Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 34
34 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
I
Það er 6. desember, þjóðhátíðar-
dagur Finna, og Finnlandsvinafélag-
ið Suomi efnir til fagnaðar, þar sem
sýnd er kvikmynd af heimsókn for-
seta Finnlands til Íslands árið 1957.
Eins og í öðrum heimsóknum þjóð-
höfðingja var dagskráin nokkuð stíf,
en þó átti hann þess kost að eiga frí í
hálfan dag í heimsókn sinni í Mý-
vatnssveit 18. ágúst 1957. Valdi
Kekkonen forseti að hitta „en typisk
islandsk bonde“ og var bón hans vel
tekið. Fór fylgdarliðið með hann til
Sigfúsar Hallgrímssonar bónda og
organista í Vogum og var þar vel
fagnað. Mælti Sigfús bæði á skand-
inavísku og ensku, spurði hvort for-
seti vildi heldur heyra í kvartett, okt-
ett eða 16 manna blönduðum kór, en
Kekkonen afþakkaði þetta allt með
þeim orðum, að þessi fjölhæfi maður
væri hinn ágætasti í viðkynningu, en
þetta væri bara enginn venjulegur
bóndi. Var þá haldið til Jóabræðra á
Geiteyjarströnd, en þeir voru þá
þegar þjóðsagnapersónur í lifanda
lífi. Þeir hétu Sigurður, Jón og Jó-
hannes, ýmist nefndir Jókar eða
Jóabræður. Þeim er nú tilkynnt,
hver sé kominn í heimsókn og þeir
beðnir um að heilsa upp á stórmenn-
ið. Svo ganga þeir nú út úr húsi sínu í
réttri aldursröð, Siggi fyrstur, Jón
svo, en Jói síðastur. Gengur Siggi
fyrir Kekkonen, skekur hönd hans
að mývetnskum sið og segir: „Svo þú
ert frá Finnlandi, kallinn.“ Him-
neskt sælubros færðist yfir andlit
hins finnska forseta. Hann hafði
fundið það, sem hann leitaði að.
Kvikmyndaatriði þetta var svo frá-
bært, að ég man ekki eftir öðru, sem
tekur því fram. Vonandi er þessi
filma til ennþá, en kvikmyndin mun
hafa verið tekin á 16 mm filmu.
(Urho Kekkonen 1900–1986, forseti
Finnlands 1956–1982.)
II
En hverjir voru Jókar og hver
voru kynni mín af þeim?
Þeir bræður urðu fljótt vinir mínir
á Mývatnsárunum 1936–1941. Ég út-
vegaði þeim á hverju vori „Mývatns-
spæni“ og vargskýlur
úr Sportvöruhúsi
Reykjavíkur. Fór ég
ávallt á bát með þessar
vörur, því þá gat ég
haft spón minn úti í
landhelgi þeirra báðar
leiðir. Fór ekki hjá því,
að ég setti í eina og
eina bröndu á þennan
hátt. Fyrstu sumur
mín í sveitinni bjuggu
þeir í gamla bænum, en
árið 1937 ráðast þeir í
að byggja myndarlegt
steinhús. Ráðskona
þeirra hét Sigríður
Daníelsdóttir (1890–
1979), sköruleg ekkja, barnmörg. Ég
kom einu sinni í gamla bæinn og
þóttu mér göngin ansi löng og tor-
ratað um þau.
III
Eitt sinn fórum við Þórhallur
Hallgrímsson, húsbóndi minn í Vog-
um, til spónveiða suður í Flóa. Veðr-
ið versnaði skyndilega og ég ekki
nógu vel búinn að mati Þórhallar,
svo hann biður Jóka að taka mig með
sér til lands en þeir voru um það bil
að hætta veiðum. Fór ég yfir í bát
þeirra og var þegar haldið til lands.
Jókar buðu mér í mat og er sú máltíð
mér mjög eftirminnileg. Greinilegt
var, að í eftirrétt átti að vera skyr
með bláberjum, því tvær skálar voru
þegar komnar á borðið með þessum
glæsilegu veitingum.
Aðalrétturinn, sem
reyndist vera hangi-
ketskássa, var ekki
kominn á borðið, svo
bræður, sem voru
svangir af vatninu, tóku
upp sjálfskeiðunga sína
og fengu sér eitt og eitt
bláber með því að
stinga hnífsoddinum í
þau. Nú var komið að
hangiketskássunni og
tókum við allir vel til
matar okkar, en síðan
var komið að skyrinu
góða með bláberjunum.
Þá mátti glöggt sjá,
hver var í forystu á þessu heimili, því
Siggi, sem var elstur þeirra bræðra,
teygði sig upp í bita og tók þaðan
hornspón einn, hinn ágætasta grip.
