Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GREIÐSLUR úr lífeyrissjóðum til
ellilífeyrisþega koma til með að
hækka verulega á næstu árum.
Greiðslur Sameinaða lífeyrissjóðsins
verða t.d. þrefalt hærri eftir 10 ár en
þær eru að meðaltali í dag. Ekki eru
hins vegar horfur á að greiðslur til
öryrkja úr lífeyrissjóðum hækki að
sama skapi. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu ASÍ um velferðarmál.
Á síðasta ári greiddu lífeyrissjóðir
að meðaltali 21.505 kr. á mánuði í
ellilífeyri. Inni í þessari tölu eru líf-
eyrissjóðir á almennum vinnumark-
aði ef frá eru taldir Lífeyrissjóður
verslunarmanna og Samvinnulífeyr-
issjóðurinn. Meðaltalsgreiðsla Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna var
29.400 kr. á mánuði og 32.953 kr. hjá
Sameinaða lífeyrissjóðnum.
Í úrtaki Reiknistofu lífeyrissjóð-
anna, sem sagt er frá í skýrslu ASÍ,
eru 12.092 ellilífeyrisþegar. Þar af
eru eingöngu 1.634 sem fá hærri
greiðslur en 40.000 kr. á mánuði eða
13,5%. Þeir sem fá hærri greiðslur
en 70.000 kr. eru 240 eða um 2% af
heildinni.
Sjóðsfélagar í Sameinaða lífeyris-
sjóðnum eru iðnaðarmenn og voru
greiðslur sjóðsins á síðasta ári held-
ur hærri en meðaltalsgreiðslur hinna
sjóðanna. Þannig fengu 36% sjóðs-
félaga Sameinaða lífeyrissjóðsins
meira en 40.000 kr. í ellilífeyri og 5%
fengu meira en 70.000 kr.
Velferðarnefnd ASÍ óskaði eftir
því við Sameinaða lífeyrissjóðinn að
hann spáði fyrir um greiðslur sjóðs-
ins til ellilífeyrisþega í náinni fram-
tíð. Niðurstaðan er sú að sjóðsfélag-
ar sem voru 66 ára í árslok 2000 fái
að meðaltali 48.020 kr. á mánuði í
ellilífeyri sem er 45,7% hærri upp-
hæð en þeir fengu sem komnir voru
á lífeyri í fyrra. Framreiknuð rétt-
indi þeirra sem eru 55 ára, miðað við
óbreyttar iðgjaldagreiðslur, leiðir í
ljós að þeir geta vænst þess að fá
110.619 kr. á mánuði í ellilífeyri, sem
er þrisvar sinnum hærri upphæð en
sjóðurinn greiðir að meðaltali í dag.
Nefndin bendir á að tvennt ráði
mestu um afkomu lífeyrissjóðanna;
ávöxtun og lækkun dánartíðni. Dán-
artíðni hafi farið lækkandi síðustu
áratugina og haldi sú þróun áfram
þurfi að endurskoða forsendur fyrir
tryggingafræðilegri athugun lífeyr-
issjóðanna. Ávöxtun sjóðanna hefur
verið mjög góð á síðustu 5 árum og
nefndin telur óraunhæft að gera ráð
fyrir jafngóðri ávöxtun á næstu ár-
um. Raunar spái margir að ávöxtun
muni lækka á næstu árum.
Greiðslur til öryrkja hækka
ekki að sama skapi
Ekki eru horfur á að greiðslur til
öryrkja úr lífeyrissjóðum hækki
nærri eins mikið og greiðslur til elli-
lífeyrisþega. Skýringin er sú að ein-
ungis þeir sem hafa orðið öryrkjar á
meðan þeir voru á vinnumarkaði
eiga rétt á örorkulífeyri úr lífeyris-
sjóðum. Þeir sem fæðast fatlaðir og
þeir sem verða öryrkjar áður en þeir
komast á vinnumarkað greiða ekki
iðgjöld til lífeyrissjóðanna og fá þess
vegna ekkert greitt úr þeim. Þeir
sem verða öryrkjar eftir að hafa
greitt iðgjald í lífeyrisjóðina í tiltek-
inn tíma fá greiddan örorkulífeyri
eins og þeir væru komnir á ellilífeyri,
þ.e.a.s. réttindi þeirra eru uppreikn-
uð miðað við 67 ára aldur.
