Morgunblaðið - 08.07.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.07.2001, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. EINBÝLI  Efstasund - með aukaíbúð Vorum að fá í sölu gott einbýlishús á tveimur hæðum, samtals 224 fm með aukaíbúð í kjallara. 23 fm bílskúr fylgir. Stór og gróin lóð. Eftirsóttur staður. Hús í góðu ástandi en þarfnast endur- nýjunar í takt við nýja tíma. 1618 RAÐHÚS OG PARHÚS  Þingás - endaraðhús í út- jaðri byggðar Vorum að fá í einka- sölu gott endaraðhús í útjaðri byggðar. Húsið er 155 fm með innbyggðum bíl- skúr og er á einni hæð. Þrjú svefnher- bergi og góð stofa með mikilli lofthæð. Húsið þarfnast einhverrar standsetning- ar og er laust nú þegar. Lyklar á skrif- stofu og sölum. Verð 17,8 millj. 1637 Brekkubær Gott 254 fm raðhús á þremur hæðum í neðstu röð við Fylkis- völlinn. 23 fm bílskúr. Möguleiki á sér- íbúð í kjallara. V. 24,5 m. 1620 Skeiðarvogur - endaraðhús Vorum að fá í einkasölu gott u.þ.b. 205 fm raðhús á tveimur hæðum auk kjall- ara. Húsinu fylgir 26,4 fm bílskúr. Húsið er mjög vel staðsett og er í góðu ástandi. Möguleiki er að útbúa séríbúð í kjallara. V. 19,9 m. 1183 HÆÐIR  Hagamelur - gullfalleg hæð Erum með í einkasölu gullfallega 4ra herb. 97 fm efri hæð í fallegu og reis- ulegu hvítmáluðu steinhúsi á besta stað við Hagamel. Íbúðin er í mjög góðu ástandi og er með parketi á gólfum. Húsið er í mjög góðu standi með ný- lega endurnýjuðu þaki. V. 14,8 m. 1615 Bólstaðarhlíð - m. bílskúr Er- um með í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 100 fm 4ra herbergja efri hæð ásamt nýlegum 30 fm bílskúr. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur, tvö herbergi o.fl. Stór og gróin lóð. Mjög góð stað- setning. V. 14,5 m. 1632 4RA-6 HERB.  Aðalstræti - miðborgin - lyftuhús Vorum að fá í sölu u.þ.b. 112 fm vandaða og glæsilega nýlega íbúð í lyftuhúsi við Aðalstræti. Íbúðin er á efstu hæð (5. hæð) með stórum gluggum og svölum til suðurs með út- sýni til Tjarnarinnar og ráðhússins. Íbúðin skiptist m.a. í 2 herbergi og stór- ar stofur með mikilli birtu og útsýni. Verð tilboð. 1636 2JA OG 3JA HERB.  Safamýri Falleg og björt 3ja herb. íbúð í góðri blokk með fallegu útsýni. Góð eign sem skiptist m.a. í hol, stofu með arni, 2 herb., eldhús og baðherb. Snyrtileg sameign. V. 11,5 m. 1633 Bogahlíð Falleg 3ja-4ra herb. íbúð á 2. hæð í vinsælli blokk við Bogahlíð sem skiptist í góða stofu, 2 herb., eldhús o.fl. Í kj. fylgir gott íbúðarherb. og 2 geymsl- ur. Vandaðar innr. m.a. parket á gólfum. Svalir. V. 12,1 m. 1628 Hjaltabakki - laus fljótlega Erum með í einkasölu rúmgóða u.þ.b. 85 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Gróin lóð með góðri aðstöðu f. börn. Stutt í alla þjónustu. Íbúðin getur losn- að innan mánaðar. V. 9,3 m. 1595 Mávahlíð - á 1. hæð Í sölu fal- lega og bjarta u.þ.b. 87 fm 3ja herb. hæð í fjórbýli. Rúmgott eldhús. Litlar svalir til vesturs. Stór og gróin lóð. Í kj. fylgja 2 sérgeymslur. V. 10,8 m. 1634 Kleppsvegur Vorum að fá í einka- sölu snyrtilega og bjarta u.þ.b. 53 fm íbúð á 2. hæð í góðri blokk. Íbúðin skiptist m.a. í hol, eldhús, baðherbergi, stofu og herbergi. Nýuppgert baðher- bergi. Dúkur á gólfum. V. 7,5 m. 1631 Austurströnd - með bílskýli Erum með í einkasölu ákaflega fallega og bjarta u.þ.b. 63 fm endaíbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Íbúðinni fylgir stæði í bíl- geymslu. Parket á gólfum og rúmgóðar s-svalir með skjólvegg. V. 9,3 m. 1630 Einbýlishús í sérflokki rétt við miðbæinn - frábært útsýni (Miklatún) Vorum að fá í einkasölu eitt glæsilegasta einbýlishúsið í sínum flokki í Reykjavík. Um er að ræða einbýlishús teiknað af Sigurði Guðmyndssyni, sem er kjallari og tvær hæðir, u.