Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 51
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 51
Hefur þú séð heimasíðu
Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyrar?
www.hrafnseyri.is
Hrafnseyrarnefnd Vestfirska forlagið
Á kvenréttindaginn 19. júní kl. 20.30
standa Kvennakirkjan, Kvenrétt-
indafélag Íslands og Kvenfélaga-
samband Íslands fyrir kvennamessu
við þvottalaugarnar í Laugardal,
eins og nokkur undanfarin ár.
Messan hefst á því að Ásdís Þórð-
ardóttir leikur lagið Áfram stelpur!
á trompet. Sólveig Steinsson, for-
maður Þroskaþjálfafélags Íslands,
flytur ávarp.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
prédikar og kór Kvennakirkjunnar
leiðir almennan söng við undirleik
Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Að
messu lokinni er hægt að kaupa
kaffi í Café Flóru í Grasagarðinum í
Laugardal.
Safnaðarstarf
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-
10 ára drengi á mánudögum kl. 17-
18. Æskulýðsstarf fyrir 8.-10. bekk
á mánudögum kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í kirkj-
unni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587
9070.
Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs-
starf, yngri deild, kl. 20.30-22 í Há-
sölum.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir
velkomnir.
Hvammstangakirkja. KFUM og K
starf kirkjunnar mánudag kl.17.30 á
prestssetrinu.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía.
Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður
A. Theodór Birgisson. Almenn sam-
koma kl. 20. Lofgjörðarhópurinn
syngur. Ræðumaður Robert Sol-
omon sem er staddur hér á landi á
vegum ABC-hjálparstarfs. Allir
hjartanlega velkomnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn
fjölskyldusamkoma sunnudaga kl.
17.
Fermingar
Ferming í Hvalsneskirkju sunnu-
daginn 17.júní kl 10.30. Prestar: Sig-
ríður Kristín Helgadóttir og Einar
Eyjólfsson. Fermd verður: Magnea
Arnardóttir, Suðurhvammi 23,
Hafnarfirði.
Kvennamessa
við þvotta-
laugarnar í
Laugardal
BRÉF TIL BLAÐSINS
ÞEIM fer nú fjölgandi sem hafa lýst
yfir áhyggjum sínum hér í blaði, um
að Ísland muni
nú brátt kyngja
því sem eftir er af
þjóðræknisstolti
sínu og láta reka
sig möglunarlítið
inn í sauðarétt
Evrópusam-
bandsþjóðanna.
Spurt er, hvað sé
hægt að gera nú,
til að sporna við
slíku sjálfstæðis-
afsali.
Ég held að fordæmin fyrir slíkri
baráttu sé að finna í baráttu her-
námsandstæðinga áður fyrr; og í
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga frá
Dönum þar áður; en þó með breytt-
um áherslum.
Ólíkt sjálfstæðisbaráttunni frá
Dönum á fyrri hluta 20. aldarinnar,
snýst Evrópusambandsaðildin nú
ekki um að hljóta hagsæld; því hún
er nú þegar í höfn í aðalatriðum.
Heldur er um að ræða hvort við á Ís-
landi viljum halda áfram að virkja
sérstaklega þau þjóðernislegu sér-
kenni sem eru með okkur flestum,
sem leiðandi kraft við leit okkar að
stöðu í heiminum.
Baráttuskáld fyrri tíma
Þessu svöruðu feður okkar ját-
andi, á árunum 1850-1950; og fundu
þessari sérstöðu þjóðarinnar einkum
stað í sýn ljóðskálda sinna á sérkenni
íslensku þjóðtungunnar, íslensku
fornbókmenntanna, og tengingu
þessa við landslag Íslands.
Seinna kom til barátta hernáms-
andstæðinga; á árunum 1950-1990.
Þar var svipuð áhersla á sýn ljóð-
skáldanna; nema nú var einnig kom-
in fram áhersla á stéttabaráttu, bar-
áttu gegn hernaði; og jafnvel gegn
útlendingum. Voru öndvegisskáld
hreyfingarinnar því valin með tilliti
til þessa. (Reyndar má greina upp-
hafningu stéttvísra vinstriskálda allt
aftur til 1880.)
Ný sjálfstæðisskáld
Í baráttunni gegn fullri inngöngu
Íslands í Evrópusambandið sem er
nú framundan, verður því aftur þörf
fyrir hentug skáld til að skírskota til.
Það verða að vera ljóðskáld, vegna
þess að megin listræna taug þjóð-
arinnar hefur legið í gegnum ljóða-
formið fremur en skáldsöguna eða
önnur listform.
Þau skáld munu einnig fremur
þurfa að líkjast þjóðskáldum sjálf-
stæðisbaráttutímans en verkalýðs-
skáldum hernámsandstæðingatím-
ans: Vegna þess að skáldin þurfa að
vera af því tagi að þau tengi nútíma
þjóðarinnar við fortíð sína almennt,
en gleymi sér ekki í stéttakrytum.
Á 19. öld þóttu þannig frambæri-
legustu þjóðskáldin vera: Bjarni
Thorarensen, Jónas Hallgrímsson,
Matthías Jochumsson og Hannes
Hafstein. Á 20. öld komu fram Einar
Benediktsson og Tómas Guðmunds-
son. Meginþráðurinn hélt síðan
áfram gegnum Hannes Pétursson og
Matthías Johannessen. Voru þetta í
senn borgaralegu skáldin og þjóð-
skáld síns tíma.
Verkalýðsskáldin mynduðu undir-
rödd þjóðarkórsins; nöfn svosem:
Þorsteinn Erlingsson, Steinn Stein-
arr, Jóhannes frá Kötlum, Halldór
Laxness og Kristján frá Djúpalæk.
Endurheimt bókaþjóðarinnar
Nú á 21. öldinni þarf aftur að taka
upp þennan þráð. Þó er úr vöndu að
ráða, af því bæði er að þjóðin er að
gerast svo afhuga skáldskap, og að
skáldin eru að gerast svo afhuga
ljóðum; sem og skírskotunum til for-
tíðar þjóðarinnar í ljóðum. Er nú
orðin leitun að þeim skáldum sem
enn eru upptekin við að bjóða upp á
heillega fortíðarsýn í ljóðum sínum.
Má þar þó einna helst nefna
skáldafélagið Hellasarhópinn; sem
hefur haft það að stefnu sinni að
sinna bókmenntum fyrri tíma í ljóð-
um sínum.
Sem einn af fjórmenningunum í
þeim hópi, legg ég til að brautryðj-
endurnir í komandi baráttu leggi nú
á sig að lesa mínar fimm ljóðabækur;
sem upphaf að leit sinni að þjóð-
skáldaefnum fyrir málefnið.
Síðan ættu þeir að fylgja fordæmi
sjálfsstæðissinna og hernámsand-
stæðinga fyrri tíma, með því að
freista þess að halda verkum þjóð-
skálda sinna að landsmönnum með
skipulegum hætti. Ekki til að hvetja
þjóðina til æsisamkoma líkt og var
algengast fyrrum, heldur til að fá
hana til að setjast rólega niður við sí-
gildan lestur bókmennta sinna; til að
hún megi þannig endurheimta til-
finninguna fyrir því sem þegar hefur
áunnist í þjóðræknismálum hennar.
Fyrr verður þjóðinni ekki forðað,
frá Evrópusamrunanum mikla.
TRYGGVI V. LÍNDAL,
Skeggjagötu 3, 105 Reykjavík.
Evrópusamrunann
eða skáldin
Frá Tryggva V. Líndal:
Tryggvi V.
Líndal