Morgunblaðið - 22.09.2001, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
tóku þau kornunga stúlku, Fríðu, í
fóstur og ættleiddu hana. Hún lést
sextán ára gömul eftir erfið veikindi.
Aftur varð að takast á við sorgina.
Lífið féll í sinn farveg en eftir stóð
minningin um elskulegt ungmenni.
Uppeldisbörnin í Bæ urðu fleiri. Þar
sem hjartahlýja er fyrir er húsrúm
nóg.
Bæjarheimilið varð mjög gest-
kvæmt, bæði var öllum sem að garði
bar vel tekið og ekki skorti umræðu-
efni við húsbændur. Margir áttu
þangað erindi, vegna starfa þeirra.
Jensína var, eins og áður sagði, ljós-
móðir sveitarinnar, og sveitin var
fjölmenn á þeim árum og þurftu því
margir til hennar að leita, hún var
einnig lagin við allskyns aðlhynningu
við þá, sem þess þurftu með. Vegna
margvíslegra starfa Guðmundar
komu margir að Bæ. Þau bjuggu alla
tíð við mikla gestrisni, en ekki mikil
efni.
Árin liðu og þau bjuggu búi sínu í
Bæ meðan kraftar leyfðu. Síðustu
árin í félagsbúi með Hjalta syni sín-
um og konu hans Guðbjörgu Þor-
steinsdóttur. Síðar tóku ungu hjónin
alveg við búinu, en áfram voru þau í
Bæ, og nutu umönnunar ungu
hjónanna og barna þeirra.
Minningin um Bæjarhjónin er
nokkuð, sem ekki gleymist. Þetta er
minning um stórbrotið og þó alþýð-
legt fólk. Þrátt fyrir alla nærfærni,
sem Jensína átti til, og kom fram í
ljómóðurstörfum hennar, var hún
stórbrotin og skapstór kona, en glað-
lynd og orðheppin í besta lagi. Það
var mikið lán þessu byggðarlagi að
hafa slíka atorkukonu fyrir ljósmóð-
ur á þeim árum, þegar oft var ekki
hægt að ná til læknis. Við starfslok
hennar var Jensínu sýndur ýmis
sómi, sem verðugt var. Hún var
hetja, sem samferðamennirnir
gleyma ekki.
Þótt árin færðust yfir hélt Guð-
mundur áfram að fylgjast með, augu
og eyru hans voru sívökul, sama var
hvort voru landsmálin eða það sem
var að gerast í sveitinni. Hann hafði
á langri ævi barist fyrir bættum hag.
Þegar hann var í hreppsnefnd Ár-
neshrepps hreyfði hann því, að
hreppsnefndin gengist fyrir kaupum
á landi á Gjögri, sem síðan yrði út-
hlutað til rækturnar fyrir íbúana
þar. Þar var þörfin brýn. Þar bjuggu
barnmargar fjölskyldur, án þess að
geta aflað sér mjólkur, vegna þess að
ekki voru landnytjar. Kannske sást
hann ekki alltaf fyrir í baráttu sinni,
en hún var samt einlæg. Árnes-
hreppi var ekkert of gott.
Þegar líða tók á tuttugustu öldina
voru blikur á lofti, fólki tók að fækka
í sveitum landsins. Af þessu fór Ár-
neshreppur ekki varhluta. Fátt varð
Guðmundi meira að hugarangri en
sú þróun. Ég veit að oft kom upp í
huga hans þessi setning, „höfum við
gengið til góðs götuna fram eftir
veg?“ Ég held, að hann hafi talið svo
vera, en skynjaði samt, „að enginn
stöðvar tímans þunga nið“. Það
gladdi hann ósegjanlega, að Pálína
sonardóttir hans og maður hennar,
Gunnar Guðjónsson, skyldu taka þá
ákvörðun að taka við búi með Hjalta
og Guðbjörgu, í því eygði hann von.
Guðmundur var víðlesinn maður
og mikils fróðleiks hafði hann aflað
sér af mönnum heima og heiman.
Þessa naut hann fram undir andlát
sitt.
