Morgunblaðið - 07.06.2001, Side 65

Morgunblaðið - 07.06.2001, Side 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 65 ALMENNUR DANSLEIKUR með Geirmundi Valtýssyni í Ásgarði, Glæsibæ, föstudagskvöldið 8. júní Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! Stretch- gallabuxur, stretch- gallabuxur Litir: Dökkblátt, hvítt, beige, sand, rautt, bleikt, lilla, ljósblátt, gallalit og svart. v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun „ÁRALÖNG bið og enn er gripið í tómt.“ Einhvern veginn svona mætti snara fyrstu ljóðlínunni á nýrri plötu Radiohead, Amnesiac, á íslensku. (Titillinn er enska orðið yf- ir minnisleysi sem getur fylgt áfalli, geðveilu eða heilaskaða. Radiohead eru léttir í þessu að vanda.) Hafi einhver vonað heitt og inni- lega að það væri satt sem fullyrt var fyrir nokkrum mánuðum, að tónlist sveitarinnar væri nú aftur komin á svipaðar slóðir og OK Computer (1997) eftir hina tilraunakenndu Kid A (2000), þá getur sá hinn sami tek- ið undir þessa fyrstu ljóðlínu. Kid A stóð sem sagt ekki undir nafni sem eitthvert grín. Rökrétt afleiðing er Amnesiac – eða Kid B. Að vísu er um það bil helmingur laganna í næsta „hefðbundnum“ stíl að þessu sinni en kraftmikið gítarrokk er víðsfjarri. En því fer líka víðsfjarri að gripið sé í tómt. Vandinn / Pínan Amnesiac einkennist af þeirri átakanlegu, drungalegu taugaveikl- un sem hefur verið aðalsmerki Rad- iohead frá upphafi. En líkt og á Kid A kraumar tilfinningin undir og brýst sjaldan upp á yfirborðið óbeisluð. Þessi mínímalismi, hóg- værð eða hvaða nafni sem hægt er að kalla þetta tjáningarform, setur hlustandann í dálítinn vanda þegar kemur að því að fella dóma. Lögin eru nefnilega nær undantekningar- laust mjög góð; raunar miklu, miklu betri en megnið af því sem annars staðar býðst. Flest fanga þau at- hyglina og halda henni í heljar- greipum; fætur slá ósjálfrátt takt- inn og höfuðið veltur þunglamalega fram og aftur í hrifningu þegar hægist á hljómfallinu. En - lýst er eftir unaðinum sem fylgir því að stíga bensínið í botn. Ekki endilega með hamslausum gítarsólóum held- ur kannski bara með því að lemja örlítið fastar eða frjálslegar á húð- irnar þegar aðstæður beinlínis krefjast þess. Oft er farið svo grát- lega nærri því að það er næstum því óbærilegt. Og hlustandinn situr eft- ir með sárt ennið: „Þetta er gott, en næstum því svo miklu betra.“ Nú er það auðvitað hugsanlegt að snilldin felist einmitt í þessu; að Radiohead sé hér að fremja ein- hvers konar músíkalskt tantra sem felst í að auka ánægjuna með því að halda aftur af sér og fresta eða jafn- vel aflýsa fullnægingunni. Í ein- hverjum fornum kynlífsfræðum er það æðsta takmark karlsins að öðl- ast slíka sjálfsstjórn að hann getið fengið fullnægingu án sáðláts. Amnesiac er til vitnis um að Radio- head hefur náð þessu takmarki á tónlistarsviðinu. Og kannski er það bara ægilega fínt - kannski er „næstum því“ betra. Ég er samt pínulítið pirraður yfir því og það er í öllu falli ljóst að það þarf mikinn tíma og heyrnartól ef einhver von á að vera til þess að það takist að heila helga blettinn. Platan Það er ekki gripið í tómt eins og áður segir. Amnesiac fer hreint stórkostlega af stað og framúr- stefna og klassík skiptast á. Fleyt- um kerlingar yfir sumt markvert: Örir tölvusmellir og gamaldags hljóðgervlar frá níunda áratug leggja grunninn að fyrsta laginu, hinu frábæra „Packt like sardines ...,“ [sic] og Thom Yorke þylur í sí- fellu eitthvað á borð við: „Ég er enginn vitleysingur, láttu mig í friði.“ Setningin er dæmigerð fyrir það einstaka lag sem Yorke hefur á að smíða hendingar eða „frasa“ sem lýsa vanlíðan, reiði, óþoli, hræðslu og áþekkum tilfinningum með ótrú- lega hnitmiðuðum og skýrum hætti. Afríkudrumbum hefur líklega verið byrlað dularfullt eitur svo að þær mættu betur slá taktinn í „Pulk/pull ...