Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 45

Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 45 Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstökum brautum eru á heimasíðu. Borgarholtsskóli v/Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 1701. Heimasíða: www.bhs.is Borgarholtsskóli framhaldsskóli í Grafarvogi Innritun nýnema vorið 2001 fer fram í skólanum 5.-8. júní kl. 11-18 Í boði eru eftirtaldar námsbrautir: Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut: Áhersla á félags- og hugvísindi. Góður grunnur að háskólanámi í félags-, uppeldis- og umönnunargreinum. Náttúrufræðibraut: Áhersla á stærð-, eðlis-, efna- og líffræði. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði, læknisfræði o.fl. greinum. Tungumálabraut: Fjögur erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Starfsnám Félagsliðabraut: Fagnám fyrir störf í félagsþjónustu- og uppeldisstofnunum með áherslu á sálfræði, uppeldi, umönnun og fatlanir. Upplýsinga- Fagnám fyrir störf á fjölmiðlum og við upplýsingamiðlun og fjölmiðlabraut: í stofnunum og fyrirtækjum með áherslu á fjölmiðlatækni og vefsmíði. Verslunarbraut: Fagnám fyrir störf í verslun- og viðskiptum með áherslu á rekstur, fjármál, tölvur og viðskipti. Iðnám Bíliðnir: Réttindi til starfa í bíliðngreinum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Málmiðnir Réttindi til starfa í málmiðnum og pípulögnum að loknu og pípulagnir: sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Listnám Margmiðlunarhönnun: Listir og menning, myndvinnsla og margmiðlunarverk- stæði. Góður grunnur að námi í listaháskólum. Almenn námsbraut Almenn námsb. I og II: Nám fyrir þá sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á ofan- greindar námsbrautir eða eru óákveðnir. UM ALLLANGT skeið hefur það þótt klókt áróðursbragð í markaðssetningu að hampa ímynd lands og þjóðar og um leið hef- ur þessi ímynd verið menningarlegt kapps- mál margra Íslend- inga. Hún tengist hreinleika, heilnæmi, fegurð og ósnortinni náttúru og er blanda af veruleika og ósk- hyggju – andlit út á við og draumaland okkar inn á við. Ímyndin út á við er all- sterk vegna þess að vistkerfi landsins, þegar frá er talin gróður- og jarðvegseyðing, er í sæmilegu ásigkomulagi. Íslensk náttúra er ennþá lítt menguð og það sem meira er um vert, hún varðveitir ótal gersemar í stærstu óbyggðum Evrópu. Þar má nefna Þjórsárver svo og Eyjabakka, sem ásamt elfum og gljúfrum, eld- og ís- fjöllum öræfanna eru kjörin í nytja- banka framtíðar sem óvenjulegasti þjóðgarður á jarðarhveli. Jafnvel þótt ímynd landsins sé meiri í orði en á borði hjá stjórn- völdum þá breytir það því ekki, að ríkidæmi íslenskrar náttúru er ein- stakt í hnignandi lífheimi. Allt sem lýtur að verndun þessara náttúru- gæða er inneign í arðvænlegasta banka framtíðar. Allt sem stuðlar að eyðileggingu þeirra er gáleysi. Alvarleg teikn eru á lofti. Efna- hagsskútan stefnir á grynningar. Því hafa verkstjórar og efna- hagsspámenn komist að þeirri nið- urstöðu, að bjargráðið eina sé að fórna dýrmætustu auðlindum þjóð- arinnar; vistkerfum og náttúruger- semum ásamt ímynd draumalands- ins fyrir orkuframleiðslu og stóriðju. Íslenskir stjórnmálamenn dansa nú á flughálum ís. Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, fullyrðir að dapurt verði í íslensku atvinnulífi komi ekki til stóriðju á Grundar- tanga og í Reyðarfirði. Álver og stórtækar náttúrufórnir eru einu úrræði þessa mikla foringja fram- sóknarmanna, sem um nærri 20 ára skeið hef- ur verið einn valda- mesti maður landsins. Með öðrum orðum er formúla Halldórs sú að fórna NÁTTÚRU- AUÐLIND í hvert sinn sem illa tekst til við stjórn efnahags- mála. Hér skortir ekki úrræðaleysið! „Hvað er þá orðið okkart starf í sex hundruð sumur?