Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÁRA Stefánsdóttir danshöfundur vann til fyrstu verðlauna í al- þjóðlegri ballett- og danshöfundakeppni sem haldin var í þjóð- aróperu Finna í Hels- inki 2. júní. Verkið sem Lára hlaut verðlaunin fyrir heitir Elsa og var flutt af Hlín Diego Hjálmarsdóttur og Guðmundi Elíasi Knudsen. Í samtali við Morgunblaðið sagði Lára að keppnin hefði verið tvískipt, annars vegar hefði þetta verið dansarakeppni og hins vegar danshöfundakeppni. 76 dans- arar tóku þátt í keppninni og 11 danshöfundar, en alls bárust í keppnina um 90 þátttökuumsóknir frá danshöfundum í 29 löndum. „Ég sótti um og sendi með myndbands- spólu með brotum úr fimm verkum eftir mig, og dómnefnd sem fór yfir umsókn- irnar hleypti mér í keppnina sjálfa. Verkið er samið fyrir tvo dans- ara og sérstaklega fyr- ir keppnina, þannig að þetta var frumflutning- ur verksins.“ Dans Láru sýndur á galakvöldi Lára segir það mik- inn heiður að hafa feng- ið að taka þátt í svo stórri alþjóðlegri keppni. „Það er auðvit- að mikill heiður að fá að taka þátt í svona keppni og hvetjandi að vera innan um aðra danshöfunda og gaman að sjá hvar maður stendur meðal þeirra.“ Portúgalskur danshöfundur vann Grand prix, heiðursverðlaun keppninnar, finnskur höfundur var í öðru sæti og Svíar fengu Young Tal- ent verðlaun fyrir besta árangur ungs danshöfundar. „Það var gaman að sjá að við áttum fullt erindi í keppnina.“ Íslendingunum og Portúgölunum var boðið að taka þátt í galakvöldi, eða hátíðarsýningu í fyrrakvöld fyir fullu húsi í finnsku þjóðaróperunni. Þar sýndu þeir dansarar sem unnu til verðlauna í keppninni, en auk þess voru dansar Láru og Portúgalanna sýndir. Lára segir að þátttakan í keppninni hafi reynt á taugar. „Mér fannst ekki síður erfitt að vera bak- sviðs en hefði ég verið að dansa sjálf, og þetta var í fyrsta skipti sem ég hef orðið þvöl í lófunum af spenningi.“ Lára segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við dansinum Elsu og á galakvöldinu í óperunni sagði ball- ettmeistarinn frægi Jorma Uotinen sem var þar kynnir, að dans Láru hefði höfðað bæði til vitsmuna, til- finninga og hjartans. Stefnt er að því að frumsýna dans Láru á Íslandi á hausti komanda. Erfitt að vera baksviðs Lára Stefánsdóttir Lára Stefánsdóttir hreppir fyrstu verðlaun í alþjóðlegri danshöfundakeppni UMFANGSMIKIL skönnun tíma- rita og dagblaða fer nú fram í Lands- bókasafni Íslands, eins og fram kom í frétt á baksíðu Morgunblaðsins síð- astliðinn sunnudag. Um er að ræða gerð upplýsingavefjar, sem inniheld- ur öll eintök af íslenskum dagblöðum og tímaritum frá upphafi slíkrar út- gáfu árið 1773 og fram til annars ára- tugar síðustu aldar, þegar stærri blöð á borð við Morgunblaðið urðu til og blaðaútgáfa varð viðameiri. Vefur þessi mun verða aðgengilegur al- menningi á netinu og mun notkun hans verða gerð notendum aðgengi- leg í formi leitarvéla sem tengjast forritinu. Þetta verkefni er nú orðið hluti af samstarfsverkefni við Fær- eyjar og Grænland, en Landsbóka- safnið mun einnig skanna inn tíma- ritaeign þessara landa, og ber það heitið Vestnord. Tímarit landanna þriggja munu verða aðgengileg á sameiginlegum vef, sem þýddur verður á tungumálin