Mun færri örorkulífeyrisþegar en
ellilífeyrisþegar fá greiðslur úr líf-
eyrissjóðum, en 40% öryrkja fá eng-
ar greiðslur úr lífeyrissjóðum. Um
helmingur einhleypra örorkulífeyr-
isþega fær greitt um lífeyrissjóði.
Ekki virðist hafa átt sér stað nein af-
gerandi breyting á þessu á þeim
tæpa áratug sem velferðarnefndin
skoðaði og á nefndin ekki von á að
svo verði á næstu árum og áratug-
um.
„Það er því ljóst að kjör örorkulíf-
eyrisþega munu ekki batna að sama
skapi vegna hækkunar lífeyristekna.
Ekki er heldur hægt að gefa sér að
atvinnutekjur örorkulífeyrisþega
hækki svo um muni á næstu árum og
áratugum, miðað við það sem nú er.
Af þessu er ljóst að afkoma örorku-
lífeyrisþega er í meira mæli háð þró-
un bóta almannatrygginga en af-
koma ellilífeyrisþega,“ segir í
skýrslu velferðarnefndar ASÍ.
Um 4.000 aldraðir fá engar
greiðslur úr lífeyrissjóðum
Í skýrslunni kemur fram að þeim
fari fækkandi sem engar eða lágar
tekjur hafi aðrar en tekjur frá
Tryggingastofnun ríkisins. Sérstak-
lega eigi þetta við um einhleypar
konur. 11% einhleypra kvenna fengu
einungis greiðslur frá Trygginga-
stofnun árið 1991, en þetta hlutfall
var komið niður í 3,3% árið 1999. Vel-
ferðarnefndin leggur áherslu á að þó
að hátt hlutfall ellilífeyrisþega fái
greiðslur úr lífeyrissjóði megi ekki
gleyma því að um 4.000 aldraðir fái
engar greiðslur úr lífeyrissjóðum.
Nefndin minnir einnig á að tekjur
ellilífeyrisþega úr lífeyrissjóðum séu
enn lágar þó að þær fari vissulega
hækkandi hjá árgöngum sem eru að
komast á ellilaun.
Í niðurstöðukafla skýrslunnar
segir: „Greiðslur ellilífeyrisþega úr
lífeyrissjóði hafa verið að hækka
undanfarið og mun sú þróun halda
áfram. Vert er að hafa í huga að ein
skýring sem sett hefur verið fram á
fækkun ellilífeyrisþega með tekjur
undir fátæktarmörkum er einmitt
hærri lífeyristekjur yngri ellilífeyr-
isþega. Þetta bætir þó ekki stöðu
þeirra sem eldri eru. Staða þeirra
verður einungis bætt með hækkun
bóta.
Sama á við um örorkulífeyrisþega.
Tekjur þeirra úr lífeyrissjóðum
munu að öllum líkindum ekki breyt-
ast á sama hátt og hjá ellilífeyrisþeg-
um. Þess vegna er nauðsynlegt að
huga sérstaklega að upphæð bóta ör-
orkulífeyrisþega.“
Í skýrslu velferðarnefndar ASÍ er reynt að spá fyrir um greiðslur lífeyrissjóða
Greiðslur til ellilífeyris-
þega hækka verulega
Greiðslur lífeyrissjóða til ellilífeyrisþega
eru að meðaltali um 30 þúsund krónur á
mánuði og hækka á næstu árum. Ekki er að
vænta hækkun á greiðslum til öryrkja.
!
"
#$%
#
&'#%
#
#(%
! !
"#$ !!% $
)
ÞAÐ er nóg um að vera hjá krökk-
unum á gæsluvellinum í Rofabæ
sem finnst svo sannarlega gaman
að vera úti. Vissara er að vera
klæddur í pollagalla þegar verið er
að leika sér í sandinum eins og þær
Halldóra Jónasdóttir, Snædís Birna
Kristinsdóttir og María Lilja Foss-
dal, sem brostu breitt þegar ljós-
myndara bar að garði.Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Líf og fjör
á gæsluvelli
ÞRÍR íslenskir bifhjólamenn hafa
verið á ferðalagi um Bandaríkin síð-
an 15. maí sl. en ætlun þeirra er að
aka á bifjólum þvert yfir Bandaríki
N-Ameríku. Leiðangursmenn eru
Guðmundur Bjarnason tæknifræð-
ingur, Guðmundur Björnsson læknir
og Ólafur Gylfason flugstjóri.