þ.b. 265 fm. Auk þess fylgir nýr 60 fm bílskúr, innangengt úr kjallara. Húsið hefur allt verið endurnýjað og nán- ast endurbyggt frá grunni að utan sem og að innan og má nefna lagnir, glugga og gler, innréttingar, gólfefni, tæki o.fl. Að utan hefur húsið verið endurnýjað fullkomlega með nýrri steinun (marmarasalla). Húsið er allt sérhannað og nýinnréttað að innan í upprunalega stílnum með nýjum gólfefnum, innréttingum og sérpöntuðum tækjum. Arinn í stofu. Mjög glæsileg og vel heppnuð endurnýjun, möguleiki á séríbúð í kjallara. Stór sérafmörkuð lóð fylgir eigninni. Allar nánari upplýsingar gefa Sverrir og Stefán á skrifstofunni (ekki í síma). Verð tilboð. 1635 Fallegt endaraðhús rétt við Laugardalslaugina Vorum að fá í sölu ákaflega fallegt og vandað raðhús á pöllum, u.þ.b. 190 fm ásamt 27 fm bílskúr. Húsið stendur á mjög góðum stað innan við Sundlaugarveg. Húsið er byggt árið 1978 og er hannað af Finni Fróð- asyni arkitekt með góðri lofthæð og fallegum innréttingum. Verð 23,0 m. 1045 Upplýsingar utan opnunartíma á skrifstofu veitir Ingólfur 896 5222. Skorradalur Glæsil. nýr sumarbúst. Nýr glæsil. ca 70 fm bústaður á fallegum útsýnisstað í kjarrivöxnu landi Vatnsenda. Mjög góð staðsetning. Húsið er ekki alveg fullklárað. Baðhús (væntanlegt sauna) tengt húsinu. Rafmagn komið og vatns- lögn. Afhending strax. Gott skipulag, stór stofa, borðstofa og eldhús, 3 svefnher- bergi, baðherbergi o.fl. Verð 9,5 m. FÉLAG FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is 530 1500 Til sölu þetta athyglisverða 360 fm hús á þessum eftirsótta stað. Húsið er byggt sem félagsheimili en er nýtt sem barnaheimili og íbúð í dag. Stór lóð fyrir neðan húsið. Tveir inngangar. Húsinu hef- ur verið vel viðhaldið, m.a. endurnýjað gler og gluggar á allri neðri hæðinni. Eignin og hin stóra lóð býður upp á fjölbreytta nýtingar- möguleika hvort sem er fyrir fyrirtæki, stofnanir, gistihús eða jafnvel sem íbúðarhús. Leitið frekari upplýsinga á skrifstofu okkar. Verð 25 millj. LANGAGERÐI 1 SKAFTAHLÍÐ (Sigvaldablokkin). Snyrtileg og góð 4ra herb. íb. á 3. hæð (aðeins ein íb. á hæð) í góðu fjölb. 3 svefnherb. Góð stofa. Suðursvalir. Stærð 104 fm. Góð staðsetning. LAUS STRAX. 1345 Falleg og vel hönnuð 3ja herb. íb. á 2. hæð í nýl. húsi. (Íbúðin er nýtt í dag sem rúmgóð 2ja herb.). Góðar innréttingar. Flísar. Tvennar svalir (ca 40 fm). Verð 12,8 millj. Hús og sameign í góðu ástandi. Góð staðsetning. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Okkur langar að minnast ömmu okkar, Hallgerðar Jónsdótt- ur, og þeirra stunda sem við áttum með henni. Það fyrsta sem kemur upp í hug okkar er Miðsker og kleinur. Amma gerði heimsins best kleinur og ef við munum rétt þá voru alltaf til kleinur á Miðskeri hjá ömmu. Amma var hress og kát kona sem vildi allt fyrir okkur gera. Við mun- um til dæmis eftir því þegar við fengum að gista hjá ömmu og við þurftum að pissa um miðja nótt þá lét amma okkur alltaf pissa í kopp því við þorðum ekki einar niður og inn langan ganginn sem lá að bað- herberginu. Stundum kom það fyrir að við meiddum okkur úti þegar við vorum að leika okkur og allta virtist ómögulegt þá var amma vön að búa til ömmudrykk sem lagaði allt, en það verður ekki látið upp hvað er í honum en hann kippti öllu í lag. Hún amma hafði gott lag á okkur. Amma átt mjög fallegan garð sem var skammt frá bæjardyrunum. Þar eyddum við oft miklum tíma með henni og hjálpuðum henni að rækta garðinn. Garðurinn hennar ömmu á Miðskeri var hreinasta paradís og hún leyfði öllum þeim sem vildu að njóta þeirra paradísar sem hann og hún höfðu upp á að bjóða. Elsku amma okkar, við biðjum góðan Guð að taka vel á móti þér og það er með miklum söknuði að við kveðjum ömmu okkar, hafðu þökk fyrir allt. Jenný, Lára og Íris Magnúsdætur. HALLGERÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Hallgerður Jóns-dóttir frá Mið- skeri lést á Hjúkrun- arheimili Skjólgarðs 17. júní 2001. Hall- gerður fæddist 27. maí 1920 á Hoffelli í Nesjum. Útför Hall- gerðar fór fram frá Bjarnaneskirkju föstudaginn 22. júní kl. 14. Og