þrjú. Þrenns konar leit möguleg Tímaritin munu verða aðgengileg með þeim hætti að teknar eru staf- rænar myndir af þeim og þeim svo komið fyrir á vef, sem forritaður er fyrir almenna notkun. Textinn verð- ur því ekki sleginn inn, eins og al- gengt hefur verið til þessa við varð- veislu eldri bókmennta. Hægt verður að nálgast efni tímaritanna á vefnum með þrennum hætti. Í fyrsta lagi verður hægt að blaða gegn um safnið með því að velja ákveðið tíma- rit og blaða í gegn um það frá síðu til síðu. Í öðru lagi með því að leita eftir efnisorðum, titlum greina og höfund- anöfnum og í þriðja lagi með leit í textum. Höfundar, ártöl og annað sem tengist útgáfu blaðanna er skráð sérstaklega í gagnagrunn, en efnisorðaleitin er tilkomin með svo- kallaðri OCR-tækni eða tölvulestri, sem breytir stafrænum myndum í tölvutækan texta. Tímamót á öðrum áratug 20. aldarinnar „Ástæðan fyrir því að við látum staðar numið á öðrum áratug síðustu aldar er annars vegar vegna höfund- arréttarins, það verða að líða sjötíu ár frá dauða höfundar þar til nota má verk hans án formlegs leyfis,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðar- landsbókavörður í samtali við Morg- unblaðið. „Hins vegar verða líka á þessum tíma viss tímamót, Morgun- blaðið kemur til sögunnar, Vísir að byrja þarna rétt á undan og Alþýðu- blaðið og Tíminn að verða til í kring um 1920.“ Tímaritin sem um ræðir í gagnasafninu bera á annað hundrað ólíka titla og er ótrúlegt hve mikil gróska virðist hafa verið í útgáfumál- um á Íslandi, þó hún hafi ekki verið samfelld. Meðal kunnuglegra nafna eru Ármann á Alþingi, Fjölnir, Ný félagsrit, Ísafold og Þjóðólfur og voru mörg þeirra gefin út í Reykja- vík eða Kaupmannahöfn, en útgáfa fór einnig fram um Ísland allt og teygði anga sína jafnvel norður til Vesturheims. Mörg tímaritin voru þó einungis gefin út í einum árgangi. Nýtist mörgum Forsvarsmenn verkefnisins hafa mikla trú á fyrirtækinu og telja að blöð og tímarit hafi mikið heimilda- gildi. „Þetta gagnast öllum sem eru að fást við þetta tímabil á sviði sagn- fræði, bókmennta, stjórnmálafræði, félagssögu, málfræði og svo mætti lengi telja,“ segir Þorsteinn. „Í raun hafa dagblöð og tímarit allrar síð- ustu aldar það líka, en þetta tímabil sem við erum að fást við núna er meira en nóg vinna fyrir okkur í bili. Hins vegar mætti vel hugsa sér að vinna samskonar vinnu við dagblað eða tímarit sem er nær okkur í tíma.“ Aðgengi að tímaritunum mun að sjálfsögðu auðveldast mikið, þegar efni þeirra verður aðgengilegt á slík- um vef gegn um netið og telja for- svarsmenn að það muni auka mikið notkun blaðanna, sem er þó nokkur nú þegar. „Aðgengið verður til muna betra en verið hefur. Allir geta nálg- ast efnið, sama hvar þeir eru staddir eða hvenær þeir vilja nálgast efnið,“ segir Þorsteinn. Viðfangsefni blaðanna er mismun- andi, en fjallar þó að miklu leyti um stjórnmál, meðal annars vegna þess að sjálfstæðisbarátta Íslendinga fór fram innan þessa tímabils. Þó má finna ýmislegt annað, til dæmis framhaldssöguna um Þórð og Ólöfu í tímaritinu Bóndanum og auglýsing- ar um pylsur og osta. „Svo eru hérna myndir af umtöluðu fólki,“ segir Örn Hrafnkelsson, sem einnig vinnur að verkefninu. „Hér má finna bæði Nýtt líf og Séð og heyrt síns tíma. En það sem er merkilegt að sjá er að blaða- mennskan er talsvert öðruvísi en nú, ofsalega hvöss. Ef menn voru að ríf- ast var ekkert dregið undan, menn bara kallaðir aumingjar og asnar.