Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 11 ÁRNI Johnsen alþingismaður segir þörf á að skipa hóp sem geti verið Hafrannsóknastofnun innan handar og til ráðgjafar. „Ég hef talið að ætti að skipa ráðgjafahóp vegna fisk- veiðistjórnunar og að í honum ættu að vera 25 til 30 reyndir skipstjórn- armenn,“ segir Árni. „Þeir ættu að koma saman einu sinni til tvisvar á ári, bera saman bækur sínar um ástand fiskistofna með reynslu sína, þekkingu og eigin hugmyndir að leiðarljósi. Reyndin er nefnilega sú að þeir sem eru veiðimennirnir hafa mestan hag af því og hug til að vernda það um- hverfi sem þeir sækja í. Ég hef talið að þeir ættu bæði að koma fram með sjálfstæðar hugmyndir í fiskveiði- stjórnunarmálum, sem gætu verið ráðgefandi fyrir ráðherra og einnig að fara yfir plögg Hafrannsókna- stofnunar. Stofnunin ætti svo líka að skoða þeirra hugmyndir. Þannig gætu þeir borið saman bækur sínar, þeir sem vinna í nafni vísindanna eftir ákveðnu líkani og hinir sem hefðu reynsluna beint í æð og berum höndum.“ Meiri sátt um niðurstöður Árni telur að taka þurfi meira til- lit til reynslu skipstjórnarmanna þegar meta þarf niðurstöður í af- greiðslu mála og hann telur að það mundi þýða meiri þekkingu sem byggja mætti á erfiðar ákvarðanir um skerðingu og meiri sátt um þær ákvarðanir. „Þetta er svo sem ekk- ert nýtt,“ segir Árni, „ég hef marg- oft lýst þessum skoðunum áður á undanförnum áratug, bæði á Alþingi og á fundum.“ Árni segir þessar tillögur ekki lýsa vantrausti á starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar: „Þeir eru að vinna sitt starf á ákveðnum forsend- um. Þarna kemur fyrst og fremst inn viðbót og ábyrgðinni er dreift,“ segir Árni og bætir við að með þessu móti fáist sterkari grunnur til að byggja á. Hann telur samt að ekki yrði óskaplega mikill munur á nið- urstöðum sem fengnar væru með þessu móti og þeim sem fást í dag. „Veiðimennirnir hafa engu að síður hvunndagsreynslu frá degi til dags, þeir læra á ákveðið munstur á hverju veiðisvæði fyrir sig og eru þar af leiðandi ekki með úrtaksað- ferðina eins og líkan Hafrannsókna- stofnunar byggist á.“ Þekkingarleysi ekki um að kenna Árni telur ekki hægt að fullyrða að þekkingarleysi hafi valdið skekkju í stofnstærðarmælingum Hafrannsóknastofnunar. „Mig grun- ar kannski að þar fari saman ein- hver skekkja í líkani og hins vegar að menn séu að draga rangar álykt- anir eða ekki dragandi ályktanir af ástandi og aðstæðum í hafinu.“ Árni segir það hafa verið sína skoðun lengi að styrkja þurfi rannsóknar- starf verulega en að fjárskortur geti varla verið orsakavaldur skekkju í stofnstærðarmælingum. „Rannsaka þarf miklu betur hafið í kringum landið og leita eftir alþjóðlegu sam- starfi í þeim efnum því kostnaður við verkefni af því tagi sem ég hef í huga gæti hlaupið á milljörðum,“ segir Árni. Árni Johnsen alþingismaður vill að fleiri verði kallaðir að fiskveiðiráðgjöf Hópur skipstjórn- armanna veiti fiski- fræðingum ráðgjöf ÞROSKAÞJÁLFAR og fjölskyldur þeirra fjölmenntu á fund við Ráðhús Reykjavíkur í hádeginu í gær þar sem þroskaþjálfar hjá Reykjavíkur- borg sem verið hafa í verkfalli í 20 daga, þáðu súpu sem þroskaþjálfar sem starfa hjá ríkinu, sjálfseignar- stofnunum og sveitarfélögum elduðu. Sólveig Steinsson, formaður Þroska- þjálfafélags Íslands, sagðist mjög ánægð með fundinn. „Ég vill koma á framfæri bestu þökkum til félaga minna fyrir þetta frábæra súpueld- hús. Ákveðið var að elda fyrir þroska- þjálfana sem eru í verkfalli svo þeir og fólkið þeirra fengi gott að borða, að minnsta kosti annað slagið. Súpan er frekar þunn en góð, enda eru þroskaþjálfar vanir að þurfa að gera gott úr litlu.