Lengst af held ég að Guðmundur
hafi verið heilsugóður, en samt þeg-
ar árin færðust yfir fór að bera á lík-
amlegum kvillum, sem vænta mátti
af manni með langa starfsævi að
baki. Síðustu árin var hann þó oft
sjúkur og ellimóður var hann orðinn.
Oftast var hann þó heima, heima í
Bæ, annars staðar vildi hann ekki
vera. Heimilisfólkið gerði honum það
kleift meðan þess var nokkur kostur.
Oft dvaldi hann þó á sjúkrahúsinu á
Hólmavík, og þar lést hann, en hug-
urinn stefndi ávallt heim að Bæ.
Hann var þakklátur starfsfólki
sjúkrahússins fyrir aðhlynninguna.
Andlegu atgervi hélt hann nánast
til hinstu stundar. Minni hans var
ótrúlegt forðabúr fróðleiks. Í það
verður ekki sótt meira. Á síðustu
vikum ævi sinnar skrifaði hann bréf,
sem ekki báru það með sér að vera
frá helsjúkum manni níutíu og sex
ára gömlum.
Þess er ógetið, sem síst skyldi,
Guðmundur var trúaður maður, og
þarf engum að koma það á óvart, það
lá í skapgerð hans. Hann leitaði til
Guðs síns, þegar í nauðir rak. Hann
flíkaði því ekki mikið, en taldi að
mönnum væri hollt að staldra við og
hugleiða þá hluti.
Það eru að koma lok í þessi fátæk-
legu orð, sjálfur á ég Guðmundi
frænda mínum mikið að þakka, og ef
það sem hér hefur verið sett á blað
gæti verið þakklæti fyrir liðna tíð þá
hefi ég ekki til einskis eytt þeirri
stund, sem til þess hefur verið varið.
Mér finnst við hæfi að ljúka þess-
um orðum með tveimur erindum úr
ljóði Steingríms Thorsteinssonar.
Setjumst undir vænan við,
von skal hugann gleðja,
heyrum sætan svanaklið,
sumarið er að kveðja.
Það er komið haust, landið gefur
það til kynna með litum sínum. Sum-
arið hefur verið bændum gjöfult,
ekkert hefði glatt Guðmund meira.
Haustið er líka uppskerutími
bændanna, féð að koma af fjalli, tími
sem var Guðmundi áhugaverður.
Hann gladdist yfir velgengni manna,
en ef uppskeran hafði brugðist var
strax að huga að hvað væri til úrbóta.
Sumarið hefur kvatt og Guðmundur í
Bæ er allur.
Síðasta erindið í þessu fallega ljóði
gæti hafa verið síðasta ósk Guð-
mundar.
Fagra haust þá fold ég kveð,
faðmi vef mig þínum,
bleikra laufa láttu beð
að legstað verða mínum.
Útför Guðmundar er gerð frá Ár-
neskirkju í dag, kirkjunni, sem hon-
um var svo umhugað um að risi af
grunni.
Við hjónin og fjölskylda okkar
sendum börnum hans og öllum ást-
vinum innilegar samúðarkveðjur.
Við þökkum honum órofa tryggð og
vináttu gegnum árin.
Blessuð sé minning Guðmundar
Péturs Valgeirssonar í Bæ.
Gunnsteinn Gíslason,
Norðurfirði.
GUÐMUNDUR P.
VALGEIRSSON
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Ekki missa af
tækifærinu!
Ótakmarkaðir tekjumöguleikar án fjárhagslegr-
ar áhættu, markviss starfsþjálfun og aðstoð
frá reyndum aðilum. www.frjals.is
Markaðsstjóri
Þekkt markaðs- og auglýsingafyrirtæki óskar
eftir að ráða markaðsstjóra.
Menntun og starfsreynsla skilyrði.
Umsóknir berist til auglýsingadeildar Mbl.,
merktar: „Framtíðarstarf“.
Hefur þú áhuga?
Alþjóðlegur viðskiptamaður óskar eftir sam-
starfsfélögum um allan heim.
Hefur þú áhuga á að vinna með erlendu fyrir-
tæki, sem hefur $1,400 billjón í tekjur á ári?
Ef svo er hafðu þá samband við mig í síma
567 4214 eða 695 4216.
Sjálfboðavinna í Afríku
Viltu taka þátt í sjálfboðavinnu í
Angola og Guineu Bissau?