“ Álbræðslur knýja dyra. Norðurál og Norsk Hydro bíða eftir því að Íslending- ar láti auðlindir sínar í té í formi niðurgreiddra kílóvattast- unda og án skaðabóta fyrir hrikaleg landspjöll. Fórnirnar eru ekki að- eins okkar megin. Námuvinnsla hráefnisins til álvinnslu hefur einn- ig valdið hatrömmum deilum við frumbyggja Ástralíu og Norsk Hydro situr í daunillri súpu í Orissa á Indlandi. (Sjá: www.Or- issa+bauxite). Slóð álframleiðslu er stráð náttúrufórnum, jafnvel mann- fórnum eins og í Orissa. Að auki er álframleiðslan afar mengandi. Hvernig getur það þá gerst í um- boði ríkisstjórnar, sem nýlega hefur hlotið lof í lófa fyrir umhverfisvit- und sína gagnvart Móður Jörð frá félaga Gorbatsjof (eða voru verð- launin kannski þakkir fyrir Keikó?), að stefnt sé að mestu óhæfuverkum á náttúru Íslands sem um getur? Því get ég ekki svarað en tvennt ber hæst: Stífla við Norðlingaöldu í jaðri Þjórsárvera og Kárahnjúka- virkjun. Hervirkin myndu eyði- leggja svipmót hálendisins og ímynd Íslands í einum rykk. Ein og sér dugar Kárahnjúkavirkjun til að valda mestu náttúrspjöllum í Vest- ur-Evrópu fyrr og síðar. Leita þarf til gömlu Sovétríkjanna og Kína til að finna áþekk dæmi. Vistfræðileg áhrif framkvæmdarinnar munu ná yfir 3000 ferkílómetra. Áhrifasvæð- ið nær frá jökli og út í sjó og lengd þess er álíka og endilangt Snæfells- nes inn í Hvammsfjarðarbotn og austur undir Tröllakirkju. Annar samanburður er til dæmis frá Reykjanestá að Reykjavík þaðan í austur að Þjórsárdal og Hlíðarenda í Fljótshlíð eða mest allt undirlendi Suðurlands. Fyrirhugað er að rugla lífæðar landsins, vatnafarið. Kára- hnjúkavirkjun er atlaga að íslensku þjóðinni. Engin rök duga sem af- sökun til að eyðileggja náttúruauð- lind þjóðar fremur en að menn rústi velferð fólks með fantaskap. Engar efnahagsforsendur réttlæta sið- blinduna, sem felst í því að spilla framtíð þjóðar. Og enginn Davíð, enginn Halldór, enginn Friðrik hef- ur minnsta rétt til að hvetja til slíkrar atlögu. Áform Landsvirkjunar um nýtt miðlunarlón í Þjórsárverum er líka til marks um hömlulausa innrás Landsvirkjunar inn á hálendið. Kvíslaveita Landsvirkjunar hefur nú þegar rænt miklu vatni frá Þjórsárverum og uppblástur hafinn í friðlýstu landi. Verin eru einnig á Ramsarskrá yfir votlendi - álitin náttúrugersemi jarðarbúa. Í húfi eru ekki aðeins Þjórsárver. Neðar í Þjórsá eru nokkrir fegurstu fossar landsins sem myndu þurrkast upp. Þeirra á meðal er Dynkur. Allt þetta vita vaskir Gnúpverjar sem með skýrum hætti hafna aftur áformum yfirvalda; fyrst árið 1972 og nú aftur í maí 2001. Forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophus- son, lagði áherslu á það í frétta- þættinum Speglinum á dögunum að ávallt hefði verið gert ráð fyrir lóni í Þjórsárverum. Þetta er ekki rétt. Aldrei hefur verið gert ráð fyrir uppistöðulóni sem skaða myndi verndargildi Þjórsárvera. Í sama viðtali lýsti hann því yfir að lón við Norðlingaöldu myndi VERJA Þjórsárver! Er Friðrik á grímu- dansleik eða veit hann ekkert um skaðsemi uppistöðulóna? Hefur hann ekki kynnt sér niðurstöður vísindamanna um áhrif miðlunar- framkvæmda á verin? Friðrik hefur einnig fullyrt að Norðlingaöldulón væri forsenda að stækkun Norður- áls. Allir vita að það er ósatt. Allir sem til þekkja vita líka að Lands- virkjun er ekki hægt