“ og lagið opnast og lokast líkt og dyrnar sem fjallað er um í textanum. Frábært lag. Í „You And Whose Army“ er lagt upp með hæggenga djasshljóma sem síðan verða að Bítlahljómum (á 1 mín 55 sek og „Carry That Weight“ kemur upp í hugann) og þá virðist Radio- head ætla að láta undan freisting- unni og stíga í botn - en hógvær söngurinn gerist öflugur málsvari löglegs hámarkshraða. „I Might Be Wrong“ er Radiohead-vædd út- gáfa af „Personal Jes- us“ með Depeche Mode. Í „Knives out“ gerast þau undur og stórmerki að Thom Yorke syngur eðlilega, eins og í gamla daga, og einlægnin í röddinni snertir mann. Þetta er óvæntur glaðningur þótt kæruleysisleg raddbeiting og tölvu- brengluð geti líka ver- ið ágæt. Uppistaðan í laginu er gítarplokk sem minnir mjög á „Paranoid Android“ þótt umgjörðin sé gjörólík. Þegar hér er komið sögu fer að síga á seinni hluta plöt- unnar og um leið á ógæfuhliðina. Ógæfan hefst á lélegri útgáfu af lag- inu „Morning Bell“ af Kid A, sem er orðið að spiladós dauðans og fjallar um að skera þurfi börnin í tvennt í stað þess að láta nægja að klippa á þeim hárið eins og í fyrri útgáfunni. Tvær hörmulegar músíktilraunir fylgja í kjölfarið. Uppistaðan í ann- arri, „Like Spinning Plates“, er eitt- hvað sem einna helst gæti verið tölva að sötra sjóðheita kakósúpu. Þótt ótrúlegt megi virðast sagði Jonny Greenwood gítarleikari í við- tali við Morgunblaðið sl. laugardag að þetta væri besta lag hljómsveit- arinnar til þessa! Hvílíkt rugl, Jonny, það er ekki heil brú í þessu. „Bike“ með Pink Floyd var þó að minnsta kosti svolítið fyndið. Tvö ágæt lög til viðbótar eru ekki nóg til að bæta skaðann og því fær seinni hluti plötunnar falleinkunn. Í stuttu máli Hið framúrstefnulega, taktfasta og stundum brenglaða tölvupopp stendur upp úr, rétt eins og á Kid A. Stórkostlegt á köflum og ekki spillir að það er nýtt og spennandi. Tvö lög fara fram úr sjálfum sér. „Hefðbundnu“ lögin eru öll góð og sum hver mjög svo. Batna enn eftir að hafa hljómað tuttugu til þrjátíu sinnum en ekkert þeirra jafnast á við það besta sem sveitin hefur af- rekað. Þess vegna fær platan ekki hæstu einkunn. Meistaraverkin lifa í minningunni, hvort sem minnislaus- um vinum okkar líkar það betur eða verr. Að vísu hefði Amnesiac líklega fengið hæstu einkunn ef aðrir en Radiohead hefðu gefið hana út. En það er til marks um að óeðlilega litl- ar kröfur eru almennt gerðar til tónlistar - ekki að þær séu of miklar til Radiohead. Langur eftirmáli 1) Að mínu áliti má rekja rætur hinna margumtöluðu „hefðbundnu“ laga á Kid A og Amnesiac aftur til gamalla afgangslaga sem enduðu á stuttum EP-plötum. Nefna má lög á borð við „Pearly og „Melatonin“ af „Airbag/How Am I Driving?“ (1998) sem vöktu enga sérstaka athygli en hefðu sómt sér vel á Kid A eða Amnesiac. Að þessu leyti höfðu ver- ið gefnar vísbendingar um það sem koma skyldi: þessi lög mynda sam- felldan, sjálfstæðan þráð í tónlist Radiohead sem virðist í nær engu samhengi við The Bends, OK Computer og framúrstefnuverkin á nýju plötunum tveimur. Sterkastur og mestur hefur þessi þráður að mínu mati orðið í tveimur lögum sem svo einkennilega vill til að komu hvorugt út á Radiohead plötu: „Talk Show Host“ úr kvikmyndinni um Rómeó og Júlíu (1996) og „Rabbit in your headlights“ sem Thom Yorke lagði til Unkle plöt- unnar Psyence Fiction (1998). 2) Hefði ekki verið skynsamlegra að standa öðruvísi að útgáfu Kid A og Amnesiac? Það hefði til dæmis mátt safna framúrstefnulögunum saman á eina plötu og þeim hefð- bundnari á aðra. Sjálfur hefði ég fallið kylliflatur fyrir þeirri fyrri. Menn geta púslað henni saman heima hjá sér til gamans og látið á það reyna. Annar möguleiki hefði verið að gefa út tvöfalda plötu. Slík plata hefði orðið sú afurð Radiohead eftir OK Computer sem White Album var fyrir Bítlana eftir Sgt. Pepper og The Wall fyrir Pink Floyd eftir Dark Side Of The Moon. Hún hefði nær örugglega lagst þyngra á vogarskál tónlistarsögunn- ar en Kid A og Amnesiac saman- lagt. Aðalatriðið er þó að það hefði verið rökrétt ráðstöfun í ljósi þess að þær voru teknar upp á sama tíma. 3) Tilvitnun til umhugsunar fyrir þá sem grípa í tómt við hlustun. Setningunni í upphafi þessarar greinar lýkur svona: „Það rennur upp fyrir þér að þú hefur verið að leita á röngum stað.“ ERLENDAR P L Ö T U R Ólafur Teitur Guðnason fréttamaður skrifar um Amnesiac, fimmtu breiðskífu Radiohead.  Músíkalskt tantra Phil Selway Jonny Greenwood Ed O’Brian Thom Yorke Colin Greenwood

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.