Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 27
www.teflon.is
RÚSSNESKIR vodkaframleiðend-
ur hættu starfsemi að miklu leyti á
mánudag af ótta við að brjóta óljósar
reglur um vörugjald á áfengi.
Á föstudag tóku umræddar reglur
gildi, en enginn hefur hugmynd um
hvernig þeim skal framfylgt. Sam-
kvæmt reglunum á að stimpla hverja
áfengisflösku og skal það gert í sér-
stökum vöruhúsum. Enginn hefur
hins vegar séð stimpla þá sem nota
skal og ekkert þeirra þúsund vöru-
húsa, sem kveðið er á um í reglunum,
hefur verið byggt. Í stað þess að
hætta á að brjóta hinar nýju reglur
hafa vodkaverksmiðjur því hætt
framleiðslu í bili.
Óttast óeirðir
Áfengisneysla í Rússlandi er með
því mesta sem gerist í heiminum og
er vodka drukkið við nánast hvaða
tækifæri sem er.
Talsmaður eins vodkaframleið-
andans sagði að á föstudag hefði fólk
staðið í biðröðum eftir vodka og ef
fram héldi sem horfði myndu brjót-
ast út óeirðir.
Þrátt fyrir að ljóst var hvernig
færi undirritaði Míkhaií Kasjanov,
forsætisráðherra, tilskipun í síðasta
mánuði þess efnis að sala áfengis án
stimpils væri bönnuð.
Lagaleg óreiða
Vodkaframleiðendur kvarta yfir
þeirri lagalegu óvissu sem ríkir á
þessu sviði og sagði Zínaída Naum-
ovna frá Kristall vodkaverksmiðj-
unni að svo margar ólíkar reglur
giltu, að menn vissu ekki eftir hverju
ætti að fara.
Vladímír Pútín, Rússlandsforseti,
ber nokkra ábyrgð á því hvernig
komið er, þar sem hann setti regl-
urnar í desember síðastliðnum, þótt
honum hefði verið gert ljóst að
ómögulegt yrði að framfylgja þeim.
Vodka-
skortur
yfirvofandi
í Rússlandi
Moskvu. The Daily Telegraph.
Reuters
Heimilislaus Rússi heldur á sér
hita með vodkasopa.
SÆNSKUR ástarlífsdrykkur sem
kallast Niagara hefur hlotið góð-
ar viðtökur á Bandaríkjamarkaði.
Selst drykkurinn eins og heitar
lummur og er það ekki síst þakk-
að því hve nafnið minnir á kyn-
örvunarlyfið Viagra.
Niagara er eins og Viagra blár
að lit en rauðar kanínur prýða
auk þess flöskurnar. Ekki fylgir
sögunni hvaða efni það eru sem
eiga að örva kynhvötina en á
flöskunni eru loforð um slík áhrif.
Þykir það ekki spilla fyrir að
drykkurinn er sænskur en margir
Bandaríkjamenn tengja Svía við
frjálslyndi í kynferðismálum.
Höfuðstöðvar dreifingaraðilans
eru í Little Rock í Arkansas,
heimabæ Bills Clintons fyrrver-
andi Bandaríkjaforseta, en ástir
hans utan hjónabands voru for-
síðuefni blaða um árabil. Hefur
dreifingarfyrirtækið óspart vísað
til þessar tengingar og virðist
það duga vel, því reiknað er með
því að selja um 2,4 milljónir
flaskna af Niagara í ár.
Ástardrykkurinn
Niagara slær í gegn
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
BRETAR leggja nú hart að dönskum
hjúkrunarfræðingum að hefja störf á
breskum sjúkrahúsum. Bjóða þeir
hærri laun, betri eftirmenntunar-
möguleika, lága húsaleigu, afslátt á
ferðum, líkamsrækt o.fl. og ókeypis
flugmiða til og fá Danmörku í
tengslum við flutningana. Alls eru um
20.000 stöður lausar í Bretlandi, þar
af um 6.000 í London.
Í frétt Berlingske Tidende er vitn-
að í yfirhjúkrunarkonu á East
Surrend Hospital í London, sem segir
frábæra reynslu af dönskum hjúkr-
unarfræðingum, þeir séu vel mennt-
aðir og eigi auðvelt með að aðlagast
breska heilbrigðiskerfinu, auk þess
sem tungumálið sé ekki vandamál.
Því verða fulltrúar ráðningarfyrir-
tækisins Health Professionals á ráð-
stefnu sem danskir hjúkrunarfræð-
ingar halda í Kaupmannahöfn um
helgina. Vonast fyrirtækið til þess að
geta freistað dönsku hjúkrunarfræð-
inganna og verða ýmsar stöður, eink-
um á einkasjúkrahúsum, í boði en
þær bjóða upp á mun meiri endur-
menntunarmöguleika en í Danmörku.
Þá eru launin hærri, um 180.000 ísl.
kr. á mánuði eftir skatt, og er þá yf-
irvinna ekki talin með.
Varar formaður samtaka danskra
hjúkrunarfræðinga yfirvöld við því að
bæta verði kjör þeirra heima fyrir ef
koma eigi í veg fyrir að flótti bresti í
stéttina.
Bretar bjóða í danska
hjúkrunarfræðinga
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.