kom í gær. Fornax, Ozher- elye, Zamoskvorechye, Eridanus og Fuglberg koma í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laugar- daga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 9–16.30 opin handa- vinnustofa, útsaumur og bútasaumur, kl. 9.45 helgistund að morgni, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9.30 morgun- kaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 14–15 dans hjá Sigvalda, kl. 15 kaffi. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mos., á Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustof- an opin, kl. 9.30 dans- kennsla, kl. 14.30 söng- stund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ, fimmtudagur 31. maí boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag verður félagsvist kl. 13:30. Á morgun brids kl. 13:30 og púttað á vellinum við Hrafnistu kl. 14 til 16. Laugardag verður laugardags- gangan kl. 10 frá Hraunseli. Þriggja daga ferð til Horna- fjarðar 9. júlí. Orlofið að Hótel Reykholti, Borgarfirði, 26. ágúst nk. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555 0142. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í há- deginu. Brids í dag kl. 13. Vestmannaeyjar 6.-8. júní, þátttakendur sæki farmiða fyrir 2. júní. Dagsferð 13. júní. Nesjavellir-Grafningur- Eyrarbakki. Húsið og Sjóminjasafnið á Eyr- arbakka skoðað. Leið- sögn: Tómas Einarsson og Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin. 19.-22. júní Trékyllisvík, 4 dagar, gist að Valgeirs- stöðum í Norðurfirði, svefnpokapláss. Ekið norður Strandir. Farið í gönguferðir og ekið um sveitina. Ekið heimleiðis um Trölla- tunguheiði eða Þorska- fjarðarheiði. Skráning hafin. Leiðsögn Tómas Einarsson. Silfurlínan opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. Opnunar- tími skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Uppl. í s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kl.15.15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfing- ar í Breiðholtslaug kl. 9.30 eru byrjarðar aft- ur. Umsjón Edda Bald- ursdóttir. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdótt- ir djákni, frá hádegi spilasalur opinn. Mynd- listarsýning Gunnþórs Guðmundssonar stend- ur yfir. Almennur dans hjá Sigvalda á mánu- dögum kl. 15.30, allir velkomnir. (Ekkert skráningargjald.) Sum- ardagskráin er komin. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15, gler og postu- lín kl. 9.30, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun, og klippimyndir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Dagsferð verður farin fimmtudaginn 7. júní. Lagt af stað kl. 10. Við- koma í Eden í Hvera- gerði. Farið verður á Njáluslóðir, Njálusafn skoðað með leiðsögn Arthurs Björgvins Bollasonar. Ekið um Stokkseyri og Eyrar- bakka, Eyrarbakka- kirkja skoðuð. Sr. Úlfar Guðmundsson tekur á móti hópnum. Kvöld- verður og dans á Hótel Örk. Sundlaug og heitir pottar. Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Uppl. og skráning í s. 562 7077. Ath takmarkaður miðafjöldi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund og al- menn handmennt, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjálst spil, kl. 14 létt leikfimi, kl. 14.30 kaffi. Gullsmárabrids. Sum- arhlé hjá Bridsdeildinni í Gullsmára. Síðasti spiladagur bridsdeildar eldri borgara í Gull- smára 13 er í dag. Mæt- ing kl. 12.45. Spilaður verður stuttur tvímenn- ingur en síðan sezt að sólarkaffi. Að loknu sumarhléi hefst ný bridsvertíð í september- mánuði nk. Bridsdeild FEBK, Gullsmára. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Hin árlega vor- ferð sumarsins verður miðvikudaginn 6. júní. Lagt af stað frá Kirkju Óháða safnaðarins kl. 20. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skráning hjá Ester, s. 557 7409, Halldóra, s. 566 6549, eða Ólöfu, s. 588 7778. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra heldur vormót í pútti í dag á púttvellinum í Laugar- dal. Ath. Ekki inn við Rafstöðina eins og áður var auglýst. Keppnin hefst kl. 14. Skráning á staðnum kl. 13.30 í dag. Haukar, öldungaráð. Sumarferðin er 13. júní. Skráning í símum 555 0176 eða 555 0852. Í dag er fimmtudagur 31. maí, 151. dagur ársins 2001. Fardagar. Orð dagsins: Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig. Bind þau um háls þér, rita þau á spjald hjarta þíns. (Orðskv. 3, 3.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.