Borðaði hann síðan skyrið með
spæninum, en við hinir urðum að
láta okkur nægja skeiðar. Að máltíð
lokinni sleikti Siggi spóninn vand-
lega, pússaði hann síðan á olnboga
jakka síns og setti síðan upp á bitann
aftur. Ég hefi snætt í Versölum í
boði utanríkisráðherra Frakka og
hjá fleiri stórmennum, en engin mál-
tíð kemst í hálfkvisti við þá, er ég
neytti hjá Jókum sumarið 1940.
IV
Sigurleifur var maður nefndur
Vagnsson (1897–1950), aðstoðar-
maður í atvinnudeild Háskóla Ís-
lands. Hann hitti ég á Geiteyjar-
strönd um 1939 og stóð hann þar á
hlaðinu hjá Jókum við vinnuborð eitt
mikið, sem stóð á búkkum. Þar
slægði hann og aldursgreindi silung
og þótti mér fróðlegt að fylgjast með
honum við þetta verk. Dóttir hans
Erna (f. 1922) var um tíma með hon-
um í för. Þótt Jókar væru líklegast
hreinir sveinar, þá fór ekki svo, að
brúnin lyftist á þeim, er þeir litu
þetta ljósa man augum. Erna giftist
síðar Árna Ársælssyni lækni (1922–
1993), sem lengi var yfirlæknir á
sjúkrahúsinu á Húsavík, en sjálf
varð hún kunn leikkona. Best man
ég eftir henni í hinu frábæra leikriti
„Djúpt liggja rætur“, sem sýnt var í
Iðnó 1952. Hún býr nú í Reykjavík.
V
Helgi Þorsteinsson frá Skörðum í
Reykjahverfi keypti Geiteyjar-
strönd árið 1784 og bjuggu afkom-
endur hans í beinan karllegg á jörð-
inni allt fram á 7. tug síðustu aldar,
þegar Jókar hættu búskap á hálf-
lendunni, háaldraðir og barnlausir.
Faðir þeirra hét Jóhannes Sigurðs-
son (1855–1934) fæddur á Geiteyjar-
strönd, en móðir þeirra Guðrún Jó-
hannesdóttir (1852–1931) fædd á
Krákárbakka. Þau hófu búskap á
Geiteyjarströnd árið 1880. Synir
þeirra: 1) Sigurður Jóhannesson,
fæddur 2. mars 1881, dáinn 23.
mars1966. Búfræðingur frá Hólum
1907 í tíð Sigurðar skolastjóra Sig-
urðssonar frá Draflastöðum.
2) Jón Jóhannesson var fæddur
12. febrúar 1884, dáinn 10. janúar
1966. 3) Jóhannes Jóhannesson var
fæddur 21. febrúar 1888, dáinn 25.
janúar 1969. Eftir lát Guðrúnar,
móður þeirra, árið 1931 var um skeið
ráðskona hjá þeim feðgum Sigrún
Sigurjónsdóttir (1885–1983), systir
Fjalla-Bensa. Þannig er jörðinni lýst
í „Byggðir og bú“ 1963: „Jörðin er
fremur landlítil. Landið mest grýtt
land og hraun. Graslendisræma er
meðfram vatninu, en allmikill skógur
í austasta hluta landsins. Þar eru
Dimmuborgir, allhrikalegar hraun-
myndanir, sem ferðamenn skoða.
Jörðin á Háey í Mývatni og tvo góða
varphólma, Krókhólma og Land-
hólma. Jörðin var um langan aldur
mesta veiðijörð við Mývatn, meðan
engar hömlur voru á riðsilungsveiði,
og hitasilungur veiddist oft á sumrin
á dráttum við landið. Enn er þar góð
aðstaða til veiðiskapar.“ Margir hafa
Háey í Mývatni. Bláfjall í baksýn. Myndin fengin að láni úr ritinu Landið þitt, Ísland.
Jóabræður að greiða bröndur úr ádráttarneti við Strandarvog. Sig-
urður er til vinstri, en bróðir hans (Jón?) til hægri.
Jóabræður á efri árum (í ritinu Byggðir og bú árið 1963), frá vinstri:
Jóhannes, Jón og Sigurður.
Íbúðarhús Jóabræðra á Geiteyjarströnd, er þeir byggðu árið 1937
(Byggðir og bú).
Mynd sem Gísli Sigurðsson, þáverandi ritstjóri Vikunnar, tók 13. sept-
ember 1962. Myndin er af þeim Jóabræðrum, Jóhannesi, Jóni og Sigurði
Jóhannessonum.
Sigurður Jóhannesson nýút-
skrifaður frá Bændaskólanum á
Hólum árið 1907.
Minningar úr
Mývatnssveit III
Himneskt sælubros
færðist yfir andlit hins
finnska forseta, segir
Leifur Sveinsson. Hann
hafði fundið það, sem
hann leitaði að.
Leifur Sveinsson