er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þrautir unnar, að finna kímni í kröf- um skaparans og kankvís bros í augum tilverunnar. (T.G.) Ofanskráðar ljóðlín- ur eru tileinkaðar minning góðrar vin- konu, Hallgerðar Jóns- dóttur, fyrrum hús- freyju á Miðskeri í Hornafirði, en hún andaðist á Hjúkrunar- heimili Skjólgarðs á Höfn þ. 17. júní sl. Hallgerður var fædd á höfuðból- inu Hoffelli í Hornafirði 27. dag maímánaðar árið 1920, elst af 12 börnum hjónanna Halldóru Guð- mundsdóttur og Jóns J. Malmquist, sem þá áttu heimili í Hoffelli, en bjuggu síðar í Akurnesi þar sem þau reistu nýbýli. Halla, en svo var hún tíðast nefnd, sleit barnsskónum í Hoffelli á fjölmennu og rótgrónu bændaheim- ili eins og þau gerðust best á þeirri tíð. Þar voru 3–4 kynslóðir undir sama þaki, lífið sjálft í hnotskurn, fæðing og dauði, sigrar og ósigrar, sorg og gleði. Öldruð hjú áttu þar skjól á ævikvöldi og ungviðið hafði margt að sækja til þessa gamla fólks, nam af því sagnir og sérstakt málfar sem nú heyrist ekki lengur. Jafnvel erlendir menningarstraum- ar áttu leið inn í bæinn með vísinda- mönnum utan úr heimi. Halla var trúlega sterkt mótuð af uppeldi og aðstæðum á bernskuheimilinu, lífs- glöð, frjálsleg í fasi og orðsnjöll. Sögukona góð og kryddaði mál sitt með fágætum og stundum torráðn- um málblómum úr orðabelg gamla fólksins í Hoffelli á þann hátt sem henni einni var lagið. Ung hleypti hún heimdraganum, fór til Reykja- víkur og réð sig í vist hjá góðu fólki. Ævintýraþráin kitlaði hana eins og annað ungt fólk, hún átti ættingja í Noregi og ráðgerði að fara þangað til dvalar. „Það dugði ekkert minna en heil heimsstyrjöld til að koma í veg fyrir það,“ sagði hún síðar. En lífið hélt áfram þótt ekkert yrði af Noregsferðinni, það tók bara aðra stefnu. Halla flutti til unnusta síns Benedikts Eiríkssonar bónda á Mið- skeri og gerðist húsfreyja á bænum þaðan sem jöklasýn er fegurst í Hornafirði. Við tóku annasöm ár við búskap og barnauppeldi, langur vinnudagur og fáar frístundir eins og fólk af þeirri kynslóð þekkir mætavel, en þeim mun betur notið þeirra sem gáfust. Þau hjón bjuggu farsælu búi á Miðskeri, bæði kunnu þau vel til verka og hlífðu sér hvergi. Þau eignuðust 4 börn, dæt- urnar Kolbrúnu og Steinunni og synina Jón og Guðjón. Halla tók virkan þátt í félagslífi sveitarinnar með ungmennafélaginu Mána og kvenfélaginu Vöku. Fengi hún hlut- verk við hæfi brilleraði hún á leik- sviði. Ekki var þá siður að telja grannt þær vinnustundir sem fóru í margvíslegan undirbúning mann- funda og skemmtana í sveitinni og síst var það stíllinn hennar Höllu. Harðdugleg, rösk og ráðagóð var hún en umfram allt skemmtileg, það voru forréttindi að vera með henni í nefnd eða vinnuhóp. Hallgerður og Benedikt brugðu búi eftir rösklega 40 ára búskap á Miðskeri og fluttu þaðan. Ekki mun það hafa verið sársaukalaust að slíta ræturnar, en þau bjuggu sér nýtt heimili, fyrst í Hæðargarði í Nesjum og síðan á Höfn og Halla gat enn um sinn notið þess að hlúa að blómum og gróðri í litla gróðurhúsinu sínu og enn var gestum tekið með glaðværð og hlýju. Stór hópur barnabarna var nú vaxinn úr grasi og síðar bættust við barnabarnabörn. Með öllum þessum afkomendum var fylgst og velferð þeirra borin fyrir brjósti. Síðustu árin hafa þau hjónin dvalið á Skjólgarði, heimili aldraðra á Höfn, og notið þar góðrar aðhlynningar. Hallgerður var hávaxin og föngu- leg kona sem bar sig vel, og þótt aldri og sjúkdómum tækist að beygja líkama hennar og leika hann grátt síðustu árin sem hún lifði, var andinn óbugaður. Aldrei var kvart- að, heldur slegið á léttan streng og kvatt með brosi. Þannig hélt hún reisn sinni til hinstu stundar. Við Sigurður þökkum henni áratuga vináttu og tryggð og biðjum henni blessunar á nýjum leiðum. Eigin- manni og ástvinum sendum við sam- úðarkveðjur. Aðalheiður Geirsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.