Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 24
NEYTENDUR
24 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALGENGT er hérlendis að viður sé
þrýstivarinn gegn fúasveppum og
óæskilegum gróðri til þess að hann
endist lengur. Efnin sem helst eru
notuð í þrýstifúavörnina eru hættu-
leg heilsu og umhverfi manna, að
sögn Ómars Gunnarssonar efnaverk-
fræðings hjá Sjöfn ehf. á Akureyri
Þrýstifúavarinn viður fæst tilbúinn
í byggingavöruverslunum og er nýtt-
ur meðal annars í sólpalla, bílskýli,
grindverk, sandkassa, viðarklæðing-
ar og glugga. Tvær tegundir þrýsti-
fúavarnar eru aðallega notaðar hér á
landi, að sögn Ómars; „Annars vegar
A-gagnvörn með krómsöltum, eitur-
efnum sem talin eru geta valdið
skemmdum á arfberum eða genum
manna sem getur verið forveri
krabbameins.
A-gagnvörnin er græn að lit og er
notuð meðal annars í sandkassa, og
sólpalla. Hún er leyfileg samkvæmt
reglum ESB en er lítið notuð í lönd-
unum í kring meðal annars Þýska-
landi.
Hins vegar er flutt hingað svoköll-
uð B-gagnvörn, sem er glær að lit og
er notuð til dæmis í glugga og við-
arklæðningar. Hún inniheldur TBT
(tribultínoxið) sem hefur valdið gíf-
urlegum skaða í lífríkinu meðal ann-
ars neðansjávar þar sem efnið hefur
verið notað í botnmálningu. Skað-
semi TBT er mælanleg við Íslands-
strendur. Algert bann hefur verið
sett við efninu í botnmálningu skipa
styttri en 25 m því rannsóknir sýna
fram á, að TBT, sem er þrávirkt efni,
veldur estrógen-hormónabreyting-
um hjá karlkynslífverum. Tinið sem
er lífrænt bundið og fituleysanlegt,
síast inn í líkamann og veldur meðal
annars ófrjósemi samkvæmt alþjóð-
legri rannsókn. Áhrif þessa efnis hef-
ur einnig fundist víða í náttúrunni,
krókódílar og kuðungar hafa meðal
annars fundist tvíkynja. TBT er
þannig bannað í botnmálningu en
leyft í garða og sumarbústaði.“
Viðurinn handfjatlaður
án þess að hættan sé ljós
Gagnfúavarnir A og B eru fluttar
til landsins frá Evrópu og þegar við-
urinn hefur verið sagaður til, er hon-
um stungið í þrýstiklefa til að gagn-
verja hann, langoftast með A- eða
B-gagnvörn og síðan seldur í versl-
unum.
Ómar segir jafnframt að í versl-
unum hér finnist innflutt grunnfúa-
vörn í dósum, glær að lit, sem inni-
heldur TBT. Sú vörn sé einkum
ætluð neytendum sem þeir bera á
viðinn sjálfir.
Ómar telur atvinnumenn jafnt sem
leikmenn ekki gera sér grein fyrir
hættunni sem fylgir þegar viður með
þessum efnum er handfjatlaður, jafn-
vel þótt hann sé ekki blautur. „Í sum-
um tilfellum eru menn að byggja
sjálfir heima hjá sér eða í sumarbú-
staðnum án þess að gera sér nokkra
grein fyrir afleiðingunum.“
Hvað er til ráða?
Sökum kaldara loftslags hér á
landi en víðast í Evrópu, er ekki
nauðsynlegt að gagnfúaverja viðinn
með sterkum efnum eins og krómi og
TBT, að mati Ómars. Oftast nægir að
nota umhverfisvænni og sérhannaðri
efni fyrir íslenskar aðstæður. Einnig
telur hann að setja þurfi strangari
reglur, því umhverfisvænni fúavarnir
eru dýrari en hinar og verða þvi síður
fyrir valinu hjá fólki. Meðal annars
flytur efnaverksmiðjan Sjöfn til
landsins vatnsfúavörn sem notuð er
við framleiðslu á gluggum í staðinn
fyrir B-gagnvörn. Fyrir almenna
notendur er unnt að nota sérstaka ol-
íu, m.a. Texolín-grunnolíu sem kem-
ur í veg fyrir að viðurinn taki í sig
raka, en raki er eitt af skilyrðum þess
að fúi myndist í viðnum.
