Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 1
Sjálfsvíg einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn í heiminum 10 Land lagt undir fótí nafni listarinnar 20 24 Raunsönn mynd af sjálfstæðis- hetjunni MORGUNBLAÐIÐ 17. JÚNÍ 2001 135. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gleðilega þjóðhátíð! MIKLAR óeirðir vörpuðu áfram skugga á leiðtogafund Evrópusam- bandsins í Gautaborg í gær. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði að slík ólæti ættu sér engin for- dæmi í landinu. Töluverð spenna var í loftinu í Gautaborg í gærdag en búist var við að um 25 þúsund manns af ýmsum þjóðernum tækju þátt í mótmæla- göngu gegn alþjóðastofnunum og hnattvæðingu síðdegis. Gönguleið- inni var breytt vegna ástandsins og stefnt frá miðbænum. Sænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í gær að taka á ný upp landa- mæragæslu, til að reyna að koma í veg fyrir straum erlendra óeirða- seggja til Gautaborgar, og fóru þann- ig tímabundið á svig við Scheng- en-samstarfið. Um hádegisbil í gær höfðu að minnsta kosti 77 manns ver- ið lagðir inn á sjúkrahús eftir óeirð- irnar, flestir þeirra lögreglumenn. Nær sex hundruð óeirðaseggir hafa verið teknir höndum. Ungur mótmælandi var enn í lífs- hættu í gær eftir að hann hlaut skot- sár á maga og brjóstkassa í átökum við lögreglu á föstudag. Að sögn yf- irvalda í Gautaborg greip lögreglu- maður til skammbyssu sinnar í sjálfs- vörn þar sem hvorki gúmmíkúlur né táragas voru tiltæk. Dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Thomas Bodström, vísaði gagnrýni á framgöngu lögreglunnar á bug. „Vandamálið felst ekki í því til hvaða vopna lögreglan grípur heldur að hingað eru komin 400 til 500 manns eingöngu í þeim tilgangi að efna til óeirða.“ Sænsk dagblöð hafa tekið upp hanskann fyrir lögregluna og gagn- rýnt óeirðaseggina harðlega. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, fordæmdi óeirðirnar í gær og sagði „anarkistasirkusinn“ bera fulla ábyrgð á ofbeldinu. Í drögum að lokayfirlýsingu leið- togafundarins, sem lögð voru fram í gærmorgun, eru sett fram ákveðnari tímamarkmið en áður varðandi inn- göngu nýrra ríkja í sambandið. Í drögunum segir að aðildarvið- ræðum skuli vera lokið „fyrir árslok 2002“ og að stefnt sé að því að fyrstu löndin sem fái inngöngu muni taka þátt í kosningum til Evrópuþingsins árið 2004 „sem meðlimir“, en það orðalag hefur ekki fyrr verið notað. Fram kemur þó að umræddar dag- setningar séu aðeins markmið, ekki endanleg tímamörk. Fréttaskýrendur segja yfirlýsing- unni ætlað að draga úr óvissu sem skapaðist um stækkunaráform sam- bandsins eftir að Írar felldu Nice- sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í þessum mánuði. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hittust í fyrsta sinn í Slóveníu í gær. Fundurinn fór fram í Brdo-kast- ala, skammt fyrir utan höfuðborg- ina Ljubljana, en hann var á árum áður sumardvalarstaður Titos, fyrrverandi leiðtoga Júgóslavíu. Fundurinn átti að standa í tvær klukkustundir, en honum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Búist var við að öryggis- og varnarmál yrðu í brennidepli, einkum áform Bandaríkjastjórnar um að koma upp eldflaugavarna- kerfi, sem Rússar hafa mótmælt harðlega. Sáttatónn virtist þó í Pútín er hann sagði fréttamönnum skömmu áður en fundurinn hófst að ummæli Bush á undanförnum dögum um öryggismál í Evrópu væru „góður grundvöllur“ fyrir viðræður þeirra. Bush kom til Slóveníu frá Pól- landi í gærmorgun, en hann hefur í vikunni verið á ferð um sex Evr- ópulönd. Yfir 20 mótmælendur teknir höndum Lögreglan í Slóveníu tók yfir tuttugu manns höndum í kjölfar mótmælaaðgerða í Ljubljana í gær og sneri auk þess rútu ítalskra mótmælenda frá landamærunum. Nokkrir tugir meðlima Green- peace-umhverfisverndarsamtak- anna efndu til mótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið í Ljubljana í gær og 22 þeirra voru teknir hönd- um eftir að fimm mótmælendur stukku yfir girðingu sem umlykur sendiráðið. Tveir mannanna hlekkjuðu sig við tröppurnar að dyrum sendiráðsins og annar reyndi að klifra upp fánastöng og fjarlægja bandaríska fánann. Pútín í heimsókn til Júgóslavíu Áformað var að Vladímír Pútín héldi í heimsókn til Júgóslavíu síð- degis á laugardag, eftir fundinn með Bush. Heimsóknin var ákveð- in með skömmum fyrirvara en Pútín er fyrsti leiðtogi Rússlands til að sækja landið heim eftir sund- urliðun hins kommúníska ríkja- sambands Júgóslavíu árið 1992. Áformað var að Pútín ætti fund með Vojislav Kostunica, forseta Júgóslavíu, á laugardagskvöld og aftur á sunnudagsmorgun. Einnig var búist við að Pútín hitti Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, að máli. Fyrsti fundur Bush og Pútíns Ljubljana. APF, AP.  Eldflaugavarnir/6 Miklar óeirðir varpa skugga á leiðtogafund ESB í Gautaborg Stefnt að fjölgun ríkja árið 2004 AP Hettuklæddir mótmælendur á götum Gautaborgar í gær. Á borðanum stendur „Niður með kapítalismann“. Gautaborg. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.