Fræðsla fyrir götubörn - Herferðir gegn eyðni - Félags-
ráðgjöf 14 mán. áætlun með 6 mán. alþjóðlegri þjálfun hjá
Den rejsenda Højskole på Sydsjæalland (3 laus pláss í byrjun
október). Hefst 15. okt. 2001 eða 1. febrúar 2002.
Hringið í síma 0045 56 72 6100.
lotte@humana.org www.lindersvold.dk
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
BÍLAR
Bílar — Útsala
Erum að selja notaða bíla: Toyota Corolla,
Toyota Yaris, Nissan Almera, Nissan Micra,
Suzuki Sidekick, Grand Vitara, Peugeut 106
o.fl. Gerið góð kaup.
Bílarnir eru til sýnis á SH bílaleigunni,
Nýbýlavegi 32, Kópavogi.
BÁTAR SKIP
Til sölu
skemmtibáturinn Jói félagi (7010)
Báturinn er af gerðinni Fjord. Lengd 8,95 m.
Í bátnum eru tvær vélar af gerðinni Volvo
Penta, 67,7 kw. hvor vél.
Upplýsingar eru veittar í Byggðastofnun í síma
455 5400.
TILKYNNINGAR
„Hvað er svo glatt..."
Nú er tækifærið, komdu með!
Vantar söngfólk í allar raddir. Spennandi verk-
efni framundan, m.a. Englandsferð í vor.
Nánari upplýsingar gefur Pétur í s. 898 1792
eða pgu@strik.is .
Árnesingakórinn í Reykjavík.
SMÁAUGLÝSINGAR
EINKAMÁL
TVÍBURARBRÆÐUR
Franskir tvíburabræður, 30 ára,
óska eftir að kynnast tvíbura-
systrum 18-28 ára. Sendið bréf
með mynd til: J.C. et J.S. Tram-
ier, La Grange Rouge, 30150
Roquemaure, Frakklandi.
FÉLAGSLÍF
Sunnudagur 23. sept. kl.10.30
Reykjavegurinn 9. ferð.
Dyr — Heiðarbær. Um 6 klst.
ganga um fjölbreytt gönguland
norðan Hengils. Brottför frá BSÍ
og miðar í farmiðasölu. Stansað
við Select. Verð 1.500 kr. fyrir
félaga og 1.700 kr fyrir aðra.
Mánudagur 24. sept. kl. 20
Fundur jeppadeildar Útivistar
Vetrarstarfið hafið með fundi í
húsnæði Ingvars Helgasonar á
Sævarhöfða 2 fyrir tilstilli Fjalla-
sports sem kynnir breytingar á
bílum. Kaffi og meðlæti.
Útivistarferðir kynntar.
Allt áhugafólk velkomið.
Skoðið heimasíðuna: utivist.is .
Sunnudagur 23. sept. Hellis-
heiði — Hellisskarð — Drauga-
tjörn Um 2—4 klst. ganga.
Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með
viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr.
1.300 en 1.000 fyrir félaga FÍ.
28.—30. sept. Fræðslu- og
fjölskylduferð í Þórsmörk.
Dagskrá fyrir alla fjölskylduna,
stóra sem smáa, grillveisla,
kvöldvaka og sérfræðingar á
ýmsum sviðum á staðnum. Verð
6.900 með grillmáltíð. Nánari
uppl. á skrifstofu FÍ, www.fi.is og
á textavarpi RUV bls. 619.
mbl.is
ATVINNA
Gullsmárabrids
Eldri borgarar spiluðu tvímenn-
ing á tíu borðum í Gullsmára 13
mánudaginn 17. september sl. Miðl-
ungur var 216. Efst vóru:
NS
Dóra Friðleifsdóttir – Guðjón Ottósson 243
Helga Ámundad. – Hermann Friðrikss.233
Ásta Erlings – Sigurjón H. Sigurjónss. 229
AV
Viðar Jónss. – Sigurþór Halldórss. 247
Heiður Gestsd. – Auðunn Bergsveinss. 247
Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 233
Eldri borgarar spiluðu tvímenn-
ing að Gullsmára 13 fimmtudaginn
20. september sl. Miðlungur var 168.
