Morgunblaðið - 17.06.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 21
Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri
til þessarar heillandi borgar á
verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Mílanó
þann 6. júlí, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar mest
spennandi borgar Evrópu á
frábærum kjörum. Frá Mílanó
liggja þér allar leiðir opnar um
Evrópu og hjá Heimsferðum
getur þú valið um gott úrval 3ja
og 4 stjörnu hótela. Gildir fyrir
heimflug 11. júlí.
Verð kr. 15.207
Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1.
30.414.- / 2 = 15.207.
Skattar kr. 2.495, ekki innifaldir.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Forfallagjald kr. 1.800.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Aðeins 36
sæti í boði
Tveir fyrir einn til
Mílanó
6. júlí
frá kr. 15.207
TILBOÐ ÓSKAST
í Ford Windstar (7 manna) árgerð ´98
(ekinn 19 þús. mílur), vél V-6 3,8 l.
og aðrar bifreiðar,
er verða sýndar að Grensásvegi 9
þriðjudaginn 19. júní kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
valdir tólf staðir á landinu. „Síðan
boðuðum við til fundar og buðum
fólki að vera með. Þeir sem sýndu
þessu áhuga fengu að vera með,“
segir Daníel. Alls óskuðu fjörutíu
manns eftir að taka þátt, allir úr
myndlistardeild skólans utan tveir
sem koma úr grafískri hönnun, og
voru þau af öllum árum skólans.
Þessi fjörtíu manna hópur skiptist
svo niður á staðina tólf sem höfðu
boðið sig fram og var þeim uppá-
lagt að dvelja þar í eina til tvær
vikur og vinna að listsköpun sem
enda myndi með sýningu á
ákveðnum degi. „Fólk fór þarna
með jafnvel ekkert í höndunum. Í
flestum tilfellum voru verkin unnin
á staðnum og gerð útfrá upplifun
fólks á staðnum sem það var á,“
útskýrir Daníel. „Við settum engin
skilyrði í því sambandi nema það,
að fólk væri á staðnum og opnaði
sýninguna á tilteknum tíma. Hins
vegar hlýtur það að vera á staðn-
um að endurspegla hann að
nokkru leyti í listsköpuninni.
Kvöðin um að það yrði formleg
opnun gerði það að verkum að fólk
vann mjög mikið. Sumir fóru
þarna og sváfu þrjá til fjóra tíma á
nóttu. Þannig að það var rosalegur
kraftur í fólkinu og sýningunum.
Þær eru allar gjörsamlega ólíkar.“
Algjör snilld
Daníel segir að sexmenningarnir
í sýningastjórninni séu ánægðir
með árangurinn. „Það hlýtur að
teljast góð þátttaka í bæjarfélög-
um þar sem búa þrjú til fjögur
hundruð manns og fjörutíu koma á
opnun. Fólk sýndi þessu mikinn
áhuga og þeir sem lögðu okkur lið
voru algjör snilld. Þetta hefur
gengið mjög vel,“ segir hann. Bæj-
arfélögin lögðu til húsnæði, vinnu-
aðstöðu og sýningarstað, en verk-
efnið hlaut auk þess styrk úr
Félagsheimilasjóði, frá Listahá-
skólanum og nú síðast styrk úr
Menningarborgarsjóði, sem veittur
var síðastliðinn þriðjudag.
Meðal verka sem hóparnir tólf
unnu, var skoðanakönnun sem
hópurinn á Þorlákshöfn gerði með-
al bæjarbúa um hvað þeim fyndist
fallegt og merkilegt í bæ sínum, og
bíómynd sem tveir nemar úr graf-
ískri hönnun unnu alfarið í Nes-
kaupsstað, bæði tökur, klippingar
og hljóð.
Að tengja Ísland saman
Opnanirnar á sýningunum tólf
fóru fram á ákveðnu tímabili, eng-
in sama dag, og ferðuðust sex-
menningarnir í sýningastjórninni
hringinn í kring um landið með
viðkomu á hverjum stað og skrá-
settu á ljósmyndir, mynd- og
hljóðbönd. Afrakstur þeirrar vinnu
er nú sýndur í Laugarnesi og er
annar hluti framlags fram-
kvæmdastjórnarinnar til Hring-
ferðarinnar. Hins vegar mun sá
hópur dvelja á Akureyri í júlí og
sýna í Ketilhúsinu á Listasumri á
Akureyri. „Sýningin inni í Laug-
arnesi er afrakstur árs vinnu og
skrásetning á þessu ferli,“ segir
Geirþrúður Hjörvar sem er, ásamt
Daníel, í sýningastjórninni. „Sýn-
ingin á Akureyri er frekari útlegg-
ing á þessari skrásetningu á verk-
efninu og tengist því nokkuð, en
þar erum við að sýna okkar eigin
list.“
Að sögn þeirra Geirþrúðar og
Daníels er hugmyndin andsvar við
því að hætta að vinna við myndlist
á sumrin, en einnig að tengja land-
ið saman og gefa listamönnum
tækifæri til að tengjast samfélag-
inu. „Okkur hugnaðist að þetta
væri eitthvað sem gæfi okkur
tækifæri til að halda áfram að
vinna við listsköpun á sumrin, fyr-
ir utan það að komast út á land og
skipta um umhverfi,“ segir Daníel.
„Ísland er lítið svæði til að stunda
list á, en Reykjavík er ennþá
minni,“ bætir Geirþrúður við. „Það
er því óþarfi að einskorða sig við
hana.“ Þau benda á að Ísland bjóði
upp á marga fleiri möguleika en að
vinna að listsköpun í Reykjavík.