að treysta – samanber samkomulagið um Þjórs- árver og friðun þeirra, samanber stífluna í Laxá í Laxárdal og friðun Laxár, samanber friðun Kringilsár- rana, samanber fullyrðingar for- stjórans; engir samningar halda, ekkert er heilagt. Við Íslendingar viljum betri framtíð og miklu betra samneyti við landið okkar en að það sé misnotað í valdatafli ráðamanna. Þjóðin á líka heimtingu á upplýstum stjórnmála- og embættismönnum sem bera sæmilegt skynbragð á lýðræðislega stjórnarhætti. Auðlindir Íslands mega aldrei framar vera skiptimynt þeirra við auðhringa og stóriðjur og þó svo að ímynd landsins sé að nokkru leyti draumur, þá má hann ekki umhverfast í martröð. Ég skora á alla, unga sem aldna, að taka höndum saman og koma í veg fyrir sóun náttúruauðlinda og glæfraspil með almannafé. Munið að stjórnmálamenn eiga hvorki landið né lífeyrissjóðina. Baráttu- hópar og náttúruverndarsamtök sem vernda vilja landið munu miðla upplýsingum á heimasíðum sínum. Sendið inn athugasemdir til Skipu- lagsstofnunar fyrir 15. júní. Stönd- um saman og vinnum þessa örlaga- ríku lotu. Að umturna ímynd Guðmundur Páll Ólafsson Náttúruvernd Ein og sér dugar Kára- hnjúkavirkjun, segir Guðmundur Páll Ólafs- son, til að valda mestu náttúruspjöllum í Vest- ur-Evrópu fyrr og síðar. Höfundur er náttúrufræðingur og rithöfundur. Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 22. maí mættu 25 pör og var að venju spilaður Michell tvímenningur. Lokastaða efstu para í N/S varð þessi: Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórss. 378 Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafsson 361 Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 344 Hæsta skor í A/V: Anna Lúðvíksd. - Kolbrún Ólafsd. 367 Einar Guðnason - Ragnar Björnss. 364 Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 363 Á föstudaginn var mættu 23 pör og þá urðu úrslit þessi: Þórarinn Árnason - Ólafur Ingvarss. 240 Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 239 Sigrún Pétursd. - Alfreð Kristjánss. 235 Hæsta skor í A/V: Páll Hannesson - Kári Sigurjónss. 255 Bragi Björnsson - Auðunn Guðmundss. 251 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 245 Meðalskor á þriðjudag var 312 en 216 á föstudag. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Frá landsliðsnefnd kvenna Breytingar hafa verið gerðar á spilakvöldum landsliðsnefndar kvenna. Spilakvöldi sem vera átti fimmtudagskvöldið 31.5. verður frestað til miðvikudags 27. júní. Sökum húsnæðisbreytinga hjá Bridssambandinu þarf að flytja a.m.k. næstu spilakvöld landsliðs- nefndar kvenna á miðvikudaga. Því verður næsta spilakvöld 27.6. og flytjast spilakvöldin á miðvikudaga og verða í Skeifunni 11 síðasta mið- vikudagskvöld mánuðina júní til ágúst. Á spilakvöldum sumarsins eru þekktir spilarar fengnir til að halda stutt erindi. Fyrirlesari næsta spila- kvöld, á miðvikudeginum 27.6., verð- ur Ragnar Hermannsson en hann er eins og kunnugt er, einn þeirra sem hampað hafa heimsmeistaratitli í brids. Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing í Gullsmára 13 mánudaginn 28. maí. Miðlungur 126. Efst vóru: NS Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 145 Leó Guðbrandss. – Aðalst. Guðbrandss. 138 Karl Gunnarss. – Ernst Backman 137 AV Halldór Kristinss. – Sig. Kristjánss. 137 Kristján Guðmundss. – Sig. Jóhannss. 133 Kristj. Halldórsd. – Eggert Kristinss. 131 Síðasti spiladagur fimmtudaginn 31. maí. Mæting kl. 12.45. Sumar- kaffi! strets- gallabuxur v/Nesveg Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.