Morgunblaðið - 22.09.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 22.09.2001, Síða 25
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 25 MIÐALDRA karlar eiga færi á að endurheimta æskuþrekið, að því er sýnt hefur verið fram á með rann- sókn. Í rannsókninni var fylgst með fimm miðaldra karlmönnum, sem stunduðu léttar æfingar á sex mán- aða tímabili. Karlarnir gengu, skokkuðu eða hjóluðu á þrekhjóli í klukkutíma á dag, fjórum eða fimm sinnum í viku. Árangurinn varð sá, að þeir urðu sem tvítugir á ný. Próf- anir leiddu í ljós að þrek þeirra var hið sama og 30 árum áður, að því er fram kemur í skýrslu sem birt var 18. september í ritinu Circulation: Journal of the American Heart Assiciation. „Þessi rannsókn sýnir að það er aldrei of seint að koma sér í form,“ segir aðalhöfundur skýrslunnar, Dr. Darren K. McGuire, sem starfar við læknamiðstöð Texas-háskóla í Dall- as. Rannsóknin hófst árið 1966, þegar fimm heilbrigðir, tvítugir menn gengust undir fjölda prófa þar sem mælt var hvaða áhrif þriggja vikna rúmlega hefði á súrefnisupptöku lík- amans. Þrjátíu árum síðar voru þess- ir fimm menn kallaðir til á ný og rannsakaðir fyrir og eftir 6 mánaða líkamsræktina. Mennirnir höfðu að meðaltali þyngst um 25% á þessum 30 árum. Þá hafði líkamsfitan tvöfaldast og súrefnisupptaka líkamans minnkað um 11%. Hins vegar kom í ljós að á þessum 30 árum hafði geta líkamans til súrefnisupptöku skerst minna en gerst hafði þær þrjár vikur sem þeir voru rúmliggjandi árið 1966. Reglulegar æfingar mikilvægar Eftir 6 mánaða líkamsrækt hafði mönnunum tekist að snúa á áhrif öldrunar og súrefnisupptakan batn- aði um 15%. Þeir byrjuðu æfingarn- ar rólega, fyrst í 15 mínútur tvisvar í viku og bættu svo við þar til þeir voru farnir að stunda líkamsrækt í um klukkustund á dag, fjóra til fimm daga vikunnar. „Það skiptir ekki máli hvaða æf- ingar eru stundaðar, ef fólk gætir þess að stunda þær reglulega,“ segir McGuire. Hann bendir á að lítið þurfi til að endurheimta fyrra þrek og viðhalda því. „Engin þeirra æf- inga sem mennirnir stunduðu getur talist erfið og þeir stunduðu ekki neinar lyftingar.“ McGuire bendir á að styrking hjartans dragi úr kólesteróli, færi blóðþrýsting til betri vegar, dragi úr líkum á hjartaáföllum og auki vellíð- an. Æskubrunnur líkamsræktar Morgunblaðið/Arnaldur Það er aldrei of seint að koma sér í gott líkamlegt ástand. New York. Reuters. MEÐ einföldum aðgerðum má koma í veg fyrir ungbarnadauða í þróun- arríkjunum en talið er að yfir átta milljónir ungbarna deyi innan við mánaðar gömul, 98% þeirra fæðast í þróunarríkjunum, samkvæmt upp- lýsingum frá Institute of Child Health. Flest dauðsföllin verða vegna sýk- inga, erfiðleika í fæðingu, fæðingu fyrir tímann eða fæðingargalla segir í skýrslu State of the World́s New- borns. Professor Costello hjá ICH segir að ef þess sé gætt að líkamshiti ný- bura kólni ekki niður strax eftir fæð- ingu, gætt sé þrifnaðar meðan á fæð- ingu stendur og að heilbrigðis- starfsmaður sé viðstaddur fæðingu megi koma í veg fyrir yfir helming dauðsfalla hjá nýburum í þróunar- ríkjunum. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið deyja um átta nýburar á hverri mínútu. Professor Costello segir þetta vanrækt vandamál, sem verði að leysa með sameiginlegu átaki allra þjóða. „Í flestum þróun- arríkjum er ekki boðið upp á mæðra- skoðun og flestar mæður fæða án þess að heilbrigðisstarfsmenn séu viðstaddir,“ sagði hann. Flest dauðsföll nýbura í þróunarlöndunum Reuters Með einföldum aðgerðum má koma í veg fyrir ungbarnadauða í þróunarríkjunum. HINGAÐ til hefur það verið skoð- að sem hégómi að góna á sjálfan sig í spegli, en læknahópur undir stjórn Davids Blakes við Háskól- ann í Bath í Englandi hefur virkj- að spegla til að blekkja heilann til að ráða niðurlögum á dularfullum og erfiðum huglægum sjúkdómi. Þeir kalla meðferðina „spegla- meðferðina“. Um er að ræða CRPS, „Complex Regional Pain Syndrome“, sem gerir helst vart við sig á þann hátt að fólk sem hlotið hefur áverka á höndum og fótum finnur fyrir sársauka sem telst verulega yf- irdrifinn með tilliti til áverkans. Læknar og vísindamenn hafa velt fyrir sér að þetta ástand kunni að stafa af rugluðum skilaboðum taugakerfis til heila og hvort eigi væri hugsandi að blekkja heilann til að leiðrétta svörunina. Settir fyrir framan spegil Blake og félagar höfðu hald- bærar skýrslur og upplýsingar um hvernig bandarískir læknar not- uðu spegla til að lina þjáningar þeirra sem fundið höfðu fyrir sársauka í aflimuðum útlimum. Þar höfðu speglar verið notaðir til að blekkja heilann. Blake og samverkamenn hans settu dæmið þannig upp, að væru þeir með sjúkling sem fyndi fyrir sársauka í hægri handlegg settu þeir hann í stól andspænis spegli, þannig að hann sæi aðeins vinstri handlegg sinn sem þá virtist vera sá hægri. Síðan var sjúklingi gert að hreyfa vinstri handlegginn til og frá og horfði sjúklingurinn síð- an á sjálfan sig veifa hand- leggnum, en af því að enginn var sársaukinn voru skilaboðin til og frá heilanum í stíl. Blake og fé- lagar gerðu tilraunirnar með tveimur hópum CRPS-sjúklinga. Var annar hópurinn með sjúkdóm- inn á háu stigi og hinn hópurinn með króníska útgáfu af honum. Tilraunin virkaði vel á króníska hópinn, en ekki hinn. Blake segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna meðferðin hafði áhrif á annan hópinn en ekki hinn og ekki held- ur á hvaða hátt heilinn var plat- aður, en rannsóknir haldi áfram. Brögðóttir læknar blekkja heilann Morgunblaðið/Sverrir Speglar eru til margra hluta nytsamlegir og eru ekki aðeins notaðir við snyrtingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.