Efst vóru:
NS
Helga Ámundad. – Hermann Friðrikss. 196
Sigríður Ingólfsd. – Sigurður Björnss. 170
Helga Helgadóttir – Þórhildur Magnúsd.175
AV
Björn Bjarnason – Valdimar Lárusson 186
Eggert Kristinss. – Jón Páll Ingibergss. 184
Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 183
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilar brids alla mánudaga og
fimmtudaga. Skráning kl. 12.45.
Eldri borgarar spila brids í Gull-
smára 12 alla mánudag og fimmtu-
daga. Mæting kl. 12.45.
Bikarkeppni BSÍ
Undanúrslit og úrslit verða spiluð
í Hreyfilssalnum 29.-30. sept.
Í undanúrslitum á laugardag eig-
ast við:
Orkuveita Reykjavíkur-Þrír Frakkar
Síldarævintýrið-Skeljungur
Sveinn og Hans Viggó
unnu á startmóti BA
Fyrsta móti Bridsfélags Akur-
eyrar er lokið á vetrarvertíðinni
þótt enn syngi lóur og sumar sé í
lofti. Hans Viggó og Sveinn Stef-
ánsson urðu hlutskarpastir í Start-
móti Sjóvár-Almennra en keppnin
var jöfn og spennandi fram á síð-
asta spil. Lokastaða efstu para:
Sveinn-Hans Viggó 474
Reynir Helgas.Örlygur Örlygss. 464
Stefán Ragnarsson/Anton Haraldsson
-Pétur Guðjónsson 461
Soffía Guðmundsd.-Ólína Sigurjónsd. 451
Ragnhildur Gunnarsd.Gissur Jónass. 451
Næsta mót er Butler tvímenn-
ingur Sparisjóðs Norðlendinga og
er spilað í Hamri á þriðjudagskvöld-
um kl. 19.30. Einnig eru eins kvölds
tvímenningar á sunnudagskvöldum
og eru nýir félagar boðnir velkomn-
ir. Formaður Bridsfélags Akureyr-
ar er Ragnheiður Haraldsdóttir og
er símanúmer hennar 4622-473 ef
óskað er frekari upplýsinga.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Bridsfélag Kópavogs
Eftir gott sumarfrí hófst vetrar-
dagskrá Bridsfélags Kópavogs að
nýju og var byrjað á þriggja kvölda
hausttvímenningi með þátttöku
átján para. Margir af okkar gömlu
spilurum mættu að sjálfsögðu en það
var sérstaklega gaman að það skyldu
svo margir nýir spilarar koma til
okkar og spila, enda tökum við ávallt
vel á móti öllum spilurum sem vilja
njóta kvöldsins í góðum félagsskap.
En snúum okkur að spilamennsk-
unni: Spiluð voru þrjú spil milli para
alls 27 spil og var meðalskor 216
N/S:
Gísli Tryggvason – Heimir Tryggvason 267
Erla Sigurjónsd – Guðni Ingvarsson 264
Hjálmar S. Pálsson – Anna G. Níelsen 249
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 249
A/V:
Steingrímur Péturss. – Baldvin Valdim. 272
Gísli Steingrímss. – Sveinn Þorvaldsson 258
Hróðmar Sigurbj. – Bernódus Kristinss. 253
Annað kvöldið af þremur verður
spilað fimmtudaginn 27 sept. og
hefst spilamennska stundvíslega kl.
19.30. Spilað er í Þinghóli í Hamra-
borginni.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Úrslit úr einskvölds tvímenningi
10. september 2001.
Atli Hjartarsson – Sverrir Jónsson 92
Guðni Ingvarsson – Hafþór Kristjánson 86
Sveinn Vilhjálmsson – Haukur Árnason 84
Dröfn Guðmundsd. – Hrund Einarsdóttir 84
Andrés Þórarinsson – Halldór Þórólfss. 84
Úrslit úr einskvölds tvímenningi
17. september 2001.
Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðarsson 132
Sigurjón Harðarsson – Haukur Árnason 120
Andrés Þórarinsson – Halldór Þórólfss. 120
Mánudaginn 24. september hefst
hausttvímenningur með fjögurra
kvölda Barómeter.