“ Ýmsum ráðamönnum var einnig boðið að þiggja súpu en Sólveig sagði það vonbrigði hversu fáir þeirra létu sjá sig. Samningafundur með Reykjavíkurborg í dag Þroskaþjálfar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa verið í verk- falli síðan 18. maí og sagðist Sólveig ekki vera bjartsýn á að verkfallið leysist á næstunni en samningafund- ur er boðaður í dag. Þroskaþjálfar sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg gengu frá samn- ingi við launanefnd sveitarfélaga síð- astliðinn föstudag. Verið er að kynna þann samning fyrir félagsmönnum og mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um hann liggja fyrir á laugardag, að sögn Sólveigar. Þá er unnið að atkvæða- greiðslu vegna verkfallsboðunar þroskaþjálfa sem starfa hjá ríkinu, en félagsdómur dæmdi verkfall þeirra í síðustu viku ólögmætt. Vilja svipaðan samning við Reykjavíkurborg og hin sveitarfélögin Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar Reykjavík- urborgar, var einn þeirra sem mætti á fundinn en hann segir að nefndin sé tilbúin til að gangast undir hliðstæð- an samning og þroskaþjálfar hafa gert við hin sveitarfélögin. „Áður en til verkfallsins kom vorum í samn- inganefndinni búin að gera ítrekaðar tilraunir til að ná niðurstöðu svo ekki þyrfti að koma til verkfallsins. Við- ræður fóru hins vegar hægt af stað eftir að verkfallið hófst því við töldum okkur vera búin að bjóða allt sem við gætum og rúmlega það. Við höfðum haft á orði við viðsemjendur okkar að samningurinn við hin sveitafélögin yrði fyrirmynd en það hlaut ekki góð- ar undirtektir.“ Hann segir að sá samningur feli í sér meðalhækkun launa upp á 36-37% í upphafi en að hækkun á samningstímabilinu sem er til 2004, sé talsvert yfir 50%. „Mér finnst eðlilegt að við bjóðum sömu kjör og sá samningur hljóðar upp á og tel hann vera góðan kost fyrir alla. Við höfum allan tíman viðurkennt að þroskaþjálfar hafa dregist óeðlilega mikið úr miðað við sambærilegar stéttir og því ákváðum við í upphafi samningalotunnar að gera sérstak- lega vel við þann hóp. Það tel ég okk- ur hafa gert bæði með tilboðum okkar áður en til verkfallsins kom og það tel ég okkur einnig vera að gera með því að staðfesta að við séum tilbúin til að gangast undir sama samning og hin sveitarfélögin.“ Hann segist nokkuð bjartsýnn á að samningar náist á næstunni. „Við munum halda áfram að reyna að leita að lausn sem gefur niðurstöðu. Ég vona að hún fáist sem fyrst.“ Ólíkir hópar Sólveig segir að þroskaþjálfar hjá Reykjavíkurborg leggi áherslu á nokkuð annars konar samning vegna mismunandi samsetningar innan hópanna tveggja, hjá Reykjavíkur- borg sé t.d. stór hópur í lægstu launa- flokkunum en fáir í hinum sveitar- félögunum. Hún segir að samninganefnd Reykjavíkurborgar hafi ekki verið tilbúin til að ræða kröf- ur þeirra fyrr en samningurinn við launanefnd sveitarfélaganna var und- irritaður og og á meðan beðið var eft- ir því hafi ekki verið reynt að koma til móts við þær kröfur. Hún segist ekki tilbúin til að skrifa undir svipaðan samning fyrr en ljóst er hvort hann verður felldur eða samþykktur hjá félagsfólki. „ Ég vil vita hvaða afdrif hann fær hjá þroskaþjálfum sem starfa hjá hinum sveitarfélögunum áður en farið er að nota hann annars staðar.