Morgunblaðið - 08.07.2001, Qupperneq 50
FÓLK Í FRÉTTUM
50 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
.......á sólbruna..
ÁBURÐUR MEÐ DJÚPVIRKUM ENSÍMUM
Fæst í apótekum og
heilsubúðum.
X
Y
Z
E
T
A
/
S
Í
A
á sunnudögum
frá kl. 13—17
Opið
Á TÓNLEIKAHÁTÍÐUM sem Hró-
arskeldu getur auðveldlega myndast
stuttlíft fyrirmyndarþjóðfélag. Að
minnsta kosti í augum tónlistar-
áhugamanna. Tækifæri til þess að
ganga inn fyrir landamæri tónlistar-
innar, uppgötva þar nýja hluti eða
bara staðfesta eldri sannfæringu um
gæði sinna uppáhalds hljómsveita.
Yfirgefa sinn hefðbundna raunveru-
leika í nokkra daga, fá hámarks-
skammt tónlistar og skemmtunar,
vera í sömu fötunum allan tímann,
drekka þegar þorstinn kallar, borða
þegar maginn heimtar, kasta af sér
vatni þegar þörf krefur og á meðan
heyrist söngur Bob Dylans úr annarri
áttinni en P.J. Harvey hljómar úr
hinni. Ef ég mæti ekki hjá Lykla-
Pétri við Gullna hliðið eftir dauða
minn, skilið þá til hans að ég hafi farið
til himnaríkis og að það sé að finna í
smábænum Hróarskeldu í Danmörku
fjóra daga á ári.
Fimmtudagur
Fyrsta hljómsveitin sem ég sá var
Placebo. Þeir eiga nokkur ágætis lög,
en eru nokkuð fastir í sama farinu.
Lagasmíðarnar af nýjustu breiðskífu
þeirra Black Market Music eru t.d.
öllu grynnri en þær sem var að finna
á plötunni á undan. Það eina sem kom
upp úr Brian Molko söngvara á milli
laga voru forvarnafrasar, sem að-
standendur hátíðarinnar hafa líkleg-
ast forritað hann með áður en hann
steig á svið af ótta við að hörmungar
hátíðarinnar í fyrra myndu endur-
taka sig. Þeir náðu þó ágætlega til
fjöldans og látalæti hins óþægilega
hávaxna bassaleikara sveitarinnar
voru nægileg til þess að gera tón-
leikana að augnayndi.
Wyclef Jean lagði mesta áherslu á
það í atriði sínu að skemmta fólki og
ekki var annað að sjá en honum hafi
tekist það. Hann olli mér þó miklum
vonbrigðum og ég ákvað að yfirgefa
hann og fjörfiska hans þegar kappinn
tók upp á því að leika nokkur lög eftir
Shaggy og aðra vini sína, beint af
geislaspilara! Á meðan hoppaði hann
og skoppaði um sviðið eins og tán-
ingsstúlkur gera á stofugólfinu heima
hjá sér, syngjandi í hárbursta með
uppáhaldslögunum sínum.
Tool voru það áhugaverðasta sem
ég sá þetta kvöldið. Þeir leika afar
framsækna rokktónlist, afar vélræna
og töff. Mikið var lagt í umgjörðina,
t.d. var myndbandsverk á skjáunum
út alla tónleikana og áhorfendur
gláptu á sem dáleiddir. Eina sem ég
hef út á tónleikana að setja er hversu
ópersónulegir og ómannlegir þeir
voru. Í rauninni hefði hver sem helst
getað verið þarna uppi á sviði og eng-
inn hefði líklegast tekið eftir því.
Föstudagur
Eftir frábæra „reggae/dub“ tón-
leika Winstons Rodney eða The
Burning Spear, eins og hann kallar
sig, fór að lifna almennilega yfir föstu-
deginum.
Beck, sem átti að leika um nóttina,
var færður á mun ákjósanlegri stað
fyrr um kvöldið. Hann hefur einstaka
hæfileika til að beintengjast áhorf-
endum sínum og var alveg jafn
skemmtilegur milli laga, eins og á
meðan hann lék þau. Loftbelgir risu
upp í óendanleika skýjalausa himins-
ins við undirleik Becks og þegar pilt-
urinn áttaði sig á því að fegurð þeirra
gæti hugsanlega rænt athyglinni frá
honum sagði hann yfirvegaður í hljóð-
nemann: „Við komum með þessa loft-
belgi fyrir ykkur, ég vona að þið
kunnið að meta þá.“ Því næst horfði
hann upp til eins þeirra, veifaði vina-
lega, setti svo þumalinn upp í loft og
sagði; „Frábær tímasetning strákar!“
Eftir það hurfu loftbelgirnir einhvern
veginn út úr sjóndeildarhringnum.
Nick Cave var í algjörum ham. Ég
hafði búist við rólegum og einlægum
tónleikum, í svipuðum anda og nýja
platan er. En Cave mætti skeggjaður
til leiks, skók hausnum og sveiflaði
hárinu í takt við vel valda slagarasúpu
þar sem adrenalínið var látið flæða.
Einu lögin sem hann tók t.d. af nýju
plötunni voru þau sem rokka, ballöð-
urnar voru skildar eftir heima. Besta
lag tónleikanna var stórkostleg út-
gáfa af The Mercy Seat.
