Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ragnar HólmJónsson var
fæddur í Vestmanna-
eyjum 27. desember
1914. Hann lést á Víf-
ilsstaðaspítala laug-
ardaginn 9. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jón Árna-
son, bóndi á Hólmi í
Austur-Landeyjar-
hreppi, Rangárvalla-
sýslu, f. 7. mars 1885
á Skíðbakka A-Land-
eyjum, d. 14. október
1964, og Ragnhildur
Runólfsdóttir, f. 26.
október 1889 á Fossi, Hvamms-
hreppi, V-Skaftafellssýslu, d. 5.
desember 1986.
Systkini Ragnars: Guðmundur,
f. 26.2.1916, d. 19.7. 1964, Ingólfur,
f. 25.6.1916, Ólafur, f. 29.5.1922,
Árni, f. 12.5.1926, og Ásta, f.
16.8.1927.
22. nóvember 1947 kvæntist
Ragnar Sigríði Melkjörínu Jóns-
dóttur, f. 10. júní 1923, frá Geirs-
hlíð í Flókadal Borgarfjarðar-
sýslu, d. 16. janúar 1992. Foreldrar
Sigríðar voru Jón Pétursson
bóndi, Geirshlíð, Borgarfirði, f. 13.
júní 1887, d. 26. október 1964 og
Vilborg Jóhannesdóttir frá Skán-
ey, Reykholtsdal í Borgarfirði, f.
19. ágúst 1885, d. 24. ágúst 1984.
Börn Ragnars og Sigríðar eru:
Vilborg, f. 13. október 1948, maki
Friðrik Schram, og
eiga þau þrjú börn.
Sigríður, Ragnar,
maki Kristbjörg
Gísladóttir, þeirra
börn Harpa, Vilborg
og Friðrik Páll, Ólaf-
ur, maki Hrefna
María Ragnardóttir.
Ragnhildur, f. 4.
október 1950, maki
Olaf Engsbraten og
eiga þau tvær dætur,
Elísabetu og Hönnu
Maríu. Jón, f. 12.
október 1952, maki
Arndís Jósefsdóttir
og eiga þau tvær dætur, Kristínu
og Ólafíu. Jón á eina fósturdóttur
Ágústu Birgisdóttur, maki Guðni
Þórarinsson, þeirra börn Hlynur
Snær og Karen Ösp.
Ragnar byggði húsið á Lang-
holtsvegi 2 og bjó þar lengst af ævi
sinnar og allt þar til að hann fór á
Vífilsstaðaspítala 6. apríl síðastlið-
inn.
Lengstan starfsferil var hann
terrasólagningarmaður og var í
félagi við Ársæl Magnússon í
Steiniðjunni við þau störf. Seinna á
starfsævinni og fram yfir sjötugt
starfaði hann við lagerstörf hjá
Jötni.
Útför Ragnars Hólm fer fram
frá Áskirkju á morgun, mánudag-
inn 18. júní, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Ragnar H. Jónsson, tengdafaðir
minn, er látinn. Það kom okkur öllum,
aðstandendum hans, á óvart þegar
heilsu hans tók skyndilega að hraka
sl.vetur. Þrátt fyrir háan aldur hafði
hann verið hraustur og ern. Allt frá
því hann missti konu sína, Sigríði
Jónsdóttur, tengdamóður mína, en
hún lést fyrir rúmum 9 árum, hafði
hann búið einn og hugsað um sig
sjálfur.
Hann kunni að bjarga sér og góð
regla var á öllum hlutum. Alla virka
daga var hann á fótum eldsnemma og
fór í sína klukkustundar löngu göngu-
ferð um Langholtið og Laugardalinn.
Daglega eldaði hann sér hádegisverð,
sauð fiskstykkið og kartöflurnar
tvær. Hann þvoði sjálfur fötin sín og
sá um alla hluti. Ekki nóg með það,
oft var hann í því hlutverki að aðstoða
aldraða vini sína sem ekki áttu bíl og
þörfnuðust þess að vera skutlað eitt-
hvað, t.d. til og frá kirkju, en Áskirkju
sótti hann mikið síðari árin – hún varð
nánast hans annað heimili og þar átti
hann sanna og góða vini.
Eftir að Ragnar hætti að vinna,
aldurs vegna, gat hann farið að sinna
áhugamálum sínum meira en áður
var kostur. Hann varð virkur þátttak-
andi í Rangæingafélaginu og í félags-
starfi eldri borgara. Það starf sem
hann þó unni mest held ég að hafi ver-
ið safnaðarstarfið í Áskirkju. Hann
sótti trúfastlega allar guðsþjónustur
og aðrar samverustundir á virkum
dögum – svokallað „opið hús“ þar
sem ýmislegt var gert til ánægju og
uppbyggingar og síðan biblíulestra,
eitt kvöld í viku. Trúin átti greinilega
æ meira rúm í lífi hans eftir því sem
árin færðust yfir.
Á heimili Ragnars og Sigríðar var
gott mannlíf og mikil reglusemi. Bæði
voru þau hjónin af kjarngóðu bænda-
fólki komin þar sem göfug gildi voru í
hávegum höfð – iðjusemi og áreiðan-
leiki, úthald og hjálpsemi. Með þann
arf í farteskinu stofnuðu þau heimili í
Reykjavík og bjuggu hér allan sinn
aldur og hér eignuðust þau börnin sín
þrjú, Vilborgu, Ragnhildi og Jón.