Einar L. Ragnarsson, deildarstjóri
málningardeildar Húsasmiðjunnar,
tekur undir að eitruð efni séu notuð
til þess að þrýstifúaverja en þau séu
ekki skaðleg ef viðurinn sé orðinn
þurr. „Þrýstifúavarinn viður er til
dæmis notaður í girðingar og blóma-
beð án þess að hafa nokkur áhríf á líf-
ríkið.“
Í Húsasmiðjunni fæst m.a. vatns-
þynnanleg Jotun-tréolía, umhverfis-
væn, sem Einar segir vera fullnægj-
andi fúavörn en komi ekki í stað
gagnvarna A og B fremur en Texolín-
grunnolían.
Viður sem endist lengi
án fúavarnar
Í nýjasta hefti danska neytenda-
blaðsins Tænk+Test er mælt með að
fólk kaupi fremur þolinn við sem end-
ist náttúrulega lengi án fúavarnar-
efna svo sem greni, lerki og eik í stað
t.d. furu sem vanalega þarf að fúa-
verja vel.
Í greininni er líkum leitt að því að
helmingur gagnfúavarins viðar sem
selst, sé keyptur af ófaglærðum sem
ekki geri sér grein fyrir hættunni
sem fylgir, menn séu að smíða í sand-
kassa, sólpalla, bílskýli og fleira
heimavið og börn séu þar að leik.
Níels Breiðfjörð Jónsson, efna-
fræðingur á eiturefnasviði Hollustu-
verndar ríkisins, segir meðal nýj-
unga í þróun hjá Dönum sé að
þrýstifúaverja viðinn með koldíoxíði
og sveppaeiturefnum sem séu mun
hættuminni en hefðbundin efni.
Ísland fylgir
reglum ESB
Við lútum reglum ESB um þessi
mál líkt og nær allt er viðkemur efna-
geiranum, að sögn Níelsar.
Reglur er þetta varðar eru endur-
skoðaðar reglulega og Níels á von á
strangari löggjöf á næstunni. Hann
bendir á að í Skandinavíu og Þýska-
landi hafa neytenda- og umhverfis-
samtök mikið verið að amast við
þessum efnum þó svo þau séu ekki
bönnuð með lögum. Hann tekur jafn-
framt undir með Ómari að lítil um-
ræða sé hérlendis um hættuna sem
fylgir notkun þessara efna.
„Danir og Svíar eru komnir mun
lengra í umræðunni um umhverfimál
og eru meðvitaðri en við. Almenning-
ur þar gerir sér mun betur grein fyr-
ir hættunni sem fylgir efnamengun.
Hættan þar er þó meira aðkallandi,
meðal annars hefur afgangsviður
verið brenndur. Þannig komast þessi
eiturefni út í andrúmsloftið sem hef-
ur mjög slæmar afleiðingar fyrir um-
hverfið. Koma þarf samt sem áður
umræðunni um umhverfismál á
meira skrið hér á landi.“
Þrýstifúavarinn viður talinn
hættulegur heilsu og umhverfi
Þrýstifúavarinn viður inniheldur í mörgum
tilfellum krómsölt eða TBT-eiturefni og
er því hættulegur heilsu og umhverfi.
Hrönn Marinósdóttir talaði við Ómar Gunn-
arsson efnaverkfræðing sem segir fólk
handfjatla slíkan við, sem notaður er m.a. í
sólpalla, glugga og sandkassa, án þess að
gera sér grein fyrir slæmum afleiðingum.
Morgunblaðið/Golli
Þrýstifúavarinn viður er seldur tilbúinn í byggingavöruverslunum og
er nýttur m.a. í grindverk, bílskýli og sandkassa.
A-gagnvörnin er græn að lit og er algeng vörn á sólpalla. Hún inni-
heldur krómsölt, eitruð efni sem geta valdið skemmdum á arfberum. hrma@mbl.is