Morgunblaðið - 11.07.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 11.07.2001, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 13 NÝTT Á ÍSLANDI u n d i r f a t n a ð u r u n d i r f a t n a ð saum laus ALGJÖR ÞÆGINDI Kynnum í ö l l u m v e r s l u n u m LYFJA - fyrir útlitið Kynningarverð DÚNDUR T I L B O Ð UMBOÐSMENN UMM LAND ALLT Teba veggofn og helluborð saman í setti. Fjölkerfa blástursofn, undir & yfirhiti, grill og grillteinn. Helluborð með 4 hellum. Verð áður kr 52.500 Eldavél með grilli, 4 hellur, þar af 1 hraðsuðuhella. Geymsluhólf. HxBxD:85x49,6x60 cm. Verð áður kr. 38.900 Splunkuný gerð af 1000 snúninga Zanussi þvottavél. Sérstakt hrað - og ullarþvottarkerfi. Fékk hæstu einkunn fyrir þvottagæði. Verð áður kr. 59.900 ZANUSSI Suðurlandsbraut 16 108 Rvk. Sími 5880500 46.90 0 45.80 0 32.90 0 26.90 0 Kæliskápur í borðhæð með rúmgóðu 18 lítra frystihólfi. Sjálfvirk afþíðing í kæli. Kælikerfi með þriggja ára ábyrgð HxBxD:85x55x60 cm. Verð áður kr. 33.900 stgr. k r stgr. k r stgr. k rstgr. k r BÆJARRÁÐ Kópavogs staðfesti á dögunum tillögur bæjarskipulags um stígatengingar milli Kópavogs og Garðabæjar. Að sögn Birgis Sig- urðssonar skipulagsstjóra í Kópa- vogi er þetta samvinnuverkefni á milli bæjarfélaganna. „Tillagan sýnir hvernig við sjáum fyrir okkur þessar tengingar á milli sveitarfélaganna. Þetta verða göngu- og hjólreiðastígar,“ segir hann, en ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvenær hefjast eigi handa. Hann segir að nú sé eingöngu um skipulagsþáttinn að ræða og þetta sé hugmynd, sem unnið hafi verið með síðan síðastliðið vor. Hugmyndin sýni línu þessa megingöngustígs og hvernig hann sé hugsaður, en í dag endi stígurinn við bæjarmörkin. „Engar kostnaðartölur eru komnar og næsta skref er að við fáum grænt ljós frá Garðabæ, ásamt því að sveit- arfélögin skiptist á bréfum. Við er- um reyndar búin að senda okkar yfir til Garðabæjar með tillögunni,“ seg- ir Birgir, en hann reiknar með að þetta fari inn á framkvæmdaáætlan- ir hjá bæjarfélögunum. Stígatengingin aðkallandi Birgir telur að þessi stígatenging sé orðin nokkuð aðkallandi. Nokkuð sé um hjólandi umferð og verði hann var við það að fólk hjóli í gegnum Kópavogsgjána, þrátt fyrir þrengsli þar. Að sögn Bergljótar Einarsdóttur skipulagsfulltrúa Garðabæjar er eindreginn vilji fyrir stígatenging- unum. Spurningin sé hins vegar hvort sveitarfélögin eða Vegagerðin kosti framkvæmdirnar. Tenging yfir í Hafnarfjörð „Næsta skref hjá okkur er að hitta bæjarskipulag Hafnarfjarðar og gera drög að tengingum áfram frá Garðabæ og yfir í Hafnarfjörð og síðan samhæfa þarna Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð,“ segir Bergljót og er sammála Birgi um að mikil þörf sé á þessum stígum. Í dag sé ekki ein heildregin göngu- eða hjólalína frá Reykjavík og yfir í Hafnarfjörð. Hún segir að skoða þurfi þetta nánar og leggja síðan fyr- ir bæjarráð. Göngu- og hjólreiða- stígar milli bæjarfélaga           Kópavogur/Garðabær KRAKKAR í leikskól- anum Drafnarborg við Drafnarstíg í Vesturbæ tóku síðasta daginn í leikskólanum fyrir sum- arfrí með trompi á föstu- dag. Leiktæki voru feng- in að láni frá ÍTR og þar á meðal voru kassabílar, trampólín, kast- hringir, sippu- bönd og fleira. Börnin fengu andlitsmáningu og virtust hin ánægðustu þrátt fyrir rigninguna þegar ljósmynd- ari rakst á þau og smellti af þeim hópmynd. Að sögn Sig- urhönnu V. Sig- urjónsdóttur, leikskólastjóra í Drafnarborg, reyndust börnin ófús að láta þvo af sér andlits- málninguna fyrir hádeg- ismatinn heldur skört- uðu henni við borðhaldið. Að loknum hádegismat héldu börnin aftur út í garð og tóku eina rispu í leiktækj- unum fyrir sumarfrí. Morgunblaðið/Jim Smart Á leið í sumarfrí Vesturbær HEILDARKOSTNAÐUR við framkvæmd kosning- anna um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, sem fram fór 17. mars síð- astliðinn, var tæpar 21,5 milljónir og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði um 22 milljónir króna þeg- ar upp er staðið, vegna óinnkominna reikninga. Í bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar til borgar- ráðs kemur fram að í byrj- un febrúar hafi áætlaður kostnaður við kosningarn- ar verið ríflega 15 milljónir og var þá miðað við fjóra kjörstaði. Nokkru síðar ákvað borgarráð að Kringlan yrði einnig kjörstaður en um „mánaðamótin febrú- ar-mars 2001 þótti allt benda til þess að kjörsókn yrði töluvert meiri en upphaflegar áætlanir höfðu gert ráð fyrir, og í framhaldi af því ákvað borgarráð á fundi sínum 6. mars 2001 að annars vegar yrði bætt við sjötta kjörstaðnum, Hagaskóla, og hins vegar að kjör- deildum yrði fjölgað úr 30 í 50,“ segir í bréfi skrif- stofustjóra. Lokakostnaðaráætlun sem lá fyrir í byrjun mars var því 21.380.000 krónur en eins og fyrr segir er áætlað að kostnaður verði um 22 milljónir króna þegar upp er staðið. Flugvallarkosning kostaði um 22 milljónir króna Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.