Á fjórtánda degi ferðalagsins, síð-
astlinn mánudag, voru þeir félagar
staddir í Fort Smith í Arkansas eftir
um 5.500 km akstur frá Vancouver í
Washingtonfylki, en ferðina ætla
þeir að enda í Flórída. Hægt er að
lesa ferðasögu leiðangursins á
heimasíðu hans sem er: http://
www.fia.is/draumurinn
Á bifhjólum
yfir Banda-
ríkin
VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir milli
heilbrigðisráðuneytisins og SÁÁ um
þjónustusamning stofnunarinnar við
ríkið, að sögn Jóns Kristjánssonar
heilbrigðisráðherra, en slíkur samn-
ingur hefur ekki verið í gildi. Fram
kom í Morgunblaðið nýlega að halli
varð á rekstri SÁÁ á síðasta ári upp á
94 milljónir króna. Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ, sagði
mun á milli framlaga samtakanna til
rekstrarins og ríkisins stöðugt hafa
aukist á síðustu árum. Sagði Þórarinn
stjórnmálamenn engan áhuga hafa á
starfsemi SÁÁ, reynt hefði verið að
benda á vanda við aukinn kostnað,
m.a. vegna rannsókna.
„Ég hef lagt á það áherslu að vinna
að þjónustusamningi við SÁÁ með því
að greina kostnaðinn við þeirra starf-
semi. Þá yrði ákveðið á báða bóga
hvaða þjónustu SÁÁ byði fram og
hvað ríkið keypti. Ég tel það ljóst að
rannsóknir og rekstur Staðarfells
verði að vera þáttur í þessari samn-
ingagerð. Ég tel nauðsynlegt að festa
starfsemina niður í ramma samnings
en segi ekki þar með að þannig eigi
það að vera um aldur og ævi. Þessar
viðræður eru í gangi og ég hef lagt
áherslu á að þeim verði hraðað. Ég
bíð eftir niðurstöðum þeirra og lít á
það sem fyrsta skref. Það er stutt síð-
an ég átti fund með Þórarni [Tyrf-
ingssyni] og hann veit hug minn í mál-
inu,“ sagði Jón.
Ólafur Örn Haraldsson, formaður
fjárlaganefndar, sagði fjárhagsvanda
SÁÁ, eða annarra stofnana, ekki hafa
komið til tals í nefndinni í tengslum
við fjárlagavinnuna.
Meðferð ungs fólks sögð í upp-
námi vegna lokunar Staðarfells
Félag áfengisráðgjafa sendi álykt-
un frá sér um síðustgu helgi þar sem
það telur sérstaka meðferð fyrir
áfengis- og vímuefnaneytendur á
aldrinum 18–25 ára komast í uppnám
þegar meðferðarstöð SÁÁ á Staðar-
felli verður lokað 1. júlí nk. Félagið
segist hafa áhyggjur af afdrifum
áfengis- og vímuefnaneytenda og lýs-
ir eftir stefnu stjórnvalda í heilsu-
gæslumálum fyrir þessa hópa. Í
ályktun aðalfundar segir að ástæða
þess að þjónusta SÁÁ hafi dregst
saman nú sé sú að fjárframlag ríkisins
til rekstrar meðferðarstarfsins á und-
anförnum árum hafi dregist saman.
Rætt um þjón-
ustusamning
Heilbrigðisráðherra um vanda SÁÁ
TVEGGJA daga opinber heim-
sókn Halldórs Ásgrímssonar
utanríkisráðherra og eiginkonu
hans, Sigurjónu Sigurðardótt-
ur, til Ungverjalands hefst í
dag. Er heimsóknin í boði Ján-
os Martonyi, utanríkisráðherra
Ungverjalands.
Mun Halldór eiga fundi með
János Martonyi um samskipti
Íslands og Ungverjalands,
stækkun Evrópusambandsins
og áhrif þess á EES-samning-
inn, evrópsk öryggis- og varn-
armál og samstarf þjóðanna
innan vébanda Atlantshafs-
bandalagsins. Einnig verða
ræddir viðskiptamöguleikar
þjóðanna, m.a. með tilliti til
nýtingu jarðhita. Þá mun utan-
ríkisráðherra eiga fundi með
utanríkismálanefnd ungverska
þingsins, viðskiptaráðherra
Ungverjalands og taka þátt í
pallborðsumræðum um utan-
ríkismál.
Utanríkis-
ráðherra í
Ungverja-
landi