Eftir jafn ótrúlega framkomu og
Cave sýndi var lítið annað hægt að
gera en að setjast niður í hæfilegri
fjarlægð frá appelsínugula tjaldinu,
þar sem Neil Young lék af sinni stöku
snilld.
Laugardagur
Kaliforníusveitin Grandaddy átti
mjög góða tónleika á laugardeginum.
Tónlist þeirra er mjög sveimandi, þó
ekki eins draumkennd og tónlist Sig-
ur Rósar er. Þetta er ein af þessum
sveitum sem á líklega eftir að festa
sig í sessi í tímans rás sem ein af
áhrifameiri sveitum jaðartónlistar-
innar.
Það var með mikilli eftirvæntingu
sem ég beið eftir tónleikum „spænska
frakkans“ Manu Chao, fyrrum for-
sprakka sveitarinnar Mano Negra.
Sólóplöturnar hans báðar eru bráð-
skemmtilegt eyrnakonfekt frá upp-
hafi til enda. Manu leggur sig fram
við að blanda saman hinum ýmsu tón-
listarstefnum heimshornanna, en
styðst þó yfirleitt við reggae undir-
tóna. Hann var hreint út sagt ótrúleg-
ur á sviði. Hann gaf sig allan, stoppaði
aldrei á milli laganna, sem voru öll í
mun líflegri búningi en þau eru á plöt-
unum. Ég hefði ekki trúað því að það
væri hægt, en hann fór létt með það.
Næst var stefnan sett á að votta
rokkgoðinu Bob Dylan virðingu sína.
Kallinn varð sextugur í maí síðast-
liðnum en hefur engu gleymt. Þó var
tilfinningin sem fyllti mig á meðan ég
tölti á tónleika hans líkari þeirri sem
maður fær á leiðinni á Þjóðminjasafn-
ið á tónleika. Maður fór kannski
meira til þess að sjá en hlusta. En
kvöldið var alls ekki búið því eftir
voru tónleikar rokkprinsessunnar
P.J. Harvey.
P.J. mætti til leiks með gítarinn að
vopni, á brjóstahaldaranum og í pilsi.
Hún er algjör hetja, helsti baráttu-
maður kvenna gegn hinni vaxandi
útlitsfirringu, sem einkennir
skemmtanaiðnaðinn í dag. P.J. er
stórglæsileg kona, bæði að innan og
utan. Tónlist hennar er stórkostleg
og tónleikarnir voru afbragð. Eftir að
P.J. hafði gengið af sviðinu í allra síð-
asta sinn grét himinninn af sorg í eina
skiptið, alla helgina.
Rigningin hafði þó lítil áhrif á stuð-
boltann Robbie Williams sem hélt
hita á liðinu þrátt fyrir bleytuna.
Sunnudagur
Það sem kom mér mest á óvart á
sunnudeginum var Orgelkvartettinn
Apparat. Eina íslenska sveitin sem
lék á hátíðinni í ár. Þeir slógu hrein-
lega í gegn, lögin mjög grípandi og
hrynheit. Eftir vel heppnaða tónleika
voru þeir félagar klappaðir upp. Þá
mættu þeir á svið og dönsuðu und-
arlegan dans við mikla ánægju við-
staddra. Það er því með mikilli eft-
irvæntingu sem ég bíð eftir fyrstu
breiðskífu sveitarinnar.
Sunnudagurinn var þó gjörsam-
lega í eigu The Cure.
Þeir mættu aftur á hátíðina í minn-
ingu þeirra 9 sem létust í fyrra, en
þeir hættu við að koma fram þá vegna
hins hörmulega slyss.
Það var auðséð að þeir nutu sín vel,
léku flest sín uppáhaldslög og voru
þéttir. Robert Smith, fuglahræðu-
engillinn, söng og lék á gítarinn af
mikilli einlægni og heillaði með sér
alla þá sem höfðu safnast saman á
tónleikana. Þetta voru líklegast fjöl-
mennustu tónleikarnir um helgina.
Það var einnig gaman að sjá hversu
mikil áhrif þeir hafa haft á aðdáendur
sína, en við fylgdumst með líkt og við
værum á trúarsamkomu. Mjög við-
eigandi endir á afar vel heppnaðri há-
tíð.
Daginn eftir var pakkað saman,
himnaríki yfirgefið og hversdagsleik-
inn tekinn við á ný.
Hróarskelduhátíðin 2001 í máli og myndum
Fjórir
dagar í
himna-
ríki
Það er leiðinlegt
að missa af Hróars-
kelduhátíðinni. Það
gerði Birgir Örn Stein-
arsson ekki þetta árið
og ætlar að deila gleði
sinni með hinum ólán-
sömu, enda óvenju gjaf-
mildur piltur.
AP
Robert Smith, söngvari The Cure, vottaði hinum
9 látnu virðingu sína með stórkostlegri frammistöðu.
Ljósmynd/Lena Viderö Orgelkvartettinn Apparat: Músíkvatur og Úlfur á
bláa sviði hátíðarinnar.
Andi Hróarskelduhátíðarinnar.
„Frábær tímasetning strákar!“
Lúðrasveit þrammar framhjá stóra sviðinu í hamslausri gleði.
biggi@mbl.is