Sem ungur maður varð Rangar þegar
eftirsóttur í vinnu vegna þess hve ið-
inn, handlaginn, traustur og reglu-
samur hann var. Á þeim árum kynnt-
ist hann byggingarvinnu og í
tengslum við hana fór hann síðar að
leggja terrazzo á gólf og stiga. Vegna
vandvirkni varð hann mjög eftirsótt-
ur við þessa iðn og starfaði við hana
víða um land áratugum saman í sam-
starfi við Ársæl Magnússon hjá fyr-
irtækinu Steiniðjunni hér í Reykja-
vík.
Ungur var ég þegar ég kynntist
Ragnari fyrst, en það var þegar ég fór
að venja komur mínar á Langholts-
veg 2 til að heimsækja Vilborgu, til-
vonandi eiginkonu mína. Ég tel það
mikla gæfu að hafa kynnst þeim hjón-
um, Ragnari og Siggu. Alltaf voru
þau boðin og búin að aðstoða okkur
Villu við hvað sem var. Ekki síst nut-
um við þekkingar Ragnars og dugn-
aðar þegar við byggðum húsið okkar
við Fljótasel hér í Reykjavík. Þær
voru ófáar stundirnar sem hann vann
með okkur í húsinu. Hjálp hans við
vinnuna var ómetanleg. En ekki er
síðri sú verkþekking og sá félagslegi
þroski sem maður öðlaðist við það að
vinna og vera með Ragnari og kynn-
ast honum nánar. Fyrir það er ég
mjög þakklátur.
Eins og fyrr sagði varð trúin á
Drottin þeim Ragnari og Siggu æ
hugleiknari eftir því sem árin færðust
yfir og kirkjuganga varð að reglu. Ás-
kirkja var þeirra sóknarkirkja og þar
nutu þau góðrar andlegrar fræðslu og
leiðsagnar hjá séra Árna Berg Sig-
urbjörnssyni. Fyrst þegar ég kynnt-
ist Ragnari bar ekki mikið á trúar-
þörf hans, en hún blundaði með
honum. Mikið vinnuálag og tíð ferða-
lög út um land, þess vegna, kröfðust
tíma hans og krafta. Því gafst lítið
tóm til að sinna andlegum málefnum.
En þetta breyttist eins og fyrr sagði
með árunum. Trúin varð honum, og
þeim hjónum báðum, mikill styrkur
og blessun. Þá fór Ragnar að gefa sér
tíma til að lesa uppbyggilegar kristi-
legar bækur. Ég veit að bók Sigur-
björns biskups, „Coram Deo“ varð
honum hugleikin og las hann mikið í
henni, einnig voru bænir Sigurbjörns,
aftast í sálmabók þjóðkirkjunnar,
honum kærar. Las hann þær og hug-
leiddi og notaði sem leiðsögn í eigin
bænalífi allt til hinstu stundar.
Fyrir nokkrum vikum var Ragnar
lagður inn á Vífilsstaðaspítala til
rannsóknar, en mæði og öndunarerf-
iðleikar voru farin að há honum mikið
síðustu mánuði. Til stóð að hann færi
heim aftur að nokkurra daga rann-
sókn lokinni, en svo varð ekki. Hon-
um hrakaði hratt og þar dó hann
laugardaginn 9. júní sl.
Ég er Guði þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast og verða tengda-
sonur Ragnars. Í minningu minni er
hann traustur vinur, sem með fram-
komu sinni og verkum kenndi mér
margt gott, sem hefur nýst mér vel á
lífsleiðinni.
Blessuð sé minning hans.
Friðrik Schram.
Elsku afi. Nú ertu farinn eftir
þína stuttu baráttu. Þú náðir að kom-
ast fyrir afmæli ömmu og ég veit að
þegar þið hittust þá hafa verið góðir
endurfundir og haldin góð veisla.
Það er skrítið að hugsa til þess að
fara aldrei aftur á Langholtsveginn á
jóladag í hádeginu og fá hangikjöt,
kartöflur, heitt rauðkál og uppstú. Og
ekki má gleyma ísnum sem var alltaf í
eftirrétt.
Þú varst mikill náttúruunnandi og
hafðir mjög gaman af því að fara í
göngutúra. Enda gerðir þú mikið af
því.
Mér finnst svo gaman að vita til
þess að þú hafir náð að koma og sjá
nýja húsið.
Ég veit að amma hefur tekið vel á
móti þér og ég veit að þú skilar kveðju
til hennar frá okkur öllum.
Kveðja,
Kristín Jónsdóttir.
RAGNAR HÓLM
JÓNSSON
! "#
$%&' &(
!
"
#$
#% &
"
! ' ( )
* + * ,
-
' .
-
,
)*') +,,(
!"##!$%&
'# '!! ( )#!( !*+(( ,
#- '!*+(( , ., .& ( ,-/!!
*-! '#*+(( ,
0 ),' '#*+(( ,
'! '#!
$1, '#*+(( ,
( ,-/ , .,! #- 2+,, !*+(( ,
-3,) , .,! 4** 5 .#* !*+(( ,
! .,*+(( , . , , 2& . , !!
$, $, $1, &
! " #
$
%& $
'( ! )
$
! $
& " ##$)
%& " #
$ " ##$ " ##$)
* %+
! & $
"#% * & $
% -#(# )
* $ .
)% / / /0
!"#$
""%#& '( & ) *+**# !# "+ #,"$
! " #
$ %
!" # $ % &'
$ % ()*(%& +%
#%, ()*(%& +% # -'% &'
% +# ! % !" %
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Birting afmælis- og
minningargreina