Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 19 AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í Vaðla- skógi næstkomandi fimmtudag, 7. júní. Farið verður með rútu frá Gróðrarstöðinni í Kjarna kl. 20. Fundurinn mun að nokkru leyti fara fram utandyra og eru fundarmenn því beðnir að mæta klæddir til úti- vistar. Skógræktarfélag Eyfirðinga Aðalfundur í Vaðlaskógi FYRSTU iðjuþjálfarnir sem mennt- aðir eru hér á landi með BS-gráðu í iðjuþjálfun verða útskrifaðir frá heil- brigðisdeild Háskólans á Akureyri laugardaginn 9. júní. Nám við iðju- þjálfunarbraut heilbrigðisdeildar HA er fjögur ár og eru 15 nemendur í fyrsta útskriftarhópnum. Í tilefni þessara tímamóta verður efnt til ráðstefnu á Akureyri um iðju- þjálfun í íslensku samfélagi, í dag fimmtudaginn 7. júní og á morgun föstudaginn 8. júní. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Iðjuþjálfafélags Íslands og Háskólans á Akureyri og ber yfirskriftina; Iðja – heilsa – vel- líðan, iðjuþjálfun í íslensku sam- félagi. Þetta er fyrsta alþjóðlega ráð- stefnan um iðjuþjálfun sem haldin er hér á landi en mikil og ör þróun hef- ur verið innan fagsins á undanförn- um árum. Búist er við hátt á annað hundrað þátttakendum á ráðstefn- una en þar á meðal eru margir virtir fyrirlesarar. Ráðstefnan er haldin í húsnæði HA á Sólborg og hefst kl. 10 í dag og lýkur seinni partinn á morg- un. Ráðstefna um iðjuþjálf- un í íslensku samfélagi Fyrstu iðju- þjálfarnir útskrifast frá HA MINJASAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir gönguferð um gamla Glerárþorpið laugardagskvöldið 9. júní kl. 20. Lagt verður upp frá gamla skólahúsinu Ósi í Sandgerðisbót og endað við Glerárstíflu. Leiðsögu- maður verður Hörður Geirsson safnvörður við Minjasafnið. Allir eru velkomnir en þátttaka er ókeypis. Gönguferð um Glerárþorp ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.