Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÁRUS H. List opnar mál- verkasýningu í nýendurbætt- um og glæsilegum sal Ketil- hússins í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 9. júní kl. 16.30. Lárus hefur haldið fjölmarg- ar einka- og samsýningar en að þessu sinni sýnir hann 22 ný ol- íumálverk sem máluð voru á síðasta ári. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og stend- ur til 18. júní. Engin boðskort hafa verið send út en allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar eða síðar. Málverka- sýning Lárusar List SKÍÐALANDSLIÐIÐ í alpagreinum var við æfingar í Hlíðarfjalli og á Akureyri um hvíta- sunnuhelgina. Alls tóku 17 skíðamenn, úr unglingaliði, FIS-liði og Evrópubikarliði Skíðasambands Íslands, þátt í æfingunni. Þetta var jafnramt stærsta æfing sem haldin hefur verið hérlendis á þessum árstíma í 10 ár. Að sögn Guðmundar Jakobssonar for- manns alpagreinanefndar SKÍ hófst und- irbúningur fyrir næsta keppnistímabil með þessum æfingum um helgina. Ekki gátu þó allir landsliðsmenn okkar tekið þátt í æfing- unni, þar sem rúmlega 10 þeirra eru enn staddir erlendis. Guðmundur sagði að að- stæður til skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli hefðu verið með besta móti, eða eins og á góðum vetrardegi. Skíðabrekkan í Strýtu var söltuð og rennslið því eins og best verður á kosið. Ólympíuár framundan Undir það tók Dagný Linda Kristjáns- dóttir, ein fremsta skíðakona landsins, sem tók þátt í æfingunni. „Það er alveg ótrúlegt að hér skuli enn vera skíðafæri. Ég hef aldrei fyrr æft á þessum árstíma í Hlíðarfjalli en þetta er alveg magnað enda aðstæður mjög góðar.“ Dagný Linda hefur æft mikið erlendis og hún sagðist gera ráð fyrir að halda til Ástr- alíu í byrjun ágúst og æfa með ástralska skíðalandsliðinu líkt og hún gerði sl. vetur. Hún mun dvelja í Ástralíu í um tvo mánuði en æfa svo með hópnum í Evrópu næsta vetur. Það verður mikið um að vera hjá Skíða- sambandinu og einstökum félögum á næstu vikum og mánuðum, enda ólympíuár fram- undan. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Salt Lake City í febrúar á næsta ári og þegar hafa nokkrir íslenskir skíðamenn náð ólymp- íulágmarki að sögn Guðmundar. Þeir eru Kristinn Björnsson, Jóhann F. Haraldsson, Kristinn Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir og Emma Furu- vik. Guðmundur sagði að enn fleiri skíða- menn ættu möguleika á að ná lágmarkinu en að þeir þyrftu að spýta í lófana og æfa af krafti. Morgunblaðið/Kristján Skíðalandsliðið í alpagreinum sem var við æfingar í Hlíðarfjalli og víðar á Akureyri um helgina, ásamt þjálfurum sínum. Skíðalandsliðið við æfingar á Akureyri í byrjun júní Æft við bestu aðstæð- ur í Hlíðarfjalli ÚTGÁFAN Orð dagsins, hefur gefið út Sjóferðabæn fyrir sjófar- endur en hún er í stíl við Bílabæn- ina sem Jón Oddgeir Guðmunds- son hjá Orði dagsins hefur gefið út í 28 ár og er til í mörgum bifreið- um. Jón Oddgeir sagði að mjög margar sjómannskonur hafi spurst fyrir um Sjóferðabæn og að það hafi hvatt sig til að fara út í slíka útgáfu. Sigurbjörn Einarsson bisk- up samdi 10 bænir fyrir Jón Odd- geir og valdi hann eina þeirra til að setja á prent en Stíll á Akureyri sá um hönninina. Hann sagðist jafn- framt hafa hug á að koma öllum bænum Sigurbjörns á prent. Jón Oddgeir rekur Litla húsið á Akureyri, sem er kirkjuhús með kristilegan varning. Einnig hefur hann verið með símsvarann Orð dagsins í 30 ár. Bílabænin hefur selst í tugum þúsunda eintaka í gegnum tíðina en Jón Oddgeir sagði að salan hafi trúlega aldrei verið meiri en á síðsta ári, sem var mikið slysaár í umferðinni. Hann hefur sett upp auglýsingaskilti á Moldhaugnahálsi norðan Akureyr- ar, þar sem minnt er á Bílabænina. Sjóferðabænin er til í tveimur stærðum, A-4 broti sem hentar vel fyrir ramma og svo í minna broti sem límmiði. Jón Oddgeir sagðist viss um að Sjóferðabænin fengi góðar móttökur. Sjóferðabæn sem útgáfan Orð dagsins hefur gefið út, með bæn eftir Sigurbjörn Einarsson. Sjóferða- bæn gefin út fyrir sjó- farendur