„Hver staður hefur sín sérkenni,“
segir Daníel. „Hér er leitast við að
tengja Ísland saman. Þetta er ein
stór sýning og Ísland er sýning-
arsalurinn.“
ingamaria@mbl.is
Lóa Hlín, Pétur Már og Daníel að setja upp verk Lóu og bjástra við uppsetningu
sýningarinnar á Seyðisfirði.
Hvalurinn sem Úlfur Chaka smíðaði inn í herbergi í Hvalamiðstöðinni á Húsavík.
ÚLFUR Chaka er í hópi fimm nem-
enda sem fóru til Húsavíkur á veg-
um Hringferðarinnar. „Það mynd-
aðist ákveðin fjölskyldustemmning
þarna við að búa svona saman,“
segir Úlfur, en þau bjuggu í íbúð á
vegum heilbrigðisstofnunarinnar á
Húsavík. „Okkur var útvegað rosa-
lega gott húsnæði til að vinna í og
sýna í. Það kom okkur eiginlega á
óvart hve mikið er að gerast á
menningarvettvangnum á Húsa-
vík.“
Hópurinn tók lítið sem ekkert
með sér af tækjum til listsköpunar-
innar, einungis myndbands-
upptökuvélar og hjóðupptökutæki.
Hugmyndin var að vinna út frá
staðnum og vinna með það efni, sem
hann býður upp á. „Allir voru með
sitt hvert verkið. Það var mismun-
andi hvort fólk var búið að ákveða
hvað það ætlaði að gera eða ekki.
Margir ákváðu það bara á staðnum.
Ég var til dæmis búinn að ákveða
að ég ætlaði að gera hval, en ekkert
nánar um það. Það skýrðist þegar
ég sá hvaða efni var til staðar.“
Að sögn Úlfs var hans hópur
ánægður með framtakið hjá skipu-
leggjendum Hringvegarins. „Mað-
ur hefur séð hvað þetta er búin að
vera krefjandi vinna fyrir þau,“
segir hann. „Okkur fannst spenn-
andi að vinna úti á landi í þennan
tíma og fara í annað umhverfi. Við
höfðum bara mjög gaman af
þessu.“
Smíðaði hval á Húsavík
HAFSTEINN Jóhannesson er sveit-
arstjóri Mýrdalshrepps, en Vík í
Mýrdal er einn af þeim tólf stöðum
sem heimsóttir voru í Hringferð-
inni. „Þetta mál snerist ekki um
fjárútlát fyrir hreppinn, heldur
frekar um velvilja,“ segir Haf-
steinn. „Minn áhugi í þessu er fyrst
og fremst að lífga upp á lífið og til-
veruna með svona menningarlegum
uppákomum. Ég held að þetta hafi
bara mælst vel fyrir hérna. Stúlk-
urnar fjórar sem hér dvöldu voru
sýnilegar á staðnum þann tíma sem
þær voru og ég held að þeim hafi
þótt ágætt að vera hér og að þeim
hafi verið vel tekið.“ Að sögn Haf-
steins hefur sýningin vakið nokkra
athygli og á hann von á því að hún
geti orðið hluti af afþreyingu í Vík í
Mýrdal meðal ferðamanna. Sýn-
ingin er í gamla pósthúsinu, en hluti
af henni er í stýrishúsi af bát sem er
staðsettur er vestast í þorpinu.
„Mér þótti gaman að hafa þær
hérna og ég vona að það sé gagn-
kvæmt. Ég held að Mýrdalurinn og
Vík gæti átt eftir að skila sér á ein-
hvern hátt í verkum þeirra í fram-
tíðinni,“ segir Hafsteinn.
Jákvætt fyrir
staðinn og
listamennina
Hafsteinn Jóhannesson,
sveitarstjórinn í Mýrdalshreppi.
LÓA Hlín Hjálmtýsdóttir er einn
þriggja nemenda sem dvöldu á
Seyðisfirði í maí. Ásamt henni
voru þau Sólveig Einarsdóttir og
Þórarinn Hugleikur Dagsson.
„Þetta var allt mjög skemmtilegt.
Við vorum í góðu yfirlæti hjá
manni sem heitir Garðar Rúnar,“
segir Lóa. „Allir voru boðnir og
búnir að hjálpa manni, ef mann
vantaði eitthvað var því reddað um
leið.“ Að sögn Lóu er þó nokkuð að
gerast í myndlist á Seyðisfirði og
kom það þeim skemmtilega á
óvart. „Maður hugsar sjaldan út í
það hvað er að gerast í myndlist
úti á landi, en við komumst að því
að það er til dæmis gallerí þarna á
Seyðisfirði og allir voru voða
áhugasamir um allt sem var að
gerast hjá okkur,“ segir hún.
„Margir spurðu okkur hvort við
værum eitthvað að mála, en ekkert
okkar kann neitt að mála, svo við
urðum að segja þeim að kíkja bara
á sýninguna.“ Ágætis mæting var
á opnunina á sýningunni og segist
Lóa vera ánægð með afraksturinn.
„Það var gaman að fá að vinna
að myndlist og setja upp sýningu.
Læra að biðja fólk um að hjálpa
sér,“ segir hún. „Svo var bara
gaman að vinna að einhverju utan
skólans. Venjulega er maður bara í
verkefnum, en þetta snerist um að
bjarga sér, upphugsa eitthvað og
láta það passa inn í rýmið. Ég held
að við höfum lært helling á þessu.“
Lærðu að bjarga sér sjálf