“ Heildstætt safn Þróunarvinna hvað varðar tækni og uppsetningu hefur verið umfangs- mikil og hefur staðið frá síðari hluta ársins 1999. Verkefnið mun standa næstu þrjú ár og var það upphaflega styrkt af Rannís, Rannsóknarráði Íslands. Þegar Grænland og Fær- eyjar komu inn í verkefnið hlaut það styrk frá Nordinfo, nefnd á vegum Norðurlandaráðs sem sér meðal annars um tækniþróun í bókasöfn- um. Eitt af markmiðum verkefnisins er að hafa safnið heildstætt, en í því felst að þau tímarit og dagblöð sem nálgast má í safninu, séu tiltæk í heild sinni, bæði í blaðsíðum og tölu- blöðum. „Það er gott af því að það gerir alla leit í safninu marktækari fyrir notendur. Það er hægt að halda utan um hvað var birt og rætt á þessu tímabili í fjölmiðlum. Að því leyti hefur Ísland sérstöðu í saman- burði við lönd eins og Svíþjóð og Noreg,“ segir Örn. „Önnur lönd verða að velja og hafna. Við Íslend- ingar eigum hins vegar öll eintök í heilu lagi af þessum blöðum, annað hvort hérna á Landsbókasafninu eða þá á öðrum söfnum sem hægt er að nálgast fyrir þetta verkefni.“ Áætlað er að opna vefinn í byrjun árs 2003. Gömul blöð og tímarit sett á Netið Morgunblaðið / Sverrir Örn Hrafnkelsson, Þorsteinn Hallgrímsson og Berglind Þóra Steinarsdóttir vinna öll að verkefninu. Morgunblaðið / Sverrir Berglind Þóra skannar inn tímarit. DÉSIRÉE Edmar, forstöðumaður sænska náttúrugripasafnsins hefur ákveðið að segja upp störfum vegna hinnar vonlausu baráttu sem rekstur þess er. Segist hún orðin þreytt á því að berjast fyrir hærri fjárframlögum til að hægt sé að koma upp bruna- vörnum í safninu. Safnið býr yfir mörgum ómetan- legum gripum sem margir hverjir eru mikill eldmatur og hefur Edmar reynt með öllum ráðum að fá aukið fjárframlag til brunavarna. Það hef- ur ekki tekist og segist hún nú óttast að brunavarnastofnun muni loka safninu fljótlega. Þá vantar einnig sérhæfðar geymslur fyrir safn- munina og hefur safnstjórnin reynt sl. tvö ár að fá menntamálaráðuneyt- ið til að koma til aðstoðar. Þar hefur svarið verið að ekki séu til neinir peningar en það leggur Edmar ekki trú á. Kveðst hún telja kostnaðinn yfirstíganlegan, á fimm til sex árum þurfi um 100 milljónir ísl. kr. Edmar hefur stýrt náttúrugripa- safninu frá árinu 1992 en hyggst ekki framlengja samning sinn, sem renn- ur út í haust, nema ríkið sjái sig um hönd og leggi fram féð, þá kveðst hún reiðubúin að endurskoða ákvörðun sína. Gefst upp á að berj- ast fyrir framlögum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Í NÝLISTASAFNINU við Vatnsstíg stendur yfir dag- skrá um þessar mundir sem ber heitið Pólýfónía. Þar verður lögð áhersla á að kanna mörkin og markaleysið á milli tónlistar og myndlist- ar. Í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20, koma fram Rebekka Ragnarsdóttir, Egill Sæ- björnsson, VIGMA (Marta Nordal og Vigdís Jakobsdótt- ir), Biogen, Gulleik Lövskar og Vindva Mei. Pólýfónía í Nýló

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.