FYRIRTÆKIÐ Raftákn á Akur- eyri er 25 ára um þessar mundir en það var stofnað 1. júní 1976. Í fyrstu voru starfsmenn aðeins tveir og starfsemin miðaði að því að veita þjónustu í hönnun og ráð- gjöf á sviði almennra raflagna í íbúðar- og þjónustuhúsnæði. Hjá Raftákni starfa 12 manns í dag, tæknifræðingar, iðnfræðingar, tækniteiknarar og skrifstofumaður og er fyrirtækið orðið eitt af stærri fyrirtækjum á sínu sviði á landinu. Þjónustusvæðið hefur raunar verið allt landið en um helmingur velt- unnar verður þó til á Akureyri. Með fjölgun starfsfólks urðu við- fangsefnin fjölbreyttari og sl. 10 ár hefur um helmingur starfsmanna starfað við hönnun og ráðgjöf varð- andi stjórnkerfi fyrir verksmiðjur, virkjanir, sundlaugar, skip, veitur og fleira. Stjórnkerfi þau sem sett hafa verið upp samanstanda af iðn- tölvum og skjákerfum. Hinn hluti starfsmannanna hefur starfað við hönnun raflagna, lýsingar og loft- ræstikerfi í ýmsar gerðir nýbygg- inga svo sem skóla, íþróttahús og verslunar- og skrifstofuhús af ýms- um stærðum og gerðum. Unnið við nær öll jarðgöng landsins Þá sá Raftákn um alla hönnun raflagna í Hvalfjarðargöng, þ.e. alla þætti er lúta að rafmagni. Fyr- irtækið sá einnig um hönnun lýs- ingar og rafkerfa fyrir Múlagöng, Strákagöng og Vestfjarðagöng. Þá var undirritaður hönnunarsamn- ingur við Raftákn um Héðinsfjarð- argöng og Austfjarðagöng í febrú- ar sl. Starfsmenn Raftákns hafa því komið að hönnun rafkerfa í öll- um göngum sem boruð hafa verið á Íslandi, nema göngum um Odd- skarð. Raftákn hefur fengið viðurkenn- ingar á Degi ljóssins, sem haldinn er á vegum Ljóstæknifélags Ís- lands, þar sem efnt hefur verið til samkeppni um nýleg lýsingakerfi sem þykja til fyrirmyndar. Þá veitti Atvinnumálanefnd Akureyr- ar fyrirtækinu viðurkenningu 1998 fyrir sérstakt framlag til atvinnu- lífs og nýsköpunar á Akureyri. Á síðasta ári hófst samvinna Raftákns og Verkfræðifyrirtækis- ins Víkings í Reykjavík um raf- hönnun í nýbyggingar og ber þar helst að geta nýbyggingar Ís- lenskrar erfðagreiningar í Vatns- mýrinni. Nú hafa eigendur fyrir- tækjanna ákveðið að skiptast á hlutabréfum og frá næstu áramót- um verður Verkfræðifyrirtækið Víkingur rekið undir nafninu Raf- tákn Reykjavík. Með þessari ráð- stöfun verður fyrirtækið sterkara og betur í stakk búið til að veita enn betri þjónustu, auk þess að ráða við stærri verkefni á Reykja- víkursvæðinu. Á afmælisdaginn 1. júní sl. skrif- aði Raftákn svo undir verksamning við Frystikerfi ehf. í Reykjavík og mun Raftákn sjá um hönnun bún- aðar, uppsetningu á rafkerfi og ýmislegt fleira í Hagkaup í Smá- ralind. Samningurinn hljóðar upp á 6,5 milljónir króna. Fyrirtækið Raftákn á Akureyri 25 ára Morgunblaðið/Kristján Árni V. Friðriksson, framkvæmdastjóri Raftákns t.v., ræðir við aðaleigendur Verkfræðifyrirtækis Víkings í Reykjavík, feðgana Jón Otta Sigurðsson og Sigurð Jón Jónsson, í afmælisveislu Raftákns. Umsvifin aukist gífurlega og starfsfólki fjölgað mikið ÞINGMENN Norðurlandskjördæm- is eystra áttu fund með Vegagerðinni sl. þriðjudag, þar sem ákveðið var að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á veginum upp Hlíðarfjall við Akureyri. Halldór Blöndal forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra sagði stefnt að því að styrkja veginn í sumar en að hann yrði endurbyggður á næsta ári og lagður bundnu slitlagi. Halldór sagði ennfremur að aldrei hefðu fleiri farið í fjallið en nú í vetur og að vegurinn þyldi ekki þessa miklu umferð. „Það er því nauðsynlegt að bregðast skjótt við.“ Halldór sagði ennfremur að þing- menn hefðu beint því til Vegagerð- arinnar að mynda samstarfshóp með sveitarstjórnarmönnum og Náttúru- vernd ríkisns til þess að ákveða veg- stæði Dettifossvegar og þá sérstak- lega hvort vegurinn verður lagður vestan eða austan Jökulsár. „Það er nauðsynlegt að vanda vegstæðið vel vegna þess að haft er í huga að veg- urinn nýtist bæði ferðamönnum og allri almennri umferð.“ Hlíðar- fjallsvegur verður end- urbyggður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.