“ Þroskaþjálfar í verkfalli buðu upp á súpu við Ráðhúsið Morgunblaðið/Billi Þroskaþjálfar gefa formanni samninganefndar Reykjavíkurborgar, Birgi Birni Sigurjónssyni, súpu. „Erum vön að gera gott úr litlu“ HJÓLREIÐAKAPPINN Sig- ursteinn Baldursson er lagður af stað frá Deadhorse í Alaska í tveggja ára langa ferð sína þar sem hann ætlar að hjóla frá nyrstu strönd Alaska og niður alla Norður- og Suður-Ameríku og enda í syðst í Argentínu. Hann mun fara um öll veðrabelti jarðarinnar, klífa fjöll þar sem frostið getur orðið 50 gráð- ur og hjóla í þrúgandi frumskóg- arhita í Mið-Ameríku. Hann hefur piparúða við höndina verði birnir eða fjallaljón á vegi hans. Lagður af stað í leiðangurinn LÍFEYRISSJÓÐUR sjómanna mun áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ríkinu til Hæsta- réttar. Þetta var ákveðið á stjórn- arfundi sjóðsins í gær. „Við erum mjög ósáttir við niður- stöðuna og teljum þetta hið mesta óréttlæti,“ sagði Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrisssjóðs sjómanna, í samtali við Morgunblað- ið eftir fundinn. Sjóðurinn stefndi ríkinu og krafði það um greiðslu á rúmlega 1,3 milljörðum króna. Sjóð- urinn taldi að ríkið hefði skert eignir hans með lagasetningu árið 1981. Í dómnum kemur fram að oft sé búið að breyta lögum um sjóðinn. Með lögunum sem sett voru árið 1981 hafi aðeins verið um tilfærslu á milli sjóðsfélaga að ræða en ekki eignaupptöku. Árni bendir hins veg- ar á að breytingar, hvort sem þær hafi verið gerðar til að auka eða minnka réttindi sjóðsins, hafi í flest- um tilvikum verið gerðar að tilstuðl- an stjórnar lífeyrissjóðsins og í öllum tilvikum með samþykki sjóðsstjórn- ar. „Þetta er í eina skiptið sem lögum sjóðsins hefur verið breytt án þess að sjóðsstjórn og þar með fulltrúar eigenda sjóðsins komi nærri þeirri breytingu,“ sagði Árni. „Þarna er tekin algerlega einhliða ákvörðun af Alþingi. Kjaradeila sjó- manna, sem var í gangi á þessum tíma, var leyst og reikningurinn síð- an sendur sjóðsfélögum sjálfum. Ef það er eitthvað óréttlæti til þá er það þetta.“ Hann bætir við að það hljóti að teljast skrítið að eigi lífeyrissjóður- inn að standa undir sér sjálfur geti Alþingi sett íþyngjandi lög en það sé síðan þeirra sjóðsfélaga sem ekki njóta góðs af lagabreytingunum að borga brúsann. „Sjómönnum er sagt að þeir fái betri lífeyrisréttindi og þeir hætta í verkfalli í ljósi þess. Síðan fá þeir bara reikninginn sjálfir skömmu síð- ar.“ Lífeyrissjóður sjómanna áfrýj- ar sýknudómi FYLGI stjórnarflokkanna hefur aukist að undanförnu, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem Ríkis- útvarpið birti í gær. Hefur fylgi Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks ekki verið meira frá því í nóv- ember í fyrra og fylgi við ríkisstjórn- ina hefur einnig aukist. Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokks 43% og Framsókn- arflokks 15%. Samfylkingin er með 19% fylgi, Vinstrihreyfingin – grænt framboð með 21% fylgi og Frjáls- lyndi flokkurinn 2%. Ríkisstjórnin nýtur fylgis 60% kjósenda samkvæmt könnuninni, sem tekin var vikurnar fyrir og eftir setningu laga á verkfall sjómanna. Fylgi við stjórnarflokk- ana eykst ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.